Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.08.1983, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Qupperneq 5
irinn Fimmtudagur 25. ágúst 1983 5 — fyrri grein eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Myndir: Jim Smart stað og skólakerfið hefur tekið verulegum breytingum. Þegar litið er yfir framhaldsskólana í dag, blasa við nýir skólar víða um land, fleiri eru í uppbyggingu og stærðirnar eru allt frá litlum skólum eins og Kvennaskólanum í Reykjavík upp í risa eins og Fjölbrautaskólann í Breið- holti með ótal brautir og fleiri hundruð nemendur. Flóð inn í skólana Á sjöunda áratugnum óx ásókn í „æðri“ menntun til muna. Þróunin var hæg í fyrstu, en síðan skall flóðbylgjan á menntamálaráðu- neytinu óviðbúnu. Ef stjórnvöld hefðu verið vakandi við menntun þjóðarinnar hefði mátt sjá skriðuna fyrir, því nákvæmlega það sama gerðist í öllum iðnaðarþjóðfélögum í kjölfar „velferðarþjóðfélagsins“ og það nokkru fyrr en hér. En fyrirhyggja er ekki meðal æðstu dyggða íslendinga og nægir að nefna hús- næðismálin sem annað dæmi um þann skort. Norðmenn voru t.d. viðbúnir menntabylgj- unni og höfðu þegar mótað menntastefnu áð- ur en dyrunum var hrundið upp. Hér hrukku stjórnvöld upp við það að gömlu skólarnir gátu ekki lengur tekið við öllum þeim sem æsktu inngöngu. Kröfur um aukna menntun komu t.d. fram í gífurlegri aðsókn að Kennaraskólanum sem var einn fárra skóla sem opnaði hlið sín fyrir nemendum sem höfðu lokið gagnfræðaprófi með ákveðinni lágmarkseinkunn. Um tíma lá við að flæddi út úr skólanum og komst nemendafjöldinn nálægt 1000 um 1970 (nú eru um 360 nemend- ur i Kennaraháskólanum). Framhaldsdeildir voru stofnaðar víða um land sem opnuðu þeim leiðir sem ekki höfðu tekið landspróf. Menntaskólinn við Hamrahlíð var reistur og hóf störf 1966, Menntaskólinn við Tjörnina þremur árum síðar og síðan hver skólinn á fætur öðrum. Árið 1963 eða fyrir 20 árum útskrifuðu fjórir skólar stúdenta, nálægt 300 á ári, en nú útskrifa a.m.k. 19 skólar stúdenta og fjöldi þeirra sem útskrifast hefur næstum því fimmfaldast. Framhaldsmenntun fyrir alla Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun eru ef- laust margar, þar má nefna bættan efnahag á sjöunda áratugnum sem gerði fleirum kleift að mennta börn sin (og ungu fólki auðveldara að vinna fyrir námskostnaði), stóraukin námslán upp úr 1970, góðir tekjumöguleikar háskólamenntaðra manna (sumra), þörf vinnumarkaðarins fyrir menntað fólk, nýjar menntunarleiðir og síðast en ekki síst löngun eftir menntun. Þá má nefna að á þessum árum urðu kröfur um jafnrétti til náms háværar og birtust t.d. í baráttu námsmanna fyrir betri námslánum sem næðu til allra framhalds- skólanema. Enn má nefna stefnuyfirlýsingu Evrópuráðsins um framhaldsmenntun fyrir alla og setningu grunnskólalaganna 1974. Þar kom að stjórnvöld sáu að við svo búið mátti ekki standa. Ákveðið var árið 1974 að setja nefnd á laggirnar til að semja frumvarp til laga um samræmdan framhaldsskóla. Staðreyndin var sú að námsskrár voru ekki til, kennarar urðu (og verða) sjálfir að útbúa sitt námsefni, enda er stunduð meiri háttar náms- bókaútgáfa innan veggja skólanna. Skólarnir þróuðust hver í sína áttina, tengslin við skól- ana efst í píramídanum, Háskólann og Kennaraháskólann voru nánast engin. 