Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 21
21 Jpifisturinrx Föstudagur 8. apríl 1983 Baldur: Allir hafa tilhneygingu til að breiða yfir það sem er misráðið Brynjólfur: Þarf ekki að segja ráðherra að tveir og tveir séu Qórir Páll: Virðast þvargandi í sömu skrifstofunni allan daginn — Ertii sammála Sir Humphrey um að sumt eigi ráðherrar ekki að vita? „Það gerist í raun miklu meira í svona ráðuneyti en ráðherrann gæti hugsanlega komist yfir að kynna sér. Þess vegna reyni ég nú að sigta úr það sem ég tel að skipti ein- hverju máli. Mikill meirihluti allra mála, yf- ir 90% áreiðanlega, eru hrein rútínumál með hundrað eða þúsund fordæmi, og af- greiðsla þeirra fer eftir beinni línu, og því engin ástæða til að láta ráðherra vita sér- staklega af hverju máli fyrir sig. En svo kemur fyrir eitt og eitt mál sem maður lætur vita af og biður um ákvörðun. Það fer eftir eðli málanna að sjálfsögðu, en einnig eftir árstíðum, eins og því hvort kosn- ingar eru í nánd. Þá er oftast rétt að hafa sitt á þurru, fá áskrift á það sem er gert, svo það sé á hreinu eftirá hver gerði hvað“, sagði Brynjólfur. Þættirnir væru ekki svona fyndnir ef ekki leyndist í þeim sannleikur — segir Baldur Möller Baldur Möller hefur verið ráðuney t- isstjóri í dómsmálaráðuneytinu í ára- tugi, og hefur séð ráðherra koma og fara, eins og farfuglana. „Það er tvennt sem gerir það helst að verkum að þessir bráðfyndnu þættir segja ekki alveg sanna sögu af því hvernig þetta gengur fyrir sig hér á landi, og það liggur nánast í augum uppi hvað það er. í fyrsta lagi er sú mynd sem þarna er dregin upp á- kaflega ýkt, slíkt.er nú lögmál gamanþátta sem þessara, og í öðru Iagi á þetta við að- stæður í bresku stjórnkerfi, sem að mörgu leyti eru ólíkar þeim aðstæðum sem við bú- um við“, sagði Baldur. „Hitt er svo annað að enginn hlutur er verulega skemmtilegur nema Ieynist í hon- um sannleikskorn. Og það má ráða af því að þessir þættir þykja mjög fyndnir að það er ekki tóm vitleysa sem þar er sagt og gert. í þeim er reyndar verið að höfða til augljósra hluta, og atburðarásar sem enginn tekur eft- ir hversdags. Það er stílað á það að safna saman kunnuglegum hlutum og þegar allt er komið saman þá er ekki ólíklegt að einhver segi: svona er þetta! Það er til dæmis aug- ljóst að ráðherrar koma og fara, og þeir komast aldrei yfir að setja sig nákvæmlega inn i öll mál. Inná það er mjög spilað í þátt- unum. Vandamálið er að hafa vit á hvaða smáatriði sem er, á tíma sem aldrei leyfir slíkt“, sagði Baldur. — En hvað með ráðríki ráðuneytisstjór- anna. Er ekki freistandi að taka sjálfur á- kvarðanir í málum sem ráðuneytisstjórinn þekkir e.t.v. mun betur en ráðherrann? „Nei — að embættismenn vilji stjórna í þeim mæli sem gefið er í skyn í þáttunum er víðs fjarri. Þetta virkar jafnvel öfugt. Em- bættismennirnir sitja í árafjölda, og um leið og þeir fara að leita færa og seilast eftir að taka ákvarðanir sem þeim ber ekki að taka, þá eru þeir í raun um leið að kippa teppinu undan sjálfum sér. Þegar pólitískar aðstæð- ur opinbera illa teknar ákvarðanir kemur það mönnum í koll. Það gildir um embætt- ismennina jafnt sem stjórnmálamennina, og fælir þá frá því sem kannski getur verið freistandi“, sagði Baldur. „Hinsvegar eru allir menn, ráðherrar jafnt sem embættismenn, svo og svo subjek- tívir, þannig að ég held að það sé fremur ó- sjálfrátt að menn leitist við að taka völdin, en að þeir séu vísvitandi að því. Og auðvitað hafa svo allir tilhneigingu til að breiða yfir það sem hefur verið misráðið. Þetta er allt samspil margra þátta“, sagði Baldur. — En hvað