Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 8
8 sÝniiiynrsalir Listsýningarsalur Myndlistarskólans á Akureyri: Á laugardag opnar sýning i samvinnu viö Listmunahúsiö á grafískum verk- um Braga Ásgeirssonar. Lýkur 4. september. Ásmundarsafn: Nú er hver að veröa siðastur aö sjá yfirlitssýningu á höggmyndum Asmundar Sveinssonar mynd- höggvara. Sýningunni lýkur 31. ágúst og er opin kl. 14—17 alla daga nema mánudaga. Mokka: Sýning á verkum eftir Hönnu Jórunni Sturludóttur. Árbæjarsafn: Opið kl. 13.30—18. Sýning á gömlum Reykjavikurkortum. Á sunnudag kl. 16 leikur Einar Einarsson á gitar í Eimreiöarskemmunni. Þaö verður aö segjast aö kaffiö bragðast einkar vel. Munið strætó nr. 10 frá Hlemmi. Bókasafn ísafjarðar: Nú stendur yfir sýning á málverkum og grafikmyndum eftir Daða Guö- björnsson. Sýningin er opin á opnunartímum safnsins og stendur yfir til 3. september. Listasafn alþýðu: Á laugardag opnar sýning á verkum Sigurðar Þoris og Ingibergs Magnús- sonar. í tengslum viö sýninguna kem- ur út Ijóðabók eftir Pétur Hafstein Lárusson með myndskreytingum eftir Ingiberg. Opið 14-22 um helgar, 16-22 virka daga, lokaö á mánudögum. Nýlistasafnið: Samsýning Einars Garibalda Eiriks- sonar, Georgs Guöna Haukssonar, Óskars Jónassonar, Sigurlaugs Elíassonar og Stefáns Axels Valdi- marssonar stendur yfir til 28. ágúst. Opiö 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. Kjarvalsstaðir: Sýningarsalirnir veröa lokaöir um helgina en á mánudag og þriðjudag er ráðstefnan „Norrænn bygginga- dagur“. Norræna húsið: „Norrænt landnám og búseta á Grænlandi til forna" er yfirskrift sýn- ingar í kjallara. Henni lýkur á sunnu- dag. Menningarmiðstöðin Gerðubergi: Til mánaðamóta veröa sýnd verk i eigu Listasafns alþýöu. Listmunahúsið: Á laugardag opnar sýning Eyjólfs Einarssonar á olíumyndum og vatns- litamyndum. . Sýningunni lýkur 11. september. Gallerí Langbrók: Kristján Kristjánsson sýnir 30 myndir unnar í pappír með collage, túss og vatnslitatækni á þessu og siðasta ári. Verkin byggjast öll á hugmyndinni „póstkort" og greinast i þrennt: Þá, nú og þegar, draumur og veruleiki. Á sýningunni eru einnig sérunnin plaköt. Verkin eru öll til sölu og sýn- ingunni lýkur 29. ágúst. Gallerí Vesturgata 17: Sölusýning á verkum félaga í List- málarafélaginu. Sýningarsalurinn „fslensk list" er opinn virka daga kl. 9-18 Ásgrímssafn: Sumarsýningin í fullum gangi. Opiö daglega kl. 13.30-16, nema laugar- daga. Þá er lokað. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a: Nýtt gallerí gamalreyndra lista- manna, sjö talsins. Þeir sýna og selja skartgripi, grafik, leirmuni, málverk, skúlptúr, fjölva, handprjónaðar flikur og fleira. Opiö virka daga kl. 12-18. Gallerí Lækjartorg: Aöalsteinn Vestmann opnar sýningu laugardag 27. 8. kl. 15:00 á vatnslita og pastelmyndum. Sýningin opin til 4.9. Opiö 14-18 nema fimmtud. og sunnud. 14-22. Stúdentakjallarinn: Kristján Steingrímur Jónsson og Ómar Stefánsson opna málverkasýn- ingu á föstudag. Verkin eru eingöngu svokallaöar samvinnumyndir. f tilefni sýningarinnar mun koma út bók meö verkum þeirra félaga. Bogasalur: Myndir úr Islandsleiðöngrum og fleira nýtt. Opiö alla daga kl. 13.30-16. Sýningin stendur út ágúst. leikliús Stúdentaleikhúsið: Elskendurnir í Metró í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar verða i síðasta sinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Lokapunktur sumardagskrár- innar eru tónleikar og stórmikið ball á laugardaginn f Félagsstofnun stúdenta. Húsiö opnar kl. 21.30. Tjarnarbíó: Light Nights á fimmtudag, föstudag, laugarday og sunnudag kl. 21. Fimmtudagur 25. ágúst 1983 Helgai----- . pósturinn I upphafi