Alþýðublaðið - 31.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALEÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐDBLAÐIfil kemur út á hverjum virkum degi. t Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við f Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. f til kl. 7 síðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9Vs — lOVa úrd. og kl. 8—9 síðd. ) Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). f Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á f mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► hver mm. eindáliia. | í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► (í sama húsi, sömu símar). j Vantraissftiil* Héðinn Valdimarsson bar fyrir hönd Alpýðuflokksins fram van- traustsyfirlýsingu til stjómarinn- ar, og var hún til umræðlu í neðri deild í fyrra dag. Jón Þorláks- son hafði þegar snemma á þing- inu lýst yfir því, að hann myndi verða skipaður forsætisráðherra, nema einhver þingflokkur bæri á þinglegan hátt mótmæli gegn því. Þingmenn Alþýðuflokksins lýstu því þá þegar skrifléga yfir við J. Þorl., að þeir litu svo á, að siyr breyting gæti því að eins farið fram, að hann leitaði trausts hjá þinginu og fengi það, en aðrir flokkar hafa hins vegar ekki lýst yfir slíku. Þegar það var orðið full-ljóst, að J. Þorl. vildi ekki leita trausts hjá neðri deild, sem hefir aðalfjárveitmgavaldið í sín- um höndum, heldur ætlaði í kyr- þey að reyna að breyta bráða- birgðastjórn þeirri, er tók völd- jn eftir fráfall Jóns heitins Magn- ússonar, i reglulega stjóm, og ná á þann veg hinu margþráða tak- marki sínu að verða sjálfur skip- étiur forsætisráðberra, þá þótti ó- hjákvænniegt að Íáta þingið skýra frá afsföðu sinni til stjórnarinnar, og var vantraustsyfiriýsingin bor- in fram með það fyrir augum. Við umræðurnar kom það á daginn. að Jóni Þorl. hafði tekist að ná sér í hið þráða skipunarbréf hjá kóngi deginum áður en van- traustsyfirlýsingin kom til um- ræðu, en þá hlýtur hann auðvitað að haía vanrækt aö skýra konungi frá því að vantraustsyfirlýsingin væri á döfinni. I umræðunni um vantraustsyfir- lýsinguna voru það aðallega þeir Héðinn Valdimarsson og ráðherr- arnir, sem skiftust á orðum. Rakti hann stjórnaríeril þeirra og sýndi fxam á, að slík stjórn væri ekki fær um að fara með völdin í landinu né hefði nein þjngræðis- skilyrði til þess. „Framsóknar'- flokkurinn tók aftur á móti þá afstöðu, að notast mætti við þessa stjórn þangað til nýjar kosningar, sem væntanlega kæmu henni í greinilegan minni hluta, væru af- staðnar, en þó því að eins, að henni. væru settar skorður um það, hvað hún gæti aðhafst, með þeim hætti, að neðri deild lýsti ]>ví yfir, að hana bæri að eins að skoða sem starEandi — setta —“ bráðabirgðastjórn. Bar sá flokk- ur því fram svohljóðandi tillögu: „Neðri deild alþingis ályktar að lýsa yfir, að með því að vitan- legt er, að núverandi stjórn er í minni hiuta í neðri deild og án meirihlutastuðnings í sameinuðu þingi, sem og vegna þess, að eigi er sjáanlegt, að meirihlutastjórn verði hægt að mynda á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, verði að svo stöddu að líta á stjórnina sem starfandi til braða- birgoak Framsóknarfloklmrinn víldi með þessu líka sýna stjórninni fult vantraust, þó með noWkuð ööt- um hætti væri. H. V. lýsti því þá yfir, að hann gæti