Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.08.1983, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Qupperneq 20
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ” Jpósturinn eftir Kristínu Astgeirsdóttur mynd: Jim Smart 20 / A verkstœbinu hjá Ríkharö Hördal Langaði að vinna með höndunum Morkinskinna. Manni dettur í hug gamall mabur sem ligguryfir lúnum handrit- um og lcetur nibandi vötn tungunnar streyma um hugann, eða rýnir í orðin í leit að fornum höfundi. En nei, við erum ekki á handritaslóðum, engin Njála eða Egla. Morkinskinna er nafn á verkstœði hér í borg þar sem gert er við málverk, teikningar, bœkur og sitt hvað fleira. Það eru þeir Rikharð Hördal og Hilmar Einarsson sem þarna rýna í liti og paþpír. Þegar inn er komið blasa við myndir eftir Kjarval og Gunnlaug Blöndal, uppi á vegg hanga tvœr myndir sem Einar Ben. keypti afHvítár- vallagreifanum þegar eignir hans voru boðnar upp fyrir löngu síðan. Onnur myndin er tilbúin, hrein og skýr, en hin er flögnuð og dauf.' Ofan í skúffu eru fleiri verk eftir Kjarval sem biða viðgerða og í bakherbergjum má sjá altaristöflu. Það er Ríkharð sem ég ætla að hitta, hann hefur málverkin á sínum snærum og mér leik- ur forvitni á að vita hvernig málverk sem í mínum augum eru nánast ónýt verða að feg- urstu myndlist í höndum hans. RómaÖir Vestur- / Islendingar Ríkharð er frá Kananda, af íslensku bergi brotinn í báðar ættir. Afar hans og ömmur fluttu vestur endur fyrir löngu og settust að nálægtWinnipeg, Hann er sem sagt einn af þessum rómuðu Vestur-íslendingum sem varðveitt hafa menningu landsins og tungu, eða hvað? „Það var margt fólk af íslenskum ættum í grennd við okkur og við vissum sitt hvað um Island, heyrðum þjóðsögur og söngva, en heima hjá okkur var alltaf töluð enska. Þegar menn eru að draga upp myndir af lífi Vestur- íslendinga er rómantíkin alls ráðandi. Það er ekkert merkilegt við það að verðveita tungu og menningu heimalandsins, það gera öll þjóðarbrot í Kanada meira og minna, Þjóð- verjar, Kínverjar og fleiri. Þegar fslendingar hugsa um vesturfarana muna þeir eftir gömlu skáldunum Stefáni G. og Guttormi J. Gutt- ormssyni, en það eru margir Vestur-íslending- ar sem eru að skrifa bækur og yrkja, en þeirra er aldrei getið, þeir eru þó líka að skapa menn- ingu”. — Nafnið Hördal, hvernig er það til kom- ið? „Föðurafi minn var frá Hóli í Hörðudal og hann kenndi sig við dalinn”. — Hvernig stóð á því að þú tókst þig upp, gerðist austurfari og hélst til íslands? „Ég tók BA próf í sögu og ensku í Kanada og las auk þess íslenskar bókmenntir. Ég fékk styrk til að fara til íslands í eitt ár, en þau erui að verða 14. Ég fór í Háskólann að læra íslensku og tók þar próf fyrir útlendinga, fór' síðan að vinna hjá Flugleiðum og var hjá þeim í fjögur ár. Þá vann ég á vöktum og hafði góð- an frítíma, svo að ég ákvað að halda áfram í enskunni og tók cand. mag. próf. Jafnframt náminu fór ég að kenna, í Flensborg, Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Háskólanum”. Leiöur á kennslunni — Þú hefur verið að nálgast það að verða virðulegur kennari í framhaldsskóla þegar. málverkin fóru að leita á hugann, hvað gerð- ist? „Ég varð leiður á kennslunni. Mér fannst ég sífellt vera að gefa án þess að fá nokkuð til baka.