Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 11
11 }~!eh ar 'sturinn. Föstudagur 17. desember 1982 ,,Hef ekki snert á saumavélinni í hálft ár" segir Ásdís Loftsdóttir verslunarstjóri íslenskar konur eru vitlausar i buxnapils á þessu hausti. „Sendingarnar sem við höfum fengið af þeim, hafa ekki stoppað við,“ segir Ásdís Loftsdóttir versl- unarstjóri í tískuversluninni „Assa“. Hún líkir þessu við æði, en segir þó jafnframt, að þau séu mun hent- ugri en pils fyrir veðráttuna hér á landi. Enda séu konur farnar að taka meira tillit til veðráttunnar, þegar þær velja sér fatnað. En það er fleira, sem rennur út eins og heitar lummur í skammdeg- inu, nefnilega hattar af öllum gerðum. „Nú í haust hafa hattar ekkert staldrað við. Það er spurt hvenær við fáum nýja hatta og hvaða liti, en mest hefur verið spurt um svarta. Það vilja allir fá hatta í vetur. En fyrir ári síðan hefði ekki þýtt að selja hatta í tískubúðum. Það hefði verið bent á þá og spurt hvenær ætti að nota þá og til hvers þeir væru,“ segir Ásdís. Hún segir, að hennar verslun hafi lagt mesta áherslu á tvo lita- hópa í vetrarklæðnaðinum. Ann- ars vegar svokallaða jarðliti, eða haustliti, og hins vegar sterka liti, eins og skærbleika og skærbláa. „Annar hver viðskiptavinur, sem kemur hingað inn spyr um eitthvað í svörtu. Við höfðum gert ráð fyrir svörtu í innkaupum, en greinilega ekki nándar nærri nóg.“ Eitt af hlutverkum afgreiðslu- fólks í tískuverslunum er að ráð- Ieggja viðskiptavinunum, en Ásdís segir, að það sé rík tilhneiging margra að vilja ekki aðra aðstoð en þá að fá þau númer, sem beðið er um. „Mér finnst konurnar oft í varnar- stöðu, því að þær halda oft, að söl- ukonan sé að reyna að troða upp á þær einhverju sem hentar þeim ekki. Maður hefur oft heyrt, að það sé litið á starfsfólk f tískuverslunum sem hálfgerðar grýlur. Þorri fólks álítur að það sé dálítið skrýtið fólk, sem starfar í þessum verslunum og það líti niður á viðskiptavininn." Ásdís er spurð hvort hagstæðara sé að kaupa föt erlendis, eins og oft er haldið fram. „Það er hagstæðara að því eina leyti, að í stórborgum er meira úr- val og meiri breidd,“segir hún, og bætir því við, að um leið þurfi við- komandi að þekkja hagstæðustu verslunarstaðina á hverjum stað. „Ég bjó um tíma í London, og eftir árið var maður farinn að þek- kja inn á hvar maður fékk flauels- buxur á hlægilegu verði. En í versl- ,,Fólk kaupir Ijósustu litína" — segir Guöný Andrésdóttir sölumaöur snyrtivara Nú er frost á Fróni og því mikil- vægt fyrir konur á öllum aldri að gæta vel að húðinni, þar sem hún þolir illa snöggar hitabreytingar. Það er því nauðsynlegt að vega upp á móti þeim með því að nota góð rakakrem til þess að koma í veg fyrir ofþornun húðarinnar. Sömu sögu er að segja eftir notk- un sóllantpa. „Mikil ljósanotkun þurrkar húðina, þannig að á eftir ættu kon- ur að bera vel á sig næringarkrem eða rakakrem," segir Guðný And- résdóttir sölumaður fyrir snyrtivör- ur. „í flestum tilvikum eru konur að þessu á daginn og fara beint úr ljósalömpunum út í kuldann. Þá er húðin orðin opin og viðkvæm og þetta getur orsakað æðaslit, sem aldrei er hægt að losa sig við.“ Vetrartískan í andlitsfarða er fremur ljós. „Fólk, sem ekki hefur notað sól- lampa og hefur okkar eðlilega húð- lit, kaupir ljósustu litina af farðan- um, þannig að hann jafnar það, sem er að í húðinni, án þess að viðkomandi fái grímu,“ segir Guðný. Þeir karlmenn sem hafa í hyggju að gefa sinni heittelskuðu ilmvatn í jólagjöf, ættu að líta á snyrtiborðið hennar áður en þeir fara í verslun- arferðina og taka mið af þeim snyrtivörum, sem hún notar. Ilm- urinn úr flöskunni verður ekki endilega sá sami á húðinni. unum í miðborginni kostuðu sömu buxur kannski helntingi meira. Ef við erunt að tala um vandaðan fatnað úr góðu efni frá þekktu merki, þá færðu hann yfirleitt ódýrari hér,“.segir Ásdís. Hefur þú nokkurn frítíma í starfi sem þessu? „Eftir að ég byrjaði hér sem versl- unarstjóri, hefur frítíminn verið ansi lítill. Ég hef gert helmingi minna í áhugamálunum en ég hefði viljað. Éghefntjöggaman afþvíað sauma og prjóna föt sjálf, en ég hef ekki snert á saumavélinni í hálft ár, sem ntér þykir mjög miður. Ég hef aldrei verið verslunarstjóri áður, og það hefur tekið sinn tíma að axla þá ábyrgð. Þetta er ekki bara vinna milli 9 og 6,“ sagði Ásdís Lofts- dóttir. Guðný Andrésdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.