Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 25. ágúst 1983 4^^,, ,r;nn Islandsbuddan Ég er ekki alveg sannfærð- ur um að efnahagsvandræði íslenska ríkisins og íslensku þjóðarinnar séu því að kenna, að Jói og Stína í Seljahverfinu keyptu sér vídeótæki í fyrrahaust. Mér hefði altént aldrei dottið það í hug sjálfum. Þetta var ekkert meiri háttar tæki. Frekar fáir takkar. En það er svo margt sem maður skiJur ekki.Til dæmis á sviði hag- fræði. hrinqborðió I dag skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson meira um Jóa og Stínu í bili heldur snúa mér að sjálfum mér og Guðlaugi í Karnabæ. Hugsiði ykkur hvað menn eru nú misjafnlega vel gerðir og misjafnlega auðugir af jákvæðu og heilbrigðu hugarþeli. Við Guðlaugur virðumst vera álíka illa eða vel stæðir, en viðbrögð okkar eru næsta ólík. Mér dettur ekkert annað í hug en hvað ritstörf séu illa borguð og hvað ég eigi bágt að þurfa "að er auðvitað alveg ljóst að nú verður að herða sultar- ólina óg rifa seglin og spyrna við fótum og taka sér tak. En ég get bara ekki að því gert að mér finnst kannski Jói og Stína höfð fyrir rangri sök. Getur ekki verið að það sé eitthvað annað sem er að í þjóðarkroppnum, en að þau fái of há laun? Vitaskuld sjá allir i hendi sér að það er eitt- hvað mikið að, þegar meira að segja kappar eins og Guð- laugur í Karnabæ hafa varla til hnífs og skeiðar. Aum- ingja maðurinn á að borga eitthvað liðlega fimmtíu þús- und í skatta. Svona rétt eins og ég. Og nú ætla ég ekki að tala að borga alla þessa skatta og ásamt konunni minni alls kyns afborganir af lánum útaf íbúðinni og bílnum. Og okkur finnst svo erfitt að reka heimilið, þótt það nái ekki einu sinni alveg vísitölu- fjölskyldu að stærð. Okkur vantar víst þriðjung úr barni upp á það. Sem sagt ekkert nema sjálfsvorkunnin og aumingjaskapurinn. G, ruðlaugur er hins vegar maður til að taka þessu. Hann er glaðbeittur í viðtöl- um og gefur út batamerki í hverjum mánuði, held ég. Með þessa þrautseigju sina og seiglu að vopni mun hann eflaust með tímanum upp- skera ríkulegri umbun fyrir erfiði sitt og gæti jafnvel á endanum orðið bara vel stæður maður. Sanniði til. Það er hugarfarið sem öllu máli skiptir. Sjáiði bara Helen Keller. Og nú segi ég eins og hinn danski Magnús Bjarnfreðs- son segir á milli atriða þegar danska sjónvarpið kynnir dagskrá vikunnar: „Nú gaar vi over til noget helt andet." Reyndar er þessi tilvitnun mín ekki sérlega vel til fund- in. í fyrsta lagi vegna þess, að það sem ég ætla að tala um næst er engan veginn jafn óskylt því sem á undan er gengið og eitt dagskráratrið- ið er öðru í danska sjónvarp- inu. En í öðru lagi vegna þess, að siðast er ég vissi var danski dagskrárkynnirinn fremur grannholda og smá- vaxin kona. En hvað um það. Okkur íslendingum er tamt að líta á okkur sem bókmenntaþjóð og víst er það, að hér hefur á síðustu árum verið gefinn út slíkur aragrúi bóka að væri hann geislavirkur myndi hann duga til að eyða gervalla jörðina margsinnis. Og hvað sumar þeirra áhrærir væri víst nóg að þýða þær á alþjóðleg tungumál. T ið eigum náttúrlega íslendingasögurnar sem fara flestum ritsöfnum öðrum betur í hillu og skipa auk þess virðulegan sess í hejms- bókmenntunum. Svo hafa fáeinir síðari tíma íslending- ar skrifað raunverulegan heimslitteratúr. Menn eins og Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Sigurjónsson. En það sem gerir þjóð að bókmennta- þjóð er ekki fjöldi merkra rithöfunda í landi hennar, heldur fjöldi lesinna bók- menntaverka. Þegar maður kannar hvaða bækur seljast best hér á landi kemur það í Ijós að íslendingar vilja helst lesa karlagrobb og kjaftasögur og reyfara. Það er svo sem ekkert undarlegt við það. Svona er þetta líka úti í hin- um stóra heimi. Við verðum bara að sætta okkur við það að við erum „sem aðrir menn" og lítið meiri bók- menntaþjóð en til dæmis Danir, þótt við lesum fleiri bækur. Þetta kemur líka ber- lega í ljós þegar skoðað er hvernig búið er að bók- menntum í velferðarþjóð- félaginu okkar. Það er lítið fjallað um kjör rithöfunda á opinber- um vettvangi, nema þegar úthlutað er úr launasjóðn- um. Þá eru nöfn hinna lán- sömu tíunduð eins og númer í vinningaskrá. Mig langar þess vegna til að segja ykkur frá dálitlu reikningsdæmi