Helgarpósturinn - 21.01.1983, Síða 15

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Síða 15
15 irinn Föstudag ur 21.janúar 1983 Vettvangur uppi í stjórninni um að leggja til að hætt yrði við fyrirtækið: „A fundi stjórnar Kísilmálmverksmiðjunnar 14. nóvember, var samþykkt að all- an undirbiining beri að miða við að fyrsti ofn hennar taki til starfa 1986.“ Þessi afstaða kann að virðast skrýtin miðað við það sem áður var nefnt um horfurnar og yfirlýsingu eins stjórnarmanna verksmiðjunn- ar í viðtali við Morgunblaðið 16. nóv. sl. þar sem hann sagði að við núverandi markaðsverð þyrfti hún (verksmiðjan) að fá greitt sem svarar 24 mill á kílówattstund." (Mill = 1/1000 úr dollar). Verk- smiðjan getur m.ö.o. ekkert borg- að fyrir rafmagnið heldur þarf hún að fá greitt með því til að geta borið sig miðað við markaðsverð á kís- ilmálmi um miðjan nóvember. En hvernig má þá skýra það að stjórn verksmiðjunnar skuli þrátt fyrir þetta hafa Iagt til að haldið yrði áfram? Er skýringanna að leita í því sem ég nefndi í upphafi um hve torvelt getur reynst að endur- meta viðhorf sín, jafnvel í ljósi ný- rrar og áþreifaniegrar reynslu. Er ókleift að rokka við stóriðju- draumsýninni? Hefur stjórnin hagsmuna að gæta í því að áfram verði haldið? Ekki veit ég það - en auðvitað missir hún kaupið sitt ef liætt verður við allt saman. Og það fékk hún raunar að ákveða sjálf eins og rakið hefur verið í blaðafr- egnum. Þarna höfum við nefnilega eignast nýja Kröflunefnd, þing- kjörna stjórn stórfyritækis sem rás- ar í lausum taumi með miljónir úr ríkissjóði. Er þá líka vonlítið að alþingi taki raunsæja ákvörðun í þessu máli? Því er heldur ekki létt að svara en efasemdir og gagnrýni sem kom fram í umræðum um frumvarpið á verðviðmiðun verkefnisstjórnar- innar, nauman tíma sem alþingis- mönnum gafst til að athuga málið o.fl. gefur vonir um að raunsærra mat en fyrr kunni að vera í vænd- um. Raunar komu fram í þessum umræðum stórar efasemdir um stóriðjupólitíkina yfirleitt, m.a. meginforsendur hennar. Stefán Jónsson alþingsmaður, sagði t.d. í lokaumræðum í efri deild þann 7. maí: „Ég held að það sé nauðsyn- legt fyrir okkur, þegar við erum að hugleiða uppbyggingu á iðnaði sem tengdur er málmframl- eiðslunni, að reyna að gera okkur grein fyrir því, hvort það sé með líkindum að þessari kreppu ljúki raunar senn, hvort hún sé af santa toga spunnin og hin fyrri kreppuf- yrirbæri sem sunt hver hafa reynst iðnþróuðunt þjóðum býsna hættu- leg. Ég vil heyra rökstudda ástæðu fyrir því, að við getum veðjað á það, að þessu kreppufyrirbæri, sem er staðreynd, en við höfum ekki skilgreint, ljúki fyrir tilstuðlan - við skulum segja; æðri máttarv- alda eða fyrir einhvers konar tilvilj- un. Ég vil heyra skynsamlegan rök- stuðning fyrir því að við eigum að sigla inn í þennan sorta og hætta þar miklu til að komast út úr hon- um einhvern veginn hinum megin." (Alþingistíðindi - um- ræður, 25.h. 1981-82). Ég tel afar mikilvægt og í hæsta máta tímabært að revnt sé að verða við þessari kröfu. Allt of lengi hef- ur sérfræðingum á