Helgarpósturinn - 25.08.1983, Side 2

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Side 2
2 Fimmtudagur 25. ágúst 1983 XÉsturinn Húrra-Húrra Helga og Jónína TRIUMPH Mæögurnar luku þriggja daga rallyakstri meö glæsibrag, enda klæddar TRIUMPH. Hörkuspennandi keppni er lokið og TRIUMPH-INTERNATIONAL óskar þeim til hamingju með frábæran ár- angur og fjölskyldunni allri með stelp- urnar. Ágúst Ármann h.f. ^p'Ssturinn auglýsir Krakkar athugiö mánuöina júlí-ágúst stendur Helgarpósturinn fyrir keppni á lausa- sölu á blaöinu, fyrir blaðburðarbörn. 15 glæsilegir vinningar fyrir söluhæstu börnin yfir landiö. 1. vinningur: Reiðhjól að eigin vali fyrir 7.000r 2. vinningur: Sambyggt útvarps- og kasettutæki 3. vinningur: Kasettutæki 4:—15. vinningur: Vöruúttekt að eigin vali fyrir 2.000 'Upplýsingar gefur dreifingarstjóri í síma 81866 og umboðsmenn um land allt. Pl^| Sjálfstæðismenn eru sagðir f' I mjög óhressir með þær hækkanir opinberrar þjón- ustu sem leyfðar hafa verið að undanförnu, en forysta flokksins hefur þó talið að ekki væri unnt að sporna gegn þeim. Þeir sem eru að undirbúa stjórnmálayfirlýsingu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins munu leggja áherslu á að flokkur- inn taki harðari afstöðu en hingað til í málefnum opinberra fyrir- tækja, og er sagt að margir telji nú lag til þess að „koma bákninu burt“. Eru það einkum yngri mennirnir í flokknum með Þorstein Pálsson, Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson í fararbroddi sem vilja þjarma að ríkiskerfinu og skera það verulega niður... P/1 í Knattspyrnusambandi ís- \ lands gerast menn nú þungir á ✓ brún. Veldur því einkum ó- vissa um mannaval í landsleikjum i fótbolta, sem verða úti í Hoilandi 7. september n.k. og hér heima 21. september á móti Irum. KSÍ er vita- skuld mikið í mun að sem flestir þeirra íslensku knattspyrnumanna sem hafa atvinnu af spili sínu er- lendis geti tekið þátt í þessum leikj- um. En öldungis er óvíst hvort stærsta tromp íslenska landsliðsins, Ásgeir Sigurvinsson, á þess kost að vera með. Hefur hann átt við alvar- leg meiðsl að stríða, mun reyndar vera nýkominn af skurðarborðinu en á góðum batavegi. Auðvitað stafa áhyggjur KSÍ af umhyggju- semi einni saman, og eflaust eru menn þar hinir velviljuðustu. Hitt er annað mál að ekki gætu aðeins úrslit leikjanna orðið tvísýn ef Ás- geirs nýtur ekki við, heldur er jafn- víst (og þetta er peningamál), að stórstjörnur á borð við hann trekkja áhorfendur svo þúsundum skiptir... Ævisögur stjórnmálamanna J hafa löngum verið vinsælt y lestrarefni og margar slíkar komið út um hver jól. Næstu jól ætla ekki að verða nein undantekn- ing frá þeirri reglu. Þannig heyrum við að hjá ísafold sé væntanleg bók um Ólaf Jóhannesson í tilefni af sjötíu ára afmæli hans. Bókin verð- ur ekki ævisaga í þeim skilningi, heldur byggð upp á greinum og samtölum við menn úr pólitíkinni og kerfinu sem hafa umgengist Ólaf á ferli hans. Frændi Olafs, Stein- grímur Jónsson, mun ritstýra verk- inu, en meðal þeirra sem við heyr- um að sitji í ritnefndinni er Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari. Þá er vitað um bók um Eystein Jóns- son, sem Vilhjálmur Hjálmarsson - hefur skráð. Að stofni til hefur hún að geyma ræður Eysteins við ýmis tækifæri, en einnig mun þar fjallað um menn og málefni. Einnig mun væntanlegt seinna bindi æviminn- inga Ingólfs Jónssonar, fyrrverandi ráðherra, sem Páll Líndal hefur skráð. Loks skal getið bókar um - Ágúst Þorvaldsson fyrrverandi al- þingismann á Brúnastöðum og það mun vera Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli sem hana skráir. En fleiri æviminningar stjórnmála- manna munu vera væntanlegar.... K l Það vekur nokkra furðu f' I manna á Snæfellsnesi þessa dagana hvað Landsbanki Islands virðist ætla að þjóna íbúum á utanverðu nesinu dyggilega í kom- andi framtíð. Landsbankinn er nefnilega að reisa ný útibú bæði í - Ólafsvík og á Hellissandi. Nýsmíði útibúa í báðum grannbæjunum þætti ekki svo fráleit ef vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni yrði lífshættu- legur um alla framtíð. Málið er bara það, að nýi vegurinn fyrir Múlann, meðfram sjónum, verður mjög greiðfær, eins konar hraðbraut. Á honum verður væntanlega hægt að skjótast á milli bæjanna (t.d. til að skreppa í banka) „á nótæm“ án þess að hætta lífi og limum. Lands- bankinn hefur haft útibú á báðum stöðum hingað til og hin mikla samgöngubót virðist engu ætla að breyta um það.... Veðrið um Engar stórbreytingar fram- undan segja þeir á Veðurstofunni. En rigningarlaus verður hann ekki blessaður. Um helgina er gert ráð fyrir suðvestlægri og vestlægri átt um allt land. Það þýðir nátt- úrlega að fyrir sunnan og vestan verður sólarlaust og einhver væta, en fyrir norðan og austan verður sól með köflum. Besta veðrið verður þó á Austurlandi. Aum- ekkert til að tala um. Sömu vetrar- hörkurnar myndu andfætlingar sjálfsagt segja og Afríkubúar. Góða helgi. Kreppan, engu síður en krabbinn, vinnur á reyk- ingafólki. Eitt bragðið gegn kreppu er að búa sér til vindlingar neysla blaða og lauss tóbaks fer ört vax- andi í Evrópu, aukningin nam 30% á síðasta ári. Bragð gegn krabbanum væri auðvitað að hætta þessu bara.... m SÖLUDEILD AFGREIÐSLA 24220 33533 ÞAKPAPPI

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.