Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 17. desember 1982 hlelgai----- posturinn I Við mælum með gaard. Þessi bók er ekki síöri en aörar bækur Ole Lund um prakkara og sprellikarla. Veröld Busters e. Bjarne Reuter. Dönsk saga um 12—13 ára strák sem reynir að bjarga sér í erfiðri tilveru. Talin með bestu dönskum barna- bókum seinni ára. Einkamál e. Hans Hansen. Ung- lingasaga eftir höfund Sjáðu sæta naflann minn. Unglingavandamál- in krufin. Englarnir hennar Marion e. K.M. Peyton. Sögur Peyton hafa notið mikilla vinsælda. Hér er Marion söguhetja en Patrik Pennington kemur einnig við sögu. Barist til sigurs e. Jan Terlouw. Margverðlaunuð saga eftir þennan vinsæla hollenska höfund. Sagan er ævintýra fyllri en aðrar sögur hans en spennan er á sínum stað. Boginn, e. Bo Karpelan. Finnsk saga eftir einn virtasta höfund Finna. Saga sem gerist í finnska skerjagarðinum Á flótta undan nasistum e. Erik Christian Haugaard. Ævintýrafull og spennandi saga sem gerist í Þýskalandi nasismans eftir höfund Litlu fiskanna. Sígild tónlist Allir vita, hversu erfitt getur ver- ið að velja jólagjafir. Því þykja bækur og í seinni tíð plötur oft hentug lausn. Verð á einstökum plötum er nú á bilinu 170-370 kr., en flestar nýrri plötur auðvitað í hærri kantinum. Veröiö er þó ekki endilega í samræmi við gæðin, heldur geta ýmis útgáfutæknileg skilyrði valdið nokkru um. Margir eiga kunningja, sem þeir vita að hafa ganian af klassískri músík. Gefandinn sjálfur þykist hins vegar ekkert vit hafa á henni og þorir því ekki aðgefa neitt af því taginu. Endti veit hann ekki, hvaö hinn kann að eiga fyrir. Ég hef oft orðið fyrir því, aö í staðinn fyrir góða plötu hefur fólk gefið mér hálsbindi, sem ég nota svo auðvit- að aldrei. En það er alger óþarfi að setja þetta fyrir sig, því að óuppteknum plötum má skipta rétt eins og bókum, og það er oft gert. Auövitað er fásinna að ætla að taka 10 plötur út úr þeim 1500- 2000 titlum, sem í boði eru, og mæla sérstaklega með þeim. Þó má benda á nokkra kosti, sem e.t.v. ættu enn betur við á þessu ári en endranær: Töfraflautan efir Mozart ætti að gleðja a.m.k. einhverja þeirra þús- unda, sem séð hafa verkið og heyrt hjá fslensku óperunni í haust. Hún er nú á boðstólum í a.m.k. þrem útgáfum: undir stjórn Bernards Haitniks, Otto Klemperer og Her- berts von Karajan. Aðra minni Mozart-útgáfu mætti nefna fyrir hina söngelsku en það eru Ljóðalög Mozarts á tveim plötum. Elly Ameling syngur við undirleik Daltons Baldwin, en ekki er langt síðan þau komu hingað á vegum Tónlistarfélagsins í Reykja- vík. Líka má benda á alla horn- konserta Mozarts með Peter Damm og Ríkishljómsveitinni í Drcsden. Joseph Haydn 250 ára. Það fer einkar vel á því að gefa eitthvað eftir Haydn á þessu afmælisári hans. Og á það má benda, að furð- umargir tónlistarunnendur eiga furðulítið eftir llaydn. Hann var nefnilega ekki eins í tísku á þessari öld og lærisveinar hans Mozart og Beethoven. En nú eru menn aftur teknir að meta hann betur. Sumar sinfóníur hans og kvartettar fást saman í albúmum, en af einstökum þeirra eru vinsælastar síðustu sin- fóníurnar nr.92-104. Auk