tæknisviði, stjórnarmönnum og framkvæmda- stjórum í stóriðjunni og ýmsum fulltrúum stjórnarflokka sem um þetta mál fjalla, haldist uppi að tala og skrifa um „kreppu" og „lægð" án þess að sæta gagnrýni og þurfa að skýra mál sitt nánar. Við höfum ekki efni á frekari undanskotum og orðhengilshætti í þessum efnum. Mönnum ætti að vera orðið ljóst fyrir löngu að við erum ekki stödd í einhverri venjulegri kreppu eða lægð heldur erum við stödd á tíma- mótum. Við erum á leið út úr hag- vaxtarskeiði iðnríkjanna og á leið inn í nýtt skeið þar sem ailt aðrar forsendur og aðstæður ríkja. Og skal nú vikið að því í stuttu máli að lokum. 11 Að skilja nýja tíma Hið liðna hagvaxtarskeið iðnríkjanna einkenndist eins og kunnugt er af sóun hráefna og ork- ulinda, sívaxandi mengun og aukinni velmegun ríkra þjóða þannig að bilið ntilli þeirra og fá- tæku þjóðanna jókst. Iðnveldin réðu lögum og lofum á markaði sem teygði sig um allan heim. Sí- vaxandi frantleiðsla byggðist á fjöldaframleiðslu í stórum stíl. samþjöppun vinnuaflsins í þétt- býli, tæknilegum framförum og jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar jafnt á vinnuafli og varn-e ingi. Óbifandi trú á hagkvæmni stærðarinnar. hraðans og samræm- ingarinnar ríkti þangað til táknin um að lengra yrði ekki kontist á þessari braut fóru að skýrast frá ári til árs um og eftir 1970. Tákn nýrra tíma voru ntarg- slungin og verður fátt eitt nefnt hér. Þau birtust í uppreisnaranda hjá ungu kynslóðinni og vaxandi andlegri vesöld fólks í ofhlöðnum, menguðum stórborgum. Olíu- löndin sendu frá sér skýr boð um að nýir tímar væru framundan. Hætt var við stór. dýr og orkufrek verk- efni eins og hljóðfráar farþegaþot- ur. Markaðirnir fylltust. jafnvægið raskaðist og atvinnuleysi í iðnríkj- unum óx ár frá ári. Fátækar þjóðir gátu ekki keypt framleiðsluvörur jteirra fremur en fyrr. Ný tækni jók afköst og sjálfvirkni í iðnaði og fjölgaði að sínu leyti atvinnu- leysingjum. Verðlækkanir, undir- boð og dulbúið viðskiptastríð fylgdi í kjölfarið. Þessi þróun hafði sín áhrif á það að stóriðjudraumar íslendinga gátu ekki ræst. En fleira, sem ein- kennir það skeið sem nú er að byrja, hefur haft sín áhrif á það. Við höfum veðjað á stál og ál - ntikilvæg og eftirspurð efni á liðnu skeiði. En nú eru aðrir tímar og eftirspurnin beinist að nýjum efn- um sent ekki eru orkufrek í frant- leiðslu, léttari og meðfærilegri efn- um. Auk þess er áhersla lögð á endurnýtingu sem að sínu leyti dregur úr eftirspurn. Samhliða þróun örtölvutækninnar hefur auk þess sent áður er nefnt orðið unnt að komast af með minna efni í tæki og vélar um leið og afköst þeirra vaxa og orkunotkun ntinnkar. Þró- un þessarar tækni leiðir líka til sam- skiptamöguleika sem geta að ein- hverju leyti dregið úr notkun bíla auk þess sem sívaxandi kostnaður af rekstri þeirra dregur úr eftir- spurn bæði eftir þeim og gömlu málmunum. Þetta er ekki tímaritsgrein svo að ég verð að láta hér staðar numið, þótt gaman væri óneitanlega að fjalla nokkru nánar um breytt lífs- skilyrði og ný viðhorf sem hljóta að móta framtíðina. Fjalla um