Helgarpósturinn - 25.08.1983, Síða 9

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Síða 9
Jjin%tl irínn Fimmtudagur 25. ágúst 1983 9 „Andinn villist fremur á flatneskju en í furðuheimum skóganna,“ segir Guð- bergur m.a. í umsögn sinni. hafa sín heillavænlegu áhrif. íslenskir listamenn eru að festa rætur smám saman í íslenskri list. Hins vegar væri verðugt við- fangsefni að athuga hvernig litir litmynda af málverkum hafa haft áhrif á litanotkun íslenskra lista- manna. Sjálfur man ég að þegar ég komst til útlanda og fór að sjá málverk eins og þau eru í lit í raun- inni, þá ætlaði ég aldrei að losna við úr augunum eða hinni innri sýn litina á sömu málverkum á litprentuðum myndum í Skyra- bókunum, þeim listaverkabókum sem fölsuðu litina en komu manni í snertingu við þann heim sem á málverk meistaranna í söfnum. Ég reyndi að hrista Ijósmyndalit- ina eins og sand úr augunum. En eftir að raunverulegir litir mál- verks hafa komist inn í augað verða þeir aldrei út hristir, heldur hafa þeir áhrif á allt líf manns og auka birtu. Unglingarnir í skóginum sem sýna mannlæg málverk og eru all- ir í mannlæga málverkinu eru: Sigurlaugur, Óskar, Einar, Stefán, Axel, Georg og Guðni. Auðvelt er að vera unglingur í skógi en vandinn hefst þegar komið er úr skóginum út á flat- lendið sem maður á miðjum aldri. Aldrei skildi ég hvers vegna Dante villtist í skógi en ekki úti á flat- lendinu, í sinni Divina Comedia. Andinn villist fremur á flatneskju en í furðuheimum skóganna. Helgi Hálfdánarson Iega grein fyrir snilldarbragði þýðinganna. Reyndar er eign mín á frumtext- um þeim sem Helgi þýðir eftir á- kaflega tilviljunarkennd, en þar sem lýsingarorð verða hálf hlægi- leg þegar verið er að lýsa verki Helga ætla ég að bregða á það ráð að sýna hér tvö dæmi úr tungu- málum sem ætla má að flestir skilji. Fyrst er hér upphaf að ljóði eft- ir danska átjándualdarmanninn Johan Herman Wessel sem heitir Til digterens hustru: Du, som jor din og min Plaseer, Og hidindtil for intet meer Hos mig har sovet! Du, som jeg svoer en evig Troe Ogjevnlig afhrudt Natteroe For prœst har lovet — í þýðingu Helga heitir kvæðið Kvöldræða til konu minnar (bls. 42) og er upphafið þannig: Þú, sem til gamans þér og mér til þess bjósl mér seeng hjá þér sem nœturgesti! Þú, sem ég ástar-tryggð og traust og trufluð náttgrið sór eitt haust hjá sóknarpresti — í þessu dæmi má glöggt sjá hvernig bragnum er haldið full- komlega um leið og haldið er full- um trúnaði við orðfæri skáldsins. Hitt dæmið sem ég ætla að taka er eftir sjálfan Shakespeare og heitir kvæðið It Was a Lover and His Lass. Fyrsta erindið er svona: It was a lover and his lass, With a hey, and a ho, and hey nontno, Thal o’er the green cornfield did pass In the springtime, the only pretty ring time, When birds do sing, hey ding a ding, ding: Sweet lovers love the sþring. Hjá Helga heitir kvæðið Um stelpu og strák (bls. 140) og er fyrsta erindið á þessa leið: Um unga stelpu og strák ég veit syngjum hce, syngjum hó, syngjum hœ-dillidó! á grœnum akri i sumarsveit er fuglar syngja og klukkublómin klingja við lauf og lyng hæ-ding-ding-ding! um ástir allt i kring. í þessu dæmi sést glöggt hvern- ig hrynjandi og jafnvel rími er haldið í þýðingunni. Þessi dæmi eru eins og framan greinir