Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 17. desember 1982 slplSsturinn. GOÐ BÓK pn VISKÍ- FLÖSKU BETRI Viskíflaska, karlmannsskyrta og bók. Heilög þrenn- ing íslensks vitsmunalífs. Allt kostar þetta ámóta En skyrtan slitnar uns henni er hent og „áhrif góðrar bókar eru mun varanlegri en áhrif viskíflösku “. Valið er þvf auðvelt. Senn koma jólin og bækurnar með. Flestar þeirra eru nú þegar komnar á langborð bókaverslananna, þar sem þærkeppa um hylligjafakaupenda. Bókaútgefendur eru nefnilega sammála um, að verð íslenskra bóka sé ein- staklega hagstætt um þcssar mundir, miðað við aðra gjafavöru. Meðalvcrð íslenskrar skáldsögu í ár er um 350krónur. Hækkunin frásfðasta ári er milli 40 og 50%, sem er vel undir verðbólgu. „Bækur eru verðlagðar í lág- marki“, segir Arnbjörn Kristins- son forleggjari í Setbergi, og Ör- lygur Hálfdánarson hjá Erni og Ör- lygi segir, að verð þeirra sé ekki í samhengi við raunveruleikann. „Fólk gerir tæpast hagstæðari kaup fyrir jólin en í bókurn", segir hann. „Þegar fólk talar um verð á bókum er það venjulega til að býsnast yfir því, en það hefur eng- inn gert í ár. Fólk undrast fremur yfir því hve það er lágt, og það er gleðilegt“, segir Jóhann Páll Valdi- marsson í Iðunni. Þynnri bækur Ástæðan fyrir þessu lága vöru- verði er m.a. samkeppni við aðra miðla, eins og hljómplötur, svo og aukin samkeppni á bókamark- aðinum sjálfum. „Framboð á bókum er meira en undanfarin ár og kemur þar tvennt til“, segir Brynjólfur Bjarnason hjá Almenna bókafélaginu. „í fyrsta lagi hefur nýjum útgáfufyrirtækj- um fjölgað og í öðru iagi hafa eldri fyrirtækin fjölgað titlum, en ekki fækkað. Óvissan er meiri núna en áður og ég veit ekki hvernig kaupin verða.“ Þótt útsöluverð bóka hafi ekki hækkað í samræmi við aðrar verð- hækkanir í landinu, er ekki hægt að segja hið sama um framleiðslukostn- að þeir'ra. Olafur Jónsson bók- menntagagnrýnandi vekur athygli á því, að skáldsögur virðast alltaf vera að minnka vegna þessa. Ör- lygur Hálfdánarson er sama sinnis og segist taka eftir því, að hér sé farið að brydda á því, sem hefur verið að gerast erlendis. Bækur minnka að umfangi og tilkostnaður við þær lækkar, en ekki söluverð þeirra. Þess má geta, að kostnaður út- gáfufyrirtækisins við venjulega frumsamda íslenska skáldsögu er í kringum 270 þúsund krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá einu af stærri forlögum landsins. Auglýs- ingakostnaður er þar talinn með Slæleg úrvinnsla En bækur eru ekki bara pening- ur í einni eða annarri mynd. Þær eiga að minnsta kosti að vera eitthvað annað og meira, hvort sem það tekst nú alltaf. Hvernig líst þeim á bókamarkaðinn, sem málið er skylt, útgefendum og gagnrýn- endum? Þorleifur Hauksson, útgáfustjóri Máls og menningar, telur það eitt af einkennum bókatíðarinnar nú, að út hefur komið mikið af dýrum listaverkabókum og einnig tiltölu- lega margar athyglisverðar nýjar ís- lenskar skáldsögur. „Mér sýnist, að það sé minna um svokallaðan þjóðlegan samtíning og samtalsbækur en áður. Hins vegar hefur frumsömdum skáldsögum fjölgað og eru óvenju margir á kreiki á þeiin vettvangi", segir Árni Bergmann ritstjóri. Gunnlaugur Ástgeirsson bók- menntagagnrýnandi bendir á, að núna hafi komið fram margir ungir höfundar, sem þekktir séu fyrir annað en að semja skáldsögur. „Mér finnst það einkennandi fyrir bækur þessara höfunda, að þeir hafa takmarkaðan rithöfund- ametnað“, segir hann. „Þeir búa oft yfir skemmtilegum og áhuga- verðum söguefnum, en hins vegar er úrvinnsla þeirra oft fremur slæ- leg. Þeir hafa ekki lagt sig eftir því að skrifa vandaðan og hugmynd- ríkan stíl.“ Til samanburðar nefnir Gunn- laugur tvo unga menn, sem báðir eru þekktir fyrir ljóðabækur sínar, en senda nú frá sér sína fyrstu skáldsögu. Þessir menn eru Anton Helgi Jónsson og Einar Már Guð- mundsson. „Ef þeir eru bornir saman við áðurnefnda höfunda, kemur regin- munur í ljós. Þeir leggja mjög mik- ið uppúr stílnum.,, Þrjár á 150 árum Ólafur Jónsson telur gæði þess- arar bókaverðtíðar vera upp og of- an. „Manni vex alltaf í augum bæði magn og gæði, þegar bókaflóðið er að ganga yfir. Eftir hvert flóð langar mann kannski til að lesa tvær til þrjár bækur aftur, en ekki veit ég hvort tvær til þrjár bækur af Eftir Guðlaug Bergmundsson Sitthvað um íslenskan bókamarkað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.