Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.01.1983, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Qupperneq 5
5 Helgar--;--- iposturinn Föstudagur 21. janúar 1983 Herinn kemst á sporiö Um miðjan október 1978 fékk amerískur yfirmaður birgðadeildar hersins í hendur „óeðlilega háa“ reikninga fyrir viðgerðir á bandarískum herbílum frá bifreiðaverkstæði í Reykjavík. Þótti honum þetta einkennilegt, þar sem herinn rak fullkomna viðgerðarþjón- ustu á Vellinum. Ekki þótti ástæða til að gera athugasemd við þessa reikninga en þess í stað var bandarískur rannsóknarlögreglumaður á Vellinum. John R. Michaud, fenginn til að fara ofan í saumana á starfsemi birgða- deildarinnar. Hann komst fljótlega að því, að frá Hjólbarðasölunni í Reykjavík hafði ver- ið pantað reiðinnar ósköp af dekkjum. Þegar hann fór að bera saman greiddar pantanir og birgðir kom í ljós verulegt misrænri: ekki bar á öðru en að herinn hefði verið látinn borga fyrir 1788 dekk, sem aldrei höfðu komið þar í skemmu. Áætlað verð þessara dekkja var 153 þúsund dalir. Sex vikum síðar, 1. desember 1978, heim- sótti Michaud Rannsóknarlögreglu ríkisins í Auðbrekku í Kópavogi og skýrði frá grun- semdum sínum og niðurstöðum. Kvað hann málið komið á það stig, að nokkrir íslending- ar, sem ynnu á vegum hersins, virtust alvar- lega flæktir í það og einnig blandaðist inn í málið áðurnefnt íslenskt fyrirtæki, Hjóla- barðasalan s.f. Því væri þess óskað af hálfu yfirstjórnar varnarliðsins, að fram færi opin- ber rannsókn á málinu. Hjá RLR eru öll mál „viðkvæm" ogeins og gjarnan þegar herinn á í hlut, þetta mál enn- þá viðkvæmara. Var því þegar farið að safna ýmsum upplýsingum og gögnum í ntálinu og viku síðar var farið að kalla til yfirheyrslu hina grunuðu. Fyrst var náð í Berg - sem kvaðst ekkert vita um hugsanlega vöntun á hjólbörðum eða nokkuð óeðlilegt í sambandi við hjólbarðakaupin. Daginn eftir var Georg kallaður fyrir: hann vissi heldur ekkert um neitt óeðlilegt. Þá voru þeir Bergur færðir fyrir dómara þar sem þeir staðfestu skýrslur sínar og neituðu að eiga aðild að nokkru mis- ferli. En þeir sluppu ekki svo glatt og voru umsvifalaust úrskurðaðir í tíu daga gæslu- varðhald. Sam- komulag Enn var haldið áfram að vinna í málinu og daginn eftir, 10. desember, var Guðjón Jóns- son kvaddur í yfirheyrslu. Þá kom annað hljóð í strokkinn því Guðjón sagði allt af létta. Hann byrjaði á að skýra frá því að fljótlega eftir að hann hafi gert samninginn við varnarliðið um dekkjasölu á Völlinn hafi Bergur Þ. Bjarnason, sem þá var deildar- stjóri í þeirri deild er veitti hjólbörðum við- töku, komið að málið við sig og farið fram á, að þeir gerðu með sér samkomulag. Sam- komulagið átti að vera í því fólgið að Bergur gerði pantanir á hjólbörðum, sem Guðjón fengi greiddar að fullu, en hann skilaði hins vegar ekki öllum dekkjum til hersins. Fengi Guðjón þannig greitt fyrir fleiri dekk en hann afhenti. Talaði Bergur um að Guðjón fengi 25% af hagnaðinum, skv. því sem Guðjón sagði frá fyrstu yfirheyrslu, en Bergur sjáífur fengi 75%. Á þetta féllst Guðjón fortölu- laust. Á næstu mánuðum gekk allt eins og í sögu og peningarnir streymdu úr hernaðarhítinni. Næsta haust, 1977, kont Bergur að ntáli við Guðjón og fór fram á að fá einnig hagnaðar- hluta af þeint dekkjum, sem herinn fékk refjalaust. Það vildi Guðjón ekki en féllst í staðinn á að fá aðeins 10% af þýfinu í stað fjórðungsins, sem áður hafði verið samið um. Málið hugsaðí Síðumúla Þennan sama dag, 10. desember, var Helgi Ernir kallaður til yfirheyrslu í fyrsta sinn. Hann kvaðst ekkert vita urn misferlið og sagði að sér kæmi það mjög á óvart, ef unt slíkt væri að ræða. Hann