ýinsar jákvæðar hliðar þeirra, möguleika á að lifa betra lífi þótt úr minna verði að spila. Kannski við látum stjórnmálaleiðtogum nýrra tíma það eftir. Þeir hljóta að fara að birtastásviðinuúrþessu. Meðnýja draumsýn. Sú samtvinnaða stóriðju- og stórvirkjanastefna sem hefur verið fylgt ber vott unt skilningsleysi á mörgum grundvallareinkennum á tækni- og þjóðtelagsþróun vorra tíma. Það ætti að vera orðið ljóst fyrir löugu að á þeirri leið munu engir velmegunardraumar rætast - hún liggur nefnilega norður og nið- ur. AUGLÝSING Gaman i Ólátagarði. PRÚTTAÐ AF MIKLUM MÓD Það fer sennilega fram hjá fáum er aka Armúlann þessa dagana að eitthvaö mikið gengur á í Blossa- húsinu. Húsið er baöað í flóðljósum og risa- stór skilti gefa til kynna að þar sé Partner-verksmiöjuútsalan til húsa. Þessi árlegi viöburöur er þekktur meðal borgarbúa og þegar ljósmynd- arinn slæddist þar inn einn óveðurs- daginn í vikunni var þar sannarlega líf í tuskunum. Hressir afgreiðslumenn voru á þönum og viðskiptavinir skoðandi og mátandi hinn fjölbreytta fatnað sem þarna eraöfinna. A borði í miöjum salnum er hrúgan gamalkunna, samansafn af alls kyns fatnaði sem hefur að sögn afgreiöslu- manna þann eiginleika að minnka ekkert þrátt fyrir góðan vilja vip- skiptavinanna sem sumir bera burt fangfylli fyrir lágar upphæðir. Og orðaskiptin í kringum hrúguna minna stundum á markað í sólar- löndum því aö þarna er prúttaö af miklum móð. „Peysa á 45 kr. það er allt af dýrt,” segir ein á besta aldrei sem greini- lega kann listina. „Já, en þetta er ull og kostaöi ábyggilega 700 kr. fyrir jólin," reym- ir afgreiöslumaöurinn að malda í móinn. „Hvað er þetta ekki útsala?” segir konan,” ég skal borga 25 krónur fyrir hana.” „40", segir afgreiöslumaðurinn og að lokum er sæst á 35. „Af hverju eru sniðin svona mörg?” spyr ung kona meö fangið fullt af buxum sem afgreiöslumaðurinn vill endilega fá hana til að máta. „Smekkurinn er misjafn og svo er fólk ekki allt eins í laginu,” segir afgreiðslumaöurinn og ýtir þeirri ungu inn í einn mátunarklefann. „Og ég vil aö þú finnir þitt óska- snið,” bætir hann við „Hvernig eru þessar buxur gallaðar?” spyrja tveir vinnufélagar við borðið meö gölluðu buxunum. „Þetta er nó eiginlega eingöngu útlitsgallar,' svarar afgreiöslu- maður, , i oft eigum viö mjög erfitt með að luina gallann, en það er búið aö taka Partner merkið af buxunum og það þýðir að þær hafi ekki komist í gegnum gæðaeftirlitið. Það er jú ekkert til sem heitir gallaöar Partner buxur,” bætir hann svo við. Þeim hefur svo sannarlega tekist að flytja meö sér andann úr skúrnum á bak við gamla Litavershúsið og við- skiptavmirnir virðast ekki una sér síður á nýja staðnum. Og þetta á ekki hvað síst viö börnin sem nú hafa fengið skemmtilegt leiksvæði með bókum og blöðum og kafbátsturni sem nýtur mikilla vinsælda. Þar una þau sér vel á meðan þeir fullorðnu fást við sín áhugamál. Partner verksmiðjuútsalan er opin í dag —laugardag — kl. 10—19. Gallaðar buxur og ógallaðar. Og prisarnir við allra hæfi.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.