Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 17. desember 1982 _Helgai--- iposturinn Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur o ° Bændur (T)0* JÓN BJARNASON •m$2> m «4 GAfíOSvk bæiarmenn hiSMM. ^ón* Hi Gmftiwk Bændur og bæjar- menn - lokabindi minningaþátta Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina „Bændur og bæjar- menn" eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Hér er um að ræða lokabindi minningaþátta Jóns, en áður hafa kom- ið út þrjár bækur: „Bændablóð", Hvað segja bændur nú?“ og „Bændur segja allt gott". Allar þessar bækur hafa feng- ið góðar viðtökur bæði bókmennta- gagnrýnenda og almennings og er það að vonum þar sem Jón Bjarnason kann vel þá list að segja skemmtilega og skipulega frá og kryddar frásögn sína með lifandi kímni sem nær bæði til hans sjálfs og samferða manna. Bcra bækur Jóns þess vitni að hann hefur haft opin augun fyrir því sem var að gerast í kringum hann - verið fljótur að átta sig á hlutunum og geymir þá vel í minni. í bókinni „Bændur og bæjarmcnn" segir Jón m.a. frá því cr hann brá búi í Garðsvík og fluttist til Akureyrar. Gerðist þar með einn af bæjarmönnum. Hann greinir frá nýju hlutverki sínu sem hann gekk að með sama áhuga og sveitastörfunum og frá nýjum vinum og samferðamönnum. Má glögglega greina á frásögn Jóns að hann hefur allsstaðar fundið gott og skemmtilegt fólk og viðburðir scm alla jafna virðast hversdagslegir og gráir verða skemmti- legir og frásagnarverðir í túlkun hans. „Bændur og bæjarmenn" er sett, um- brotin, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jak- obsson hannaði kápu bókarinnar. Sjómannsævi - endurminningar Karvels Ögmundssonar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina „Sjómannsævi" II bindi endurminninga Karvels Ög- mundssonar skipstjóra og útgerðar- manns í Njarðvíkum. Fyrsta bindi endurminninga Karvels kom út í fyrra og vakti þá mikla athygli og fékk góða dóma, enda þóttu lýsingar Karvels bregða skýrri og raunsannri mynd á kröpp kjör alþýðufólks á fslandi í byrj- un aldarinnar og bera vitni glögg- skyggni og góðri frásagnargáfu. f bókinni sem nú er komin út segir Karvel frá fyrstu árum sjómennsku sinnar þegar róið var á opnum bátum og fast sótt enda varð nánast stundum að tefla á tvísýnu í baráttunni fyrir lífs- björginni. Pærfleytursem notaðarvoru þættu ekki merkilegar í samanburði við hin stóru og glæsilegu fiskiskip nútím- ans, en menn voru volkinu vanir og hertust við hverja raun. Karvel segir frá mörgum eftirminni- legum og erfiðum sjóferðum þar sem baráttan var stundum upp á líf og dauða og frá slysförum og svaðilförum. Lif- andi frásagnarmáti er aðalsmerki hans. Hann færir lesendur inn í þann harða heim sem Islendingar lifðu í á fyrstu áratugum aldarinnar meðan sú tækni sem nú er búið við var með öllu óþekkt. Þótt margir kaflar bókarinnar séu eftir- minnilegir og sterkir orkar þó ugglaust mest á alla þá er bókina lesa frásögn Karvels af leitinni að líki föður síns og fundi þess. „Sjómannsævi" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jak- obsson. Sól ég sá - sjálfsævisaga Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina „Sól ég sá“, og er hún fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar, náttúruvísindamanns og fyrrverandi skólameistara frá Hlöðum. í bókinni segir Steindór Steindórsson frá uppvexti sínum, námsárum og skólastarfi. Er höfundinum fylgt frá smalaslóðum hans og fjárgötum heima á Hlöðum og þaðan á skólabekk bæði í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum í Reykjavík og í há- skólann í Kaupmannahöfn þar sem Steindór opnar lesendum sýn til skemmtilegs, fjölbreytts og