gæti heldur ekki séð hvernig hægt væri að falsa skjöl og aðra papp- íra í þessu sambandi. Þennan framburð stað- festi hann fyrir dónti síðar sama dag - og var að því búnu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tveimur dögum síðar kom hann aftur til yfir- heyrslu og var þá búinn að hugsa málið nokk- uð, því hann vildi lagfæra fyrri framburð sinn. Bar hann nú að Bergur hefði átt upp- tökin að svikunum og að hann hefði verið búinn að fá Guðjón til liðs við sig ef af yrði. Helgi sagðist strax hafa séð, að ef dæmið ætti að ganga upp yrði að fá starfsmann á dekkja- verkstæði, Hrein Sigurðsson, með í spilið því Hreinn sá um að skrá dekkjanotkun á hverj- um bíl hcrsins. Bergur ræddi síðan við Hrein, sem sló til. Helgi sagði svo frá í þessari yfirheyrslu, að árlega væri gerð vörutalning og samanburður við bókhald, þannig að þeir kumpánar hefðu einungis þurft að láta bókhaldið stemma þeg- ar það var gert. Þeir hafi farið þannig að, að Hreinn hafi skráð meiri dekkjanotkun á bíl- ana en hún hafi verið, jafnframt því að nýta betur dekkin, sem voru til staðar. Með þessu hafi þeir safnað í bókhaldinu dekkjum, sem ekki voru til og síðan gert pöntun upp á þá upphæð, sem aldrei kom en var greidd. Einn- ig hafi þeir notað þá aðferð á tímabili, að hækka verð á hverjum hjólbarða á pappírun- um þannig, að í bókhaldinu safnaðist ákveðin upphæð, sem hægt var að greiða nteð reikning til að stemma bókhaldið af, þannig að tala keyptra hjólbarða í bókhaldinu bæri jafnan saman við lager. Fjölgar í kringum dálítið ævintýri í upphafi, sagði Helgi, skiptu þeir hagn- aðinum jafnt í fernt, þannig að Guðjón, Bergur, Helgi og Hreinn fengu 25% hver. Þegar Bergur var hækkaður í tign og Georg Pálsson tók við deildarstjórastarfinu töldu þeir nauðsynlegt að taka Georg inn í hópinn „til að þetta gæti gengið". Þá breyttust hagn- aðarhlutföll þannig, að Guðjón fékk 10%, hann sjálfur (Helgi) og Bergur 25% hvor og Georg o'g Hreinn 20% hvor. Georg Pálsson, sem að öllu samanlögðu hafði minnst upp úr krafsinu, tók við deildarstjórastarfinu í birgðadeild eftir að Bergur var hækkaður í tign Fljótlega eftir stöðuskiptin kom Bergur að máli við Georg, að því er Georg sagði í yfirheyrslum, og sagði frá því að þeir Helgi og forstjóri Hjólabarða- sölunnar s.f. væru með „dálítið ævintýri" í kringum hjólbarðapantanir. Georg treysti sér ekki til að færast undan - taldi að líklega ntyndi hann missa stöðuna ef hann gerði það, því Bergur var þrátt fyrir allt hans yfirmaður. Hreinn viðurkenndi strax í fyrstu yfir- heyrslu að vera viðriðinn misferlið: hann hefði fengið tilboð frá Bergi unt að „þéna aukapening" og þegið það til að geta keypt sér bíl, sem hann hafi ekki átt fyrir. Á þriðju milljón í skaðabætur Fimm dögum eftir að yfirheyrslur hófust voru fjórntenningarnir reknir úr vinnu hjá hernum. Rannsókninni var haldið áfram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fram á sumar '19, og stundum jafnhliða fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Ákæra á hendur þeim fintm var svo gefin út í ársbyrjun 1980 og hófst þá fljót- lega hin eiginlega dómsrannsókn. Um sunt- arið 1981 vargefin út viðbótarákæra á hendur Guðjóni Jónssyni fyrir að hafa tekið út vörur úr geymslu Hjólabarðasölunnar og fleiri dekkja- og varahlutafyrirtækja í hans eigu, heimildarlaust út úr Tollvörugeymslunni. Var það mál sameinað dekkjamálinu á Kefla- víkurflugvelli og tafði það nokkuö meðferð málsins fyrir sakadómi, eða þannig að dómur var ekki kveðinn upp fyrr en nú um jólin af Haraldi Henryssyni, sakadómara. Komst dómarinn að þeirri niðurstöðu, að heildar- upphæðin, sem fimmmenningarnir höfðu svikið út úrhernum, væri