1973 var samþykkt heimild á alþingi til stofnunar fjölbrautaskóla. Það má því segja að þegar þjóðhátíðarárið rann upp (1100 ára byggð í landinu og allt það) og nefndin tók til starfa, var framhaldsskólakerfið orðið æði fjöl- skrúðugt, með menntaskóla af gömlu gerð- inni, tilraunaskóla eins og M.H. framhalds- deildir, fjölbrautaskóla og sérskóla af ýmsu tagi að ónefndum tækniskólanum, sem líka opnaði leiðir upp í Háskólann. Raunasaga Framhaldsskóla- frumvarpsins Framhaldsskólafrumvarpið var lagt fram 1977, en dagaði uppi. Aftur kom það fram í dagsljósið vorið 1978, en komst ekki til umræðu. Enn á ný var það lagt fram á þingi í des. 1978 af þáverandi menntamálaráðherra Ragnari Arnalds. Eftir áramótin ’79 kom það úr nefnd, og þá átti að koma því í gegnum þingið, en það tókst ekki. Eins og menn muna sprakk ríkisstjórnin haustið 1979 og eftir það fréttist ekkert til framhaldsskólafrumvarpsins fyrr en Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra lagði það fram nokkuð breytt í eigin nafni sl. vor, en það komst ekki á dagskrá hins háa alþingis. Skoðanir manna voru að sjálfsögðu skiptar á margnefndu frumvarpi, hér skulu birtar tvær sem spegla hluta þeirrar umræðu sem fór fram um málið. Ragnar Arnalds sagði þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði: „Svo vikið sé að því frv. sem fyrir liggur, þá verður fyrst fyrir að spyrja hver séu meginrökin fyrir þessu frv. Ég held að svarið sé einfaldlega það, að núverandi framhaldsskólakerfi svari ekki tímans kalli. Námsframboð er oft einhæft, námsbrautir einangraðar og lokaðar og nemendur, sem taka ranga ákvörðun i önd- verðu, eru lokaðir inni i blindgötu og verða að byrja allt framhaldsskólanám frá byrjun, ef þeir ætla sér að skipta um nám. Auk þess má á það benda að hin skörpu skil milli bóknáms og verknáms gera siðarnefnda námið annars flokks. M.ö.o.: verknámið er vanrækt, snið- gengið bæði af nemendum og fjárveitinga- valdií1 (Alþingistíðindi 11. hefti 1978-79, bls. 2165) Sighvatur Björgvinsson fyrrv. alþingismað- ur ræddi menntabylgjuna á þinginu 1979 og sagði þá m.a.: „Nú er það að sjálfsögðu alveg ljóst að með þeim breytingum sem gerðar voru með setningu grunnskólalaganna og að mínu viti voru margar til góðs, en aðrar mjög til ills, hefur brotist fram mikil alda nemenda sem sækja inn í framhaldsskóla, en fram- haldsskólarnir hafa átt erfitt með að taka við. Að margra fróðra manna sögn hefur sú alda, þó hún væri ansi stór ekki að sama skapi verið rishá að gæðum. Því hefur svo farið, að fram- haldsskólakerfið hefur hálfvegis kaffærst í þeirri öldu nemenda sem sprottið hefur af grunnskólakerfinu, — nemenda sem eru á margan hátt vanbúnir til að stunda hið hefð- bundna nám í framhaldskólakerfinu eins og það er og hefur verið“.... og síðar: ,,..svo virð- ist vera, að fróðra manna sögn, að námsgetu og námsundirbúningi þeirra nema, sem fara til náms í æðri skólum hefur stórlega hrakað. Ég held að þessi árangur grunnskólalaganna, ef árangur má kalla, hvað sém annað má um þau segja, sé næsta óumdeildur meðal skóla- manna a.m.k. í bóklegum skólum framhalds- skólastigsins og á æðri skólastigum" (Alþingistíðindi 24. heft 1978-79 bls. 4810) Jafnrétti til náms Frá því að þessi orð voru sögð hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt af því sem frumvarpið átti að lögfesta er komið til fram- kvæmda, eftir stendur að heildarstefna hefur ekki verið mörkuð. En hvaða menntastefnu er hægt að lesa út úr þessu frumvarpi sem allir flokkar áttu hlut að? Einkum þá að tryggja öllum jafnrétti til náms. Hugmyndin er greini- lega að gera bóklegri og verklegri menntun jafn hátt undir höfði, með því að koma sem flestum greinum undir þak framhaldsskólans og opna sem flestar leiðir til starfs og mennt- unar. Meinið er að með frumvarpinu er nú verið að |oma skikki á ástand sem þegar er ríkjandi, en ekki verið að spá í framtíðina og gera sér grein fyrir nýjum þörfum sem kunna að vera í sjónmáli. Örlög frumvarpsins á þingi bera þess vott að menn eiga í erfiðleikum með að taka á