Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 14
14 -ÍTSSníihn_ Róið á dollaramiðin ^pSsturínn Blað um þjóðmál, listir og menning- armál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Blaðamenn: Gunnlaugur Berg- mundsson, Magdalena Schram Útlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Vitaðsgjafi hf., Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Ásiaug G. Nielsen Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Lausasöluverð kl. 25 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Hvar er Mennta- stefnan? Mennt er máttur var ein- hverntíma sagt. Helgarpóstur- inn í dag litast um í menntakerf- inu í leit aö menntastefnu þjóöarinnar. Á síðustu árum hefur íslenska skólakerfið þan- ist út og æ fleiri leggja fyrir sig framhaldsnám. Sú stefna var tekin undir lok síöasta áratugar aö beina nemendum upp í framhaldsskólana, án þess aö markmiðið meö því væri skil- greint. Nú er auövitaö allt gott og blessað um þaö að segja aö fólk afli sér menntunar ef sú menntun er einhvers viröi. Þaö er hins vegar Ijóst aö íslenska skólakerfið er eins og ofvaxiö barn, þaö vantar alla heildar- stefnu og það teygir anga sína í allar áttir. Árum saman hefur legiö fyrir alþingi frumvarp um sam- ræmdan framhaldsskóla en þaö hefur ekki fengist afgreitt, aö því er viröist vegna þess aö menn voru ekki á eitt sáttir um þaö hver ætti aö borga brús- ann. Á meðan heldur stúdent- um áfram aö fjölga. Háskóli íslands á í mestu vandræðum með aö taka viö fjöldanum sem þangaö leitar, enda stendur á vilja fjárveitingavaldsins aö taka afleiðingum menntastefn- unnar og búa betur aö háskóla- stiginu. Annað dæmi um afleiöingu menntastefnunnar er Lánasjóöur íslenskra náms- manna. A næsta ári þarf hann um 1,1 milljarð króna til aö standa viö skuldbindingar sín- ar en ráðherrar beina nú spjót- um sínum aö sjóðnum og vilja skera niöur. Þaö er of seint í rassinn gripið aö ætla aö setja námsmönnum stólinn fyrir dyrnar þegar búiö er aö beina þeim öllum upp á háskólastig- iö. Þaö má vissulega velta fyrir sér þeirri spurningu hvaö menntun sé og hvort ekki sé þörf á aö endurskoða ríkjandi skilning á hugtakinu menntun. Svo mikið er víst aö pottur er brotinn í skólakerfinu þegar fjöldi nemenda fellur á prófum og skólar veröa aö koma upp sérstökum námskeiðum þeim til aðstoðar. Þaö er kominn tími til aö ákveöa hvað viö viljum með þeirri menntun sem veitt er, hverju hún á aö þjóna og aö hverju hún á aö stefna. Stefnu- leysið sem ríkir í framhalds- skólakerfinu er engum til góös. Fram- kvæmdir á Kefla- víkur- flugvelli Ég er þakklátur Helgarpóstinum fyrir að taka þessi mál til umfjöll- unar í síðasta blaði. Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur löngum verið litið hornauga af stjórnvöldum. Á þeim bæ hefur verið horft á svæðið eins og óhreinu börnin hennar Evu. Hafi menn krafist jafnréttis um fjármagnsfyrirgreiðslu, þá hefur svarið jafnan verið: „Þið hafið völl- inn. Það er nóg“ Þessi afstaða hefur haft í för með sér að rætur hins hefðbund->a at- vinnulífs hér hafa visnað. Un. íma var reyndar svo, að frumkvæði framsóknarmanna, að dregin var lína frá Þorlákshöfn til Akraness. Svæðið innan þessarar línu átti ekki aðgang að opinberum sjóðum, nú síðast Byggðasjóði. Þessu banni var