Helgarpósturinn - 25.08.1983, Side 6

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Side 6
6 Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra þarf strax að fara að skrifa stefnuræðu sína, sem hann heldur í þingbyrjun í haust. Meginefni ræðunnar, nefnilega stefna ríkisstjórnarinnar í höfuðþáttum efnahags- mála, þarf að komast á hreint til að unnt sé að halda áfram vinnu við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Fjárlagagerðin hefur gengið óvenju hægt fyrir sig að þessu sinni. „Vinnan við fjáriögin er hálfum mánuði til þremur vikum á eftir áætlun" segir Magnús Pétursson, yfirmaður Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. ,,Þjóðin getur komið í ráðuneytið og séð sjálf hvað er til skiptanna...“ Hér kemur tvennt til. í fyrsta lagi er beðið eftir því að ríkisstjórnin taki nauðsynlegar lykilákvarðanir í gengis-, vaxta- og lánamál- um, svo og í peninga- og launamálum. Stefna í öllum þessum málum verður svo að grund- vallarforsendum fjárlagafrumvarpsins og fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. Til að hægt sé að koma fjárlagafrumvarpinu saman, þó ekki væri nema verðbólguspánni í frumvarp- inu, þarf stefna í þessum málum að liggja ljós fyrir á næstu dögum. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun þarf að vita umfang einstakra þátta efnahagsmálanna til að reikna réttar tölur inn í fjárlagafrumvarpið þannig að unnt sé að búa það til prentunar á tilsettum tíma. Ráðherra- nefnd ríkisstjórnarinnar hefur unnið að þess- um málum síðustu vikur í samvinnu við Þjóð- hagsstofnun og Seðlabankann. Ríkisstjórnar- fundir í þessari viku og þeirri næstu munu að miklu leyti snúast um þessi höfuðatriði. Annað sem vafist hefur fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar og tafið gerð þessara fjár- laga er fyrirhugaður niðurskurður ríkisút- gjalda. „Það vantar að ákveða niðurskurð- inn, hvað hann á að vera mikill og hvar hann á að lendaý segir Magnús Pétursson í samtali við Helgarpóstinn. Hann sagði að enn væri töluvert langt í land í fjárlagadæminu í heild. Mikill vilji er sagður vera fyrir hendi innan ríkisstjórnarinnar til að spara á öllum sviðum og skera niður. Albert Guðmundsson hefur kallað ráðherra til sín og fengið hugmyndir þeirra um niðurskurð í einstökum ráðuneyt- um. „Það er enginn ágreiningur milli ráðherra um þessi málý segir Albert í samtali við Helgarpóstinn. „Þetta þokast áfram. Ég er búinn að tala viö flesta ráöherrana og fara i gegnum þetta með þeim. Tillögurnar snúast um það fyrst og fremst að menn sýni meiri gætni og sparnað í ríkiskerfinu^Þær miða ekki að því að fækka fólki hjá ríkinu. Það er ekki meiningin að skapa vandræði eða óöryggi hjá fólki um vinnu sína“ Morgunblaðið hafði eftir Albert Guð- mundssyni á þriðjudaginn var, að óbilgjarnar A.kvörðun Mitterrands Frakklandsforseta, að beita franska hernum til að skakka leikinn i valdabaráttu í ósamstæðu landi inni á miðju meginlandi Afríku, er fyrst og fremst vitnis- burður um, hve náin tengslin eru milli Frakk- lands og fyrrverandi nýlendna þess í álfunni. Ríkin sem urðu til úr hlutum af franska ný- lenduveldinu eru mörg hverþað veikburða, að þau leita fulltingis hjá drottnunarríkinu fyrr- verandi til að tryggja tilveru sína gagnvart ágengum nágrönnum. Frakkland hefur í