Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 9
9 JpSsturinn. Föstudagur 15. apríl 1983 Meistari víbrafónsins Gary Burton Quartet: Picture This. ECM 1226 Dreifing: Grammið hf. Víbrafónninn hefur löngum verið vinsælt djasshljóðfæri og má það þakka Lionel Hampton. Allt fram að tímum bíboppsins var allur víbrafónleikur í anda gamla mannsins, en hann var upphaflega trommari og mótaði það áslátt hans. Milt Jackson kom til sögunnar í heimsstyrjöld- inni og blés á væbinn, hann tók m.a. að nota mýkri kjuða og hafði Burton varð þekktur er hann lék með George Shearing og Stan Getz, en frá 1967 hefur hann leik- ið með eigin hljómsveit. Burton þarf ekki að kvarta yfir undirtekt- um og sl. fimmtán ár hafa lesend- ur down beat kjörið hann víbra- fónleikara ársins, hann vantar að vísu nokkur árin til að slá Gerry Mulligan við en hann var kjörinn barrytonsaxafónleikari ársins, 29 ár í röð. Nú er nýjasta skifa Burtons komin í búðir hér og er það önnur slík áhrif að meirað segja Lionel Hampton lærði af honum. Um þetta leyti var Gary Burton að al- ast upp í Indiana, en hann þekkti ekkert til Milt Jacksons. Hann lærði að spila á píanó en fór svo að fást við væbinn. Þar sem hann var fyrst og fremst pianisti vildi hann spila hljóma og notaði því fjóra kjuða oftast. Þannig varð þriðja línan í djass víbrafónleikn- um til. Einhverntímann sagði Burton líka: Ætli ég hefði nokk- urntímann farið að spila einsog ég geri hefði ég heyrt fyrr í Jackson. skífan sem hann sendir frá sér með þessum kvartett: Jim Od- gren, altósaxafón, Garry Burton, víbrafónn, Steve Swallow, raf- bassa og Mik Hyman, trommur. Jim Odgren er einn af þessum ungu efnilegu altistum sem þorir að blása á fullu í hljóðfærið; Stew Swallow er að sjálfsögðu einn hinna stóru, þegar lesendur hafa kosið Jaco Pastorius númer eitt hafa gagnrýnendur kosið Swall- ow; Mike Hyman þarf svo ekki að kynna fyrir íslenskum djassgeggj- urum. Hann hefur tvisvar leikið í Reykjavík með John McNeiI og Stan Getz. Og væntanlega leikur hann hér í þriðja sinni þann 10. maí, en þá mun þessi ágæti kvart- ett Garry Burtons halda tónleika í Gamla bíói. Þegar hlustað er á Picture This sveiflast hugurinn stundum frá Burtons til Modern Jazz Kvart- ettsins og Brubeck kvartettsins þar sem Desmond blés í altinn. Ekki vegna þess að þessi kvartett Burtons sé neitt sérstaklega líkur Kvartett Gary Burtons éins og hann er skipaður á Picture This og eins og hann - mun væntanlega verða í Gamla bíói 10. maí. þeim, heldur skyldur. Fullkominn samleikur, melódískur og sveiflan sterk. Höfða til fjöldans án þess að leika annað en það sem þeim býr í brjósti. Það eru sex verk á plötunni: tanglewood ’63 eftir Michael Gibbs, Waltz eftir Cick Corea og Dream so Real eftir Cörlu Biey, en þessi þrjú tónskáld skrifa mikið fyrir Burton. Svo leikur kvartett- inn ástarjátningu Mingusar til Ellingtons: Dukc Ellington’s Sound of Love og Jim Odgren á þarna tvö hressileg verk: Tierra Del Fuego og Skylight. Valsinn hans Corea er leikinn án altós og leiðir stundum hugann að tríói Bill Evans, en af honum lærði Garry mikið. Altóinn er með á öllum öðrum verkunum og mikið blæs Odgren fallega Elling- ton ballöðuna hans Mingusar þar sem Lush Live eftir Strayhorn er fléttað inní. Stev Swallow spilar á bassagítar einsog bassagítar. Hann var áður einn af helstu kontrabassaleikurum djassins en rafmagnið seiddi hann, ekki vegna þess að hann ætlaði að leika á það eins og gamla bassann heldur öðruvísi. Og þegar hlustað er á drenginn verða allar. deilur um rafmagn eður ei hjóm eitt! Hver man t.d. ekki eftir hinni dýrðlegu