tekinaf handahófi óg ekki endilega vegna skáldlegs gildis þeirra heldur til þess að sýna hið óvenjulega vald sem þýðandinn hefur á verki sínu. Erlend ljóð frá liðnum tímum er bók sem vel er gengið frá af for- lagsins hálfu, prentuð á vandaðan pappír og í góðu bandi enda full þörf á því, þar sem hér er ekki um að ræða bók sem mun rykfalla í hillu heldur mun hún verða til langvarandi handfjötlunar öllum ljóðaunnendum. (Frumtextarnir eru teknir úr Dansk lyrik frá folkevisen til Jens Baggesen. Red. Carl Berström- Nielsen. Gyldendals traneböger, 1967 (bls. 194) og Immortal Poems of the English Language. Ed. Oscar Williams. 23. pr. Wash- ington Square Press, N.Y. 1969 (bls. 50).) hlutanna? Hvers eiga hlustendur að gjalda? Hvort er þetta góður þáttur? 10.35 Mér eru fornu mlnnin kær. Einar Kristjánsson bóndi, fræðimaður og rithöfundur frá Hermundarfelli og tengdafaðir Helgarpóstsins er hress maður og kátur. Hallast krafs- iö hans til vinstri? Lifir hann í fortíö- inni? 11.35 Sorgarsaga úr gleðinni. Kristinn R. Olafsson, Madrid, les fyrri hluta eigin sögu. Skemmtilegur maður Kristinn R. Ólafsson, Madrid. 17.05 Af stað. Tryggvi Jakobsson leggur í hann í lögreglufylgd. Minna má þaö nú ekki vera. 17.15 Upptaktur. Gummi Ben segir nokk- ur pen orð. 22.35 Ástvinurinn. Fyrrum okkar maður i Lundúnum les eigin þýöingu á við- frægri skáldsögu. Páll Heiðar? Vænsti maöur. Laugardagur 27. ágúst 8.20 Morguntónleikar. Karajan fer i karavan og plaskitó syngur á dómingó 10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa Guöjóns- dóttir kynnir lögin og þakkar áhug- ann. 11.20 Sumarsnældan. Sigriöur Eyþórs- dóttirer nokkuö oft I útvarpinu. Ekki kvarta ég. Hún er skemmtileg mjög og góö viö börnin. 13.40 fþróttaþáttur. Hermann er engum líkur, engan svíkur, fór til Keflavíkur og varð ofsalega rikur. 15.10 Listapopp. Gunnar Salvarsson er sem betur fer vaknaður. Þá þarf ég ekki að vaka eftir honum. Svona til að vera vel popplýstur. 16.20 Staldrað við í Skagafirði. Jónas Jónasson er enn að gera við dekk- ið. Fáðu þér betri bíl Jónas. 20.30 Sumarvaka. Það sagöi mér ólyg- inn, aö lifið i Reykjavik væri undar- legt. Ég er farinn að trúa honum. Furðuleg þjóð og framsækin. 21.30 Á sveitalínunni. Hilda Torfadóttir laugar sig upp úr brakinu og andstyttum sveitunga sinna. Vesl- ings konan. Af hverju flyst hún ekki I bæinn? 23.00 Danslög. Ég dansa vel, fyrrum sjálfsmeistari í tangó. Geri aðrir betur. Sunnudagur 28. ágúst 10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson rekur garnirnar úr Gunnlaugi Þórð- arsyni. Og þarf nú ekki mikið til. 11.00 Messa. Safnaðarheimili Langholts- sóknar er vænsti staður, viöar- klæddur með góðum prestum. 13.10 Sporbrautin. Orn Ingi og Óli H. Torfa fljúga hærra og hærra. 14.00 Franz Joseph Delenhardt. Þýskur trúbadúr. Guðni Bragason og Hil- mar Oddsson segja frá. 16.25 Sorgarsögur úr gleðínni. í annaö sinn frá Madrid. 18.00 Það var og. Og hananú. Þráinn á Kisu en Kisa er ekki köttur. 23.00 Djass. Jón Múli ráfar á milli Chic- ago og New York eins og gyðingur- inn gangandi. Veit ekki hvar hann á höföi sinu að halla. Ilíóill ★ framúrskarandk ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góú ★ þolanleg 0 léleg Bíóhöllin: *** Utangarösdrengir. (The Outsiders). Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Kathleen Knutsen Rowell eftir bók S.E. Hinton. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Carm- en Coppola (faðir leikstjórans). Leikendur: C. Thomas Howell, Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Þetta er spennandi strákasaga meö slagsmálum, sorg, hetjudáöum og dauöa. Og svo auðvitað stelpum, þeim miklu örlagavöldum. — LÝÓ. Allt á floti. (Take this Job and Shove it). Bandarfsk kvikmynd. Árgerð 1982. Aðalhlutverk: Robert Heys, Barbara Hershey, David Keith, Art Carney, Eddie Albert. Leikstjóri: Gus Trikonis. Þessi grínmynd fjallar um bjórbrugg- araog lögmál frjálsrarsamkeppni hiö vestra. Svartskeggur (Blackbeard's Ghost) Bandarisk kvikmynd. Aöalhlutverk: Peter Ustinov, Dean Jones ofl. Grínmynd um sjóræningjann Svart- skegg sem skýtur upp kollinum eftir 200 ára dvala. Einvígið (The Challenge) Banda- risk. Árgerö 1982. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Toshlro Mifune. Leik- stjórl: John Frankenheimer. Myndin fjallar um einfara sem lendir óvart í striði milli tveggja bræðra. Sú göldrótta. (Bedknotes and Broomsticks) Walt Disney mynd. Aðalhlutverk: Angela Lansbury og Roddy McDowell. Leikstjóri: Robert Stevenson. i þessari er einn sá mesti kappleikur sem sést hefur lengi. Myndin er bæði leikin og teiknuð. Merry Christmas Mr. Lawrence. Japönsk-bandarfsk, árgerð 1983. Handrlt Nagisa Oshima og Paul Meyersberg eftlr skáldsögu Sir Laurens van der Post.Aöalhlutverk: David Bowie, Tom Conti, Ryuichi Sakomoto, Takeshi, Jack Thomp- son. Leikstjóri: Nagisa Oshima. ,,Það er Japaninn Oshima sem gerir myndina og finnst mér hann halla full- mikið á sína eigin landsmenn og finnst mér það varla nægja sem skýr- ing, aö myndin byggist á vestrænni bók... Óskandi væri að Oshima og félagar hans fengju aö gera ekta jap- anskar myndir i Japan en þangað til er gott að þeir féi að æfa sig á fnynd- um klæðskerasaumuðum fyrir vest- rænan markaö" * * * — LÝÓ. Atlantlc Clty. Bandarfsk kvikmynd, árgerö 1981. Leikendur: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Lelk- stjóri: Louls Malle. * * * Bekkjarklfkan. (National Lampoons Class Reunion). Bandarfsk, árgerð 1983. Leikendur: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren. Lelkstjóri: Michael Miller. Þessi mynd er framhald Delta klik- unnar sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Nú á klikan 10 ára afmæli og taka þá hinir fyndnustu hlutir að ger- ast. Regnboginn: Annar dans (Andra Dansen).Sænsk kvikmynd, árgerö 1983. Aöalhlut- verk: Kim Anderzon, Lisa Hugoson og Sigurður Slgurjónsson. Lelk- stjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Myndin sem beðið hefur verið eftir, fyrsta kvikmynd Lárusar Ýmis í fullri lengd. Segir frá tveimur ungum kon- um, sem ferðast saman i bifreiö norð- ur Sviþjóð. Á leið sinni hitta þær fólk af ýmsu sauðahúsi. Með atlt á hreinu. íslensk árgerð 1982. Lelkendur: Stuðmenn, Grýi- urnar og Eggert Þorleifsson. Leik- stjóri: Ágúst Guömundsson. Söngva- og gleðimyndin endursýnd. * * * * Á hjara veraldar. Islensk, árgerð 1983. Leikendur Helga Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Þóra Friðriks- dóttir. Leikstjóri: Krlstin Jóhannes- dóttlr. Þessi magnaða kvikmynd endursýnd. * * * Hreinsað til I Bucktown. Bandarlsk kvlkmynd. Aðalhlutverk: Fred Williamson og Pam Grier. Full af lifi. Einfarinn McQuade (Lone Wolf McQuade) Amerfsk, árgerð 1983. Leikstjórl: Steve Carver. Aðalhlut- verk: Chuck Norris, David Carra- dine og Barbara Carrera. Splunkuný hasarmynd. Tataralestin (Caravan Vaccares) Bandarfsk. Byggð á sögu Alistalr MacLean. Aðalhlutverk: Charlotte Rampllng, David Birnay, Michael Lonsdale. Austurbæjarbíó: Grimmlyndagreifafrúin. (The Wick- ed Lady). Ensk kvikmynd. Árgerö 1983. Aðalhlutverk: Fay Dunnaway og Alan Bates. Leikstjóri: Michael Wínner. Myndin byggir á sannsögulegum at- burðum. Greifafrúin læöist út um nætur og myröir ferðamenn sem veröa á vegi hennar. Laugarásbíó: *** Húsið. íslensk, árgerö 1983. Aðal- hlutverk: Lilja Þórisdóttir og Jó- hann Sigurðarson. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Já, myndin um dularfulla húsið er endursýnd. E.T. Bandarísk, árgerð 1983. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Ævintýralega myndin um skrýtnu ver- una. Þaö þarf ekki aö viöhafa hér fleiri orð. Háskólabíó: * * * Rauðliðar (Reds)— Sjá umsögn í Listapósti. Nýja bíó: * * * Sjónvarpsdraugurinn (Poltergeist) — Sjá umsögn í Listapósti. Tónabíó: * * Dr. No. Bresk. Aðalhlutverk: Sean Connery og Ursula Andress. Leik- stjóri: Terence Young. Þettaer fyrsta James Bond myndin og hefur hún tekist ótrúlega vel. Stjörnubíó: *** Gandhl. Bresk-indversk kvlkmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Lelkendur: Ben Kingsley, Candlce Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. „Prýðiskvikmynd sem er töng, en ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam- tlmasögunnar, sem er fegrun, ekki lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt aö liöa bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn að skrifta." — LÝÓ. Hanky Panky. Bandarísk. Aðalhlut- verk: Gene Wilder, Gilda Radner, Richard Widmark. Leikstjóri: Sid- ney Poitler. Saklaus maöur flækist inn I glæpa- mál og tekur nú ýmislegt að gerast. Tootsie. Bandarfsk kvikmynd, ár- gerð 1983. Lelkendur: Dustfn Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjóri: Sldney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum i aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur Iftið gleöitár i auga þegar upp er staðið. * * * — LÝÓ toiilisf Árbæjarsafn: Á sunnudag kl. 16 leikur Einar Einars- son á gltar i Eimreiöarskemmunni. Stúdentakjallarinn: Djasstónleikar. Hrægammarnir leika 9-11:30 sunnudagskvöld. Safarí: Baraflokkurinn leikur á fimmtudags- kvöldið. Hótel Borg: Baraflokkurinn leikur á föstudags- kvöldið. Félagsstofnun stúdenta: Baraflokkurinn leikur á laugardags- kvöldiö. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Á mánudaginn kl. 20.30 heldur Nýja strengjasveitin tónleika undir stjórn Josef Vlach, sem er tékkneskur og aðalstjórnandi Tékknesku kammer- sveitarinnar. Flutt verða verk eftir Purcell, Mozart, Janacek og Britten. Bústaðakirkja: Nýja strengjasveitin undir stjórn Vlach leikur á þriðjudaginn kl. 20.30 verkeftir Purcell, Mozart, Janacekog Britten. Skálholtskirkja: Manuela Wiesler flautuleikari leikur verk eftir M. Marais, Magnús Blöndal Jóhannsson og S.E. Báck, á laugar- dag og sunnudag kl. 15. viélinréir Blómaval, Sigtúni: Rósasýning um helgina.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.