því efni skuldbindingar að rækja, sem gefnar voru við endalok nýlendustjórnar. Jafnframt er gamla nýlendusvæðið þýðingarmikið fyrir franskt atvinnulíf og verslun. Þar eru hrá- efnalindir og markaðir, sem miklu máli skipta. Forréttindaaðstaða Frakklands til við- skipta á þessu svæði veltur ekki síst á því, að þar sé staðið við pólitiskar og hernaðarlegar skuldbindingar, sem franskar ríkisstjórnir hafa gefið. Sósíalistaflokkur Mitterrands hefur að ýmsu Ieyti verið gagnrýninn á viðskilnað fyrri stjórna við nýlenduveldið og samskiptin við Líbýskur herffugmaður sýndur frétta- mönnum í Ndjamena, höfuðborg Chad. Flugvél hans var skotin niður í bardaganum um Faya-Largeau. Khadafi á um að velja undanhald frá Chad eða átök við Frakka stjórnir í ríkjunum sem upp úr því risu, en þegar á herðir kemur á daginn, að sósíalista- stjórn fær ekki undan því vikist að láta til sín taka ástand í fjarlægu landi, þótt það sé þess eðlis að brugðið geti til beggja vona um árang- ur af viðleitni Frakka. Ella blasir við að útþenslustefna Khadafis, leiðtoga Líbýu, verði ríkjandi afl á stóru svæði í Afríku sunn- an Sahara. Innanlandsófriður hefur ríkt í Chad á ann- an áratug. Frá upphafi hefur Líbýa blásið að kolunum, og það áður en Khadafi kom til sögunnar. Hefur Líbýa hreinlega lagt undir sig belti á landamærunum, sem hefur að geyma verðmæt jarðefni, sér í lagi úran. Aðstæöur í Chad eru ákjósanlegar fyrir erlenda íhlutun. Landið hefði aldrei fengið þá mynd sem það hefur, nema fyrir skiptingu franska nýlenduveldisins í stjórnarumdæmi. Nyrst byggja hirðingjaþjóðflokkar, sem játa islam, suðurjaðar Saharaeyðimerkurinnar. Syðst í landinu er komið inn í hitabeltisskóg- inn, og þar býr þorri landsmanna, svertingjar sem ýmist eru kristnir eða aðhyllast skurð- goðadýrkun. Fimmtudagur 25. ágúst 1983 irinn launakröfur opinberra starfsmanna gætu leitt til uppsagna hjá ríkinu. Haukur Helgason, stjórnarmaður í BSRB, svaraði Albert í Alþýðublaðinu á miðvikudag og sagðist ekki sjá betur en að með þessum ummælum væri fjármálaráðherra að biðja um hörkuátök við opinbera starfsmenn, að kasta stríðshanskan- um löngu áður en samningaviðræður hæfust. Haukur sagðist ekki muna eftir jafn rudda- legri framkomu fjármálaráðherra í garð opin- berra starfsmanna í tvo áratugi. „Þetta hefur verið rangtúlkaðý segir Albert í samtali við Helgarpóstinn. „Það sem ég meina er að við höfum aðeins úr ákveðnu að spila. Dæmið er mjög ljótt. Ef þjóðin vill, þá getur hún komið upp í ráðuneyti til mín til að sjá hvað þar er til skiptanna. Allir fá vonandi eitthvað en ef einhverjir vilja meira en aðrir og gera of þungar kröfur, þá getur komið að því að ekkert verði eftir handa hluta af þessu fólki sem þyrfti þá að segja upp. Það er ekki hægt að kreista þetta endalaust. Við erum að fást við uppsafnaðan vanda undanfarinna ára. Þessi vandi er ekki forvera mínum að kenna. Hann var ágætur fjármálaráðherra. Við vilj- um að allir fái eitthvað, við viljum ekki að fólk finni sig óöruggt i vinnuí1 Ekki eru öll kurl þannig komin til grafar í fjárlagadæminu. Ljóst er að stórlega vantar upp á tekjuhlið frumvarpsins. Tekjur af sölu- skatti og innflutningsgjöldum dragast saman í ár um 14-15%, að því er áætlað er. Mönnum ber ekki saman um hve gatið er stórt. Nefndar hafa verið tölur