tæplega 138 þúsund bandarískir dalir, eða sem svarar liðlega tveimur og hálfri milljón króna á gengi dags- ins í dag. Voru þeir dæmdir til að greiða þessa upphæð „in solidum" eins og það heitir á lagamáli, þ.e. einn fyrir alla og allir fyrir einn. Við þessa upphæð bætast vextir, sem geta skipt tugum þúsunda - ef ekki hundr- uðum þúsunda áður en yfir lýkur, því sektin er reiknuð í dollurum, sömu mynt og svikin var út. Tugthús Að auki fengu þeir misjafnlega þunga fangelsisdóma. Guðjón var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi. í dómsorðinu segir m.a.: „Ákærði hefur við nteðferð málsins sagt, að aðstæður sínar hafi verið mjög erfiðar á tíma- bili því, sem hér um ræðir. Hann hafi lent í því óhappi á árinu 1975 að lítill drengur varð fyrir bifreið hans og beið bana af. Ákærði var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en var sýknaður með dómi... Hins vegar kvað hann allt sitt líf hafa tekið gjörbreytingu til hins verra við þetta og svo hafi komið, að hjóna- band hans hafi leyst upp og hann lagst í sinnu- leysi. Einnig hafi hann áður átt við heilsuleysi að stríða, m.a. vegna krabbameins í ristli. Á þessu tímabili hafi hann hitt nteðákærðu Berg og Helga. sem átt hafi auðvelt með að telja hann á að taka þátt í misferli því, sem hér er m.a. unt fjallað... ...ákærði var ekki talinn upphafsntaður að atferli því... heldurvar hann talinn áþátttöku í því af nteðákærðum Bergi og Helga. Ákærði hefur við rannsókn ntálsins og meðferð mjög reynt að upplýsa það sem best og sýnt í alla staði góða framkomu." Höfuð- paurinn Bergur Þ. Bjarnason var einnig dæmdur í fjórtán mánaða íangelsi. Við ákvörðun refs- ingar hafði dómari í huga, „að ákærði er annar upphafsntanna að misferlinu og sá, er aðallega taldi þá Guðjón. Georg og Hrein á þátttöku í því. Hann skipulagði það einnig og sá að langmestu leyti um framkvæmdina. Misnotaði hann hér gróflega stöðu sína sent yfirmaður hjá varnarliðinu. Einnig verður ekki fram hjá því litið í þessu sambandi, að framkoma ákærða við rannsókn og meðferð málsins hefur síst verið til þess fallin, að upp- lýsa málið..." Helgi fékk tíu mánaða tugthúsdóm, enda annar upphafsmanna að misferlinu. Georg fékk fimm mánaða dóm og þar af þrjá mán- uði skilorðsbundna í þrjú ár. „Hann átti þátt í að svíkja verulegar fjárhæðir út úr vinnu- veitanda sínum og misnotaði þar stöðu sína sem yfirntaður", segir unt hann í dóminum. „Hins vegar má líta til þess, að yfirmaður ákærða hafði frumkvæði að því að ákærði tók þátt í þessu og er ekki með öllu unnt að líta fram hjá þeim framburði ákærða, að liann hafi jafnvel óttast um stöðu sína ef hann yrði ekki nteð..." Hreinn fékk sex mánaða dóm og þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár. Skaðabæturnar skiptast á milli þeirra í nokkra hluta eftir því hvernig tókst að sanna aðild þeirra að hverri einstakri sendingu, sent ákært var út af en þær voru alls þrjátíu. Af sumum ákæruliðunum voru þeir sýknaðir, ýmist allir eða éinhverjir úr hópnurn. ★ ★ ★ Það skal tekið fram að síðustu, að nöfnum þeirra fimm manna, sem dæmdir voru fyrir dekkjasvikin, hefur hér veriö breytt. Önnur nöfn og dagsetningareru eins og fyrir kentur í dómi Sakadóms Reykjavíkur í þessu máli, sem hófst svo sakleysislega norður við Mý- vatn sumarið 1976. VERKTAKAR STARFSH0PAR FYRIRTÆKI ATHUGIÐ Viö bjóöum heitan mat í hitabökkum fyrir stærri og smærri vinnuhópa. Einnig bjóöum viö á staönum heitan mat, samlokur, kaffi, smurt brauö og allt sem svangur maöur þarf. Sjáum einnig um veizluhöld ú heimahúsum. Bætt og betri þjónusta. Matstofa Miöfells sf., Funahöföa 7, sími 84939.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.