Það var oft erfittað skilja hvað sumir krakkanna voru að gera i skólanum, áhuginn var í lágmarki. Ég fór í tíma til Björns Th. Björnssonar í listasögu, mér til mikillar ánægju og þá las ég bók um málverk og mál- verkaviðgerðir. Mig var farið að langa að vinna eitthvað með höndunum, ekki að liggja eilíft yfir bókum. Ég kannaði málið og svo fór að lokum eftir mikið stapp að ég komst í skóla í Kaupmannahöfn sem kennir viðgerðir á listaverkum úr ýmsum efnum. Við vorum tvö frá íslandi á sama tíma, ég og Halldóra Ásgeirsdóttir sem nú vinnur á Þjóðminja- safninu. Segðu mér meira frá þessum skóla og hvernig náminu var háttað. „Skólinn skiptist í deildir, ein kennir viðgerð á málverkum, þ.e. listalínan sem ég var á, ein kennir viðgerðir á pappír (grafík, handrit, bækur og teikningar) sú þriðja fjallar um keramík, textíl, járn, tré, gull silfur og hús- gögn. Síðan er sameiginleg kennsla í lista- sögu, efnafræði og sagnfræði þá frá forvörslu sjónarmiði. Sú grein fjallar um það sem maður verður að vita um listaverk á söfnum, t.d. það hvað rakinn má vera mikill í nágrenni þeirra, hvern- ig á að setja upp sýningar og hvernig á að varðveita og geyma listaverk. Hluti af náminu var vinna á söfnum. Ég vann eitt sumar á Statens Museum for Kunst í Kaupmanna- höfn. Það var einmitt sumarið sem kvenna- ráðstefnan var í borginni og í tilefni hennar var haldin sýning á kvennalist. Það var verk- efni okkar að athuga myndirnar áður en þær voru settar upp og þá lá við að ég missti alla trú á list kvenna, því þarna voru nánast ekkert annað en blómamyndir af öllum hugsanleg- um gerðum. Reyndar var það nánast það eina sem konur máttu mála fyrr á tímum. Þar til kom að viðgerðum á myndum Örnu Anker, hún var ein af dönsku Skagamálurunum. Seinna sumarið var ég á danska Þjóðminja- safninu í Brede að vinna við viðgerðir á miðaldahöggmyndum. Eftir prófið vann ég í sex mánuði á Munch- safninu í Oslo og þar sá ég myndir eftir Munch sem sjaldan sjást opinberlega. Eins vann ég við uppsetningu á sýningum t.d. á verkum þýska myndlistarmannsins Horst, Jansen sem er alveg stórkostlegur listamaður, ég hafði ekki kynnst verkum hans áður. Munchsafnið starfar á svipaðan hátt og Kjar- valsstaðir, það er borgarsafn og sýnir myndir eftir Munch en er líka opið öðrum lista- mönnum. Mynd á heitu borði —- Hvernig varð svo Morkinskinna til? „Ég kom heim um síðustu jól og þá fór ég að kanna atvinnumöguleika. Eg kannaði fyrst möguleika hjá ríkissöfnum, því mér fannst ég vera skuldbundinn til að vinna upp í skóla- gjöldin sem ríkið greiddi. En það var ekki á dagskrá. Engin staða, engir peningar, engin aðstaða. Svo það var ekki um annað að ræða en að koma á fót eigin fyrirtæki. Við Hilmar tókum tal saman, hann hefur unnið við við- gerðir á Þjóðskjalasafni, hugmyndin þróað- ist, við fengum þetta húsnæði hér í Regnbog- anum, fórum að viða að okkur efni og tækj- um og síðan opnuðum við í mars og höfum haft meira en nóg að gera”. — Hvernig verk koma til ykkar? „Alls konar verk bæði gömul og ný. Eins og þú sérð var ég að hreinsa og gera við Kjarvals- verk í eigu Kópavogskaupstaðar. Þau voru bæði óhrein og sprungin. Alls konar óhrein- indi setjast á myndirnar t.d. tóbaksreykur sem leggur gula slykju á málverkin. Margir íslensku málaranna notuðu lélegt efni í blindrammana sem þeir strengdu strigann á, ramminn vindur upp á sig og það getur orðið til þess að myndin springur. Það er mikilvægt að velja gott efni ef myndir eiga að