Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 Umsjón og myndir: Jóhanna V. Þórhallsdóttir 16____ -0TU« Skotlandsferð Ung- lingaath varfsins ógleymanleg Á leiðinni út t jómfrúarferð M.S. Eddu stilltu þau .sér upp fyrir Jim Smart Ijósmyndara sem var með i ferðinni. Frá vinstri: Guðrún Lára, Korka, Snjókka, Róbert, Sigga, Guðrún og Palli. „I september í fyrra langaði okkur svo að fara í ferðalag að við tókum okkur til og hófum mikla peningasöfn- un. Fyrst seldum við heitt kakó og samlokur á Hótel Vík um helgar. Á Torginu seldum við föndur sem við gerðum sjálf, fatnað og ýmislegt dót. Við gengum í búðir og fengum margt gefins. Svo seldum við afskorin blóm út um allan bæ.“ - Þetta segja krakkarnir í unglingaathvarf- inu í Reykjavik, en þau, ásamt Snjókku og Guðrúnu fóru svo í jómfrúarferð M.S. Eddu i byrjun júní til Newcastle og þaðan svo til Skot- lands þar sem þau dvöldu i viku. „Já og svo borguðum við alltaf fimm kail þau kvöld sem athvarfið er opið." Héldu að við vœrum Kvenna- framboðið... - Og hvernig gekk undirbúningurinn? „Kakósalan gekk vel i byrjun. En á Hallæris- planinu var oft mikið fyllerí og þá frekar hjá eldra fólkinu. Sumir steyttu hnefum framan í okkur og héldu að við værum Kvennaframboð- ið. En svo áttum við líka okkar sérstöku vildar- vini. - Ötimarkaðurinn var ansi blautur. Við þurftum að kaupa risastórt plast til að breiöa yfir allt dótið, en það var ekki nóg, þvi stund- um var svo mikið rok, að sumt brotnaði og eyðilagðist. Best gekk að selja blómin. Ætli við höfum ekki fengið um 17 þúsund eftir tvo blómasöludaga. Og svo fórum við I ferðina." Eitthvað nýtt á hverjum degi - Og urðuð kannski öll sjóveik? „Guðrún Lára fann aðeins fyrir sjóveiki, sér- staklega á leiðinni heim. En jæja, frá New- castle fórum við með lest til Carrbridge á Skotlandi. Fyrsta daginn leigðum við okkur hjól sem við höfðum alla vikuna. Við hjóluðum i sumarbústað i Avemore sem við bjuggum í og þar var sundlaug sem við gátum svamlað í all- an daginn. Það var margt gert í Skotlandi. Við fórum í mini kappakstursbíla, í mini golf, á skauta, hestbak, í báta: Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum degi.“ Og Snjókka og Guðrún bæta við: „Já, þetta var líka mikið upplevelsi fyrir okkur. Það var gaman að fara með svona skemmtilegu fólki og lyfta sér ærlega upp.“ Hallbjörn Skot- lands heitir Rusty „Já, við fórum lika í verslunarleiðangur. Palli keypti myndavél, Guðrún Lára keypti blævangi, gjafir og fleira og Sigga tölvuspil og plötu. (Korka og Róbert voru því miður ekki með í viðtalinu...) Hey, og svo lentum við á æðislega fyndnum tónleikum. Við vorum alltaf að rekast á plaköt sem á stóð Sing along with Rusty, every friday night. Og smám saman fannst okkur að við yrðum að fara. Og þá var þessi Rusty fimmtug kona sem söng og spilaði á gitarinn sinn. Og við höfðum gaman af. Hún söng kántrí lög, (sennilega einhvers konar Hallbjörn Skot- lands). Ekki má gleyma að segja frá Edinborgar- ferðinni. Þar gistum við í tvær nætur. Og þar voru nú pönkarar í lagil! (Púff!) Við skoðuðum Edinborgarkastalann, dýragarðinn og svo sá- um við Tootsie. - Já, við komumst ekki á aðra mynd, því það var allt mjög strangt þarna í Skotlandi. T.d. þetta með reykingarnar. í Skot- landi má ekki kaupa sér sigarettupakka fyrr én maður er orðinn 16 ára. Það var horft á mann ef maður fékk sér sfgarettu. Og meir að segja skiptu sumir sér af