Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 15
'Blgar 'rin^ti irinn Fimmtudagur 25. ágúst 1983 15 Myndlist í New York: Sértu ekki meika jDaö ertu buinn Flestir, sem einhver afskipti hafa af myndlist, telja að hún haf i breytt gersamlega um svip síðustu fimm ár. Hún er meira áberandi í daglegu lífi, hraðinn hefur vaxið, umsvifin kringum listina eru meiri en nokkru sinni fyrr. Það eru fleiri listamenn, safnarar, kaupendur, sölumenn, umboðs- menn og gagnrýnendur. í stuttu máli, allt er miklu fyrirferðar- meira en áður. List er mikil markaðsvara. Hún hefur náð viðurkenningu sem hluti af daglegu lífi. Það þykir orðið fínt að vera listmálari. Aldrei fyrr hafa svo margir skoð- að myndlist, söfnin og galleríin eru troðfull alla daga, og áhorf- endum fjölgar stöðugt. Yngri og yngri listamenn ná frægð og frama, tvítugir eru þeir á toppnum, en það var óhugsandi fyrir tíu árum. Dæmi um listamenn eins og David Salle, Jul- ian Schnabel, Robert Longo og Cindy Sherman, öll um þrítugt, og Keith Haring og Jean-Michel Basquiat, sem eru rétt rúmlega tvítugir, sýna að listamenn hafa nú tækifæri til að ná frægð mjög ungir. Mjög miklir peningar eru í velt- unni. Málverk eftir Julian Schnabel renna út á sextíu þúsund dollara, og áhuginn fer vaxandi. Hvað þýðir þetta fyrir listina sjálfa? Það er útbreidd skoðun, að miklir peningar, stjörnudýrk- un og heimsfrægð annars vegar og list hinsvegar fari ekki saman, og ef svo sé, hljóti listin að Iáta í minni pokann. Það er vafalaust, að hinn mikli þrýstingur, sem ungir listamenn í New York verða að þola, hefur orðið sífellt meira ógnvekjandi. Meðan fjölmiðlar biða óþolin- móðir eftir næstu stjörnu og safn- arar standa í biðröðum eftir verk- um, sem enn hafa ekki verið gerð, er hætta á að listamenn verði að framleiðsluvél fyrir markaðinn. Timothy Woodman, þrjátíu og eins árs, segir: „Þú ert uppgötvað- ur, þú ert notaður, þú ert búinn að vera". Frá 1960 og fram yfir 1970 var ríkjandi fagurfræðileg hreintrú- arstefna i myndlist. Hlutverk list- arinnar var listin, listin fyrir list- ina. Nú er þessi stefna aðeins ein af mörgum. Með nýja expression- ismanum, sem kom upp samtímis í Bandaríkjunum, á Italíu og í Þýskalandi, urðu myndefni, sjálf- sprottnar hugmyndir og löngun til að mála, meginatriði listarinnar á ný, á hráan og grófan hátt. Nú er hægt að mála hvað sem er, og hvernig sem er. Hinsvegar, með þessu frelsi.verða fagurfræðilegar hugmyndir lítils virði. Spurningin er: Er mögulegt, við þessar aðstæður, að skapa lista- verk með tilgangi og þeirri ögun, sem nauðsynlega þarf og alltaf hefur fylgt góðri list? Getur lista- maður á toppnum, með öllu sem þvi fylgir, skapað listavérk af ein- lægni og án hégóma? Enginn hópur hefur jafn mikla þörf fyrir að velta fyrir sér þessum spurningum og listamennirnir sjálfir. Þeir eru gagnrýndir hart, grunaðir um græsku. Er ekki yfir- borðsmennskan allsráðandi? Robert Motherwell er sextíu og átta ára gamall abstrakt express- ionisti af New York skóla. Hann segir: „Það skortir alla vand- virkni nú, allt er látið koma af sjálfu sér, það vantar skýra hugs- un, menn eru búnir að gleyma hvað list er". David Salle er þrjátíu ára, einn af frægustu ný-expressionistun- um. Hann segir: „Menningin er ekki einlit. Hún er sífellt að breyt- búinn að þrítugur, aö vera ast. Einkennandi fyrir ameríska list, andstætt evrópskri, er hug- myndin um að túlka sjálfan sig allt frá byrjun. Þetta var stefna New York skóla frá upphafi. Þetta er mikilvægt framhald, ekki út- þurrkun á fyrri tíma starfi og hug- myndum". En það eru ekki margir, sem komast til frægðar og frama, hlutfallslega ekki fleiri en áður. Af opinberum skýrslum má sjá, að í New York borg búa fjörutíu til níutíu þúsund listamenn.t fjög- ur hundruð galleríum víðsvegar í borginni geta sýnt um það bil sex þúsund listamenn á ári. Af þess- um