þess mætti nefna sellókonsertana tvo, sem leiknir eru af Rostropovitsj og svo kórverkin Sköpunin og Ars- tíðirnar. Og úr því að minnst er á kórverk, er rétt að benda á African Sanctus, sem Passíukórinn flutti á Listahátíð í vor og er byggt á afrískum þjóð- lögum, en fært í kristilegan sálu- messubúning af Davið Fanshawe. Þaðeru til með Ambrosian Singers ásamt einsöngvurum undir stjórn Owain Arwel Hughes. Fyrir þá, sem eru á Beethoven- stiginu, má auk hljómkviðanna benda á nýkomna plötu af píanó- konscrtunum 5 í einu lagi með Daniel Barnenboim og Nýju Fíiharmóníusveitinni í London undirstjórn Otto Klemperer. Þetta er á óvenjugóðu verði, því hver plata kostar innan við 200 kr. Og í framhaldi af því má nefna tvær plötur með Jörg Demus, sem leikur fjórar sónötur Beethovcns á síðasta píanóið, sem vitað er, að meistarinn hafði sjálfur undir höndum. Það er frá 1825, en við- gerð á því lauk fyrir 18 árum, og nú er það í Beethoven-húsinu í Bonn. Þessi gömlu hljóðfæri hljóma tals- vert öðruvísi en nútíma píanó, enda hafa miklar tæknibreytingar átt sér stað. En það er býsna skemmtilegt að heyra þetta. Handa þeim, sem yndi hafa af Ijúfmannlegri stofutónlist, skal m.a. bent á Strengjakvartett nr. 13 eftir Antonín Dvorsjak, sem leikinn er af löndum tónskáldsins, Prag-kvartettinum. Dvorsjak samdi þennan kvartett skömmu eftir að hann sneri heim úr Amer- íkudvöl sinni, og hann er sem gegn- sýrður af endurnýjaðri ætt- jarðarást. Popp ABC - The Lexicon Of Love Það er stíll yfir þessum strákum og tónlist þeirra. John Lennon - The Collection Hér er um að ra:ða flest hans vinsælustu lög. ■ Ég held það sé óþarfi að rteða innihaldið nánar. UB 40 - UB 44 Ungir reiðir menn sem flytja reggae í hæsta gæðaflokki Defunkt - Thermonuclear Sweat. Þetta er án efa fönkplata ársins. Þruma. Barnaplötur. Til er frá fyrri árum töluvert úr- val af góðum bamaplötum. Mætti þar nefna leikritin sígildu Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæ- inn, Pétur og Úlfinn, Bessa, bæði syngjandi og segjandi sögur. Emil í Kattholti ofl. ofl. Eftirfarandi listi er yfir nýjar barnaplötur, sem ég tel að óhætt muni vera að höndla. Gosi - Tónlist úr leikritinu. Katla María og Pálmi - Syngja ýmis sígild bamalög. f Ævintýraleik - Gylfi Ægisson og félagar flytja sögurnar af Jóa og baunagrasinu og Tuma Þumal. Snælda og Snúðarnir - Þau kyrja kattarvísur. Jólaplötur. Ekki get ég nú sagt að ég mæli með jólaplötum til jólagjafa. Hins- vegar er gaman að eiga skemmti- legar jólaplöltur til að hressa upp á jólaskapið. Eins er hægt að fá jólabarnaplötur og mæli ég ein- dregið með einhverri slíkri til að stytta börnunum biðina. Mikið er til af eldri góðum jóla- plötum en listinn hér að neðan yf- ir þær sem nú hafa komið út. Hurðaskellirog Stúfur - Staðnir að verki. Diddi Fiðla - Jólastemmur. Agnetha og Linda - Nu Tandas tusend juleljus. Þær eru sjálfsagt einhverjar fleiri án þess þó ég kunni að nefna þær en þegar jólaplötur eru annarsveg- ar skiptir nú aldurinn ekki megin- máli, heldur stemmningin sem þær skapa. Þungarokk AC/DC Siggi Sverris er kominn lang- leiðina með að bárujárnsklæöa hálfa þjóðina og