Helgarpósturinn - 08.04.1983, Page 12

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Page 12
12 Björgvin Gíslasson, gítarleikari, er ekki nema rétt rúmlega þrítugur, en er samt kominn í hóp elstu karla í bransanum; það er að segja ís- lensku poppi. Hann situr inni í stofu hjá sjálfum sér - ekki smáfríður en mjög brosmildur - situr þar innan um syni sína á hinum og þessum aldri og vinalegur köttur er á ferðinni og innan skamms kemur konan með kaffi og pönnukökur með svkri og sultu, og þarna situr hann sem sagt í stofunni, hefðbundinni og hlýlegri, og segir: „Þetta er allt Roy Rogers að kenna“. — Roy Rogers? Hvað er Roy Rogers að kenna? „Þetta allt. Horfðirðu á Kanann í gamla daga? Þar var Roy Rogers náttúrlega, alltaf syngjandi, og kántrí-þættir þar sem spilað var svo dæmalaust skemmtilega á gítar. Ég er hræddur um aðþessu tvennu hafi slegið saman í hausnum á mér og ég, sem hélt upp á Roy Rogers, bók- staflega varð að fá gítar“. — Þá hefurðu nú verið ungur. „Já, blessaður vertu, ég var svona þrettán. Það vildisvo vel til að pabbi sinnti þessu nýja áhugamáli mínu talsvert; hann vildi ekki að ég fengi neinn rusl gítar. Hann útvegaði mér þess vegna góðan gítar og góðan magnara; ég fékkþetta ífermingargjöf, minnir mig, ogbyrjaði áþví að feta mig áfram með Litlu andarungana...“ — Bíddu nú hægur. Þú ert úr Reykjavík? Já, borinn og barnfæddur og svo framvegis. Aftur á móti var ég fyrsta kastið viðloðandi ýmsar hljómsveitir úr Kópavoginum; þar var ansi mikil gróska, og það héldu allir að ég væri sjálfur úr Kópavoginum“. — Hvaða hljómsveitir voru þetta? „Víðfræg nöfn. Hrókar, Ásar..“ Björgvin glottir. „Kannastu ekki við þær?“ — Tja... „Annars hef ég“, heldur hann áfram, „ alltaf verið svolítið hrifinn af einni þessara hljóm- sveita sem ég var í. Hún hét Zoo, og starfaði í ein tvö ár kringum 1965-66. Þetta var ekki venjuleg Bítlahljómsveit, heldur vorum við á Who-línunni - þú sérð að við fórum ekki langt að sækja nafnið: Zoo/Who. En við vorum svona í þeim fíling að brjóta gítara; gerðum töluvert af því“. . — Höfðuð þið, stráklingar, efni á svoleiðis? „Ja, sko, það var eiginlega leyndarmál, en einn úr hljómsveitinni var djöfull laghentur - hann er reyndar trésmiður núna - og honum tókst einhvern veginn að tjasla draslinu sam- an. Á næstu hljómleikum brutum við svo allt upp á nýtt“. — Einhverjir frægir popparar í þessari hljómsveit, fyrir utan þig? „Þeir eru nú flestir hættir, nema Jón Ólafs- son sem spilar nú á bassann í Start. Jú, og Óli Sig - hann er líklega í Kamarorghestum; hefur búið lengi úti í Kaupmannahöfn. Við vorum þrír eftir í hljómsveitinni undir lokin, og mér hefur alltaf fundist Zoo svolítið magnað band. Við spiluðum helvíti mikið, bæði í Kópavogi - í félagsheimilinu og Sjálfstæðis- húsinu - og svo í Breiðfirðingbúð. Þar var fínt að vera og við fengum meira að segja dágóðan vasapening fyrir. Annars voru Who-áhrifin farin að þverra þarna síðast; þá vorum við Clapton var guð — Og Clapton var guð? viðtal: „Já, Clapton var guð! Þeir voru þrír sem ég hélt mest upp á: Clapton, Hendrix og Jeff Beck. Þetta voru stjörnurnar sem maéur reyndi að líkjast". — Hvað varð um skólagöngu ef poppið tók svona mikinn tíma? „Það varð nú lítið úr því. Ég tók Lindargötu- skólann og er gagnfræðingur þaðan - með skít og skömm! Þannig var að vorið ’69 átti ég að klára Lindó, en þá var ég kominn í hljómsveit- ina Pops. Svo um áramótin ’68-69 var mér boðið að ganga í Náttúru og eftir það komst ekkert annað að hjá mér. Það var að minnsta kosti ekki mikill tími aflögu í gagnfræðapróf- ið. Enda var Náttúra ágætis band og mér fannst mikill heiður að vera boðið að vera með“. — Hverjir voru í fyrstu Náttúru? „Það var náttúrlega Jónas R., hann var eig- inlega upphafsmaðurinn. Svo voru Siggi Árna, Rabbi Haralds... Þetta var á Jethro Tull tímabilinu, við fíluðum þá alveg í botn og sér- staklega Jónas. Oft var ekkert æft nema lög með Jethro Tull, við kunnum öll lögin þeirra utan að. Þannig var hljómsveitin fram á haust ’69 en þá komu Pétur Kristjáns og Diddi fiðla inn í en um svipað leyti hætti Jónas. Jethro var nýbúin að fá sér keybords-leikara, svo við fengum Didda á orgelið, en þegar Jónas fór minnkuðu nú Jethro Tull áhrifin snarlega". — Hvernig var bransinn á þessum árum; mórallinn? „Hann var fínn! - það var mjög gaman að þessu. Mér fannst það hafi verið meiri spenn- ingur í þessu þá heldur en núna. Tjarnarbúð var upp á sitt besta og allt það, og fólk úti á landi lagði oft mikið á sig til að komast á böll með Náttúru. Það er reyndar skömm að því að Náttúra skyldi aldrei festa neitt efni á plötu fyrr en alveg undir það síðasta, þegar Kalli Sighvats var kominn í bandið. Ég er á því að Náttúra hafi verið djöfulli góð hljómsveit þegar hún var upp á sitt besta, og um daginn var ég til dæmis að skoða vídeó-spólu af festí- vali sem var haldið í Hollandi um þetta leyti, en þar voru hljómsveitir eins og Pink Floyd að stíga sín fyrstu skref. Svei mér ef þeir voru nokkuð betri en Náttúra! Við fengum líka nokkrum sinnum tilboð um að koma út og spila, bæði til Danmerkur og fleiri landa, en glopruðum því einhvern veginn út úr höndun- um á okkur. En þetta var góður tími, ég sný ekki aftur með það“. — Tónlistin? „Ætli Deep Purple hafi ekki verið aðalá- hrifavaldurinn megnið af tímanum? En það kom fleira til; við lifðum á því að spila og urð- um að spila allan fjandann". — Hvernig gekk að lifa af poppi í þá daga? „Það gekk. Auðvitað var það upp og niður, en yfirleitt höfðum við það sæmilegt. Það voru nefnilega miklu meiri peningar í þessu þá heldur en núna. Ég átta mig ekki almennilega á því af hverju það stafar - hvort það kom fleira fólk, eða hvort kostnaðurinn var minni. Nú virðist enginn geta þénað krónu nema fara um landið með sirkus og töframenn og nekt- ardansmeyjar; sem sagt heilari kabarett. Það getur verið að Egó geri það ágætt núna og Þursarnir kannski, en fyrir aðra held ég að sé ekki séns að lifa á þessu. Það er synd“. ...svo rákum við Pétur — Náttúra hætti ’73 eða þar um bil, er það ekki? „Jú. Þá fór ég í Pelíkan". — Auðvitað. Pelíkan! „Já, það var“, glotti Björgvin, „ peningur í því, hvað sem annars má um hljómsveitina segja. Okkur gekk ofsalega vel til að byrja með, fórum beina leið á toppinn, en svo rák- um við Pétur og eftir það hallaði jafn snögg- lega undan fæti_”. Hlær dátt. Bj örgvin Gíslason — Einhvern tíma upp úr því fer að gæta mik- illar hnignunar i íslensku poppi. Hefurðu skýringar á því? „Ja, það fækkaði allt í einu stöðunum þar sem hljómsveitirnar gátu komið fram. Áður en varði voru það bara Klúbburinn og kannski Sigtún sem hleyptu rokkinu inn fyrir dyr. Svo var það æðislegt áfall þegar skólarnir bönn- uðu hljómsveitum að spila á böllum fyrir krakkana. Því var kennt um að meira væri drukkið þegar hljómsveitir væru, en það var eins og hvert