málinu. í umræðunum kemur fram að í upphafi voru allir flokkar inni á hug- myndinni um samræmdan framhaldsskóla sem veitti sem flestum góða almenna mennt- un, en þegar fram í sótti fóru efasemdir að sækja að þingmönnum. Sem dæmi má nefna að Vilmundur Gylfason og Einar Ágústsson fluttu tillögu um það að skólar eins og Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri skyldu starfa áfram að fyrirmynd, rótgróinna menntaskóla. Víkur þá sögunni til Háskóla íslands. Þenslan í menntakerfinu hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá Háskólanum, heldur hef- ur hann mætt aukinni aðsókn með nýjum kennslugreinum, fjölgun kennara, nýjum byggingum og takmörkunum á fjölda nemenda í einstakar greinar. Þar má nefna læknisfræði, sjúkraþjálfun o.fl. og hvað eftir annað hafa komið upp umræður í Háskóla- ráði um fjöldatakmarkanir. Allt að springa Halldór Guðjónsson kennslustjóri Há- skólans sagði að erlendis t.d. í Bandaríkjun- um væri hlutverk háskóla skilgreint þannig að þeir ættu að stunda rannsóknir, miðla vísindalegri þekkingu og þjóna samfélaginu. Fyrstu tveimur atriðunum er reynt að fram- fylgja hér, en hvað varðar þjónustu er hún nánast engin. Það fer enginn svo glatt upp í Háskóla og lætur gera fyrir sig rannsókn á einu eða öðru, til þess eru engar aðstæður. Á sínum tíma var unnin mikil skýrsla um hlutverk háskólans, þróun hans og starfsað- ferðir (1969). Það er eina tilraunin sem gerð hefur verið um árabil til að gera sér grein fyrir þörfum skólakerfisins en nú vinnur svokölluð þróunarnefnd að nýrri stefnumótun fyrir Háskólann. Hún á að skila áliti um næstu ára- mót. Engar spár eru til um þörfina á menntuðu fólki, nánast má segja að framboð og eftir- spurn ráði því hvert fólk leitar sér menntunar. Ekkert er gert til að beina nemendum inn á vissar brautir t.d. með námskynningum. Eina stýritækið er stúdentsprófið og þær tak- markanir sem kennarar setja hver í sínu fagi. Stefnan sem tekin var í skýrslu háskóla- nefndarinnar var aukin áhersla á raungreinar, kennsluháttum var breytt með einingakerfi og nám var stytt. En hvað gerðist? Nemendum fjölgaði meira en ráð var fyrir gert, húsnæði skólans er löngu orðið allt of lítið og nemendur þeytast út um allan bæ til að komast í tíma. Ríkið neitar að bæta við nýjum stöðum, sem hefur leitt til þess að stundakennarar halda uppi óeðlilega stórum hluta kennslunnar eða rúmlega 50<7o. Bent hefur verið á að öll þessi stundakennsla komi niður á gæðum námsins, en allt kemur fyrir ekki, háskólinn er i fjársvelti og verður að afla framkvæmdafjár með happdrætti sem örugglega er einsdæmi í heiminum. Á níu árum hefur háskólanemum fjölgað úr um það bil 2400 í rúmlega 4000. Hvernig á að bregðast við? Megum við eiga von á atvinnuleysi meðal menntamanna líkt og gerst hefur á Norður- löndunum. Víst er að ekki verður hægt að halda áfram að dæla fólki upp í Háskólann án þess að búa skólanum viðunandi aðstæður. Og jafnvíst er að þörf er á stefnu sem er í samræmi við þróun og þarfir þjóðfélagsins. Sú stefna virðist ekki vera fyrir hendi. ká Heimildir: Frumvarp til laga um framhaldsskóla, Reykjavík 1978, einnig frumvörpin frá des. ’78 og mars ’83. Alþingistíðindi: umræður, 11, 23. og 24. hefti 1978-79. Skýrsla um menntamálaráðuneytið, maí 1978. Auk þess samtöl við kennara, rektora, skólameist- ara, lektora, starfsmenn Háskólans og Kennara- háskólans. INVITA = þægindi og gæði Bjóðum nú dagsektir ef umsaminn afhendingardagur stenst ekki á sérsmíðuðum eða stöðluðum Invita innréttingum. Yfir 40 mismunandi tegundir. ER FRÁ ENGLAIMDI MEÐ STÁLBOTNI. PÓSTSENDUM. KLAPPARSTÍG 27, SÍMI19910.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.