ekki aflétt fyrr en 1979. Þá var Al- þýðuflokksmaður settur yfir Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Við verðum að taka veru Varnar- liðsins sem staðreynd. Hingað á Suðurnes hafa flykkst þúsundir manna í atvinnu sem framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli hafa skapað. Þetta fólk vinnur fyrir beinhörðum gjaldeyri, og það munar um þessi störf fyrir þjóðarbúið. Það hefur vissulega verið kostur að hafa öll þessi atvinnutækifæri og engin á- stæða er til að vanþakka það. At- vinnuleysi hefur hér Iika verið hverfandi undanfarna áratugi, en það hefur þó verið að breytast síð- ustu ár, einkum vegna þess að störf hefur skort í sjávarútvegi. í umfjöllun Helgarpóstsins kem- ur fram að kaupgjald er hærra á Vellinum en í byggðarlögunum í kring. Varnarliðið verður að greiða sambærilegt kaup við það sem annars staðar gerist. En verkalýðs- félögin hafa ekki samningsrétt við Varnarliðið. íslenskir aðalverktak- ar greiða aðeins nakið tímakaup og það segir okkur að verr sé gert við verkafólk þar en víða annars staðar. Aðalverktakar hafa reyndar sjálfir viðurkennt þetta skriflega og nú er unnið að breytingum á þessu. En hvers vegna sækir fólk í at- vinnu á Keflavíkurflugvelli? Þar er atvinnuöryggi meira og þar finnast störf sem ekki fylgja kuldi, vosbúð og erfiðar vinnuaðstæður. Á Vell- inum eru fleiri störf en þau sem tengjast veru Varnarliðsins^t.d. við millilandaflugið. Þeir sem kvarta undan því að at- vinnulíf byggðarlaganna í kring standist ekki samanburð við vinnu á Vellinum ættu fremur að leggja sig fram um að bæta aðstöðuna hjá sér fyrst og hjá verkafólki hér í byggðarlögunum heldur en að væla og vola yfir því að fólk sé að sækja í atvinnu sem því líkar betur. Á Keflavíkurflugvelli hafa verið miklar framkvæmdir og geysilegir fjármunir eru í veltu þar. Það er hins vegar nöturlegt, að allt þetta fjármagn er flutt burt og til Reykja- víkur. Þar er gróðanum komið fyr- ir. Þar er afraksturinn bæði í hönd- um vellauðugra einstaklinga og í fasteignum íslenskra aðalverktaka- höllinni á Höfðabakka, og í bönk- um í Reykjavík. Það er fjarstæða að viðhalda þessu kerfi. Sanngirni krefst þess að afraksturinn sé geymdur í bönkum hér syðra til út- lána í þágu atvinnulífsins hér. Á þann hátt mætti stuðla að iðnaðar- uppbyggingu og styrkja atvinnulíf- ið hér. Víst er að það stendur ekki traustum fótum. Eða hvar stæðum við ef t.d. Andropov semdi við Reagan um að leggja herstöðina í Keflavík niður — hvað ætti þá að gera við fólkið sem vinnur hjá Varnarliðinu? Það er hreint á- byrgðarleysi að hugsa ekki um þarf- ir hins hefðbundna atvinnulífs hér. Ég er ósammála því að vera Varnarliðsins hafi tafið iðnþróun á Suðurnesjum. Það sem hefur tafið iðnþróunina hér er hinsvegar sú staðreynd að málum hér er fjarstýrt frá Reykjavík þ.e. ágóðinn af fram- kvæmdunum staðnæmist ekki hér. Visst frumkvæði skortir hjá sveitar- félögunum, en það er skoðun mín að fái einstaklingar ekki að spreyta sig sökum fjármangsskorts, verði sveitarfélögin að hafa visst frum- kvæði. í þessu sambandi minni ég á að það eru fimm ár síðan bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins hófu baráttu fyrir stofnun iðnþróunarfélags Suðurnesja. Þeir töluðu lengi fyrir daufum eyrum, en nú er