annað kjaftæði. Málið var bara að það mættu fleiri á hljómsveitirnar en diskótekin, ergó fleiri svartir sauðir. Þessi spilamennska í skólunum hafði haldið lífinu í mörgum hljómsveitum, svo nú fór í hönd agalegt tímabil“. — Það breyttist nú ýmislegt ’80. „Já, þá kom þessi bylting í músíkinni. Sko, þegar ég fór út til Ameríku var Bubbi að taka upp ísbjarnarblúsinn og ég var alveg klár á því að þessi plata myndi verða vinsæl. Svo kom ég heim ári seinna og þá hafði sprottið upp þessi líka aragrúi af böndum - misgóðum. Þetta var mest pönk og mikið af því fannst mér nú satt að segja óleyfilega lélegt. Ég hafði aldrei heyrt annað eins og sumar þessar kvalasveitir - hún hét það nú víst ein hljómsveitin! Á þessum tíma vildu plötuútgefendur ekkert nema pönk, en sannleikurinn var sá að það voru fáir sem höfðu úthald í að mæta á hljómleika hjá þessum hljómsveitum. Afleiðingin var sú að meira að segja ágætar hljómsveitir eins og Mezzoforte fengu enga mætingu þegar þær spiluðu til dæmis í skólunum“. — Þessar nýju hljómsveitir voru ósparar á gagnrýnina á ykkur eldri mennina í bransan- um. Hvernig leið þér að vera allt í einu orð- inn... „Skallapoppari? Það fór ægilega í taugarnar á mér. Ég hlustaði til dæmis einu sinni á viðtal við Purrk Pilnik í útvarpinu þar sem þeir voru með einhverjar yfirlýsingar, og ég varð svo hrikalega pirraður að það munaði engu að ég henti útvarpinu út um gluggann! Ég hafði alla tíð reynt að spila góða músík eins vel og ég gat, en nú var maður allt í einu orðinn gamall og handónýtur og gat bara pakkað saman! Þetta var þegar LP-plötur voru teknar upp á níu klukkutímum, og útgefendur voru auðvitað hrifnir; þeir eyddu sama og engu í upptöku- kostnað. Það var mikill feill að lækka svona gæðastandardinn, enda held ég að mikið af þessu standist engan veginn tímans tönn. Sumt átti að vísu fullan rétt á sér - undir lokin var ég meira að segja farinn að fíla Purrk Pil- nik! Mér finnst Þeysararnir líka vera æðislega gott band, en þoli ekki nasista-imagið þeirra. Það er alveg út í hött. Tappi tíkarrass er sömu- leiðis í uppáhaldi hjá mér; það er virkilega skemmtileg grúppa. En í heild fannst mér flestar þessara ungu hljómsveita skjóta langt yfir markið“. Gœfunnar freistað í Ameríku Var það ekki nauðsynlegt? Þurfti ekki að hrista upp í þessu öllu saman? Það er að vísu alveg rétt. Það var svojeiðis að í mörg ár varstu alltaf að kaupa sömu plöt- una. Menn eins og Gunni Þórðar, Bjöggi; ég meina, þetta eru góðir músíkantar en það sem þeir voru að gera Var orðið ferlega einhæft. Nú verður Bjöggi kannski svekktur út í mig, en það verður að hafa það. Svona var þetta orðið, því rniður". — Segðu mér aðeins af Ameríkuferðinni. „Það hafði lengi staðið til eitthvað í þessa veru. Upphaflega var gert ráð fyrir að það færi heilt band út, það er að segja Póker á ár- unum '77-78. Við fórum út, ég og Pétur, til að kanna farveginn, tala við lögfræðinga og svo framvegis, en það varð ekkert úr þessu. Það er erfitt að fara út með heilt band; sumir eru kannski að kaupa íbúðir, borga skuldir, stofna heimili, svo þetta er mjög þungt í vöf- um. En á endanum ákvað ég að fara sjálfur og freista gæfunnar einn“. — Þú vissir kannski ekki hvað þú varst að fara út í? „Varla. Ég hafði þó vissa tryggingu því við bjuggum hjá vini minum, og vorum ekki alveg á götunni. Fyrsta hálfa árið var ég aðallega

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.