Helgarpósturinn - 25.08.1983, Page 11

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Page 11
 11 Nú er lag fyrir konurnar / bandarískum stjórnmálum ,,Mér er ómögulegt aö skilja, hvernig tvö hundruð konur, sem ekki raka á sér fótleggina, geta þóst tala fyrir munn allra bandarískra kvenna", sagði borgarstjórnarfulltrúi í San Antonio raunamæddur og átti þá við ráðstefnu bandarískra kvenna í stjórnmálum, sem haldin var þar í borginni í sumar. Blessaður karlinn! Ráðstefnan var á vegum „National Women's Political Caucus” sem munu vera samtök kvenna úr báðum banda- rísku stjórnmálaflokkunum, demokrata og repúblikana. Átta hundruð konur mættu á staðinn og í fyrsta sinn í 12 ára sögu samtak- anna var körlum boðið að taka til máls. Þeir komu líka í hrönnum: Mondale, John Glenn, Gary Hart, Alan Cranston, Ernest Hollings, — allt karlar, sem berjast nú fyrir útnefningu sem frambjóðandi demokrata við næstu forsetakosningar. Það var ekki að ósekju að þeir færu í biðilsbuxurnar og lofuðu afrek kvenna, bandarískir stjórnmálamenn hafa nefnilega komist að raun um að atkvæði kvenna skipta máli og að í þau þarf að krækja með öðrum brögðum en í atkvæði karla. Kynja- bilið. Víðtækar skoðanakannanir í Bandaríkjun- um á síðustu árum hafa leitt í ljós, að konur neyta nú kosningaréttar síns í æ ríkari mæli og að afstaða þeirra til politískra deilumála er gjörólík afstöðu karlanna. Þær hafa önnur viðhorf til hlutanna. Fyrrnend ráðstefna fjall- aði einmitt um þessi skil á milli kynjanna, sem fyrir vestan kallast „the gender gap” — kynja- bilið. Þær 800 konur, sem sóttu ráðstefnuna, eru flestar þingmenn, embættismenn og virk- ar kvenréttindakonur innan flokkanna. „Karlarnir eru búnir að uppgötva að konur hafa aðra heimssýn en þeir, sagði Pat Schröder þingkona frá Colorado, „konur hafa betri yfirsýn. Efnahagsmálin snerta efnahag kvenna en þó nægir ekki að bæta okkar hlut fjárhagslega til að minnka bilið hvað snertir viðhorf og afstöðu. Konur munu halda áfram að æsa sig þangað til þessu kraftakallahugarfari sem nú ríkir, verður breytt. Annars springur heimurinn í loft upp”. Afstaðan til Reagan Ólík viðhorf kynjanna hvað varðar pólitík hefur ekki síst komið fram í skoðanakönnun- um um Reagan forseta. Á ráðstefnunni stóðu konur beggja flokkanna upp til að klappa fyr- ir ræðumanni, sem sagði forsetann „alveg von-lausan í kvenamálunum”. í könnun sem tímaritið Time og CBS sjónvarpsstöðin létu gera, kom fram að konur almennt eru miklu ósáttari við Reagan en karlarnir, munurinn nam 21% hjá sjálfum flokkssystkinum for- setans.'Sérfræðingar kannana, stjórnmála- fræðingar og stjórnmálmenn telja upp ýmsar orsakir fyrir þessum mun, þ.á.m. verri fjár- hagsafkomu kvenna, önnur og mannúðlegri viðhorf kvenna til þeirra sem minna mega sín, andúð kvenna á vígbúnaðarkapphlaupinu og óttann við stríð. Á ráðstefnunni í San Antonio kom harð- asta gagnrýnin á forsetann frá tveimur ræðu- mönnum úr hópi repúblikana, flokks Reag- ans. Önnur þeirra kvenna sagði að Reagan væri „hættulegur” maður og hvatti hann til að gefa ekki kóst á sér á nýjan leik. Margt af því sem veldur andúð kvenna á Reagan endur- speglaðist í þeim spurningum, sem ráðstefnan lagði fyrir vonbiðlana um forsetaframboð: hvað myndu þeir, næðu þeir kjöri, gera til að draga