óspart beittt AC/ DC fyrir sig til verksins. Allar plötur þeirra munu fáanlegar. Whitesnake - Saints And Sinners. Gillan - Magic Það er nú alltaf einhver klassi yfir þessum gömlu köppum, þó aldurinn og kílóin hafi færst yfir þá. Michael Schenker Group - Assault Attack M.S. er gítarleikari sem ekki bara hugsar um að snúa gítarinn úr hálsliðnum. Hann spilar á hann. íslenskar Egó - í mynd Þeir eru númer eitt í dag á því er víst engin vafi. Mezzoforte - 4 Fyrir þá sem vilja bræðing. Stuðmenn - Með allt á hreinu Þeir svíkja ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er plata fyrir þá sem vilja eitthvað hressilegt og skemmtilegt á fóninn. Þú og ég - Aðeins eitt líf íslensk fótaburðartónlist Örvar Kristjánsson - Heyr mitt Ijúfasta lag. Fyrir þá sem dansa hinsegin. Þið vitið hvað ég meina. Þeyr - The Fourth Reich Þessi er þruma fyrir þá sem vilja eitthvað af þyngri gerðinni. Popp Fleetwood Mac - Mirage Þau eru alltaf skrambi góð. Dexy’s Midnight Runners - Too-Rye-Ay Plata ársins að mínum dómi. Grace Jones - Living My Life Það er þessi svarta með bursta- klippinguna. Bruce Springsteen - Nebraska Brúsi lætur gamminn geysa um þjóðvegina, langt inn í bemsku- minningamar og aftur til baka. Vopnaður góðum raddböndum og kassagítar. Kátt er um jólin koma þau senn fyrir þau kætast kaupmenn Nei, hei. Já ég veit, ég hef nú heldur aldrei verið talinn ncitt sér- lega hagmæltur.Hvað umþaðjólin eru á næsta leiti og fólk óðum að taka fram jólaskapið. Hausinn á ýmsum hefur vafalaust legið í bleyti upp á síðkastið, því óneitan- lega fer drjúgur tími í að upphugsa hvað gefa skuli við þetta tækifæri. Plötur eru alltaf vinsælar og þó þú eigir nú völina, þá ætla ég að reyna að létta þér kvölina. Eða var það öfugt? Danstónlist Partý, Sprengiefni og Við suðu- mark Samansafnsplötur er víst það heitasta hér um þessar mundir. Þetta eru þrjár þær nýjustu. Michael Jackson - Thriller Það tók fjögur ár að gera þessa og er árangurinn eftir því. Diana Ross - Silk Electric D.R. er gömul í hettunni en stendur þó alltaf fyrir sínu. Rokk Led Zeppelin - Coda Jú, jú þeir eru „dauðir“ en þetta var óútgefið frá ýmsum tímum og ekkert verra fyrir það. Phil Collins - Hello, I Must Be Going Genesis söngvarinn og trommar- inn á útopnu með nýja plötu. Stranglers - The Collection Kyrkjararnir eru hér með úrval af sínu besta. Alveg drepgóð plata. Men At Work - Business As Usual Þessir verkamenn tróna á toppn- um. vestanhafs um þessar mundir. Saga - In Transit Söguelskandi landinn hefur gleypt við þessu nú síðustu vik- urnar. Jazz Fyrir þá sem dá hina miklu klass- ísku meistara djass og sveiflu skal mælt með tveimur nýútgefnum skífum: Duke Ellington: The Girl’s Suite/Perfume Suite (CBS- sjá jazz- pistil) og Louis Armstrong: At His Rare of All Rarest Pcrformances (Durium, upptökur 1957 - 1959). Poppaðdáendurnir aettu að ciga nýju-gömlu Art Blakey skíf- una, Orginally (CBS- sjá jazzpist- il), nýkomin er skífa með Dexter Gordon: Lullaby for a Monster (Steeplechase), þar sem hann leikur með Niels-Henning og Aleks Riel. Óvenjuleg Dexter plata! Þeir sem ekki náðu í gömlu Riversideskífuna Thelonius