var... hvað? í upphafi var kenningin og síð- an komu listamennirnir og fylgdu henni. Ekki er hægt að segja þetta um íslenska list. Hins vegar er hægt að segja: Fyrst fóru lista- menn að vinna svona og svona í útlöndum og svo fóru listamenn hérna að vinna svona og svona. Og þetta á ekki aðeins við um listamennina heldur þjóðlífið allt. Það er að mestu leyti eftiröpun fremur en líking eða það starfi í anda einhvers, eða einhverrar kenningar um lífs- eða þjóð- félagsform. Auðvitað er þetta ekki almenn- ingi að kenna. Almenningur hef- ur alltaf verið og er saklaus á öll- um tímum. Sökina er ævinlega að finna hjá valdastéttunum, menntamönnum, þeim sem hljóta há laun eða andleg laun. Þótt andleg laun til að mynda lista- mannsins geti verið lægri en laun verkamannsins þá eru þau engu að síður hærri, og listamaðurinn ætti að vera minnugur þess. Listamaðurinn má aldrei hugsa sem svo: Þetta er ágætt á íslenska vísu. Sem íslensk kvikmynd er Farið er með eðli íslensks þjóð- lífs næstum eins og mannsmorð. Og ekki er fráleitt að halda því fram að hér fari fram hægt og síg- andi en ákveðið þjóðarmorð. Einstaklingarnir og þjóðin næst- um í heild sættir sig við það að veltast einhvern veginn áfram í líf- inu, líklega vegna þess að hún mundi aldrei nenna að velta sér í gröfinni hvað sem á gengi á grundunum fyrir ofan hana: á hinni grænu torfu þar sem við kúrum öll, hundóánægð og hálf- biluð, síkvartandi og emjandi og vætum varir okkar með kók en bragðbætum með súkkulaðikexi. þessi mynd ekki sem verst. Bókin er vel yfir meðallagi að gæðum miðað við íslenskar bækur sam- tímans. Lfm íslenska list og menningu og þjóðlíf gildir ekkert sérmat, og að hafa sérmat fyrir sjálfan sig er að afsaka visst dáðleysi. Höfuðvandamál íslenskrar menningar og þjóðlífsins alls er hvað almenningur gerir litlar kröfur, hvað menntastéttirnar eru með mikla linkind við verk sín. í raun er hægt að bjóða almenningi allt, ekki bara í Iistum og menn- ingu heldur líka hvað það áhrærir sem mölur og ryðið eyða. Hvarvetna er list fleygt yfir almenning eins og hann væri hundur sem slafrar allt í sig, sísvangur eða hreinlega tauga- veiklaður og finnur því fróun í lát- lausu áti, andlegu og líkamlegu; en þó finnur þjóðarhundurinn mesta fróun i því að éta sjálfan sig innan frá: í sjálfseyðingarhvöt- inni. Sumir eru þó með smávegis andóf. í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýning nokkurra ungra manna. Hægt er að segja um þá að þeir vinni í dúr nýja málverks- ins sem kallað hefur verið svo hér- lendis, eins og öll málverk séu ekki ný. í rauninni eru málverk af þessu tagi mannlæg málverk, i einslags mannlægum stíl, fráhverf hinu óhlutbundna málverki. Fljótt á litið virðist handbragðið vera eilífir útúrdúrar, litnum dreift á léreftið af handahófi, en við nánari aðgæslu sést að visst kerfi er í handbragðinu og að oft er á léreftinu eins konar himneskt gras, gras á himnum og yfir því er óraunveruleg birta, næstum birta dulhyggju. Hér á landi eru engir skógar, en hin þétta teikning með penslinum gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann horfa og vera staddur í hinum innra skógi mannsins, skógi hugar- heimanna. Það eru þess vegna dálítii svik við áhorfandann að einn listamaðurinn kallar verk sitt Lfnglinginn í skóginum. Það er óþarfi að segja það. Hins vegar er nafngiftin merki þess að lista- maðurinn beri ekkert traust til áhorfandans, líti á hann sem blinda moldvörpu. Enginn maður er í eðli sínu blindur á neitt, hvorki á list né annað, en hálf- menntunin veldur því að flestir þykjast hafa vit sem slær hálf- blindu á augu margra og úr munninum gýs þá hrokafullur hávaði, en ekki spámannleg og upphafin