sex þúsundum eru kannski tuttugu, sem slá í gegn. Sam- keppnin er geysihörð. Sértu ekki búinn að „meika það" um þrí- tugt, ertu búinn að vera. David Reed, þrjátíu og fimm ára, segir: „Ég hélt að ég gæti komið hingað og unnið að list minni án þess að taka þátt í þessu kapphlaupi. Það var hægt áður. Nú er annaðhvort að gera stóra hluti og ná frægð, eða hætta. Or- sökin liggur í listaverkamarkaðin- um. Hann heimtar eitthvað sem selst". Jean-Michel Basquiat er nýj- asta stjarnan í myndlistar- heiminum í New York. Hann málaði áður á vagna neðan- jarðarlestarinnar í borginni. Sumir kunna þessu vel. Mark Tansey, þrjátíu og fjögra ára, seg- ir: „Þessi samkeppni á við mig, hún örvar mig, hún er spenn- andi". David Salle: „Ég trúi því að þrýstingurinn komi frá sjálfum mér, ekki frá umhverfinu. Ég trúi því ekki, að neitt hafi breyst í kröfunum um að skapa góða list, og þau skref sem þarf að stíga til að ná því marki eru þau sömu og áður". Julian Schnabel, þrjátíu og eins árs: „Allir miklir listamenn skapa verk sín af innri þörf, ekki til að vera í tísku. Mín sambönd eru við sjálfan mig, ekki utanaðkomandi öfl". En hversu ákveðnir sem lista- menn vilja vera í því að ráða sjálf- ir gerðum sínum, eru margir á þeirri skoðun að frami og framtíð listamanns sé nú í höndum þeirra, sem kaupa, selja og sýna listaverk. „Það voru áður listamenn og gagnrýnendur, sem ákváðu orð- stír listamanns. Nú eru það sölu- menn og forstjórar listasafna", ¦ segir Elaine de Kooning, einn af virtustu og þekktustu málurum í New York um þrjátíu ára skeið. „Áratugurinn 1960-70 var tímabil gagnrýni. Nú er tímabil kaupmennsku", segir William Tucker. En það er annað hljóð í strokknum hjá þeim, sem eru í sviðsljósinu. „Éghef ótakmarkað traust á sölumanni mínum", segir Susan Rothenberg, þrjátíu og átta ára. David Salle: „Sölumenn ráða engu. Þeir kaupa og selja það sem framleitt er. Ef listamaður lætur þá hafa áhrif á sig, er hann ekki mjög sterkur eða ákveðinn". Það er greinilega mikill skoð- anamunur milli kynslóða. Eldri listamenn eru afar tortryggnir, sérstaklega vegna þess hve margir þeirra, sem náð hafa frama, eru ungir. „Skáldið W.H. Auden sagði að til fertugs væru menn að safna nógu miklum aðföngum til að vinna úr eftir það. Ég held að það sé rétt", segir Robert Moskowitz, fjörutíu og átta ára málari. „Fólk, sem er fætt eftir að at- ómsprengjan kom til sögunnar, hefur alist upp í allsnægtum. Það hefur horft á heiminn gegnum sjónvarpið. List þess hefur engar rætur, hvorki í nútímaveruleik né sögulegum staðreyndum", segir Robert Motherwell. En unga fólkið, sem hefur séð allar framavonir sínar rætast, er á Ishtar heitir þetta verk og er eftir Jean-Michel Basquiat. öðru máli. Robert Longo, þrjátíu ára: „Listamenn eru gæslumenn menningarinnar. Ég hugsa mikið um mannleg verðmæti. Mér finnst ég sé að hjálpa til að auka menningu minnar kynslóðar, og ég velti fyrir mér lífinu og ástand- inu nú". Susan Rothenberg: „Ég held að góðir listamenn leggi mikið á sig til að gera góð verk. Ég sé ekki nein merki um léleg vinnubrögð í verkum þeirra. En þegar þeir hitta í mark, þá hitta þeir í mark". Heimild: „The New York Tim- es, Arts and Leisure", 15. maí, 1983. Samantekið og þýtt: Ragna Hermannsdóttir. VAGN + KERRA PÓSTSENDUM. KLAPPARSTÍG 2t,-fWS* SÍMI 19910. I k. VANTAR ÞIG VARAHLUTI í Honda, Mazda, Mitsubishi eöa Toyota? Nú eru tvær verslanir, á Akureyri og í Reykjavík og þaö sem meira er þaö er sama verð fyrir noröan og sunnan Býöur nokkur betur. Kúplingar Kveikjukerfi Startarar Altinatorar Vatnsdælur Tímareimar Viftureimar Olíusíur Loftsíur Bensínsíur Þurrkublöö Ventlalokspakkningar. Hvergi hagstæðara verð. VARAHIUT1R í ALLA JAPANSKA BÍLA NP VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 DRAUPNISGÖTU 2, 600 AKUREYRI. SÍMI 26303.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.