Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 17
Á þessu hausti má segja að nær all- ar bækur hafi komið út á þremur vikum. Hefur flóðalda bóka- flóðsins ekki áður verið krappari. Það gefur því auga leið að það er ekki vinnandi vegur að hafa fullt yfirlit yfir bókamarkaðinn og er því vísast að á þennan lista vanti ýmislegt sem þar ætti tvímælalaust að vera. G.Ást. Vegurinn heim e. Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Skáldsaga. Tilfinning- arík saga sem lýsir hvernig skiln- aðarátök bitna á 11 ára stúlku. Saga sem byggð er á raunveru- legum atburðum. Vinur vors og blóma e. Anton Helga Jónsson. Skáldsaga. „Stíll- inn er mjög fjörugur og uppáfynd- ingasamur, myndrænn og lifandi. Að þessu leyti sker bókin sig veru- lega úr í hópi flestra þeirra bóka íslenskar skáld- sögur Skáldsögur og smásögur Af manna völdum e. Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Ferskar og vel unnar smásögur. ,,..af þeim mynd- um sem dregnar eru upp af fólki má draga lærdóma um mannleg sam- skipti og þá ennþá frekar um, mannleg örlög“. (G.Ást.. Hp. 12.11) Dauðamenn e. Njörð P. Njarðvík. Skáldsaga. „Mér finnst bara efnið og efnistökin þannig að mig lang- aði í meira“. (H.P. Hp. 3.12) Gefið hvort öðru e. Svövu Jakobs- dóttur. Smásögur. „...þær þola allar náin kynni og eru hver um sig gleðilegt merki þess að Svava Jakobsdóttir er komin aftur til lesenda sinna“. (H.P. Hp. 10.12) Geirfuglarnir e. Árna Bergmann. Skáldsaga. „Mér sýnist Áma Berg- mann hafa tekist að búa til snoturt skáldverk - og það sem meira er: skáldverk sem er markvisst og mark- vert innlegg í þá einu umræðu sem skiptir máli nú um tíðir: umræðuna um kjarnorkuvopn og frið í veröld- inni“. (H.P. Hp. 12.11) Hjartað býr enn í helli sínum e. Guðberg Bergsson. Skáldsaga. „Persónurnar í þessari sögu eru bæði ýktar og afskræmdar en hafa engu að síður í eðli sínu og hegðun ótrúlega marga dæmigerða eigin- leika venjulegs fólks... Guðbergur hefur í þessari sögu stigið nýtt skref á höfundarbraut sinni“. (G.Ást. H.P. 19.11.) Persónur og leikendur e. Pétur Gunnarsson, Skáldsaga. „Af ástæðum sem lesendur þessarar bókar munu skilja ...getur ritdóm- ari naumast leyft sér að segja að með henni hafi Pétur Gunnarsson skip'að sér á bekk með fremstu rit- hótundum þjóðarinnar. En ég ætla nú samt að láta mig hafa það!“ (H.P. Hp. 19.11) Riddarar hringstigans e. Einar Má Guðmundsson. Skáldsaga. „Einar Már Guðmundsson fer býsna vel af stað sem rithöfundur og það er raunar ekki að sjá á riddurum hringstigans að þar sé um frumraun að ræða... Frásögnin er blæbrigðarík og öguð“. (S.S. Hp. 29.10) Þýddar bók- menntir Frásögn um margboðað morð e. Gabriel Garcia Marques. Þýð. Guðbergur Bergsson „Fyrir þá sem þekkja fyrri verk Marques er þessi skáldsaga kærkomin viðbót. Öðr- um vil ég benda á að Frásögn um margboðað morð er einkar heppi- legt til innvígslu í sagnaheim þessa kólumbíska meistara...