ekki lagst á móti slikri breytingu S á af- greiðslu vantraustsyíirlýsingarinn- ar, þar sem hún tæki það greini- lega fram, að stjórnin væri í minni hluta í neðri deild, sem mestu hlýtur að ráða um, hvaða stjóm fer með völdin, og þar eð af henni væri augljóst, að stjórn- in væri ekki þingræðisstjóm, heldur að eins bráðabirgðastjórn, sem engar bindandi ráðstafanir gæti gert fyrir eftirtímann. Eftir þessa yfirlýsingu hefir skipun J. Þorl. ekkert að segja, en þó greiddi Héðinn breytingu þessari ékki atkvæði, og það vegna þess, að hann taldi núverandi stjórn óhæfa til setu, jafnvel þó að eins bráðabirgðastjórn væri, og að betra væri að afhöfða hana hrein- lega með öllu, en limlesta hana á þennan veg, enda væri hægur vandi að fá færari bráðabirgða- stjórn en hana. Svo fóru leikar, að breyting- aríillaga „Framsóknar“-flokksins var samþykt með 14 atkv. (Fram- sóknar og Sjálfstæðismenn) gegn 13 (íhaldsmenn), en H. V. greiddi ekki atkvæði. Áðalósigur stjórnarinnar í van- traustsmálinu liggur í því, að neðri deild alþingis hefir gert á- lyktun viðvíkjandi landsstjórnimri gegn vilja og tillögum forsætis- ráðherra og gegn atkvæði allra lylgisnianna stjórnarinnar í neðri deild. Sitji stjórnin því áfram eftir þessa ályktun neðfi deildar án þess, að neitt frekara gerist í rnál- inu, þá játast ríkisstjórnin undir þá ályktun deildarinnar, að stjórn- in sé í minni hluta i neðri deild (enda er það sannprófað), að stjórnin geti ekki fengið traust hjá sameinuðu alþingi og að stjórnin sé því að eins bráða- birgðastjórn með skertu valdsviði. cSeiM. Þar var i gær frv. um viðauka við sóttvarnalögin endursent e. d. vegna smábreyíingar, íjárauk,- lagafrv. fyrir 1926 vísaÖ til 3. umr. og frv. um friðun hreindýra og frv. urn br. á lögum um einka- sölu á áfengi (lyijakaup sjúkra- húsa) til 2. umr. og hinu síðara til allsh.nd. Felt var með jöfnum atkv. (12 :12) að viðhöfðu nafna- kalli að senda hreindýrin til land- húnaðarnefndar. Hefir líklega ekki verið búist við, að henrti færi hreindýrahúskapur vel úr hendi. Sauðfjárbaðanafrv., sem meiri- hluti sömu nefndar ætlar að út- rýma frv. um útrýmingu fjárkláða með og sumir kalla „kláðafrið- unarfrumvarpið“, því að með því myndi líf fjárkláðans verða trygt í nokkur ár enn, var lofað að skjótast til 2. umr. og átök um I það geymd henni. Við afgreiðslu á frv. um gjald af innlendum tollvörutegúndum hafði fjárhagsnd. reynt að sjóða sarnan verndartoha- og samkeppni- stefnur. Fór svo eftir talsvert þóf, að gjaldið var fært niður að mun frá því, sem var í frv., nema á sykur- og tóbaks-vörum, og sé * gjaldið lægst fyrstu árin á ýms- um varanna, en smáhækki. Sóda- vatn var undanþeglð gjaldinu. Þannig var frv. vísað til 3. umr. Samskólinn. Síðdegis var fundi haldið áfram til þess að ljúka af 2. umr. um samskólann. Var „framsóknin" mjög haldin af nýjungahræðslu. Reyndi Ásgeir að lækna Elokks- bræður sína af því fári, en þess var enginn kostur. Kvað M. Guðm. svo að orði, að sér virt- ist flokksbræður Ásgeirs í menta- máland. hafa litið tillit tekið til sérþekkingar hans í þessu máli. „Ég veit ekki;“ sagði hann, „hvort ég á að skilja þá svo, að þeir áliti, að mér hafi,, mistekist um setningu fræðslumálastjórans.