Alþýðublaðið - 30.03.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.03.1927, Blaðsíða 4
4 AL&ÝÐUBLAÐIÐ jltfýkmiðj | Fermmgarkjölaefni - margar tegundir. IKápukantar, legging- s ar á kjóla, f mikið úrval. laítliiidur Bjorasöóttir, | Laugavegi 23. 6B HBi Súflf 1111 s Ifll víkingar hafa aflað vel í net, en tregari. netjaafli hjá Kfeflvíkingum, mest 500—600 á bát. í Njarðvík- unum 1920 mest, 1800, 1300, minst 700—80Ó. Yfirleitt heldur tregari afli, en menn búast við [m, að hann muni glæðast aftur nú í strauminn. Skipakomu? tll Kaupmanna- hafnar. Árið 1926 komu 18 390 skip til Ihafnar I Kaupmannahöfn. Burðar- magn þessara skipa var samtals 5 205 021 smálestir. Er þgð 314 259 smál. meira en árið áður. Vöru- magnið, sem skipin hafa flutt, er þó minna hlutfallslega en árið áöur. Sigiingaflotinn, sem höfnina hefir gist, er frá .20 þjóðum að Dönum meðtöldum. ©jpJátgpiB* ei* Mjallar“-dropiim þú geröir dag að drauinalandi blómagarð úr brunasandi, skininn lurk að skögarbjörk. Pó var engra epla notið. Ekkert siða- lögmál brotið. Par var andinn einn og frjáls, enga girndar- hlekki’ um háls, Því er. énn þá angan blðma kringum hugans helgu dóma, að þann sæla sumardag sveifíjtu’ á braut unr sólarlag. Sól skein sunnan, Sól skein sunnan á sali háa. . Svanir léku um loftið bláa. Þú komst með söng um sumardag. en sveifst á braut um sólárlag. Oft ég dvel við dagsins minning; það var saklaus sumarkynning, en hún varð liós i í lífi manns, er leitar enn þá sannleikans. Bödvar Guðjónsson frá Hnífsdal. fi|arta«ás smjeriíkið er bezt. Ásgariar. RegnfraMkar og Rephlífar iiýkoiMlð í ¥erzl. Ufa. Saltkjöt S® asira % kg. Akranes- kartöflur, ný teknar upp úr jörðinni, 40 aura 1 kg. Theoðór I.Siprpirsson, Bfönnnglitu 5. — Slmi @51. Þessar bækur fást í afgreiðslu Alþýðublaðsins: Rök jafnaðarstefnunnar, bezta bók ársins 1926. Bylting og íhald, úr „Bréfi til Láru“. „Deilt um jafnaðarstefnuna“ eft- ir Upton Sinclair og kunnan í- haldsmann. Byltingin í Rússlandi, fróðleg og skemtileg frásögn. Kommúnista-ávarpið eftir Marx og Engels. „Höfuðóvinurinn“ eftir Dan Grif- fiths. Húsið við Norðurá, spennandi leynilögreglusaga, íslenzk. 2ja manna járnrúm noíað er til sölu ódýrt. Uppl. i Ingólfshúsi. Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Verzlið við Vikar! Pað verður. notadrýgst. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupfélaginu._____ Hítstjón og ábyrgðsraiaðuí Hallbjðrn Halldóyssoa. Alþýðuprentsmiðjan. Raflýsiiig sveitanna. Eftir Halldór Kiljgn Laxness. (Niðurl.) Nú veit ég ekki, hvort ég á að iara að nenna að segja það, sem allir vita, þótt ég sé nýkominn úr Þingeyjarsýsiti (en þar nyrðra hefi ég rekist á fólk einna fróð- last 'í því, sem allir vita). En það, sem allir vita í þessu sambandi. er einmitt leyndarmálið um prest- ana. Það er nsfnilega opinbeft leyndarmál hér á landi, að presta- stéttin er alveg gersamlega hand- ónýt stétt. Það er að herfda fé í sjóinn að hafa svoleiðls. Ræður