Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ¦Jnn<^ti irínn tóteá/" Islandsdjass að hausti Þá gengur september brátt í garð og skólar byrja hér sem annarsstaðar. Margur ungliðinn í djassi sest á skólabekk í Jazzdeild Tónlistarskóla FÍH og sumir halda erlendis. Á þriðjudag í síðustu viku lék Ungherjasveit ísiandsdjassins í síðasta sinn á þessu ári. Sigurður Grétarsson áfram ytra en heyrst hefur að saxafónblásarinn Stefán Stefánsson sé á heimleið. Þriðji ungherjinn, Björn Thoroddsen, verður heima í vetur en lítil von er til þess að Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson leiki fyrir okkur hinn hefðbundna djass að sinni. Rafmagnið þeirra Flosason er floginn til Blooming- ton í Indiana (Back home again hljómagangurinn hljómaði hjá þeim í Donnu) og Tómas R. Einarsson er stiginn á skipsfjól ásamt tveimur kontrabössum og siglir hraðbyr til Kaupmanna- hafnar, þarsem hann mun sitja í einkatímum hjá dönskum djass- virtúósum og hóptímum á Mont- martre. Nokkrir djassleikarar nema enn á Beerkley (sem nefnist Berklahælið meðal innvígðra) og verða Gunnar Hrafnsson og Pétur hljómar nú í djassklúbb Ronnie Scott. Það var dálítið gaman að hlusta á Sigga, Bjössa og Tómas R. ásamt gömlu kempunni Guð- mundi Steingrímssyni þarna á þriðjudagskvöldið og þeir lögðu meirað segja í að leika Giant Steps Coltranes sem er ekkert hljóma- meðfæri barna. Þar gekk á ýmsu — en sveltur sitjandi kráka. Björn Thoroddsen Iærði mikið i djassskóla Guðmundanna og ég er ekki frá því að það sem Sigurð Sigurður Flosa- son, Tómas Ein- arsson og Björn Thoroddsen í fullri sveiflu. Flosason skorti fyrst og fremst sé að leika með þeim gömlu. Nýja kompaníið var fersk og skemmti- leg hljómsveit á stundum en þar vantaði alla undirstöðu í djassleik — Tómas hefur t.d. tekið stórstíg- um framförum síðan og trúlega er það ekki síst Lúxemborgarreisum hans með Guðmundi Ingólfssyni að þakka. Það er hlutverk hinna eldri að þjálfa æskublómann. Guðmundur Ingólfsson leit við í Kjallaranum þetta þriðjudags- kvöld og var á leið útí heim sem píanisti á Eddunni daginn eftir. Hann lék nokkra ópusa með drengjunum og mikið var hægi blúsinn hans fallegur. öll reynsla hans kristallaðist í einföldu titr- andi tónhlaupi hægri handar- innar. Þetta hefði hann aldrei getað leikið á rafflýgilinn sinn! Það verður trúlega með dauf- ara móti yfir íslandsdjassinum í vetur. Vonandi fáum við þó að heyra oftar í Bigbandi '81 en á síðasta vetri og skölahljómsveit- um úr FÍH. Kristján Magnússon verður með kvartett sinn í fullu fjöri enda gefst sá piltur seint upp. Hann mun leika í Djúpinu í kvöld og er vonandi að Jakob veitinga- maður á Horninu geti fjölgað djasskvöldunum í vetur. Það er staðurinn fyrir djassgeggjarana að snæða á, stinga sér síðan niðrí Djúp þarsem meltingin gengur vel við dynjandi sveiflu og lauflétta skál. „Hvað er svona merkilegt við pað að vera....?" Phyllis Chesler: „About Men." The Women's Press Ltd, London, 1978. Karlmenn: skipuleggjendur og framkvæmendur hryðjuverka, fjöldamorða og stríða, hönnuðir vetnis og kjarnorkusprengja, en þó svo óöruggir og smáir að þeir þurfa konur, sem spegla þá, sýna þá í tvöfaldri stærð eins og Virg- inia Woolf hefur réttilega komist veikleikum sínum. Karlmenn í samfélagi feðraveldis, fæddir til eignaréttar og drottnunar yfir konum sínum og börnum. Þetta undarlega kyn, sem ég sjálfur til- heyri, er viðfangsefni bókar Cheslers. Chesler, sem er banda- rískur sálfræðingur og femínisti og höfundur bókarinnar „Women and Madness" fer á kostum í þessu verki, sem að hluta til er sjálfsævisögulegt, byggir á grein- {r/i/enda'i é{&&u/i að orði. Karlmenn; synir