dúóskífu Swallows og Burtons: Hotel Hello? Burton er svo alltaf jafn Ijóðrænn og meló- dískur, tæknin án fyrirhafnar og svingar eins og andskotinn. Það er gaman að Grammið skuli nú sjá um að ECM skífur fá- ist á íslandi, þær hafa hingað til komið með höppum og glöppum. T.d, held ég að síðasta Burton skífan sem fengist hefur hér hafi verið Times Squárc frá 1978. sínu og þá sérstaklega í Banda- ríkjunum, en söngvari er hann góður, það er ekkert efamál. The Art Of Falling Apart er plata sem óhætt er að gefa gaum og víst er að það sem af er árinu hafa ekki komið út margar betri plötur. OMD — Dazzle Ships Orchestral Maneouvers In The Dark var í hópi fyrstu bresku tölvupoppsveitanna sem slógu í gegn á árinu 1979, rétt í kjölfar Tubeway Army, fyrrum hljóm- sveitar Gary Numan. Fyrsta plata þeirra þótti mjög þokkaleg og svo var einnig um aðra plötu þeirra, Organisation, að segja. Á henni er m.a. að finna hið ágæta lag Enola Gay, sem mér finnst enn þann dag í dag það besta sem þeir hafa sent frá sér. Enola Gay kom út árið 1980 en 1981 sendu þeir frá sér annað ágætt lag, sem Souveniers heitir. Ég átti þá von á góðri stórri plötu frá þeim það árið en ég varð fyrir umtalsverðum vonbrigðum þegar platan Architecture and Morality kom út. Þar var á ferðinni allt of gloppótt plata til þess að hægt væri að hafa ánægju af henni í heild, þó vissulega væri þar sæmi- legir sprettir inn á milli. Plata þessi seldist þó vel í Bretlandi og það svo að OMD þótti rétt að taka sér góðan tíma við gerð næstu plötu sinnar, svo sem oft vill verða þegar hljómsveitir hafa náð mikl- um vinsældum. Oft vill þó fara svo að gæði platna eru ekki í réttu hlutfalli við þann tíma sem tekur að gera þær og það á einmitt við um nýju OMD plötuna, sem ber yfirskriftina Dazzle Ships. í raun er plata þessi, svona á heildina lit- ið heldur lítið spennandi og á köflum er hún blátt áfram hrút- leiðinleg. Á fyrri hliðinni eru tvö lög sem hægt er að hlusta á með góðu móti, en það eru lögin Genetic Engineering, sem gefið hefur ver- ið út á lítilli plötu og hitt heitir Telegraph. Á seinni hliðinni eru það einnig tvö lög sem hlustandi er á en þau heita Silent Running og Radio Waves og eru þau meira að segja ekki nærri eins góð og tvö fyrrnefndu lögin. Auk jsessara laga er að finna tvö eða þrjú róleg og ákaflega lítið spennandi lög. Utan þessara laga er svo að finna lög eða lagabúta, sem sjálfsagt eiga að vera meiriháttar nútíma listaverk, en þau eru alveg þraut- leiðinleg og koma raunar í veg fyr- ir að hægt sé að hlusta á plötuna með góðu móti. Úr því að OMD leggja svona mikið upp úr þessari tilrauna- mennsku, þá held ég að það hafi nú ekki verið ofverk þeirra að skapa eitthvað sem er merkilegra en það sem hver og einn getur náð fram með lítilli þjálfun á skemmt- aranum sínum, plús útvarpstæki og ritvél. Sem sé ekki plata í hæsta gæða- flokki, langt frá því. Iiióiii Háskólabíó: *** Húsið-Trúnaðarmál. islensk kvlk- mynd, árgerð 1983. Handrit: Björn Björnsson, Snorri Þórisson og Egill Eðvarðsson. Leikendur: Lilja Þóris- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þóra Borg, Helgi Skúlason, Róbert Arn- finnsson, Bríet Héðinsdóttir. Leik- stjóri: Egill Eðvarðsson. Husið er vönduð spennumynd, sem vafalaust á eftir aö höfða til margra. Hún ber vitni um meiri fagkunnáttu en aðrar íslenskar myndir til þessa. Meö skáldlegum neista í mótun viðfangs- efnisins hefði hún orðið verulega eftirminnileg. — Á.Þ. Bíóbær: Undrahundurinn. Bandarisk ævin- týramynd fyrir börnin. Sýnd á 2: páskadag kl. 14bg 16. Ókeypis. Heitar Dallasnætur (Hot Dallas Nights). Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1981. Leikendur: Hillary Summer, Raven Turner, Tara Flynn, Leikstjóri: Tony Kendrick. J.R. og félagar skemmta sér á heitum sumarnóttum. Very hot. Bíóhöllin: Prófessorinn (Nothing Personal). Bandarisk kvikmynd, árgerö 1981. Leikendur: Donald Sutherland, Suzanne Somers, Lawrence Dane. Leikstjóri: George Bloomfield. Sutherland er i aðalhlutverki prófes- sors, sem getur ekki neitað neinum um neitt. Dag nokkurn er hann beð- inn um aö fara til Washington og mót- mæla byggingu flugvallar. Þá lendir hann heldur betur i ævintýrum. Njósnari leyniþjónustunnar (The Soldier). Bandarfsk kvikmynd. Leikendur: Ken Wahl, Alberta Wat- son, Klaus Kinski, William Prince. Leikstjóri: James Glickenhaus. Bondstællinn á fullu og má Bond sjálfur fara að vara sig. Ævintýri og hasar á milli Cia og Kgb. Leikurinn berst um allan heim eins og vera ber. Allt á hvolfi (Zapped). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Scott Baio, Willie Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leisktjóri: Robert J. Rosenthal. »* Ameriskur varúlfur i London (American Warewolf in London). Bresk-bandarisk árgerð 1981. Leik- endur: Jenny Agutter, David Naughton. Leikstjóri: John Landis. Litli lávarðurinn (Little Lord Faun- telroy). Bresk kvikmynd. Leikend- ur: Ricky Schroeter, Alec Guinness. Hugljúf barnamynd um litinn lávarð, sem hittir stóran. Fram . sviðsljósið (Being there). Bandarisk kvikmynd með Peter Sell- ers. Með allt á hrelnu. íslensk kvik- mynd, árgerö 1982. Handrit: Stuð- menn og Á.G. Leikendur: Stuö- menn, Grýlur o.fl. Leikstjóri: Ágúst Guömundsson. Fjölbreytt gleði- mynd með fallegum lögum og góöum skrítlum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Börnin líka. *** Regnboginn: í greipum dauðans (First Blood). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Sylvester Stallone, Richard Crenna. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Fyrrum hermaöur úr Vietnam kemur til smábæjar i leit að vini sínum, kemst i kast við lögin og flýr til skógar. Hörkusenna og allt þar fram eftir götunum. Litlu hnáturnar (Little Darlings). Bandarisk kvikmynd. Leiendur: Tatum O’Neal, Christie McNicholl. Tvær táningastelþur veðja um það hvor verði fyrri )il að missa meydóm- inn. Fjörugskemmtun i vændum. Eöa hvað? Fyrsti mánudagurinn i október (First Monday in October). Banda- risk, árgerð 1981. Leikendur: Walter Matthau, Jill Clayburgh. Leikstjóri: Ronald Neame. Kona verður hæstaréttardómari i fyrsta skipti i sögu Bandaríkjanna, þar sem fyrsti mánudagur i október er heföbundinn samkomudagur þeirrar stofnunar. Kallarnir eru sumir á móti en allt fer áreiðanlóga vel. Gaman- mynd i gamla stilnum. Orðaleikur ** Sólarlandaferðin (Sallskapsrásan). Sænsk kvikmynd árgerð 1980. Leik- endur: Lasse Aberg, Lottie Ejebr- andt. Handrit og leikstjórn: Lasse Aberg. Bráðskemmtileg gamanmynd um Svía á sólarströnd. Rallý. Rússnesk kvikmynd. Leik- endur: Roland Zagorskis, Valentina Titova, Leikstjóri: Alois Brench. Bílakappakstur frá Moskvu um Varsjá til Vestur-Berlínar og smygl á forláta málverki. Rússnesk spennumynd. Forvitnilegt. Laugarásbíó: *** Týndur (Missing). Frönsk-banda- rísk, árgerð 1982. Leikendur: Jack Lemmon, Sissy Spacek. Leikstjóri: Costa Gavras. ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Gráttu ekki, þetta er aðeins elding (Don’t Cry, It’s only Thunder). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Dennis Christopher, Susanne Saint George. Leikstjóri: Peter Werner. Víetnam undir lok 7. áratugarins og stríðið i fullum gangi. Ungur banda- riskur hermaður stelur öllu steini léttara og selur á svörtum markaöi. En dag nokkurn tekur hann svo upp á því að hjálþa nunnu, sem annast munaðarlaus börn. Þeir eru góðir strákarnir. Kl. 5 og 9. Stjörnubíó: Geimstöð 53 (Adroid). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Klaus Kinski, Don Opper, Norbert Weisser. Leikstjóri: Araon Lipstadt. Hasar og daglegt lif um borö i geim- stöð einhvers staðar lant uppi á himn- inum. Kinski er alltaf skemmtilegur. Saga heimsins 1. hluti (History of the World — Part 1) Bandarisk. Ár- gerð 1981. Handrit og leikstjórn: Mel Brooks. Aöalhlutverk: Mel Brooks, Dom DeLouise, Madeleine Khan, Harvey Korman. * American Pop. Bandarisk teikni- mynd, árgerð 1981. Framleiðandi og stjórnandi: Ralph Bakshl. Myndin spannar 80 ár i poppsögu Bandarikjanna og tónlistin er m.a. eft- ir ekki ómerkara fólk en Scott Joplin, Bob Dylan, Janis Joplin og Jimi Hendrix. Tónlistardúndur allan tim- ann. Nýja bíó: Diner. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Steve Guttenberg, Daniel Stern, Mickey Rourke, Kvein Bacon. Handrit og stjórn: Barry Levinson. Fimm gamlir vinir og daglegt lif þeirra. Vandamál i hjónabandi, hjú- skaparhugleiðingar, veömál og fleira og fleira. Bráðhugguleg gamanmynd um alvöru lifsins. Tónabíó: Nálaraugað (Eye of Needle). Bresk kvikmynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu Ken Follet. Leikendur: Donald Sutherland, Kate Nelligan, lan Bannen. Leikstjóri: Richard Marquand. Siðari heimsstyrjöldin er i algleym- ingi Nálaraugað er dulnefni á þýsk- um njósnara. Hann kemur næstum upp um mikið leyndarmál banda- manna. Hörkuspenna. Austurbæjarbíó: Á hjara veraldar. íslensk kvlkmynd, árgerð 1983. Leikendur: Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þóra Friðriksdóttir. Handrit og stjóm: Kristín Jóhannesdóttir. Á hjara veraldar er ótrúlega þaul- hugsaö verk, — i smáu og stóru. Kristin leikur sér i tíma og rúmi og dregur fram fjórar megin viddir kvik- myndalistarinnar meö sérkennilegri hætti en ég minnist aö hafa séð áður á hinu hvita tjaldi — mynd, texta, hljóð og leik.. Hreinn galdur i lit og cinemaskóp. Bæjarbíó * * Aövörun 2 mínútur (The Two Minute Warning). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1977. Aöalhlutverk: Charlton Heston. Bandariskur íþróttaleikvangur full- ur af fólki. Leyniskytta hefur í hótun- um. Löggan hefur tvær minútur til umráða. Heston reddar þessu. MÍR-salurinn: Sónata yfir vatninu. Lettnesk kvik- mynd. Leikendur: Astrid Kajriska, Gunar Tsjitinski, Litita Ozolina. Leikstjórar: Varis Brasla og Gunar Tsilinski. Læknir í leyfi þarf að skera upp stúlku. Móðir hennar og læknirinn fella hugi saman, en þaö er bara ekki svona ein- falt. Sýndásunnudagkl. 16. Öllum heimill ókeypis aðgangur. tónlist Klúbburinn: SATT-helgi. Á föstudag leika Kikk kl. 21.45 og Puppets kl. 22.45. Á laugar- dag kl. 21.45 leikur Vaka og Tappi tíkarrass tekur við kl. 22.45. Mennigarmiðstöðin í Breiðholti: Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 leikur djasssveitin b5 eða flat five. Sveitin var stofnuö á síöasta hausti, en kem- ur nú fram opinberlega i fyrsta skipti. Hljóðfæraleikararnir eru allir viö nám eöa kennslu í tónlistarskóla FÍH. Á þriðjudagskvöldið 19. april kl. 20.30 leikur svo Strengjasveitin fyrir þá, sem það vilja. Á efnisskránni eru verk eftir Karl Nielsen, Forster og Mozart. ÞURSAFLOKKURINN heldur tón- x leika á Austfjörðum um helgina. Fiokkurinn leikur i Herðubreiö, Seyðisfirði, föstudagskvöld. kl. 20 og i Sindrabæ á Hornafiröi á sunnudags- kvöldið ki. 21.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.