og torráðin andagift. Hin þétta teikning, í Iíkingu við grasið, er talsvert algeng í list sam- tímans. Hér stunda það hand- bragð ýmsir listamenn, Hringur, Valgerður Bergsdóttir, Edda Jónsdóttir og Asgerður Ester í vefnaði sínum, vegna þess að hún notar oft hrosshár eins og strik dregin með blýanti; hún teiknar út fyrir flötinn, vefur fyrir utan vef- inn og er ævinlega teiknari. Áhrifa frá henni gætir líka í verk- um unga mannsins sem málar þrí- hyrninga. Þetta innra samræmi og áhrif bendir til þess að lögð sé ríkari áhersla á kennslu í listfræði en áður var í skólum, og að farið sé að brjóta alvarlega heilann um samhengið í íslenskri málaralist. Farið er að gæta talsverðra áhrifa frá eldri íslenskum málurum meðal yngri málaranna, án þess þeir geri sér grein fyrir því. Þeir halda að þeir sæki allt til útlanda, til þess sem er efst á baugi, og þá í gegnum myndir í blöðum, en hið íslenska sem fyrir er er farið að Frá Saffó til T.S. Elliot — Ljóðaþýðingar Helga Hálfdánarsonar Helgi Hálfdanarson: Erlend Ijóð — frá liðnum tímum. Ljóðaþýðingar. 328 bls. Mál og menning 1982. Helgi Hálfdanarson hefur síð- ustu áratugi verið afkastamesti og vandvirkasti þýðandi erlendra góðbókmennta á íslenska tungu. Þýðingar hans á leikritum Shak- espeares eru einar sér þrekvirki, en auk þeirra hefur hann þýtt mörg leikrit frá grísku gullöld- inni. Einnig hefur hann sent frá sér fimm bækur með ljóðaþýð- ingum: Handan um höf (1953), Á hnotskógí (1955), Undir haust- fjöllum (1960), Kínversk ljóð frá liðnum öldum (1973) og Japönsk ljóð frá liðnum öldum (1976). Nú hefur Mál og menning gefið út þýðingarnar í þremur fyrstu bókunum ásamt með nokkrum öðrum ljóðaþýðingum eftir Helga sem birst hafa í tímaritum eða hafa ekki birst áður. Ekki eru þó með ljóð frá Kína og Japan, því þau hafa verið felld inn í síðustu tvær bækurnar. í Erlend Ijóð er ljóðunum rað- að upp eftir löndum, nokkurn- veginn eftir nálægð þeirra við ís- land, en síðan er ljóðum frá hverju landi raðað eftir tímaröð. í bókinni eru Ijóð frá einum sextán löndum og höfundar eru tæplega 150 frá síðustu 2500 ár- um. Það þarf því engan að furða á því að í þessari bók gætir ótrú- legrar fjölbreytni. Er þar bæði um að ræða fjölbreytni í viðfangsefn- um og tjáningaraðferðum, ljóð- máli og brag. Ljóðin eru allt frá því að vera angurvær eða harm- þrungin yfir í gáskafull ástar-og gleðiljóð og enn yfir í hrein kersknis-og háðkvæði. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að segja að í þessari bók sé að finna ljóð sem spanni nær allan skala mannlegra tilfinninga. Það eru í meginatriðum þrjár aðferðir sem ljóðaþýðendur nota þegar þeir færa Ijóð af einu tungumáli yfir á annað. Hin fyrsta er sú að yrkja ljóðin uppá nýtt eftir því sem andinn innblæs þýðanda og gæta þá fyrst og fremst trúnaðar við efnislegt og tilfinningalegt innihald ljóðsins. Nota þá þýðendur þá bragarhætti sem þeim hentar best og það orð- færi sem þeir vilja án þess að láta fyrirmyndina hafa alltof mikil á- hrif á sig. Sem dæmi um þýðingar af þessu tagi má nefna þýðingar séra Jóns á Bægisá og Benedikts Jónssonar Gröndals frá því í kringum aldamótin 1800 en þeir voru báðir frumkvöðlar í að þýða erlendan kveðskap á íslensku og notuðu mikið bragarhætti eddu- kvæða. Önnur aðferð er sú að reyna að halda trúnaði við orðfæri frum- textans og ljóðmál en láta braginn mæta afgangi. Þriðja aðferðin er síðan sú að leitast við að halda fullum trúnaði við hvorttveggja í senn ljóðmál og brag. Allar þessar aðferðir geta útaf fyrir sig verið fyllilega boðlegar og til eru snilld- arþýðingar eftir öllum þessum að- ferðum. En þrátt fyrir allt held ég að þriðja aðferðin sé vandasöm- ust, því