Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 19
~fln%ti irinn F'mmtudagur 25. ágúst 1983 19 aöalblaðið Albertsæskan hefur sett upp réttu gleraugun og brosir breitt fram- an í Sjálfstæðisflokkslausa framtíð. Sjálfstæðis- flokkurinn á sölulistann — nái Albert kjöri í haust Albert Guðmundsson fjármála- haust. ráðherra hef ur ákveðið að gef a kost „Ef ég næ kjöri verður mitt fyrsta á sér til embættis formanns Sjálf- verkefni að setja Sjálfstæðisflokk- stæðisflokksins á iandsþinginu í inn á sölulista með öðrum ríkis- 27277. tbl. 263.árg. fyrirtækjum" sagði Albert í samtali við Aðalblaðið í gærkvöldi. „Ég hef fundið fyrir miklum hlýhug æskunnar í minn garð á undanförn- um vikum og mánuðum og sem fjármálaráðherra og sem væntan- legur formaðúr flokksins get ég ekki svikið hana. Æska þessa lands og framtíð getur ekki, og má ekki bera þann kross sem Sjálfstæðis- flokkurinn er á ríkissjóði, og þar með hinum almenna skattborgara" sagði fjármálaráðherra ennfremur. Albert sagðist hafa átt könn- unarviðræður við marga aðila um hugsanleg kaup þeirra á Sjálf- stæóisflokknum, en hann varðist allra frétta. Aðalblaðið hefur hins vegar fregnað að Alþýðubandalag- ið sé ofarlega á lista yfir hugsanlega kaupendur. Munu Alþýðubanda- lagsmenn þá ætla sér að kaupa höfuðandstæðinginn að morgni, og hætta síðan öllum afskiptum af honum að kvöidi, en láta hann eftir sem áður greiða alla skatta þing- manna Alþýðubandalagsins og starfsmanna þess, beinna og óbeinna. „Hugmyndin er ekki fráleit" var það eina sem Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins vildi segja við Aðalblaðið. „You can get the f....g party for the price of one of my cigars. But then I call the shots..." Albert í viðræðum við erlenda aðila. Steingrímur hreinsar andrúmsloftiö: Býður gamla fólkinu á skíði „Hann kom, sá og sigraði, alveg eins og hvítur stormsveipur." Þessi orð hrukku út úr einni af blaðakonum Tímans, þegar hún kom af fréttamannafundi með Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra í gær. Klukkan var langt gengin í sex þegar Steingrímur snaraðist inn í veislusali ríkisins við Borgartún, kvikur í spori og greiddi toppinn frá enninu. Hvítar tennur hans fóru vel við sólbrúnt andlitið. Og brosið. Steingrímur rétti Bryndísi Schram ritstjóra tískublaðsins Líf ljósa yfirhöfn sína og hvíslaði ein- hverju í eyra hennar. Um leið og Bryndís hvarf með frakkann inn á Mjólkurbarinn stundi Stefán Frið- bjarnarson þingfréttamaður Morg- unblaðsins og fyrr en varði berg- málaði óánægjukliðurinn um allan salinn. Steingrímur rétti þá upp aðra höndina til merkis um að hann vildi fá orðið og bauð fréttamenn velkomna til þessa fundar, en bað þá að afsaka töfina sem hefði orðið á leiguvél Útsýnar frá Spáni. „Eg náði mér í nýjan frakka hjá Gucci og Bryndís ætlar að skoða hann á meðan ég segi ykkur frá af- mælisverkum stjórnarinnar, en eins og þið vitið heldur hún upp á þriggja mánaða afmæli sitt um þessar mundir", sagði forsætisráð- herra, og það var eins og við mann- inn mælt, fréttamenn önduðu léttar og Tímamenn voru hreyknir af sín- um manni. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kom í nýjum frakkaá fundinn. „Þetta kalla ég röggsama stjórn", sagði Agnes Bragadóttir af títt- nefndu blaði. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma með enn eina mildandi að- gerðina vegna hinnar gífurlegu kjaraskerðingar sem orðin er. Við höfum ákveðið að bjóða nokkrum eldri borgurum í skíðaferð upp í Bláfjöll um leið og fyrstu snjóa festir," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og sleit fundi. Andrúmsloftið hreinsaðist í einni svipan, öll tortryggni hvarf og Ósk- ar Guðmundsson blaðamaður Þjóðviljans gat ekki annað en dáðst að hugrekki forsætisráðherra. „Við þurfum fleiri slíka menn", sagði Óskar. Samtök um hærra kaup: Dagvinnu- laun duga ekki Fjölmennur hópur einstaklinga hefur ákveðið að stof na fjöldasam- tök verkafólks úr öllum stjórn- málaflokkum til að berjast fyrir hærri launum. „Það er útilokað að fólk geti lifað af dagvinnukaupi í dag", sagði Þröstur Ólafsson, einn talsmanna hópsins i samtali við Aðalblaðið í gær. „Kaupið var nógu lágt fyrir, en svo hefur ríkisstjórnin bætt um betur núna og skert það um tugi prósenta. Hún m.a.s. viðurkennir það sjálf. Og mér skilst að það megi ekki einu sinni semja um kaup lengur. Þessu ætlum við að breyta", sagði Þröst- ur. Samtökin, sem kalla sig Alþýðu- samband íslands (A.S.Í.), ætla að gangast fyrir borgarafundi í Iðnó á sunnudaginn kl. 14:00. „Ég hélt að þeir ætluðu alveg að tæma mig þegar þeir komust að því að ég er ekki hommi," sagði þessi maður þegar hann kom úr blóðbankanum í gær. Dr. Jóhannes Nordal meðal jafningja við setningu Friðarþingsins. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri flytur aðalræðu á Friðarþingi pakistanskra kvenna í London Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri og formaður íslensku samninganefndarinnar í Álmálinu gaf sér tíma frá annasömum fund- um nefndarinnar með fulltrúum Alúsviss í London um helgina og skrapp á þing Friðarhóps pakist- anskra kvenna þar í borg. Jóhann- es, (sem kallaði sig Mrs. Mushtag Mehr) flutti aðalræðu þingsins og fjallaði þar um yfirgang ísraels- manna í Miðausturlöndum og gyð- inga yfirleitt í heiminum. í ræðu sinni vitnaði Jóhannes (alias Mrs. Mehr) óspart í Kóraninn, blaðlaust. Fréttaskýrendum í London ber saman um að Jóhannes hljóti að kunna Kóraninn utanað, eða a.m.k. álíka vel og núgildandi álsamning, enda sé hvort tveggja honum jafn heilagt. VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS auglýsir laust til umsóknar STARF FRAMKVÆMDASTJÓRA Laun samkvæmt kjarasamningum Dags- brúnar, lægstataxta(margfölduð meö þrem- ur). Umsóknarfrestur um stöðuna rann út í gaer. F.h. stjórnar VMSÍ Guðmundur J. Guð- mup,c*sson formaður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.