Monk meets Gerry Mulligan geta nú feng- ið hana í nákvæmri endurútgáfu. John McNeil er með nýja skífu á SteepleChase: Clean Swecp, þar sem snillingar eins og Liebman, Brackeen, Rufus Reid og Billy Hart leika með honum. Skífan fyrir þá elskuðu Miles Davis fyrir raf- magnstíð lians. Þeir sem vilja dá- litla ævintýramennsku í bland við hefðina skella sér á nýju Arthur Blythe skífuna Eleborations (CBS- sjá Jazzpistil) eða skífu trommu- leikarans snjalla Paul Motians: Psalm (ECM). Þá er komið að hin- um framsæknustu. Air tríóið sem nýlega lék í Reykjavík er með nýja skífu: Air 80° Below ’82 (Antilles/ Island) og svo er það undurfalleg dúóskífa Don Cherry (sem hér lék á trompet með Liberation Music Orchestra) og trommaranum Ed Blackwell: E1 Corazón (ECM). Auðvitað þarf ekki að minna á þá skífu sem down beat kaus skífu árs- ins: Playing (ECM) með Old And New Dreams eða íslensku djass- skífurnar: Kvölda tekur (Nýja- kompaníið), Nafnakall (Guðmund- ur Ingólfsson) og bræðinginn: Mezzoforte 4, Svif (Björn Thor- oddsen) og Tvær systur (Jakob Magnússon). Það má enginn fara í sveifluköttinn! Nýjar bækur Sylvía - ný skáldsaga eftir Áslaugu Ragnars Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út skáldsöguna „Sylvía" eftir Áslaugu Ragnars blaðamann. Er þetta önnur bók höfundar, fyrri bókin, skáld- sagan Haustvika, kom út fyrir tveim- ur árum og seldist þá upp á skömmum tíma. I sögunni „Sylvía“ lýsirÁslaug Ragn- ars þroska og baráttu ungrar konu, sem öðlast nýjan skilning á lífinu og gerist eigin gæfu smiður. Líkt og í ævintýrum, sem segja frá því hvernig fátæklingi tekst að vinna til einnar óskar á nýjárs- nótt fær Sylvía kost á einni ósk, en spurningin er hvort það verður henni til gæfu. Inn í sögu Sylvíu fléttast ýmsar ágengar og sígildar spurningar um verð- mætamat og leitina að hamingjunni í fjársjóðum sem mölur og ryð fá grandað. Sögusvið bókarinnar er fyrst og fremst Reykjavík, en sagan hefst þó í Vestmannaeyjum og kemur Heima- eyjargosið þar við sögu. Þar verður sög- uhetjan Sylvía fyrir reynslu sem veldur því að hún tekur örlögin í eigin hendur og freistar að sveigja þau undir vilja sinn. Bókin „Sylvía" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli hf. Kápumynd e.- eftir Hring Jó- hannesson. CWawm fartn't&tvií tt&et IV.IAIÍ ALIMRMR fri eautallí tíh og nýrrl. Eyjar gegnum aldirnar - bók eftir Guðlaug Gíslason fyrrverandi alþingismann „Eyjar gegnum aldirnar - Frá- sagnir af atburðum og mannlífi í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri,“ nefnist nýútkomin bók frá Erni og Örlygi hf. eftir Guðlaug Gíslason alþingismann. Hefur bókin að geyma frásagnir af sögu- legum viðburðum í Vestmanna- eyjum frá fyrstu tíð í máli og mynd- um. Segir Guðlaugur Gíslason í formála bókarinnar að margir at- burðir hafi gerst í Vestmanna- eyjum sem frásagnarverðir þóttu og voru taldir fréttaefni. Með bók- inni sé reynt að safna þessum frá- sögnum saman á einn stað til fróð- leiks fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa á málefnum Vestmannaey- inga og þeim atburðum sem þar hafa gerst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.