Helgarpósturinn - 25.08.1983, Page 7

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Page 7
Jón Óskar og Hulda Hákonardóttir. eru blágrænar, en sláin ofan á þeim er gulllituð. Utan um nokkurn kafla á miðju slárinnar hefur svo verið vafið hvítri grisju. Ekki vildi Jón Óskar meina að verkið væri „hommage" til skreið- arini'.ar, heldur hefðu trönurnar hentað vel fyrir það sem hann væri að gera. Hann vildi þó ekki skýra það nánar, heldur vísaði til sýning- ar sem hann ætlar að halda á Kjar- valsstöðum í febrúar á næsta ári, en þar verða þættir númer 1 og 3 úr þessari myndröð sýndir. Mynd Huldu heitir „Maður og kind“ og er hún gerð úr fúaspýtum, sem hún fann við trönurnar. Spýt- urnar eru negldar utan á trönuuppi- stöðurnar og sýna þær mann, sem skríður á fjórum fótum á eftir ullar- mikilli sauðkind. Skreiöarhjallurinn veröur aö listaverkum Lárus Ýmir í hvíldarstöðu eftir Annan dans. „Eg er ekki mikið frumsýningaljón“ Jón Óskar og Hulda sýna úti í hrauni. Á meðan gamlir skreiðar- hjallar standa ónotaðir og í hirðuleysi vegna sölutregðu í Nígeríu, má þó alltjent nota þá fyrir listsköpun. Það gerðu að minnsta kosti þau Jón Óskar og Hulda Hákonardóttir um síð- ustu helgi þegar þau sýndu sitt verkið hvort í gömlum trönum við Kaplakrikavöll í Hafnar- firði. Verk Jóns Óskars heitir „New Gold Dream no. 5“. „Það er hluti af seríu sem ég hef verið að vinna að, þar sem ég hef tekið upp gömul tákn eða minnis- merki um ákveðna menningu og sett þau í annað samhengi", sagði Jón Öskar í samtali við Helgarpóst- inn. „New Gold Dream no. 5“ er ein lengja af trönum, sem listamaður- inn hefur málað. Uppistöðurnar „Þetta verk er framhald af þvi sem ég hef verið að gera úti í New York (en þar eru þau við mynd- listarnám, Jón Óskar og Huída), nema hvað það er miklu stærra í sniðumý sagði Hulda. Hún ætlar að halda sýningu í New York í haust, í Visual Arts gall- eríinu og er sú sýning helguð ís- lensku sauðkindinni. „íslenska sauðkindin er skemmtilegt fyrirbæriý sagði Hulda að lokum. — segir Lárus Ýmir Ósk- arsson, en kvikmynd hans Annar dans verður frum- sýnd í Regnboganum á föstudag. Þar kom loks að því. „Annar dans“ kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar verður tekin til sýningar í Regnboganum á föstudag. Lárus Ýmir gerði myndina í Svíþjóð á síðasta ári og var hún frumsýnd í Stokk- hólmi þann 9. febrúar síðastlið- inn. En lítur Lárus Ýmir á sýningu hennar hér sem nokkurs konar frumsýningu númer tvö? „Ég geri það. Myndin er ekki bú- in fyrr en hún hefur verið sýnd hérý sagði hann. Hann sagði þó að þessar frum- sýningar væru ekki alveg sambæri- legar, frumsýningin í Svíþjóð réði nokkru um framtíðina ef hann hefði áhuga á að halda áfram að vinna að kvikmyndagerð þar í landi. „En hér á ég heima og ég er þátt- takandi í þessu íslenska lífi, og þess vegna er mikilsvert fyrir mig að vin- ir mínir og þeir sem ég umgengst viti hver ég er, og það vita þeir að hluta til með því að sjá myndinaý sagði Lárus Ýmir. — Er sami skrekkur í þér fyrir þessa frumsýningu? „Ég held að hann sé verri því að ég er ekki mikið frumsýningaljón" Söguþráður myndarinnar er ein- faldur og „getur ekki einfaldari ver- ið“, eins og Lárus Ýmir orðar það. Þar segir frá tveimur konum 35 og 25 ára. Sú eldri fær far með þeirri yngri í bíl norður Svíþjóð, og eins og gengur og gerist hitta þær alls kyns fólk á leiðinni. í lokin skilja þær. Niðurstaða myndarinnar er svo látin áhorfendum eftir. En hvað um ísland, ætlar Lárus Ýmir að gera einhvern tíma kvik- mynd á íslandi? „Ég stefni að því. Ég fer aðra leið en kollegar mínir hér, en ég sé ekki líf fyrir mér annars staðar en á ís- landi svo að það hlýtur að koma að því, ef ég held áfram að gera kvik- myndir á annað borð“ sagði Lárus Ýmir Óskarsson. Draugur í sjón- varpinu Nýja bíó: Poltergeist Bandarísk. Árgerð 1982. Handril: Steven Sþielberg Michael Grais, Mark Victor. Leikstjóri: Tbbe Hooþer. Aðal- hlutverk: Jobeth Williams, Craig T. Nelson, Beatrice Straight. Kropið fyrir framan hlið hel- vítis í Poltergeist. börnum. Tvær síðustu myndir hans, E.T. og Poltergeist eru að þessu leyti hans persónulegustu verk