ævintýra- ríks stúdentalífs. Síðan liggur leiðin aftur heim og í Menntaskólann á Akureyri þar sem Steindór kenndi fræði sín í meira en 40 ár og stjórnaði þessum fjölmenna skóla síðustu árin. Eins og gefur að skilja er frá mörgu eftirminnilegu að segja og Steíndór Steindórsson leysir frá skjóðunni tæpitungulaust eins og búast mátti við af honum. Segir hann frá ýmsu í skólastarfinu - bæði skemmti- íegum atvikum og eins þeim sem erfið voru úrlausnar og kostuðu stundum deilur. Ekki eru lýsingar Steindórs á samferðamönnum sínum og samstarfs- mönnum, hvort heldur eiga í hlut kenn- arar eða nemendur.síðri og þar ræður hreinskilnin ferðinni sem og í öðru. í kynningu bókarkápu segir m.a. að það svíki engan að ferðast með Steindóri þótt hægt sé- farið og leið krókótt og víða staldrað við til að huga að steinvölu í götunni, blómi í vegar- brún, eða móaflesju og mýrardragi í nágrenninu. Því alltaf hafi Ieiðin legið að sama markinu, að fræðast og fræða aðra. Bókin „Sól ég sá" er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Eddu, hf. Kápu hann- aði Ernst Backman. Sigurður Á. Friðþjófsson Heimar Skuggsjá hefur sent á markað bók eftir ungan Hafnfirðing, Sigurð Á. Friðþjófsson. Er það skáldsaga, sem höfundur hefur gefið nafnið Heimar. Heimar er á engan hátt hefðbundin skáldsaga, til þess eru þræðir sögunnar of margir og of laustengdir, með snerti punkta í raunveruleika, þjóðsögu, draumi og ímyndun. Sérhver kafli sög- unnar stendur sem sjálfstæð heild, er heimur út af fyrir sig, en þó í beinu samhengi við aðra heima frásagnar- innar. Sagan segir frá Ágústi. Hann er af hernámsárakynslóðinni, fæddur árið sem íslendingar undirrituðu hernáms- samninginn við Bandaríkjamenn. Ág- úst er áttavilltur í tilverunni, hann trúði því sem unglingur að lífið hefði upp á allt að bjóða,aðeins þyrfti að beygja það undir sig og móta að eigin geðþótta. í sögulok er hann hinsvegar reynslunni ríkari. Aldrei var upp á annað boðið en það, sem Hallgrímur Pétursson orti um; uppeldisfjötra og undirgefni Heilræðavísna, píslarsögu Passíusálm- anna og sláttumann dauðans. - Óhætt er að fullyrða að þessi skáldsaga á eftir að vekja verulega athygli. Heimar eftir Sigurð Á. Friðþjófsson er sett hjá Acta hf. filmuunnin ogprent- uð í Prenttækni og bundin í Bókfelli hf. Káputeikning er eftir Lárus Blöndal. Heimar er 163 bls. íslenskri þjóðsagnaveröld lýst með stór- brotnum og þjóð- legum teikningum Tröll sögur og teikningar úr íslenskri þjóðsagnaveröld. Tvær sjálfstæðar bækur, ensk og íslensk Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bók um TRÓLL með teikningum eftir Hauk Halldórsson myndlistarmann. Haukur hefur valið sér það verkefni að lýsa íslenskri þjóðsagnaveröld með óvenjulega þjóð- Íegum og stórbrotnum teikningum. Listamaðurinn valdi sjálfur eða samdi nokkrar þjóðsögur og myndskreytti. Sögurnar voru jafnframt þýddar á ensku og samhliða íslensku útgáfunni kemur sjálfstæð ensk útgáfa. Haukur Halldórsson hefur vakið mikla athygli fyrir myndir stnar úr þjóðsagnaheiminum. Myndir hans vekja hughrif sem falla vel að þeirri hugmynd sem menn hafa gert sér um tröll, álfa, dverga, drauga og aðrar þjóðsagnaverur. Á sínum tíma voru tröll fyrirferðar mikill þáttur í íslenskri þjóðtrú, sem m.a. má sjá af fjölmörgum örnefnum á íslandi sem tengd eru tröllum. í íslensk- um þjóðsögum er fjöldi frásagna um ýmist vinsamleg eða fjandsamleg við- skipti manna og trölla, og margar sagn- anna eru hinar kímilegustu. Mörg orðtök eru í íslensku máli tengd tröllum, svosem tröllatryggð, tröllatrú, þursabit, skessuskak o.s.frv. Haukur Halldórsson leitast við í mörgum mynda sinna að draga fram meiningu slíkra orðtaka. Bækurnar