iðnþró- unarfélagið orðið til. Fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja flugstöð og olíugeyma í Helgu- vík eru nauðsynlegar. Löngu var orðið tímabært að færa olíugeyma varnarliðsins úr byggðinni til að koma í veg fyrir mengun frá þeim. Það er sjálfsögð krafa að verktakar á Suðurnesjum taki drjúgan þátt í þessum framkvæmdum, en jafn- framt er nauðsynlegt að þessum framkvæmdum verði hagað þannig að þær sprengi ekki vinnumarkað- inn á svæðinu. Þensluáhrif hafa gert vart við sig með flutningi Varnarliðsmanna í byggðarlögin við Völlinn. Húsaleiga á svæðinu hefur t.d. hækkað í kjölfarið og að þessu leyti hefur vera Varnarliðsins orðið sveitarfélögunum í kring byrði á síðustu árum. Karl SteinarGuðnason alþing- ismaður, Heiðarbrún 8, Kefla- vík. Athugasemd Hinn 4. ágúst s.l. skrifaði Magda- lena Schram Nærmynd af Ragn- hildi Helgadóttur menntamálaráð- herra, sem við systur leyfðum okk- ur að leiðrétta. Eeiðréttingin var tví- þætt, sem sé að Kristjana móðir þeirra Halldórs og Haralds Blön- dals og þriggja annarra barna henn- ar og Lárusar H. Blöndals, bóka- varðar, væri ekki dóttir afa síns Pét- urs bónda í Engey og móður okkar. í öðru lagi leiðréttum við að amma okkar og Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra hefði ekki verið af Engeyjarætt, og því ómak- legt að bendla Ragnhildi Helga- dóttur við „hatur, langrækni og of- stæki Engeyjarættarinnar“. Frá blaðamanni birtist eftirfarandi leiðrétting. Höfundur Nærmyndar segist hafa verið töluð af (á líklega við tal- in af) að leiðrétta þau „pennaglöp“ að Kristjana systir okkar hafi verið dóttir móður okkar Guðrúnar Pét- ursdóttur og föður hennar Péturs Kristinssonar, því þau hafi verið of augljós. Þau voru þó ekki augljós- ari en svo, að blaðakonan sjálf skildi þau ekki. Nú er Kristjana sem sé orðin dóttir Ragnhildar (ömmu sinnar) og Péturs Kristinssonar afa síns. Hið rétta er, að Kristjana var dóttir hjónanna Guðrúnar Péturs- dóttur frá Engey og Benedikts Sveinssonar alþm., sem ættaður var úr Þingeyjarsýslu. Vonandi er þetta nú lýðum ljóst, einnig Magdalenu Schram. Það er rétt hjá blaðakonu, að hún segir ekki berum orðum að amma Ragnhildar Helgadóttur sé af Engeyjarætt, heldur að Kristín móðir hennar sé það. í Nærmynd stendur hins vegar, að mæður okk- ar* Kristín Bjarnadóttir móðir Ragnhildar og Guðrún Pétursdóttir móðir okkar, hafi verið sammæðra en ekki samfeðra, en börn beggja talin af Engeyjarætt. Liggur því beinast við að álykta að það hafi verið trú blaðakonunnar að Ragn- hildur Ólafsdóttir amma okkar væri af títt nefndri ætt. Virðingarfyllst, Guðrún og Ólöf Benediktsdætur Frá ritstjóra: Þá hafa vonandi allir ættfræðina á hreinu. Klausa féll niður í Helgarpóstinum 11. ágúst féll niður klásúla í grein Ómars Þ. Halldórssonar, Salt í sárin. Þar kom fram að útgáfustjóri bókafor- lagsins Arnar og Örlygs hefði lesið handritið sem gert var að umtals- efni í greininni og sagst mæla með því til útgáfu, en að forleggjarinn hafi hins vegar hafnað því án út- skýringa. Lesendur og höfundur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Veitum faglegar ráöleggingar um val og meðferð AQUASEAL-efna. - Gerum verðtilboð SOLUDEILD AFGREIÐSLA 24220 33533

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.