karl- manna, feður karlmanna, dýrk- endur styrkleika, valds og ofbeld- is, en þó svo veikir, að þörfin fyrir ást og viðurkenningu einhverra móðurímynda (kvenna) endur- speglast í öllum athöfnum þeirra. Karlmenn, sem eru sýknt og heil- agt að berast á banaspjótum, keppa við og óttast aðra karlmenn og trúa konum fyrir leyndustu ingu hennar á eigin uppvexti og lífi, tengslum við föður, elskhuga, eiginmann og enn aðra elskhuga, að hluta til fræðilegt og byggir þá á viðtölum við karlmenn, túlkun á karlahlutverki í listasögu, goð- sögnum og bókmenntum. Túlkun Cheslers bendir til ýmissa athygl- isverðra hluta hvað karllegu at- ferli viðkemur. Hún bendir á blíðuþörfina, sem kemur gjarna fram í ofsafengnum myndum, ótta karlmanna við syni sína, sem eru i heiminn komnir til að gera feðurna óþarfa, leysa þá af hólmi, flóttann undan föðurhlutverkinu og getuleysi karla til að sýna son- um sínum skilning og hlýju. Hún ræðir einnig um stríðið milli feðga, sem hún telur vera opnara og grimmara á okkar tímum en nokkru sinni fyrr og telur sig hafa komist að því með athugunum sínum, að stór hluti yngri manna hati feður sína. Hún reynir einnig að draga upp mynd af upplifun karla á þeirri mikils um verðu fasteign er getnaðarlimur nefnist og lykilhlutverki gegnir í hinni kynferðislegu sjálfsimynd sam- kvæmt lærifeðrum sálkönnunar- innar. Einhver athyglisverðasta tilgáta Cheslers er sú að hin mikla útbreiðsla samkynhneigðar á okkar tímum sé í raun ekki kyn- ferðislegs eðlis, heldur sé um að ræða neyðaróp karlmanna á dýpri og nánari snertingu við aðra karl- menn og að likamlcg og/eða sál- ræn fjarvera feðga á mótunar- skeiðum lífsins ' ásamt með grimmd og ofbeldishneigð þeirra valdi þar mestu um. Bók Cheslers er fróðleg lesning og temmilega laus við „Freudísk- an" rétttrúnað til að vera einnig skemmtileg. En hún er full af dæmum um ofbeldi og skefjaleysi í hversdagslífinu og hentar trauðla þeim, sem vilja halda á- fram að trúa því, að. líf nútíma- fjölskyldunnar sé bara dans á rós- um, stiginn í sátt og samlyndi og undir sálmasöng. Shere Hite: „The Hite Reþort on Male Sexuality." Ballantine Books, New York, 1982. „Mér hefur verið kennt að sýna ekki tilfinningar mínar. Einu sinni er ég átti í stríði við ástkonu mína varð ég sjúkur í öllum lík- amanum af tómri vanlíðan. En ég sagði engum frá af hverju mér leið svona illa. Stundum hegða ég mér eins og vélmenni þó mér líði í rauninni ekki þannig" Hite, s. 60. „Það er erfitt að vera karlmað- ur. Þú ert lítill drengur með smá tilla og þú pissar í rúmið, stór kona, sem gætir þín og á kvöldin kemur stór maður, sem tekur hana frá þér. Skyndilega ertu orð- inn þrettán ára og mátt aldrei vera veikgeðja, eða hræddur. Þú átt að vera stríðsmaður, matvinnungur" s. 385. Bók Hites byggir á athugun á kynlífsvenjum stóru úrtaks Bandaríkjamanna og kvenna. Skýrslan um karlmennina hefur vakið sérstaka athygli, enda er þar fjallað um svið, sem hefur verið meira, eða minna vanrækt i kyn- lífsrannsóknum. Það hafa nefni- lega verið konur, sem umfram allt hafa vakið áhuga fræðimanna á sviði kynlíf srannsókna, og eins og við mátti búast þurfti konu til að snúa dæminu við. Skýrsla Hites hefur umtalsvert gildi sem heim- ildarverk, jafnframt því, sem hún er hafsjór af fróðleik um kynlífs- tækni og aðferðir við ástaleiki. En skýrslan afhjúpar einnig ómæld vonbrigði, brostnar vonir og bit- urleika. Það er m.