Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 22
22 211 Gamanmál 211 Gamanmál eru úrval gaman- mála frá öllum heimshornum. Margar sögurnar eru íslenskar og splunku- nýjar af nálinni. Ef þaö er rétt hermt að hláturinn lengi lífið ætti meðalaldur íslendinga að hækka talsvert með til- komu 211. Svona bók með fjölbreyti- legum gamanmálum hefur lengi vantað. Omissandi handbók þar sem fólk kemur saman sér til afþreyingar frá amstri daganna; og smellin tæki- færisgjöf. Jóhannes Helgi hefur tekið bókina saman. Bókin kostar 185 krónur í bandi - og 125 krónur í kilju m/söluskatti. Arnartak, Ármúla 38, önnur hæð, Selmúlamegin Sími: 83195. Afl vort og æra Afl vort og æra eftir Nordahl Grieg er magnað leikrit um norska sjómenn í stríði og ógleymanleg lýsing á hinni svokölluðu „jobbetid", gróðrabralls- tímabili Norðmanna, sem var svo hrikalegt og siðlaust að tæpast mun unnt að ýkja það í skáldsögu. Norsk saga geymir engin dæmi um jafn ruddalega auglýsingu ríkidæmis á sama tíma og þorri þjóðarinnar þjó við þröngan kost og færði þær fórnir, að á fjórða þúsund norskir sjómenn fórust í styrjaldarátökum á höfum heimsins. Ekkert leikrit á Norðurlönd- um á þessari öld hefur valdið öðru eins fjaðrafoki. Nordahl Grieg barðist meö Bandamönnum i síðari heims- styrjöldinni. Flugvél hans var skotin niður í loftárás á Berlín á jólaföstunni 1943. Hann var 41 árs þegar hann féll. Grieg tók ungur ástfóstri við ís- land - og hér á landi voru síðustu Ijóð hans, Frihetan, frumútgefin. í sama mánuði og hann féll. „Afl vort og æra“, þetta magnaða verk, er þannig uppbyggt að lesa má það sem spennandi skáldsögu. Bókin er gefin út í aðeins 3000 eintökum. Jóhannes Helgi hefur íslenskað bókina. Hún kostar í bandi 360 krónur og í kilju 290,- Valur Gíslason og leikhúsið Jóla- og gjafabók Arnartaks í ár er „Valur Gíslason - og leikhúsið" eftir Jóhannes Helga. Valur sem varð átt- ræður í ár og er enn starfandi leikari, hefur framar öllum öðrum núlifandi mönnum varpað Ijóma á íslenskt leík- hús- og um leið sett svip á samtíð okkar. I bókinni, sem er232 blaðsíður í stóru broti, rekur hann æviferil sinn hógværum orðum - og fimm þjóð- kunnir leikhúsmenn skyggna hann frá jafn mörgum sjónarhornum sem listamann og mann. Það eru þau Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Klemenz Jóns- son; og Sveinn Einarsson rekur lest- ina með faglegri skilgreiningu á Val sem listamanni. Bókin hefur að auki að geyma einstakt myndefni sem sýnir persónusköpun Vals, öll gerfi hans á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrár aldar leikferli, á þriöja hundrað talsins, en Valur hefur frá fyrstu tíð gert gerfi sín sjálfur, og er það saga út af fyrir sig, sem myndefnið er til vitnis um, auk upprifjunargildisins fyrir fólk sem sækir leikhús. Mikið er í bókina borið, ytra sem innra, og hefurekkert verið til sparað að gera hana sem veglegasta úr garði. Valur hefur verið mjög hlédrægur um dagana og er því mikill fengur að bókinni. Bókin, sem unnin er í Odda frá grunni, er væntan- leg í lok mánaðarins. GömJ gölumynd Irá Halnarstræti. yiD HOEUM OPNAD NVUA BOKADEIID Allir þekkja gömlu, góöu ritfangaverslun Pennans í Hafnarstræti. Enda engin furöa, því Penninn hefur verslaö í götunni í 50 ár. Á afmælisárinu færum viö enn út kvíarnar. Við höfum opnað nýja bókadeild sem hefur bæöi íslenskar og erlendar bækur á boðstólum og fjölbreytt úrval tímarita Líttu inn til okkar í Hafnarstræti. Nú færóu ritföngin, gjafavörur og allar bækur í sömu gamalgrónu versluninni í hjarta borgarinnar. 1932 1982 Hafnarstræti 18, simi 10130 FUILKOMIN SÉRVERSLUN Föstudagur 17. desember 1982 _J~lelgai- pðsturinn Myrkur í mannheimi Birgir Engilberts: Andvökuskýrslurnar Smásögur (107 bls.) ldunn 1982. Birgir Engilberts hefur ekki áður sent frá sér sögur en hann hefur áður samið leikrit sem sett hafa verið á svið hér. f þessari bók eru þrjár smá- ^BeémerinJii i [*|fl eftir Gunnlaug Ástgeirsson og Sóirúnu B. Jensdóttur 99 P. Hjartahreinn kaups ýs/umaður Jakob Hálfdánarson: Sjálfsævi- saga. Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga. (226 bls.) Isafoldarprentsmiðja 1982. Æviágrip Jakobs Hálfdánar- sonar ásamt ýmsu öðru úr fórum hans er gefið út fyrir forgöngu og á kostnað niðja hans í tilefni 100 ára afmælis Kaupfélags Þingey- inga. í formála segir Einar Lax- ness, sem hafði umsjón með út- gáfunni ásamt Pétri Sumarliða- syni tengdasyni Aðalbjargar. dóttur Jakobs, að Pétur hafi unn- ið mest að undirbúningi hennar, en hann lést í sept. 1981. Ætlunin var, að bókin kæmi út 1981 og er kaldhæðni örlaganna, að það skyldi dragast til 1982, því að Jak- obi var það hjartansmál að Kaupfélag Þingeyinga hefði verið stofnað á fundi á Grenjaðarstað 26. sept. 1981, þótt forsvarsmenn kaupfélagsins telji það stofnað 1882 og héldi upp á hundrað ára afmælið á þessu ári. Bók Jakobs Hálfdánarsonar skiptist í fjóra meginhluta eins og segir í formála Einars Laxness: 1. „Dálítil frásaga, eigi merkileg, og þó í vissum greinum einkenni- leg?“, en það er frásögn af ævi- ferli Jakobs, rituð á árunum 1891-1902. 2. „Kaupfélag Þingeyinga frá 1881-1891“. Er þetta saga félags- ins rituð frá 1891-1902.. 3. „Eitt orð um viðskipti", 33 bls. um viðskiptamál. Greinin birtist í Ófeigi 1892 og er svar við ýmsum greinum í því riti. 4. „Fáir drættir úr djúpi“, grein skrifuð 1912, sem birtist í „Tíma- riti kaupfélaga og samvinnufé- laga“, VI. árg. sama ár. Er hér stuðst við handrit Jakobs, en því ber ekki að öllu leyti saman við prentuðu gerðina. í bókinni er ljósmyndaður handskrifaður listi yfir þá, sem gengu í verslunarfélagið á Grenj- aðarstað26. sept. 1881. Þeirvoru 32. Annar handskrifaður félaga- mannalisti er birtur og eru á hon- um 138 nöfn, en ekki sást frá hvaða tíma hann er. Fyrri listinn er birtur aftur prentaður í greininni „Fáir drættir úr djúpi“ og hlýtur það að teljast ofrausn. í bókarlok er niðjatal Jakobs og Petrínu Kristínar Pétursdótt- ur, tekið saman af Jakobi Hálf- danarsyni, tæknifræðingi og einnig er þar nafnaskrá. Bókin er skemmtilega myndskreytt og frá- gangur allur hinn vandaðasti. Þótt æviágrip Jakobs Hálfdan- arsonar komi núna fyrst fyrir almenningssjónir í heild, kemur efni þess ekki á óvart. Ýmsir hafa sótt þangað fróðleik um Jakob sjálfan og kaupfélagshreyfing- una. Má einkum nefna Gunnar Karlsson í doktorsritgerð sinni „Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum“, og Þor- stein Thorarensen í ritinu „Gró- andi þjóðlíf". Gunnar birtir glöggar tilvísanir og er því auðvelt að sjá hvaða upplýsingar hann hefur úr æviágripi Jakobs. Öðru máli gegnir um Þorstein Thorarensen. Það er fyrst eftir útkomu æviágripsins, sem hinn almenni lesandi getur áttað sig á hvað af frásögn hans um Jakob og kaupfélagið er byggt á ummælum Jakobs sjálfs. Æviágrip Jakobs Hálfdanar- sonar og kaflinn um Kaupfélag Þingeyinga er sá hluti bókarinn- ar, sem mest gildi hefur og er miðhluti kaflans um kaupfélagið bestur. Æviágripið er sundur- laust og stíll Jakobs harla tyrfinn. Einnig eru ýmis atriði ekki nægi- lega vel skýrð og lesandi á erfitt með að átta sig á hvað er að ger- ast og hvers vegna Orkar tvímæl- is að gefa út efni, sem höfundur ætlar ekki til birtingar, án þess að bæta inn köflum til skýringar, þar sem þörf er á. Sem fyrr segir, hafa bæði Gunnar Karlsson og Þor- steinn Thorarensen notað æviá- gripið ásamt fleiri heimildum en það er ekki hægt að ætlast til þess að allir sem lesa æviágrip Jakobs hafi bækur Gunnars og Þorsteins við höndina til að fylla í eyðurn- ar. Ef nefna á atriði, seni Jakob er fámáll um til skaða, kemur fyrst f hugann, er hann lét af störfum kaupstjóra Kaupfélags Þingey- inga 1886. Tók Jón Sigurðsson á Gautlöndum við embættinu, en Jakob varð aðeins afgreiðslu- maður. Hvers vegna missti þessi frumherji kaupfélagsins embætt- ið? Hann skýrir það ekki sjálfur til neinnar hlítar, en segist hafa látiðþað af höndum sjálfviljugur, talið sig of skuldugan til þess að geta haldið því áfram. Gunnar Karlsson leiðir rök að því að Jak- ob hafi ekki valdið embættinu, en Þorsteinn Thorarensen telur hann hafa verið flæmdan úr því ómaklega. í æviágripinu gefur Jakob til kynna, að hjónaband hans hafi ekki verið hamingjusamt, þótt eignuðust þau Petrína 9 börn, sem hann kveðst hafa haft mikið yndi af. Jakob segir m.a. um hjónaband sitt: „Ráðahagurinn var í einu orði ofmjög öðrum tilbúinn,...“ (bls. 36) en af hverj- um og hvers vegna er ósagt látið. Það sem mesta forvitni vekur við lestur æviágrips Jakobs, er \

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.