því og hreyttu ein- hverju út úr sér. Annars eru Skotar hið elsku- legasta fólk. En krakkar í Skotlandi eru lengur krakkar en hér á islandi." Því gleymi ég aldrei Edinborg var endapunkturinn í þessu frá- bæra ferðalagi. Við tókum Edduna aftur í Newcastle og fórum heim ásamt Landsmála- félaginu Vörðurf' „Ég gleymi þessu ferðalagi aldrei," segir Guðrún Lára í lokin og hinir krakkarnir taka undir. Stuðarinn þakkar vel fyrir sig og biður svo að heilsa Möggu og Eiríki. Það er í raun og veru alveg stórfurðulegt að breska hljóm- sveitin Crass hafi fengist til að spila á íslandi. Fram til þessa hefur hún hafnað öllum tilboð- um fyrir utan Stóra Bretland. Og ástæðan? Einfaldlega sú að hún hefur markvisst forðast þann stórstjörnufarveg sem margar hljómsveitir hafa lent í. Crass kennir sig við anarkisma. Hljómsveitin býr á búgarði fyrir utan London og reynir að taka eins lítinn þátt í hinu hefðbundna þjóð- félagi og mögulegt er. Étur sitt eigið gras Þau rækta mat sinn að mestu sjálf, sem er aðallega grænmeti og reyna eftir fremsta megni að komast hjá því að nota vopnand- stæðinga sinna, —peningana. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir þetta. Blaðamaður nokkur á eitt sinn að hafa sagt í hæðnistón: „Ég er hissa að þau skuli ekki búa til sína eigin gítarstrengi sjálf ’ En svar Crass er: „Ef okkur vantar brauð, förum við og spilum til að geta keypt það. En ekki til að eignast fjármagn”. Gegn kjarn- orkuvígbúnaði Crass er með sitt eigið útgáfu- fyrirtæki. Þau gefa sínar plötur út sjálf og taka upp á arma sína hljóm- sveitir sem tengjast hugmynda- fræði þeirra. Þau hafa einkum lagt Crass forðast myndatökur og með plötum þeirra fylgja plaköt eins og t.d. þetta... Við krefjumst framtíðar - í Laugardalshöllinni 10. september áherslu á baráttu gegn stríðsrekstri gegn valdhöfum í Bretlandi. Crass starfsemi og forðast bæði viðtöl og og kjarnorkuvígbúnaði og andóf leggur enga áherslu á auglýsinga- myndir af sér. En þrátt fyrir það seljast plötur þeirra grimmt um alla Evrópu. Maðurinn Þau segja að meginhugsun þeirra sé ekki að setja fram einfaldar, hentugar lausnir. Crass er aðeins einn möguleiki. Maðurinn sjálfur er sá sem öllu máli skiptir og hon- um ber skylda til að byggja um- hverfi sitt upp þannig að hver og einn hafi skilyrði til að þróa sjálfan sig inní múrum valds og yfirráða þeirra sem eru til þess kosnir að setja honum lög. Þau hafa einnig ákveðnar skoðanir á vinstri sinnum sem predika sósialíska byltingu. Þau halda þvi fram að hugmyndir þeirra séu fasískar í eðli sínu, þær miði aðeins að því að rækta upp hóp manna til að kenna hinum hvað sé rétt og hvað sé rangt. Sólíalísk bylting sé ekki raunveruleg lausn, aðeins úthelling á blóði og enginn viti hvað komi í staðinn. Geriði ykkur grein fyrir því? Crass sá sem sé ástæðu til að koma til íslands og ætla að spila í Laugardalshöllinni þann 10. september. Tónleikarnir eru haldn- ir undir kjörorðinu Við krefjumst framtíðar. Auk Crass koma fram Megas, Þorlákur Kristinsson, hljómsveitin íkarus. Vonbrigði, Egó og ný hljómsveit sem enn hefur ekki fengið nafn. í henni eru Einar Örn, Björk Guðmundsdóttir, Sigtryggur Baldursson, Guðlaugur Óttarsson og Einar Melax. Eða eins og Einar Örn sagði: Það hlýtur að vera krafa hvers manns að eiga framtíð. Þetta er ekki pólitísk krafa allir verða að gera sér grein fyrir því”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.