Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 8
Föstudagur 17. desember 1982 [jSstUrinn Vigfús Björnsson. Álfrún Gunnlaugsdóttir. Jón Óttar Ragnarsson. Guðrún Svava Svavarsdóttir. Nýir höfundar ^Lðn^ðdi til að slá á nótur fyrir full- orðna” - segir Vigfús Björnsson. Gestur Hunssun skrifaði vinsæl- ar barnabækur fyrir 15—20 áruin. Iiaustið 1982 lætur hann aftur í sér licyra, cn nú undir sínu rctta nafni, Vigfús Ujörnsson. Bók hans, „Skógarkofinn“, cr fyrsta skáld- saga hans fyrir fullorðna. „Mig langaði til að prófa hvort ég gæti slegið á nótur fyrir fullorðna, eins og fyrir hörnin," segir Vigfús, þegar hann er spurður hvað hafi komiö til, að hann fór að skrifa fyrir fullorðna. og hann bætir því við, að hann hafi alltaf ætlað sér það. Sagan gerist að miklu leyti í skógarkofanum, sem hún dregur nafn sitt af og fjallar um flótta frá firringu nútímans til eftirsóknar- verðara lífs. inn í söguþráðinn blandast barátta við eiturlyf og sigur yfir þeim. - Hvers vegna þessi langa þögn? „Hún varð aðallega vegna harðrar barúttu fyrir daglegu f>rauði,“ segir Vigfús. Hann er nú hættur að vinna launavinnu og farinn að helga sig áhugamálum sínum, sem eru auk skriftanna, kynbætur á hrossum og ræktun skógar. Hann segist hafa meiri tíma til skrifta en áður, og nú geti hann einnig hugsað málið í ró- legheitunum. - Ertu með aðra bók í takinu? „Ég ætlaði að skrifa allt öðru visi bók og var búinn af safna efni t fulla ferðatösku. Þegar ég ætlaði aö skrifa hana, fór ég að dútla við hug- mynd. sem sótti á mig og áður en ég vissi var þessi bók búin. Hitt er ailt óhreyft." Vigfús er af ætt þeirri er rekur Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri en lætur Skjaldborg gefa bók sína út. Hvers vegna? „Það er alltaf litið þannig á, að ef maður er undir væng frænda sinna, þá sé verið að gera hálfgert gustuka- Verk á manni. Ég álít, að það sé alveg eins gott að spjara síg á óvandabundnum vettvangi," segir Vigfús Björnsson. „Finnst eins og bókin sé ekki eftir mig” - segir Áifrún Gunn- iaugsdóttir. „Mér finnst cins og bókin sé ekki eftir mig, þegar ég sé hana í búðarglugga.“ Þetta scgir Álfrún Gunn- laugsdóttir lcktor í bókmcnntun við Háskóla íslands, en Mál og menn- ing gefur nú út fyrsta skáldverk hcnnar „Af mannavöldum“. „Hins vegar" heldur Álfrún áfram, „fylgja því blendnar tilfinn- ingar að gefa út bók, eftirvænting og margháttuð ánægja, en líka óvissa." Bók Álfrúnar er svipmyndir úr mannlífinu eins og hún oroar það. „Annars er ógerlegt fyrir höf- undinn að segja í stuttu máli hvað hann ætlast fyrir. Hann sér verkið ekki með sömu augum og lesand- inn, sem skapar það að einhverju leyti sjálfur. Meira vill hún ekki segja um efni bókarinnar, heldur vill hún láta les- andanum það eftir að komast að þvi. Hvað rak hana þá út í að skrifa þessa bók? „Ég hef eiginlega ekki íhugað - það", segir Álfrún. „Ég er frekar á móti því að setja gjörðir mínar og annarra í rökrænt orsakasamhengi. Kannski er þetta hégómagirni, að halda að maður hafi eitthvað að segja. Kannski er það löngun til að halda áfram að læra, og færa mér og öðrum í nyt, þaö sem annað fólk hefur kennt mér.“ „Sumt fólk er eins og tundur- dufl” - segir Jón Óttar Ragnarsson. „Kvcikjan að bókinni var hneykslun og reiði. Venjulega skrifa ég bes!, þegar ég er hncykslaður eða yfir mig hrifinn.“ Sá, sem mælir þessi orð er Jón Óttar Ragnarsson dósent. Hann svarar því hvað hafi komið honum til að skrifa hans fyrstu skáldsögu „Strengjabrúður", sem Helgafell hefur nýlega gefið út. Hann bætir því við að hann beri takmarkalausa virðingu fyrir öllu, sem sé vel gert og fyrir fólki, sem geti skapað eitthvað varanlegt. „Efni bókarinnar er fyrst og fremst hvernig umhverfið leikur sér að manninum", heldur Jón Óttar áfram. „Sumt fólk er undir svo afgerandi umhverfisáhrifum, að það er eins og tundurdufl, seni getur spurngið af minnsta tilefni. Það versta er, að það.hefur ekki hugmynd um það sjálft. Oft er þetta eitthvað úr uppeidinu, ein- hver aumur blettur eða „komplex" í sálarlífinu, sem er grafinn í bernsku eða frumbernsku. Sag- an fjallar um það hvernig svona fólk getursett heiminn á annan endann, til ills eða góðs." Hvaða tilfinning er það að sjá fyrsta skáldverk út komið? „Auðvitað er það furðuleg til- finning. Ég verð að viðurkenna, að ég er ánægður með þær undirtekt- ir, sem bókin hefur fengið. Þeir, sem hafa lesið hana segja yfirleitt. að þeim hafi fundist hún bæði vel skrifuð og spcnnandi", segir Jón Óttar Ragnarsson „Falleg lítil bók” segir Guðrún Svava Svavarsdóttir. „Það er hægt að líkja þessu við að cignast barn í fyrsta sinn, Þarna er eitthvað nýtt að fæðast, sem maður hefur átt þátt í að gefa líf og það er mjög góð tilfinning". Þannig lýsir Guðrún Svava Svav- arsdóttir myndlistarmaður því hvemig það er að sjá sína fyrstu bók á prenti. Bókin heitir „Þegar þú ert ekki" og hefur að geyma ljóð. Útgefandi er Iðunn. Guðrún Svava segir, að samning bókarinnar hafi verið tilfinningaleg útrás fyrir hana. „Ég var að yrkja mig frá angri", segir hún. f bókinni tekur hún fyrir tilfinn- ingar sínar og upplifun á tímabili í lífi sínu, þegar hún kemst að því, að maður hennar er í tygjum við aðra konu, og eftir að hann er farinn að heiman. Er hún ánægð með bókina? „Já, ég er ánægð með hana sem verk eða sem hlut. Hún er mjög nálægt því að vera eins og ég vildi hafa hana. Mér finnst þeir ekkert hafa til sparað hjá Iðunni og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna með þeim. Mér finnst þetta falleg lítil bók og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að gera hana þann- ig“ segir Guðrún Svava.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.