varðveit- ast”. — Á hverju byrjarðu þegar þú færð mynd í hendurnar? „Fyrst er að skoða myndina vel og vandlega, kanna hvað er að, síðan að gera prufu til að sjá hvort hún er óhrein. Ég nota vatn, ammoníak, spritt og sápu til að hreinsa. Ég prófa mig áfram, blanda veika blöndu fyrst og styrki hana svo eftir þörfum. Það verður að athuga fernisinn og hvort málningin er laus. Ef svo er verður að festa hana niður. Það er gert á hita- borði, sérstakt lím er borið aftan á myndina og síðan verður hún að liggja í dágóðan tíma áður en hún fer á hitaborðið. Það verður að fylla upp í þar sem flagnað hefur, gera við sprungur, blanda liti og mála. Það getur verið vandi að blanda litinn rétt, því það sem mér sýnist passa, getur virkað ljósara eða dekkra þegar myndin kemur í aðra birtu”. Hvað tekur langan tíma að hreinsa mynd? „Það getur tekið allt frá einni klukkustund upp í 10 daga, eftir því hvað er að”. Myndir úti í bílskúr Þú sagðir áðan að þið hefðuð nóg að gera, hverjir koma með myndir til ykkar? „Við fáum myndir til viðgerðar frá flestum söfnum hérlendis og frá einstaklingum. Fólk hefur komið með myndir sem fundist hafa úti í bílskúr og taldar voru ónýtar, t.d. fengum við myndir eftir Þórarin B. Þorláksson og Gunnlaug Blöndal sem fundust í skúr illa farnar. Við sjáum hér stórkostleg listaverk í einkaeigu sem almenningur fær aldrei að sjá. En við gerum líka fleira en að gera við, við römmum inn og erum að undirbúa innflutn- ing á vönduðu efni t.d. grafíkpappír” — Sýnist þér listaverkaeign Islendinga vera mikil, hefurðu t.d. rekist á verk eftir erlenda stórmeistara í einkaeign? „Það er áreiðanlegt að listaverkaeign hér er gífurleg. Bæði alls kyns verk sem gengið hafa í ættir mann fram af manni og myndir sem fólk hefur keypt. Það er mest til eftir íslenska málara sem vonlegt er, en líka töluvert eftir Dani. Ég var nýverið að hreinsa mynd eftir franskan meistara, en ég held að það séu eink- um grafík og ódýrari verk sem eru til hér eftir erlenda meistara”. — Myndir gömlu íslensku málaranna koma hingað til viðgerða m.a. vegna þess að þeir notuðu léleg efni, en hvað um listamenn nú, hugsa þeir nógu vel um hvaða efni þeir eru með í höndunum? „Því miður ekki allir. Það er einkum þetta með blindrammana. Hér áður þegar málarar voru á listaskólum lærðu þeir allt handverkið, hvernig ætti að blanda liti og vinna myndina frá grunni, en nú kaupa menn liti og efni úti í búð. Þegar þekkingin á handverkinu hverf- um er hætta á að efnið verði lélegra, t.d. vitum við lítið um það hvernig litir úr gerviefnum endast. Sumir listamenn eru líka þannig inn- stilltir að þeir hugsa bara um stemmninguna, augnablikið sem þeir eru að festa á léreft, þeir kæra sig kollótta um hvort komandi kynslóðir fá að njóta verka þeirra. Það kemur í okkar hlut að reyna að viðhalda verkunum”. — Draumur þinn um að vinna með hönd- unum hefur ræst, en áttu fleiri drauma varð- andi þitt verk? „Okkur Hilmar dreymir um að koma hér upp viðgerðarmiðstöð þar sem hægt verður að sinna öllum tegundum viðgerða, hvort sem það eru myndir, teppi, postulín eða önnur listaverk. Við vildum líka gjarnan geta gefið fólki ráð um varðveislu og meðferð listgripa. Það er fólk í námi sem ef til vill á eftir að koma til liðs við okkur, ekki veitir af að reyna að varðveita þær gersemar sem við eigum”.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.