og gefa vonir um að þessi flinki strákur hafi eitthvað meira til málanna að leggja en tæknileg Steven Spielberg elskar Amer- íku, — landið, þjóðina og lífs- hættina. En þessi ást er ekki fölskvalaus. Þótt flestar myndir Spielbergs séu sumpart sakleysis- legar lofgjörðir til föðurlandsins og fólksins sem þar býr leynast á þeim víða lúmskir broddar, — efasemdir um að allt sé í sóman- um innst inni þrátt fyrir ytri vel- sæld og bílífi efnafólksins. Þessar efasemdir sínar Iætur Spielberg nánast alltaf speglast í fiff. í E.T. er það vingjarnleg geimvera sem setur allt á annan endann í stöðluðu samfélagi. í Poltergeist kemur ógnunin hins vegar innan frá; líf velstæðrar kjarnafjölskyldu er lagt í rúst af grimmum ærsladraugum. í báð- um myndum eru það börn sem fyrst skynja þessi framandi öfl. Poltergeist er í eðli sínu hroll- vekja, „draugamynd" eins og þær voru kallaðar í mínu ungdæmi. En það sem mestan áhuga vekur er ramminn sem er utan um hroll- vekjuna. í myndinni, einkum framan af, er mýgrútur af lunkn- um athugunum á lífi þessa fólks; hvernig það er orðið fórnarlömb eigin neyslu og velmegunar, hvernig allt dótið og tækin sem það er búið að sanka að sér og stjórnar lífi þess að verulegu leyti er því einatt til trafala og gerir það nánast að fíflum, hve þessi veggur af efnislegum gæðum sem það hefur reist sér er í reynd þunnur; haldlítil vörn gegn öflum sem eng- in háþróuð tækni getur haft stjórn á. Það er út af fyrir sig skemmti- leg hugmynd að láta hina látnu sækja lifendur (húsbóndinn vinn- ur hjá byggingafyrirtækinu sem byggði hverfið ofaná gömlum kirkjugarði) til ábyrgðar gegnum sjónvarpið. Það tæki er leiðin sem hin illu öfl að handan velja sér inní þennan heim og hafa þar með skynjað hvaða „boðleið“ er al- gengust í mannlegum „tjáskipt- um“ nú á dögum. Þeir Spielberg og Tobe Hooper, leikstjóri slá strax réttan tón á fyrstu sekúnd- um myndarinnar þar sem við sjá- um dagskrárlok amerískrar sjón- varpsstöðvar og fjölskylduna sof- andi, stjarfa af glápi, og þjóð- söngurinn glymur undir. En dag- skránni er ekki lokið: góða nótt. Næturvaktin tekur við. Þessi rammi er sumsé rakinn fyrir hrollvekju sem trúlega á eftir að verða sígild á sínu sviði. En Spielberg og Hooper hefðu óneit- anlega getað unnið betur úr hon- um. Ég hef reyndar aldrei getað fengið á hreint hver hlutur Spiel- bergs er annars vegar og Hoopers hins vegar. Það breytir ekki því að þeir keyra hryllinginn áfram með sívaxandi þunga og yfirburða tækni, sem lauslega dregnar per- sónur og nokkur væmni ná ekki að eyðileggja. rómantík Háskólabíó: Rauðliðar — Reds Bandarísk. Argerð 1981. Handrit: Trevor Griffith, Warren Beatty. Leik- stjóri: Warren Beatty. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Diane Keaton, Jack Nicholson, Maureen Staþleton. Margir kvikmyndagerðarmenn ganga með þann draum í magan- um að gera MYNDINA; tíma- mótaverk um fólk eða atburði sem þeir telja hafa markað spor eða mótað mannkynssöguna. Gandhi Attenboroughs er nýjasta dæmið um þannig „stórmynd“. Auðvitað er undir hælinn lagt hvort slíkar myndir verða eitthvað meira en minnismerki um egó- tripp viðkomandi kvikmynda- gerðarmanns. Reds Warren Beattys er ívið meira. Sagan af róttækum bandarísk- um blaðamanni, John Reed og kærustu hans Louise Bryant, ást- um þeirra og pólitísku starfi sem Beatty og Nicholson sem Reed og O’Neill í mynd Há- skólabíós. leiðir þau á vit rússnesku bylt- ingarinnar virkar hins vegar miklu betur sem hefðbundinn Hollywoodróman en pólitísk söguskýring. Þrátt fyrir þá aðferð Beattys að skjóta inn á milli leik- inna atriða viðtölum við „vitni“, fólk sem hafði kynni af sögu- hetjunum og þeim atburðum sem urðu í kringum þær, náði þessi áhorfandi a.m.k. ekki að festa trú á pólitískan tilgang myndarinnar. En Beatty hefur óneitanlega unn- ið verulegt leikstjórnarafrek með voldugum sviðsetningum á viða- mikilli sögu. Eftirminnilegust er þó leikur Jack Nicholsons í hlut- verki leikritaskáldsins Eugene O’Neill sem verður vinur Reeds og elskhugi Bryants og ekki síst stór- brotin myndataka Vittorio Storaro.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.