eru unnar í prent- smiðjunni Hólum. Dömur, draugar og dándimenn - æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni skráðar af Vilhjálmi Einarssyni Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina „DÖMUR DRAUGAR OG DÁNDIMENN" eftir Vilhjálm Einarsson. Bókin hefur að geyma æviminningar Sigfúsar Krist- inssonar „Fúsa á Austfjarðarút- unni“, en Sigfús mun flestum Austfirðingum að góðu kunnur þar sem hann starfaði um langt árabil sem rútu- bílstjóri og ók milli Akureyrar og Austurlands. Kynntist Sigfús fjölda fólks í ferðum sínum og í bókinni rekur hann eftirminnileg kynni m.a. við meistara Kjarval og hina kunnu Þuru í Garði. Sigfús segir einnig frá uppruna sínum og einstæðum hrakningum móður sinn- ar sem send var hreppaflutningum yfir Atlantshafið, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Hún ætlaði að gerast Vesturfari og fór með skipi til Ameríku. Þaðan var hún send heim aftur, en Reykvíkingar neituðu að taka við henni þar sem þeir óttuðust að hún ætti ekki fyrir ferða- kostnaðiaustur á land og að heimahrepp- ur hennar myndi neita að greiða slíkan kostnað. Var hún því send aftur til Am- eríku og í seinni ferð sinni þangað eignaðist hún tvíbura á leiðinni yfir At- lantshafið. f bókinni segir Sigfús frá erfiðri æsku sinni og hrakningum, frá því hvernig vonin um skólagöngu dó í kreppunni miklu, frá því er hann bjargaðist naum- lega úr Lagarfljóti um hávetur en besti vinur hans fórst og frá því hvernig hann gerðist atvinnubílstjóri og stofnaði síðar fyrirtækið Austfjarðaleið hf. Eru eftirminnilegar frásagnir hans af mörg- um svaðilferðum á fyrri tímum og o- bilandi viljaþreki og krafti við að brjót- ast áfram hvort heldur var í lífinu eða á snjóþungum og hálf ófærum vegum. í bókmni „DÖMUR, DRAUGAR OG DÁNDIMENN" kynnast lesendur manni sem hefur yfir að ráða þolgæði, rósemi og sálarþreki ásamt óbilandi bjartsýni. Lestur bókarinnar er því sálubot á tímum kvartana og kröfu- gerðar þegar flestir virðast heimta allt af öðrum og óánægja gegnsýrir þjóðfé- lagið. DÖMUR, DRAUG AR OG DÁNDI MENN er sett, filmuunnin, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápuhönnun annaðist Sigurþór Jak- obsson Einar Benediktsson Ritgerðir Hjá Skuggsjá er komið út ritgerða- safn eftir Einar Benediktsson. Er það síðara bindi óbundins máls, hið fyrra var Sögur skáldsins, en áður hefur for- lagið gefið út Ljóðasafn I-IV eftir Ein- ar. Þessi 6 binda heildarútgáfa á verk- , um Einars Benediktssonar er öll hin vandaðasta og í handhægu broti og hef- ur Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur annast um útgáfuna, en Haf- steinn Guðmundsson bókaútgefandi séð um uppsetningu og útlit. Eru nöfn þessara tveggja smekkmanna trygging fyrir vandaðri útgáfu í hvívetna. Ritgerðir Einars Benediktssonar fjalla um hin margvíslegustu efni. Hann hóf strax á skólaárum sínum að sinna blaðamennsku, þegar hann stóð að út- gáfu tímaritsins Sunnanfara. Síðar á ævinni var hann ritstjóri og útgefandi að ýmsum blöðum t.d. Landvörn og Þjóðstefnu. Merkast þessara blaða var Dagskrá 1896-98. Annars skrifaði hann fjölda blaðagreina í flest helstu blöð og tímarit hér á landi um sína daga. Áhuga mál hansvorumörgogsjónarmiðhans óhversdagsleg hvort sem hann skrifaði um bókmenntir, atvinnumál, hagfræði, vísindi eða heimspeki. Þetta safn sem hér birtist er úrval helstu ritgerða Einars um þau efni, sem hann lét sig einkum varða, og þar sem sérkennilegur stíll hans kemur best í ljós. Þar á meðal eru greinar hans um íslensk Ijóðskáld í Dagskrá, einhver fremsta gagnrýni, sem skrifuð hefur verið á íslensku. Ritgerðir eftir Einar Benediktsson er 229 bls., setningu annaðist Prentstofan