“ (S.S. Hp 10.12) Don Kíkóti e. Cervantes. Þýðandi. Guðbergur Bergsson. Eitt af meistaraverkum heimsbókmennt- anna í íslenskum búningj eins fremsta rithöfundar okkar. Felix Krull e. Tomas Mann. Þýð.: Kristján Árnason. Kýmin og fjör- leg saga um blekkinguna í heimin- um.Ein aðgengilegasta bók þessa mikla sagnameistara þýskrar tungu. I Dyflinni e. James Joyce. Þýð.: Sigurður A. Magnússon. Fyrsta bók sem kemur út á íslensku eftir þennan undramann engilsaxneskra bókmennta og einn höfuðpaurinn í nýsköpun heimsbókmenntanna á þessari öld. Smásögur úr lífinu í Dyflinni sem var uppspretta skáld- verka hans. Þrælaströndin e. Torkild Hansen. Fyrsti hluti hins mikla ritverks sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og fjallar um þrælaverslun Dana á 17. og 18. öld. Sláturhús 5. e. Kurt Vonnequt. Fyrsta bókin sem kemur út á ís- lensku eftir einn vinsælasta höfund vestanhafs. Mögnuð og ævintýra- leg bók sem byggist á reynslu höf. úr seinni heimsstyrjöld. Hinn ósýnilegi e. Manuel Scorza. Mögnuð lýsing á lífi í S-Ameríku eftir höfund Þorps á heljarþröm. Lausnarorð e. Marie Cardinal. Óvenjuleg saga sem lýsir sálfræði- lega baráttu konu við geðveiki Byggð að veruiegu leyti á sjálfsævi- sögulegunt grunni. I svörtukötlum (Den sorte gryde) e. William Heinesen. Þýð.: Þorgeir Þorgeirsson. Þetta verk er nteð magnaðri verkum eftir Heinesen og kærkomin viðbót við fyrri þýð- ingar Þorgeirs. Barnaeyjan e. P.C. Jersild. Fyrsta bók á íslensku eftir einn vinsælasta höfund Svía. Saga sem fý'rst og fremst er skrifuð fyrir fullorðna en einnig fyrir unglinga. Að athuguðu máli eru reyfarar og ástarsögur ekki teknar nteð á þenn- an lista. Um þær bókmenntir vísum við alfarið til sjónvarpsauglýsing- anna því það er trúa okkar að þær séu einna marktækastar um bók- menntir þar sem ást og eldur eða hryllingur og taugaspenna ráða ríkjum. Ýmislegt Islenskir sjávarhættir II é. Lúðvík Kristjánsson. Þetta er annað bind- ið af þessu mikla og merka riti um íslenskan sjávarútveg og sjávar- nytjar á árabátaöld. Matur er mannsins megin e. Jó- hönnu Sveinsdóttur. Fjölbreytt og falleg matreiðslubók fyrir matar- lega fagurkera og sælkera. Marg- víslegur menningarsögulegur fróðleikur fylgir með. Undir mexikómána e. Sigurð Hjartarson og Jónu Sigurðard. Fróðleg, skemmtileg og upplýs- andi bók um þjóðh'f í Mexikó séð frá sjónarhóli íslenskrar fjöl- skyldu. Bók urn draum sem rættist. Landiö og landnáma e. Harald Matthíasson. Hér er staðfræði landnámu borin saman við landið sjálft. Bók fyrir þá sem unna forn- um fræðum og staðfræði. Landið þitt e.e. Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson. Nú er, komið þriðja bindið af þessu landfræðilega eða staðfræðilega stórvirki. Seld norðurljós e. Björn Th. Bjömsson. Viðtöl við fólk sem umgekkst og þekkti Einar Benedikts- son tekin fyrir tæpum tuttugu árum. 'Ýmislegt nýtt kemur í ljós um Einar Ben og umsvif hans. Bréfin Hans Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu systur. Bréf Þór- bergs eru einstök eins og við var að búast, en ekki eru síður skemmti- leg og merkileg viðtöl og skýringar umsjónarmanns við Heggu. Biddu og Mömmugöggu. Andrúmsloft Sálmsins um blómið svífur yfir vötnunum. Orðabók um slangur e. Mörð Árn- ason o.fl. Fróðleg og bráð- skemmtileg orðabók yfir slangur slettur bannorð og annað utan- garðsmál. EiríkurSmithe. Aðalstein Ingólfs- son. Falleg og vönduð bók um þennan sérstæða listamann. Ragnar í Smára e. Ingólf Margeirs- son. Viðtöl við samferðamenn þessa undarlega framkvæmda- manns og menningarfrömuðar. Bókin er skreytt myndum úr gjöf Ragnars til ASÍ. Ljóða- bækur Erlend Ijóð. Þýðingar Helga Hálf- dánarsonar. Helgi er fyrir löngu viðurkenndur snilldarþýðandi og þýðingar hans eru einar af höf- uðperlum íslenskra bókmennta. Ljóðasafn e. Hannes Sigfússon. Heildarsafri