allt frá 1,5 milljarði króna til 3,3 milljarða. Stærðin á gatinu fer eftir því hvaða tekju- og gjaldahugmyndir eru Iagðar til grundvallar. Ljóst þykir að gatið verði ekki brúað til fulls með þessum fjárlögum, enda þótt ríkisstjórnin segist stefna að hallalausum fjárlögum. „Gatið sem þarf að brúa er um þrír milljarðar krónaý segir Albert Guð- mundsson. „Það fer eftir niðurskurði á nefndum hins opinbera, eftir því hvað hægt verður að selja af fyrirtækjum og svo niður- skurði á rekstrargjöldum,hvað hallinn verður mikill. Ég yrði mjög ánægður ef hægt yrði að IIMIMLEiMD YFIRSVIM ERLENO fcsBÍiiwÍiiial 'Mi mmáf skera niður útgjöld um helminginn af þessu gati, um svona 1,5 milljarð. Þegar maður horfir í þetta gat, þarf ekki nema eitt kertaljós í myrkrinu þar til að sjá þetta takast. Það kertaljós væri vilji almennings til að vera í þessu með okkur" Ymsar hugmyndir um niðurskurð fram- kvæmda hins opinbera hafa verið nefndar. Niðurskurðarhugmyndirnar eru allmismun- andi eftir verkefnum en munu þýða niður- skurð um allt að 10% að meðaltali. Hug- myndir um niðurskurð rekstrarútgjalda eru meira á reiki, en líkleg niðurstaða er talin liggja á bilinu 5-6%. Framsóknarmenn segj- ast hafa verið með mun mótaðri tillögugerð í fjárlagaumræðunni hingað til. Þeir hafa tölu- vert deilt á Albert Guðmundsson fyrir frum- kvæðisleysi og yfirlýsingagleði. Þeir telja hann t.d. hafa skotið yfir markið þegar hann ræddi um að afnema allar nefndir ríkisins. Meðal annarra tillagna um niðurskurð á rekstrargjöldum sem nú er rætt um má nefna niðurskurð á framlögum ríkissjóðs til fjár- festingalánasjóða, jafnvel algert afnám ríkis- framlaga til sjóðanna sem þyrftu þá að standa undir sér sjálfir. Albert Guðmundsson hefur einnig nefnt þann líklega möguleika að ekki verði ráðið í störf sem losna hjá ríkinu né í afleysingar. Þessar tillögur og aðrar hafa verið til meðferðar hjá ráðherranefndinni undan- farna daga, en hún er skipuð Albert Guð- mundssyni, Alexander Stefánssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Matthíasi Bjarnasyni. Albert Guðmundsson segir að tillögur um niður- skurð í einstökum málaflokkum ráðuneyt- anna verði að líkindum tilbúnar um eða upp úr helgi. „Þetta eru erfiðar ákvarðanirý segir Magnús Pétursson hagsýslustjóri. „í sumt þarf reglugerðarbreytingar, lagabreytingar í annað og í sumum tilvikum nægir einföld ákvörðun ráðherra. Sumum þessara ákvarð- ana fylgir mikil vinna í endurskipulagningu ýmiss konar. Þetta er einfaldlega staða sem menn hafa ekki staðið frammi fyrir í áraraðir" eftir Magnús Torfa Ólafsson Síðustu árin hefur valdabaráttan í Chad staðið milli fylgismanna tveggja ættarhöfð- ingja úr norðurhéruðunum. Hissene Habré, sem nú situr í forsetahöllinni í höfuðborginni Ndjamena, og Goukouni Oueddei, sem reynir að steypa Habré af stóli með fulltingi Líbýu- hers. Hafa þar orðið alger hausavíxl, frá því Habré naut stuðnings Líbýu í fyrri erjum við Oueddei, sem þá hlaut styrk hjá Frakklandi. Undanfarna mánuði hafa liðsveitir Habré og Oueddei hrakið hverjar aðrar til skiptis um strjálbýl norðurhéruð Chad. Habré hefur frá upphafi krafið stjórn Frakklands um Iiðsinni samkvæmt samningi, en Mitterrand verið tregur til að uppfylla fyrirheit fyrirrennara sinna. Hann hófst ekki handa að senda franskt úrvalslið