með þá kenningu Sir Hump- hreys að sumt eigi ráðherrar alls ekki að vita? „Þær eru auðvitað hæpnar margar þess- ara kenninga í þáttunum. Það er hinsvegar auðvitað lærdómsríkt fyrir alla að skoða hvað af leiðir ef farið er að setja puttana í hjólin sem snúast mætavel án þeirra, þ.e. þær daglegu ákvarðanir sem starfsmenn taka. Eins og ég sagði þá er i þáttunum aug- ljós sannleikskom. Allir vita þó að ráðherra getur illa skotið sér á bakvið ókunnugleik þegar næðir um hann. Slík afsökun mundi seint duga“, segir Baldur að lokum. - w I stóru málunum ræður ráðherrann ferðinni — segir Páll Flygenring „Nei, ég get nú ekki sagt að ég finni til mikillar samkenndar með ráðu- neytisstjóranum breska. En viss lík- indi eru þó greinileg“, sagði Páll Flyg- enring, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu. — Eru samskipti þín og iðnaðarráðherra eitthvað svipuð samskiptum Sir Humphreys og Jim Hacker? „Nei. Þeir virðast vera þvargandi inní sömu skrifstofunni meira og minna allan daginn, og þannig er það auðvitað ekki í raun. Að vísu er um nánast dagleg samskipti okkar á milli að ræða, en þau fara fram með talsvert öðrum hætti en í þáttunum er sýnt. Þessir þættir snúast meira og minna um það hvernig standa eigi að afgreiðslu ákveð- ins máls. I reynd er það hinsvegar þannig að langflest mál fylgja mikilli rútínu og ráð- herrann er oft á tíðum ekki látinn vita af þeim fyrr en nánast er búið að ganga frá þeim, þannig að hann geti gert athugasemd- ir ef honum sýnist svo. En í stórum stefnu- markandi hápólitískum málum er það að sjálfsögðu ráðherrann sem ræður ferðinni. — Hvað finnst þér um þá kenningu að sumt eigi ráðherrar alls ekki að vita? „Það er i sjálfu sér fráleitt. En auðvitað hef ég takmarkaðan tíma til að rekja fyrir ráðherranum allt sem gerist í ráðuneytinu. Til dæmis heyrir vörumerkjaskráning undir iðnaðarráðuneytið, og hún fer eftir ákveðn- um föstum skorðum, sem ég jafnvel veit varla hvernig fer fram, hvað þá ráðherrann. Svo fara um 2000 bréf útúr ráðuneytinu á ári og ráðherrann veit í fæstum tilfellum um innihald þeirra í smáatriðum. — En er ekki ráðuneytisstjóri, sem oftast hefur verið mun lengur að fást við málefnin, í raun stöðugt að „hafa vit fyrir“ ráðherran- um? „Ég vil nú ekki nota það orðalag. En það er mjög nauðsynlegt fyrir ráðherra að fá að heyra aðra skoðun en hann hefur sjálfur. Og ef eitthvað er þá ásaka ég mig frekar fyrir að snuða hann um skoðanir mínar en hitt að ráðherrann fái of mikið af þeim. Ráðherr- ann á heimtingu á að heyra skoðun ráðu- neytisstjórans og starfsmanna ráðuneytis- ins, sem vinna að málunum, þó að endanleg ákvörðun sé í flestum tilfellum hans“. — Þyrstir ráðuneytisstjóra í meiri völd en þeir hafa? „Nei, það held ég ekki. Hins vegar þekkja allir dæmi þess að ráðherrar þurfa að taka ó- vinsælar ákvarðanir, ákvarðanir sem verður að taka, en koma sér illa fyrir viðkomandi ráðherra vegna pólitísks andrúmslofts. Ég sé ekkert á móti því að margar slikar ákvarð- anir verði i hendi ráðuneytisstjóra, því oft er um þannig mál að ræða að ef pólitísk sjón- armið fara að ráða mjög miklu þá hefur það ekki bætandi áhrif“ sagði Páll. VEISLU ELDHÚSIÐ Álfheimum 74 — Glæsibæ Sími: 86220 — Kl. 13—17 Allt í veisluna hjá okkur Kjörorð okkar er: góða veislu gjöra skal... Brauð, smjör, smurt brauð, snittur, pinnamatur, kjöt, fiskur, ostar, rjómatertur, marsipantertur, kransakökur Á veisluborðið: Roast beef Hamborgarahryggur Grísasteik Lambasteik Hangikjöt Nýr lax Graf lax Reyktur lax Síldarréttir Kjúklingar Skeinka Salöt Sósur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.