Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 3
fielgai—'—¦-------- ÓS^tl irinn Fimmtudagur 25. ágúst 1983 Pétur Pétursson þulur: ,,Æsispennandi að tala í kapp við myndina" — Reykjavíkurmynd Óskars Gíslasonar naut mikilla vinsælda á Reykjavíkurvikunni Reykjavíkurviku latik um síðustu helgi og þar með sýningum á kvik- mynd Oskars Gíslasonar „Reykja- vík vorra daga." Upphaflega^tóð til að sýningarn- ar yrðu aðeins tvær, en vegna mik- illar aðsóknar uröu þær þó fjórar áður en yfir lauk.Kannski ekki Óskar Gíslason og Pétur Pétursson búa sig undir sýningu á „Reykjavík vorra daga". undarlegt þegar þess er gætt að myndin hafði ekki verið sýnd opin- berlega síðan hún var frumsýnd ár- ið 1946. Myndin var þó ekki sýnd í fullri lengd sinni núna, aðeins vald- ir kaflar, sem Óskar valdi ásamt þeim Erlendi Sveinssyni forstöðu- manni kvikmyndasafnsins og Markúsi Erni Antonssyni borgar- fulltrúa. En hvað- heldur Óskar Gíslason að verði merkilegast talið í mynd- inni, þegar fram líða stundir? „Ég held að það séu húsassýning- ar og vinnubrögðin sem sýnd eru í myndinni, við gatnagerð og ýmis- legt fleira. Menningarlega séð finnst mér að myndin af Einari Jónssyni myndhöggvara vera skemmtilegasti kafli myndarinnar," sagði Óskar. Þess má geta að Óskar mun vera eini maðurinn, sem fékk leyfi til að kvikmynda Einar við iðju sína. „Reykjavík vorra daga" er þögul mynd og til þess að gefa henni meira líf var Pétur Pétursson þulur feng- inn til þess að lýsa því sem fyrir augu áhorfendá bar og gerði hann það af svölum Iðnó, þar sem mynd- in var sýnd. „Auk þess að segja frá því sem fyrir augu bar, reyndi ég að ná blæ þess tíma og dreifa gömlum sögum af léttara taginu. Það voru jöfnum höndum sögur af mönnum í mynd- inni og samtímamönnum þeirra," sagði Pétur Pétursson í samtali við Helgarpóstinn. Hvernig fannst honum svo að tala undir myndinni fyrir fullu húsi áhorfenda? „Það var æsispennandi að tala í kapp við myndina sem kom á tjald- ið. Stundum fór það í flækju, en það tókst með góðri aðstoð sýning- armannsins" sagði Pétur Péturs- son. Kenan Evran qerir það gott Kenan Evran heitir hershöfðingi austui í Tyrkjaveldi. Hann ræður þar ríkjum og þykir fúlmenni hið mesta, enda í uppáhaldi í höfuð- stöövunum í Bruxelles. Fangelsi í Tyrklandi eru full og vel það af mónnum sem ekki vilja þola kúgun og ofríki Kenans Evran og lagsbræðra hans. Tvö þúsund og fimm hundruð þessara fanga hafa nú verið í hungurverkfalli á annan mánuð. Þeir krefjast þess að litið verði á þá sem pólitíska fanga og einnig mótmæla þeir að nokkrir fé- lagar þeirra séu settir í öryggis- gæsludeildir herfangelsanna, og að þeir þurfi að bera einkennisbún- inga. Þá krefjast fangarnir þess einnig að aflétt verði banni við heimsóknum fjölskyldna þeirra og lögfræðinga, svo og banni að lesa og skrifa. Kenan Evran lætur hins vegar eins pg ekkert sé. Og það sem verra er, hann hikar ekki við að láta handtaka fólk úr tvö hundruð og fimmtíu manna sendinefnd ætt- ingja fanganna, sem vildu hafa tal af óryggisráði ríkisins. Við. erum í góðum hópi íslend- ingar í stærstu friðarhreyfingu heimsins. Zimmermann sver það af sér að hann sé útlendingahatari, en samt sem áður má finna undarlegar klá- súlur í lagafrumvarpi hans. Til dæmis er til þess ætlast að þegar tyrkneskur verkamaður snýr aftur heim, þá taki hann konu sína með, jafnvel þótt þau hafi slitið öllurn samvistum. „Þau komu saman og þau verða að fara saman", segir ráðherrann. Lagafrumvarpið gerir líka ráð fyrir að þeim Tyrkjum sem búa í Vestur-Þýskalandi verði bannað að senda eftir börnum sínum ef þau eru eldri en sex ára. Ástæðan mun vera sú að þau börn sem send eru til Þýskalands eru oft ansi fjarskyld viðtakendunum. Frjálslyndir fjöl- miðlar og margar kirkjudeiídir hafa hneykslast á þessari afstöðu