ö.o. sláandi hversu þetta mikilvæga svið mannlegra samskipta virðist bundið mikilli vansæld hjá öllum þorra karla. Milli væntinga og veruleika liggur hyldýpisgjá, sem Hite sýnir okkur óspart ofan í. Ein meginástæðan fyrir vansæld- inni virðist vera skortur á getu, eða vilja til að lifa í samræmi við þær ómannlegu karlímyndir, sem vesturlensk samfélög ota að son- um sínum. Við eigum að vera karlmenn fremur en menn. En skýrslan býður einnig upp á já- kvæðar fyrirmyndir. I þeirri opin- skáu umfjöllun, sem þar er fram borin má finna ótal dæmi, sem segja okkur, að „það er ekkert gaman að ríða án þess að snert- ast" í þessum dæmum er lögð á- hersla á næmi tilfinninganna og gagnkvœm samskipti fremur en einhliða útrás. Skýrslan er holl lesning fyrir alla. Bæði þá, sem sitja fastir í stöðnuðu karlhlut- verki svo og hina, sem eru að leit- ast við að finna tilfinningum sín- um nýja farvegi. Leikrit Jökuls og fréttaaukar Jökull Jakobsson hefði orðið fimmtugur á næstunni, ef hann væri enn í þessum heimi. Ríkisút- varpið minnist hans með þvi að endurflytja fjögur útvarpsleikrita hans og er það mjög vel. í formála húsinu, þegar hún var á sviði, en i útvarpi heyrði ég oft í henni og mat hana hvað mest allra þeirra leikkvenna, sem þá voru uppi. Hún átti einkar gott með að breyta sér í unga ástfangna konu, öUtwi/iýi leiklistarstjórans sagði, að þau Þorsteinn O. Stephensen og Helga Valtýsdóttir væru þar í burðar- hlutverkum. Þorsteinn er enn á meðal okkar og gerir dulítið af því að þýða leikrit, en Helga er fallin frá fyrir all mörgum árum. Aldrei varð ég svo heppinn að vera í leik- gamla piparjómfrú og svo gamla farlama konu, eins og í Gullbrúð- kaupi Jökuls. Öllum þessum hlut- verkum skilaði hún eins og best varð á kosið. Því þótti manni sem náinn vinur félli frá, þegar hún lést. Þorsteinn Ö. er löngu orðinn skemmtilegur heimilisvinur allra landsmanna í hlutverkum margra frábærra gamalla karla, jafnt ríkra sem snauðra. í kvöld þann 25. ágúst verður flutt leikritið Af- mæli í Kirkjugarðinum, fimmtu- daginn 1. sept. Því miður frú, og fimmtudaginn þann 8. sept. lýkur svo þessum flokki með leikritinu Herbergi til Ieigu eða eitt gramm af gamansemi. Útvarpið mætti gjarnan athuga, hvort ekki væri hægt að sviðsetja leikhúsverk Jökuls fyrir útvarp, t.d. Hart í bak, sem naut fádæma vinsælda fyrir nokkrum árum, og hlustend- um skal endilega bent á að hlusta á þau leikrit Jökuls, sem eftir á að flytja. Eins og morgunbænum er skipt í tvo flokka, handbænir og vél- bænir, þá eru til tveir flokkar fréttaauka, svokallaðir auglýs- ingafréttaaukar og öðru vísi PLAYS LIVE fréttaaukar. Laugardagsfréttirnar voru stór athyglisverðar, þegar fjallað var um svo kallaða áunna ónæmisbæklun og í því sambandi var rætt við formann Homma og lesbía á íslandi. Fréttamaðurinn gerði sig hins vegar beran um að hlæja að viðmælanda sínum í einni spurninga sinna. Slíkt er ó- viðeigandi og situr síst á frétta- mönnum að hæðast að þeim, sem þeir narra að hljóðnemanum, oft á vafasömum forsendum. Ég efast stórlega um, hyaða rétt þetta við- tal átti á sér. Á sunnudaginn var ræddi svo Friðrik Páll Jónsson við Oddnýju Guðmundsdóttur í augiýsinga fréttaauka um bók hennar Orðaleppa og ljótar syrp- ur. Oddný er merkilegri kona en margir gera sér grein fyrir. Hún hefur lifað með landi sínu alla tíð og kappkostað að halda við menningu þjóðarinnar á aðallega einu sviði. En svo dapurlega vill til, að mér finnst hún hafa dagað uppi eins og einmana nátttröll. Hún hefur skrifað mikið og ort kvæði og þulur og fæst af því hef- ur verið útgefið. Nú hefur hún gefið út bók sína, þar sem hún tekur orðsóða í gegn og væri ósk- andi, að þeir, sem unna íslensku máli læsu þá bók. Hins vegar verður Oddný að athuga, að allir hlutir þróast, hvort sem er til góðs eða ills og við því er ekkert að gera eða hvað?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.