og herflugvélar til Chad, fyrr en Khadafi hafði beitt líbýska flughernum til að hrekja menn Habré frá Faya-Largeau, helstu vininni í eyðimerkurhluta Chad. IVIitterrand lét það berast til franska blaðs- ins Le Monde, um þær mundir sem fyrstu frönsku hersveitirnar komu til Chad, að af- skipti Bandaríkjastjórnar af átökunum í landinu torvelduðu Frakklandi að gegna því hlutverki sem það ætlaði sér við að stilla til friðar. Hafði Reagan forseti sent bandaríska flotann á Miðjarðarhafi upp að strönd Líbýu og AWACS eftirlitsflugvélar til Súdans. Fylgdi það sögunni í Le Monde, að Mitterrand væri líttgefiðum sífelld tilskrif Reagans, sem beindust að þvi að draga Frakkland inn í bandaríska viðleitni til að steypa stjórn Khadafi í Líbýu. Til þess að ekki færi milli mála hvað fyrir Frakklandsstjórn vekti, í Chad, sendi Mitterrand trúnaðarmann sinn, Roland Dumas að nafni, til Tripoli að ræða við Khadafi. Jafnframt var lýst yfir, að franska herliðið í Chad væri ekki sent þangað til hernaðaraðgerða, en myndi verja hendur sínar, ef á það yrði ráðist. Jafnframt skoraði franska stjórnin á Einingarsamtök Afríku- ríkja, að láta ástandið í landinu til sín taka í því skyni að stilla til friðar. Fyrst í stað eftir að franski herinn kom til Chad, krafðist Habré forseti þess að honum yrði beitt gegn óvinum sínum, liðsveitum Ouddei og líbýskum aðstoðarmönnum hans, til að hrekja þá frá norðurhéruðum landsins. Létu talsmenn Habré í ljós grunsemdir um að franska stjórnin kynni að sætta sig við skipt- ingu landsins, þar sem Líbýumenn réðu norðurhlutanum. etta varð til þess að Claude Cheysson, utanríkisráðherra Frakklands, gaf út yfirlýs- ingu um markmið Frakka með því að senda herlið til Chad. Minnti hann á samning Frakklands og Chad, á þá leið að franska stjórnin lýsir sig reiðubúna að veita nýlend- unni fyrrverandi liðsinni til að verjast utanað- komandi árás. Þessi skuldbinding næði til alls landssvæðis innan landamæra Chad. Tók Cheysson sérstaklega fram, að Frakkland hefði aldrei viðurkennt hertöku Líbýumanna á landamærasvæðinu umdeilda. Habré virðist nú hafa sætt sig við að hann geti ekki fengið franskar hersveitir til að hefja sókn norður á bóginn til Faya-Largeau. Kveðst hann reiðubúinn til að ganga til samn- inga við Ouddei til að friða landið, að því til- skildu að líbýskar hersveitir verði fyrst á brott úr Chad. Áður hafði Habré tekið þá afstöðu, að hann hefði ekkert við Ouddei að ræða, að lýst sig fúsan að taka upp samninga við Khadafi í því skyni að binda enda á líbýska íhlutun í Chad. Khadafi hefur eins og endranær í brölti sínu til valda og áhrifa í Norður-Afríku gætt þess að halda útgöngudyrum opnum úr íhlutun- inni í Chad. Hann neitar blákalt að þar hafi nokkur líbýskur hermaður nærri komið, og á því auðvelt með að kalla her sinn á brott úr landinu, án þess að sæta heima fyrir augljósri auðmýkingu. En Khadafi á Iíka annan kost. Her hans er ríkulega búinn sovéskum vopnum, og því ætti hann hægt með að herja á Frakkana í virkjum þeirra um miðbik Chad, í þeirri von að franska stjórnin þreytist um siðir á þófinu. Ganga má að því vísu, að vopnaviðskipti og mannfall í Iiði Frakka í Chad yrði frönsku stjórninni þung byrði gagnvart almennings- álitinu í Frakklandi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.