“ Fyrirspurn um það, hvort forráða- menn Samvinnuskólans myndu kæra sig um að sameina hann samskólanum, hefði Ásgeir svar- að á þá leið, að hann gerði ekki ráð fyrir því, sagði M. G. Til þess að unt yrði að ljúka um- jræðunni í gærkveldi, geyrndi Ás- geir brt. sína um Samvinnuskól- ann til 3. umr. Var frv. síðan vís- að til 3. umr. með 15 atkv. gegn 10 að viðhöfðu nafnakalii. Þrír voru fjarstaddir, þar á meðal KI. J. Hinir „framsóknar“-mennirnir, aðrir en Ásgeir, voru ásamt M. Torf. allir á móti þessu framfarar og menningar-máli og höfðu þannig verkaskifti við íhaldsmenn frá Akureyrarskólamálinu. Þeir voru jafnvel á móti 2. gr. frv., s«m er þannig: „Ungmennaskólinn [það nafn var ákveðið í stað gagnfræðaskóli, að tillögu meirihl. mentamnd.] skal annast almenna framhaldsfræðslu, en hinir skól- arnir sérfræðslu, hver á sinu sviði.“ Fór nafnakall um þá grein á sama hátt og um frv. sjálft. ) Skylclu „framsóknarmennirnir“ nokkuð taka sönsum þangað til 3. umr. fer fram? Efrl delld. „Títan'4-irumvarpið. Þar kom fyrst til umr. frv. um heimíld handa atvinnumálaráðh. til að veita sérleyfi til járnbraut- arlagningar milli Reykjavikur og Þjórsár og til að virkja Urriða- foss, sem komið er frá n. d., og var það til 1. umr. Jón Baldv. spurðist fyrir um, hvaða trygg- ingar stjórnin gæti gefið alþingt fyrir því, að fyrirætlanir þær, sem. í ráðum eru, komist í framkvæmd og mun ræða hans um þetta mál birtast hér í blaðinu. I sama streng tók Jónas frá Hriflu, og svaraði atvinnumálaráðherra báð- um og taldi kosti frv. M. Kr. og E. J. lögðu og með frv. Var því síðan vísað til 2. umr. og samgöngumn. með öllum atkv. Frv. um laun skipherra og skip- verja á varðeimskipum ríkisins og stjórnarskrárfrv. voru bæði afgr. til n. d„ en fyrirspurninni urn fiskifulltrúann á Spáni var frest- að. Fasiadisr verKflikvej|ftiia. í gærkveldi var mjög fjölsóttur. Voru þar sarnan komnar rúm 400 verkakonur. Aldrei heíir nein stétt. í þjóðfélaginu verið jafnmiklum órétti beitt í kaupmálum eins og verkakonur í Reykjavík eru nú af útgerðarmönnum, og kom það berlega fram á fundinum í gær- kvelcli, að þær ætla ekki að líða órétt þann, sem þeim er gerður sem stétt. Á fundinum var sam- þyktur 1 einu hljóði kauptaxti sá, sem augl. er í blaðinu í dag, og var ekki eina konu að finna, sem ekki greiddi atkv. með honum. í félagið gengu 40—50 stúlkur, og hafa þá nær 100 bæzt í fé- lagið síðan deila þessi hófst. Taxti sá, sem konur samþyktu. er, eins og allir geta séð, afar- vægur, og má' af því marka sann- girni þeirra og sáttfýsi. Nú verða konur að sýna, að þær standi samhuga utan um taxt- ann og víkja ekki frá honum, þó að það sé reyndar alveg ó- hugsandi, að atvinnurekendur gangi ekki að þessum sanngjörnu kröfum. Og fari svo, þarf engra átaka með, en jafngott er að kon- ur láti ekki glepjast af sinni eig- in sanngirni og gleymi hverju þær eiga að venjast af atvinnurekend- um. Konur! Standið því áfram fc fastri skjaldborg! Þriðjudaginn 29. marz hélt verkamannafélagið „Dagsbrún“ ársskemtun sína í Iðnósalnum. Húsið var fagurlega skreytt, eins. og vænta mátti. Skemtunin byrj- aði með ræðu Péturs Guðmunds- sonar um starfsemi félagsskapar- ins. Lýsti hann i fáum orðum og skýrum því, sem drilið hafði á daga „Dagsbrúnar". Bjarni frá Geitabergi söng nokkur lög. Voru áheyrendur auðsjáanlega ánægðir með söng hans. Frið.innur las upp tvær gamansögur. Sagan um neíið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.