úr kostnaði vegna varnarmála, rétta hlut kvenna í stjórnsýslu, og Iáta af afskiptum Bandaríkjanna af málefnum Mið-Ameríku? Jafnrétti Reagans Ronald Reagan hefði tæpast getað svarað þessum spurningum svo konunum líkaði. í kosningabaráttu sinni snerist hann gegn áður yfirlýstri stefnu flokks síns um stuðning við viðauka jafnréttislaganna. (Equal Rights Amendment) Hann fékk flestar konur upp á móti sér þegar hann sagði eina ástæðuna fyrir auknu atvinnuleysi í landinu vera þá, að kon- ur sæktu nú svo mikið út á vinnumarkaðinn. Hann hefur lýst yfir stuðningi við hópa sem vilja láta banna fóstureyðingar. Hann hefur uppi áætlanir um að draga úr þeirri jákvæðu mismunum.sem beitt hefur verið af hinu opinbera í ráðningum og hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að hætta aðgerðum sem stuðla að jafnrétti til náms. Niðurskurður á félags- legri þjónustu hefur einnig mælst miklu verr fyrir meðal kvenna, enda eru þær hlutfalls- lega mjög stór hópur fátæklinga vestra. Kynbundin afstaða, ekki aðeins til þessara mála, heldur til stjórnmála yfirleitt, er talin geta ráðið úrslitum í næstu forsetakosning- um. Konur eru nú 52% þeirra, sem eru á kjör- skrá og í síðustu forsetakosningum gerðist það í fyrsta sinn að fleiri konur en karlar neyttu kosningaréttar síns. Og eins og skoð- anakannanir sýna: þær kjósa öðru vísi, hafa annars konar skoðanir og dæma málin á öðr- um forsendum. Allt þetta velgir frambjóðend- um undir uggum og viðleitni þeirra til að gera konunum til geðs kom því berlega í ljós á ráð- stefnunni í San Antonoi. Talsmenn hvíta hússins létu sér þó fátt um finnast tóku undir orð borgarfulltrúans í San Antonio sem vitnað var í upphafi og neytuðu að hljóðið i ráðstefnugestunum væri dæmi- gert fyrir „hina bandarísku konu almennt”. Hvíta húsið viðurkennir þó, að þar sé tekið mark á niðurstöðum skoðanakannana; mál- efni kvenna fá nú meiri og alvarlegri umfjöll- un, sérstakur starfsmaður hefur það verk með höndum að taka á kynja-bilinu og sérstök frumvörp eru í undirbúningi til að friða kven- peninginn. „Við tökum til eigin ráða núna“ Eitt þykir alveg víst, konur úr báðum flokk- um munu ekki láta loforðin nægja heldur krefjast þær efnda líka. Þær fara ekki aðeins fram á aukna virðingu við sérmál kvenna, breytt viðhorf í öllum málum heldur vilja þær einnig að kvenframbjóðendum fjölgi. Þær leggja á það áherslu að tækifærið, sem kynja- bilið býður nú upp á, verði ekki nýtt sem skyldi nema konur alls staðar staðfesti það með atkvæðum sínum, þær vilji breyta niður- stöðum skoðanakannana í kosningaúrslit. Árið 1971 voru konur á Bandaríkjaþingi 15 talsins, 362 sátu fylkisþing og 7 voru borgar- stjórar borga með 300 þúsund íbúa eða fleiri. Á þessu ári eru þingkonurnar í Washington 24, 992 á fylkisþingum og borgarstjórarnir eru orðnir 76. „Konur eru ekki lengur reiðu- búnar til að falla í faðm næsta karlframbjóð- anda, demokrata eða repúblikana segir bandaríska tímaritið Time og þingkonan Pat Schröder ítrekar þá skoðun: „ Við tökum til okkar eigin ráða núna, lítum í eigin barm — það er það Sem hefur breyst”. Ms endursagði úr Time. Veitum faglegar ráðleggingar um va| og meðferð AQUASEAL-efna. /A ST STOP ÍPPID! LEKAOG RAKAMEÐ - Gerum verðtilboð

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.