eins af athyglis- verðustu frumherjum íslenskrar nútímaljóðagerðar. Ljóð vega gerð e. Sigurð Pálsson. Sigurður er þegar viðurkenndur sem eitt besta Ijóðskáld af yngri kynslóð og þessi bók bætir enn við hróður lians. Þéttari en hans fyrri bækur. Spjótalög á spegil e. Þorstein frá Hamri. „...en þetta er bókin sem kemur til allra ljóðvina svo segj- andi: Hafðuöngvaráhyggjur,éger hér enn. - Og ljóðvinir geta gjarnan svarað: Það er gott að vita, því það hyggjum við að þú yrkir beturen páfinn". (H.P. Hp. 26.11) Tréð fyrir utan gluggann minn e. Normu Samúelsdóttur. Blátt áfram og einlæg tjáning tilfinninga móður og húsmóður sem þráir að skrifa. Þegar þú ert ekki e. Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Tilfinninga- ríkt uppgjör við ástina þegar sá sem er elskaður er horfinn á braut. Látlaus en áleitin Ijóð. Þriggja orða nafn e. ísak Harðar- son. Verðlaunabók AB. Óvenju- glæsileg frumraun í ljóðagerð. Vel unnin ljóð sem lýsa baráttu ungs manns til skilnings á lífinu og stöðu hans í tilverunni. Ætti ég hörpu e. Friðrik Hansen. Falleg bók sem er kærkomin þeim sem unna nýrómantík og hefð- bundnum skáldskap. Svartur hestur í myrkrinu e. Nínu Björk Árnadóttur. Á þessari fimmtu Ijóðabók Nínu Bjarkar eru tvær hliðar. önnur freinur torræð tjáning innri veruleika og hin opn- ar lýsingar úr hversdagsleika kvennanna í kringum hana. Barna- og unglinga- bækur Hallærisplanið e. Pál Pálsson. Ó- geðslega fríkuð stuðbók úr heimi reykvískra nútímaunglinga. Við í vesturbænum e. Kristján P. Magnússon. Látlaus saga sem segir frá fjörugum krökkum í Vestur- bænum. Húsdýrin okkar e. Stefán Aðal- steinsson og Kristján lnga Einars- son. Bók í sérflokki með fallegum ljósmyndum af íslensku húsdýrum og aðgengilegum fræðandi texta. Gilitrutt myndskreytt e. Brian Piklkinton. Þessi sívinsæla þjóð- saga með myndum eftir manninn sem teiknaði Ástarsögu úr fjöll- unum. Mömmustrákur e. Guðna Kol- beinsson. Mjög vel skrifuð og fjör- leg saga sem lýsir á nærfærinn hátt sálarstríði drengs sem þekkir ekki föður sinn. Tóta og táin á pabba e. Guðberg Bergsson. Guðbergur fer á kostum í þessari sprellfjörugu barnasögu sem er á mörkum veruleika og ævintýris. Sólarblíðan, Sesselja og mamman í krukkunni e. Véstein Lúðvíksson. Önnur bók um Sólarblíðuna, stelp- una sem vílar ekki fyrir sér að taka galdra og fleiri furður í þjónustu sína í baráttunni við skilningsleysi og yfirgang fullorðna fólksins. Tobías og Tinna e. Magneu frá Kleifum. Saga eftir höfund bók- anna um Krakkana í Krummavík. Þessi saga er um fimm og sjö ára krakka í Reykjavík sem lenda í ýmsum ævintýrum. Erlendar Fyrir yngstu lesendurna koma út nokkrar verulega góðar og fallegar sögurogskuluþærfyrsttaldar. Víst kann Lotta að hjóla e. Astrid Lind- gren og Ilon Vikland. Ævintýri Lottu í Skarkalagötu halda áfram í þessu gullfallega ævintýri með frá- bærri myildskreytingu. Börnin við fljótið e. Svend Otto S. sem er viðurkenndur sem einn snjallasti bókaskreytingamaður Danmerk- ur. í þessari bók segir frá börnum í Kína. Pápi veit hvað hann syngur og Litli Kláus og stóri Kláus e. H.C. Andersen með teikningu Ulf Löfgren.Depill e. H.A. Ray og Margret Ray. Fallegt ævintýri sem fjallar um þá sem eru öðruvísi. 100 brögð og brellur. Bók fyrir krakka sem eru á grúskaldrinum. Virgill litli e. Ole Lund Kirke-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.