ráðherrans, en hann svarar bara um hæl: „Það verður að hafa það í huga að menning múslima er allt önnur en okkar" „Ekki var mikið verið að hugsa um það, þegar efnahagslífið var í uppgangi" svarar mótmælenda- kirkjan. Heim með Tyrkina SJÓN ER SÖGU RÍKARI F.iu milljón og sjö hundruð þús- und tyrkneskir borgarar búa í Vest- ur-Þýskalandi. „Það er of mikið, allt of mikið, einkum á samdráttartimum", segir Friedrich Zimmermann innanríkis- ráðherra landsins. Hann hefur nú lagt síðustu hönd á frumvarp til laga sem á að miða að því að hvetja Tyrkina að snúa aftur til síns heima og letja þá sem hafa hug á að sækja sér vinnu i Sambandslýðveldinu. V ið þurfum ekki mörg orð um Iðnsýninguna. Þúsundirgesta gefa henni bestumeðmæli. K omið og dæmið sjálf..-. Tískusýningar og skemmti- atriði daglega. IÐNSYNING 19/8-4/9 í LAUGARDAISHÖLL FELAG ISLENSKRAIÐNREKENDA 50 ARA Hvort ykkar er betri ökumað- ur, þú eða Ómar? „Ætli ég verði ekki að fallast á að hann hafi vinninginn enn, þótt hann lyki reyndar ekki keppni að þessu sinni. Annars er ég ekkert að etja kappi við hann, heldur tek ég þátt í rallinu fyrst og fremst vegna þess að mér þykir það skemfntilegt!' — Er ralláhuginn ætt- gengur? „Það má að minnstá kosti segja að þeim sé að fjölga í fjölskyld- unni sem hafa gaman at þessu. Fyrir utan heimasætuna, Jóninu, sem var aðstoðarmaður minn í keppninni, en á þó éftir að sanna ágæti sitt sem kappakstursekill, þá er einn strákurinn kominn i þetta líka" — Ert þú alvön rall- kempa? „Ég hef lítið átt við rallið hing- að til, þótt ég hafi auðvitað þvælst um landið þvert og endilangt með Ómari á ferðalögum. Það hefur iíka verið eins konar rall. En nú er Ómar meira kominn út í flugið og flýgur út um allar trissur. Ég held ég láti það alyeg eiga sig. Eg fæ ævinlega innilokunarkennd í þessum litlu rellum. Yfirleitt er maður jarðbundnari í bílnum." — Jarðbundnari! Þaö var og. Segðu mér, hverníg fer svona keppni f ram? „Það er erfitt að lýsa því — ekki síst fyrir þá sem eru í eldjínunni. Það er bara að blússa beint af augum!" — Vegalengdin? „Þetta er 1800 kílómetra leið, þar af 800 kílómetrar svokallaðar •sérleiðir — það eru sérstaklega erfiðar og ógreiðfærar leiðir sem reyna mjbg á aksturshæfni. Að vísu var ekki hægt að fara siðus'tu keppnisleiðirnar, því það var orð- iö svo áliðið dags!' — Refsitiminn var 143,57 mínútur. Gætirðu útskýrt? , „Ef við náum ekki að komast á- kveðna leið á tilsettum tímahljót- um við refsistig. En það gefur auga leið að það þarf ýmislegt að hafa til að bera til að ná í mark á öllum leiðum á tilsettum tímá. Þessileið er víðast mjög erfið, ekki sist ef verður að bruna hana á 120 kílómetra hraða. Aðeins á ¦ færi hörkukarla" — Ætli Ómar hefði unnið ef hann hefði ekki...? „Blessaður vertu. Hann var fyrstur þarna á kafla, en varð sið- an að hætta keppni af þvi að bill- inn b'laðií' — Ætlarðu aftur á rall? „Aldrei að vita. Áhuginner fyr- ir hendi. En það er vandi að fá bíl" — Fer slík gandreið ekki illa með bíla? „Ekki með góða og nýja bíla. Gamlir bílar geta hins vegar átt til að vera dáldið krambúleraðir eftir keppni — ef þeir Ijúka henni!' — Er rall nokkuð fyrir konur? „Já, því ekki það. Þetta qr mjög gaman. Reyndar voru engar aðrar konur í keppninni að þessu sinni. En konur hafa áður tekið þátt i henni. Hins vegar héfur kona ekki áður lokið keppnií' — En skemmtanabrans- inn — freistar hann þín? „Onei. Ætli ég láti ekki öðrum ef tir að eiga við hann. Það er nóg af fólki sem hefur áhuga á að sjá um að hann lognist ekki út>af!' Þ.E. Helga Jóhannsdóttir varð sjöunda f Ljómaralli á dögunum. Hún er fyrsta konan sem lýkur, keppni í fimm ára sögu rallís þessa. Helga er sjö barna móðir, vinnur'í verslun eftir hádegi og er gift Omari Ragnarssyni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.