presta eru hið aumasta sluður, sem sést og heyrist opinberlega, aö pólitíska , rifrildinu í dagblöð- unurn ekki undanskildu. Þessu verður að lýsa yfir, enda þótt það kunni að hneyksla Jónas frá Hriílu eða aðrar ómerkilegar kerjingar. Það er yfirleitt ekki Ijós punktur í ræð- um presta, alt illa gerðar ljós- myndir af löngu hugsuöum hugs- imum, sem löngu eru búnar að gera sínar byltingar, væmið mærðarstagl. Sjá bundrað hug- vekjur. Það er ekki eyðandi orð- um að slíku, enda kærir fölkið sig sízt að heyra þetta stein- dauða kjaftaþvaður, sem ríkið launar með sömu hendinni og það rífur brauðið frá munnum snill- inga sinna. Hugsandi menn eru dauðadæmdir hér í landinu. Alt verður að ganga eftir gamalli kennjngafræðj, sem vár sannleik- ur á liðnum byltingatímum, en nú er orðin lygi. Fyrir þetta er borg- að. Kirkjur standa alls staðar tómar til landsins; það er stað- reynd. Fólki hundleiðist þetta predikunarvesen. 1 sveltunv er ekkert, sem heitið geti kírkju- líf, og í kaupstöðum er kirkja aðallega sótt af fátæku fólki, sem á sér lítils úrkosti um skemt- anir, helzt af gömlum konum, sem bafa ekki ráð á að fára í bíó. Þó er lialdið áfram að troða þessu upp á fólkið með dæma- lausri frekju. Prestar reyna að pranga lélegum útbreiðslubæk- iingum og því viðbjóðslegri guðs- qrðabókum inn á hvert heimili (Evangeliskt viðhorf, Hundrað hugvekjur, Jólakveðja frá dönsk- utri sunnudagaskölum, — á alt þetta rakst ég á ferð minni um landið), og nú. er jressi plága kom- in inn í útvarpið líka, öllum not- endum til skapraunar og hugar- angurs. „Bjanni" biómgast á öl 1- um- aumustu kotum landsins, þar .^em dauðinn er lapinn úr blá- , astri skelinni, Það er kominn tími til, að landsmenn rísi opinberlega gegn predikuninni, jressari evan- gelisk-lúthersku landplágu. Það er kominn tími til, að peir heimti raflýsing sveitabæjanna í staðinn. Á tíu árum mætti raflýsa Ireila sveit fyrjr féð, sem á sama tíma er sóað í ejna tilgangslausa prestsskepnu. Viö raíiýsing sveitabajjanna myndu skilyrðin tí- faldast fyrir þvi, að inenn kæm- ust til himnaríkis, en ]iað er blátt áfram blýgðunarvert fyrir skyn- serni gædda veru að sitja undir almennri stólræðu. Niður með predikanir! Upp með . raflýsing sveitabæjanna! Fimmtíu prest- launum skyldi verja á ári hverju til bókmenta og lista. Hversu margir skyldu vera í flokki presta, sem kosið hafa starfa sinn af sömu; hvötum og listamaðurinn hlýðir sinni köllun eða skáldið? íslenzkir prestar eru flestir góð- ir náungar (guð fo.rði mér frá að skamma eða meiða nokkurn ein- stakan mann!). Ég þekki inarga þeirra og alla að góðu, en þeir eru bara ekki prestar, hafa hvorki klerklegt uppeldi né klerklegt gildi. Þeir hafa gerst guðspjalla- snakkar af þeim ástæðum einum, að þeir fá kaup, og myndu allir hætta, ef það væri tekið af þeim kaupið. „Vefarinn mikli frá Kasmír“. Fimta og sjötta bókin koinu út í gær. Eru þá tvær ökomnar út enn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.