Blik hf., filmuvinnu Prentþjónustan hf., prentun Offsetmyndir sf. og Bók- fell hf. batt bókina. Káputeikning er gerð af Lárusi Blöndal. Þriggja orða nafn eftir ísak Harðarson Þessi ljóðabók er ein þeirra þriggja bóka sem verðlaun hlutu í bókmennta- samkeppni þeim sem Almenna bókafé- lagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Bókin skiptist í þrjá hluta, sem heita I Villigötur, Afvegir og Vegurinn til I Sunnuhlíðar. Ljóðin eru alls 33. Höfundurinn ísak Harðarson er 26 ára að aldri og er Þriggja orða nafn hans fyrsta bók. Hann er kynntur þannig á bókarkápunni: „ísak Harðarson fæddist í Reykjavík hinn 11. ágúst 1956, kl. 12.52 e.h. Hann er að heiman". Og um bókina segir á sama stað: „Þriggja orða nafn. Fyrsta bók hins unga höfundar. Sérstæð ljóð, djúp og þróttmikil. Alvöruþrungin leit ungs manns að tilgangi. Glæsilegt byrjanda- verk upprennandi skálds". Þriggja orða nafn er 102 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Ut- gefandi er Almenna bókafélagið. Könnunarsaga veraldar - ný bók í Bókaklúbbi Arnar og Órlygs hf. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf. hefur nú gefið út bókina Könnunarsaga veraldar, eftir breska rithöfundinn og ferðagarpinn Eric Newby, en inngang bókarinnar ritar Sir Vivian Fuchs. Þýð- ingu bókarinnar annaðist Kjartan Jón- asson sagnfræðinemi og blaðamaður. Könnunarsaga veraldar er mikið rit- verk. Bókin er tæpar 300 blaðsíður í stóru broti og er hún prýdd fjölda mynda, bæði litmynda, svarthvítra mynda og korta. Hefur bókin komið út á mörgum tungumálum og hvarvetna hlotið mikla eftirtekt og lof enda hefur höfundurinn lagt geysimikla vinnu í verkið og m.a. ferðast um þær slóðir sem fjölmargir landkönnuðir fóru á árum áður. Eric Newby er ferðaritstjóri dagblaðsins Observer og hefur einnig ritstýrt hinum þekkta „Time Off“ bóka- flokki og ritað fjölmargar bækur um sagnfræði og landkönnun. I Könnunarsögu veraldar er frum- herjanna í landaleit ítarlega getið og raunar fjallað um landkönnun fram á okkar daga og fyrstu skref mannsins í sókn sinni til annarra hnatta. Kaflafyr- irsagnir bókarinnar gefa nokkra yfirsýn um umfangsmikið efni hennar, en þær eru; Hreyfiaflið; Munar, firnasögur og furðulönd; Útsýn frá heimi fornaldar; Landkönnun og landvinningar, heims- veldi Grikkja og Rómverja; Silki- vegurinn; í norður og vestur til Nýja heimsins; í nafni Guðs og verslunar; „Flotar hinna miklu fjársjóða"; Út á hið ófæra haf; Siglt til Indlands; Land framtíðarinnar: Hnattsigling Magel- lans; Árekstur tveggja menningar- heima; „Til kryddlandanna um okkar höf“; Frakkar finna sín „Terres Neuf- ves“; Könnun Kyrrahafsins; Hollend- ingar halda í austurveg; Kyrrahafið: Nýir menn, ný markmið; Asía: Kós- akkar í fararbroddi; Norður-Ameríka: Nýlendufárið; Suður-Ameríka: Land vísindamanna; Afríka: Ný áskorun; Ástralía: Landnám og refsivist; Haldið í norður á ný; Suðurskautslandið og Síðustu landamærin. Auk þess eru í bókinni landkönnuðatal, bókaskrá, atriðsorða- og nafnaskrá og höfunda- skrá. f bókinni er greint frá ævintýrum landkönnuðanna, mannraunum þeirra og svaðilförum, ófyrirleitni og misk- unnarleysi í samskiptum við þá þjóð- flokka er byggðu löndin sem þeir komu til og fjallað er ítarlega um þau menn- ingarlegu og efnahagslegu umskipti er urðu við fund ókunnra landa. Könnunarsaga veraldar er sett, um- brotin og filmuunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en prentuð og bundin í Hong Kong hjá Offset International Ltd. Bókin er aðeins seld félögum í Bóka- klúbbi Arnar og Órlygs. Félagar eru nú á sjöunda þúsund og hefur farið ört fjölgandi að undanförnu. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.