þar er reynt að halda til haga í þýðingunni öllum megin- þáttunum sem skapa eitt ljóð. Helgi Hálfdanarson notar yfir- leitt við þýðingar sínar þriðju að- ferðina. Þegar blaðað er í gegnum þýð- ingar hans verður maður hvað eft- ir annað furðu lostinn yfir valdi hans á bragarháttum og ljóðmáli. En í rauninni rekur mann ekki í rogastans fyrr en farið er að bera þýðingarnar saman við frumtext- ana. Þá fyrst gerir maður sér fylli- 8.IOKVAKI* Föstudagur 26. ágúst 20.35 Á döfinni. Er hún Birna virkilega komin með nýjan gæja? Sá heppni heitir Siggi Gríms. Hann stjórnar upptökunni.Égsitbarastjarfureins og alltaf. 20.45 Steini og Olli. Farið hefur fé betra. Þeir eru nú loksins komnir i konurík- ið. Enda er þetta lokaþáttur. Þaö var svosem auðvitað. 21.05 Mlð-Amerfka. Ögmundur Jónas- son fréttamaðurinn með skeggið stjórnar þætti þar sem sýndar verða myndir og rætt við fólk, sem hefur vit á málinu. Kjaftshögg á Ronní Rekann. 21.50 Sjöunda hulan (TheSeventh Veil). Bresk bíómynd, árgerð 1945. Leik- endur: James Mason, Ann Todd og Herbert Lom. Leikstjóri: Compton Bennett. Allar deildir í lagi i þessari mynd um unga konu sem flýr und- an kröfuhörðum frænda og finnur sér elskhuga. Þegar við komum til sögu er hún að reyna að drekkja sór en sálfræðingurinn reddar öllu með þvi að hlusta á sögu hennar. Stúlk- an er píanisti. Laugardagur 27. ágúst 17.00 (þróttir.Bjarni Felixson.er orðinn ein af stofumublunum. Hann er orðinn slitinn hjá mér. 20.301 blíðu og strfðu. Ameriskur indíánaflokkur ræðst á hvfta mann- inn og segir: ahúgah! 20.55 Rokk i Reykjavík II. Alíslensk kvik- mynd, árgerö 1981, örlítið stytt. Stjórnandi: Friörik Þór Friðriksson. Loksins. Einhver merkilegasta mynd síðari ára á Islandi, góður vitnisburður um fagra æsku. Synd að þeir skyldu klippa úr henni. Sannleikurinn er oft erfiður. Merki- legt framtak hjá sjónvarpinu. 22.20 39 þrep (39 Steps). Bresk bíó- mynd, árgerð 1935. Leikendur: Robert Donat, Madeleine Carroll. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Undur og stórmerki. Unaðsstundir kvik- myndafílsins. Söguhetja sem flæk- ist inn í net njósna og þarf aö fela sig frá réttvisinni, sem stundum er ansi þefvís. Frábær mynd þrátt fyrir háan aldur. Sunnudagur 28. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. Kobbi Hjál- mars er enn við sama heygarðs- horniö: Aö reyna að kristna kristna þjóö. 18.10 Amma og átta krakkar. Norske gutteviser om amme gamle og otte ungerne i skogen og marken. '18.30 Frumskógarævintýri. Sænsk borgarbörn reka upp stórar glyrnur. Hvaða dýr er þetta mamma? Þetta er nú pappírstígurinn börnin mfn góð og þarna er sósialrottan. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Hallelelele- lele.. hvað? 20.45 Úr forsetaför. Þetta mun vera fréttaþáttur í umsjón Hermanns Sveinbjörnssonar um ferð forseta islands vestur á firði fyrr í sumar. Staldrað viö á mörgum og skemmti-. legum stöðum og talað víö ‘ skemmtilegt fólk. 21.00 Amma og himnafaðirinn. Jesús minn. Nú er sænska amman llka komin. Nýr myndaflokkur um gamla konu sem rifjar upp fortíðina á eintali við sjálfan guð. Þeir eru máttugir I Sverige. 22.00 Við slaghörpuna. Hver er svo aö tala um aö skandínavófílar séu afskiptir? Þaö hefur ekki verið hægt að þverfóta fyrir frændgarðinum í dag. Hér er það danskur skemmti- þáttur og blessi okkur guð, eins og ömmu gömlu frá Sviþjóð. Tónlist og rabb og brandarar. IITVAKP Föstudagur 26. ágúst 8.25 Morgunorð. Hilmar Baldursson segir okkur stutta dæmisögu úr daglega lífinu. Tónlistin er stundum falleg. Alltaf falleg. 8.40 Tónbilið. Annar kynnir eftir á en hinn fyrirfram. Hvar er samræmi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.