sem ég var að glíma við um daginn. Ég var sem sagt að reyna að reikna út hvað rit- höfundur þyrfti að fram- leiða til að ná mannsæmandi árslaunum, sem hljóta að teljast a.m.k. eitthvað ná- lægt hundrað og tuttugu þúsund krónum. Þar eð ég er að burðast við að sinna ein- göngu ritstörfum um þessar mundir þótti mér þetta dæmi ríbkkuð áhugavert, þótt ég geri mér grein fyrir því að samkvæmt hefðinni eigi rithöfuhdar og aðrir listamenn bara að lifa fyrir - list sína en ekki á henm" Útkoman úr dæminu var sú, að til þess jað ná þessu marki þarf höfundur að skrifa tvær skáldsógur á árinu (og fá þær gefnar út), eða selja útvarpinu um það bil þrjátíu frumsamdar smá- sögur, eða sjónvarpinu tvö klukkutímalöng sjónvarps- verk. Eins er það möguleiki að skrifa eins og eitt gang- stykki fyrir leikhúsin. 4*egar útkoman lá fyrir sá ég það, að það væri vissulega fræðilegur móguleiki að komast einhvern tíma yfir svona mikið á einu ári, en á hverju ári? Það er nú nokk- uð hæpið, svo ekki sé meira sagt. I þessu sambandi er líka fróðlegt að sjá hvert þeir peningar fara sem bók- menntaneytandinn greiðir fyrir eintak af íslenskri skáldsögu. Miðað við út- söluverð rennur mest til for- lags, prentsmiðju og bók- bands.eða samtals um 45 prósent. Um 24 prósent koma í hlut bóksalans, nítján prósent fær ríkið og höfundurinn fær ellefu prósent. Menn geta svo skemmt sér við að hugleiða hver þessara aðila leggur mest af mörkum og hver minnst og hvort hlutaskiptin eru í samræmi við það. En það er náttúrlega þetta með hugarfarið. Og þá er ég kominn aftur að Jóa og Stínu í Seljahverf- inu og vídeótækinu þeirra. Ég sagði í upphafi að ég væri ekki sannfærður um að þau ættu sök á þvi hvernig er um- horfs í íslandsbuddunni, þótt ýmislegt bendi sannar- lega til þess. Ástandið hefur aldrei verið eins voðalegt og eftir að þau keyptu tækið. Varla orðið hægt að stinga niður skuttogara, hvað þá reka fyrirtæki. Eg ig er þó ekki svo skyni skroppinn að ég sjái ekki i hendi mér að ef Jói og Stína eiga of mikla peninga þá hlýt ég líka að eiga of mikla pen- inga og ekki ætla ég að láta mitt eftir liggja við að herða sultarólina og rifa seglin og spyrna við fótum. Jói og Stína eru búin að selja tækið sitt núna og ætla að sjá til hvað það gerir. Ég er ekki alveg frá því að það hafi að- eins rofað til. Er það ekki? Aðeins? Þá verða þau líklega að Iosa sig við sjónvarpið. fyfá €*$ éwtá$u Hornið. Eins og nqfnið gefur til kynna er malsölustaðurinn á horni. Nánar tiltekið á horni Pósthiísstrœtis og Hafnarstrœtis. Þetta ágæta horn þekkja gamlir Reykvíkingar sem hornið hans Ellingsens og þar keyþtu strákarnir línu og óngul til að renna i Höfnina ígamla daga eðafestu smáaura sína í bambusstóngum með bogasmíð i huga. En nú er sem sagt verslunin hans Elling- sens horfin og kominn veitingastaður í staöinn sem þegar hefur öðlast nafn og sess í vitund og meltingarfœrum borgarbúa. Erlent andrúmsloft einkennir Hornið; þó er ekki hægt að benda á ákveðið þjóðerni, staðurinn er eins konar blanda sem á vel við i Reykjavik og gildir að sjálfsögðu um fsland allt: Hérlendis ægir amerískri og evrópskri menningu sam- an í eins konar allsherjarhristingi bragðbættum með sérís- lenskum afdalahætti og keltneskri þráhyggju. En þessi lýsing á þó ekki alveg við um Hornið. Þarna er að finna ítalska stemmningu enda auglýsir staðuirinn pissu sem sérgrein; þó er danska krúnan yfir dyrum þegar inn er stigið og austurlenskar ljósakrónur hanga í loftinu, bast- stólarnir skandínavískir og múrsteinsgólfið rautt og mest í ætt við bresk ibúðarhús í betri úthverfum. Þótt þessi sam- setningur sé ruglingslegur er hann þó notalegur og stórir gluggarnir hleypa mikilli og góðri birtu inn sem gefur staðn- um opna, ljósa áferð. Hornið er eiginlega blanda af mat- sölustað og café; staðurinn er t.a.m. hentugur til að sötra eitthvað heitt og horfa tómlega út í rigninguna á sumarsíð- degi íslensku. Á svartri töflu fyrir endavegg má lesa rétti dagsins: Græn- metissúpa á 48 krónur eða Blandaðir sjávarréttir í karrísósu m/salati á 198 krónur. Hjónin sem eru með mér ákveða að velja á la carte og fylgi ég þeirri ákvörðun. Fyrir vali frúar- innar verður Thailenskur hrísgrjónaréttur borinn fram m/salati og hvítlauksbrauði. Verð 192 krónur. Eiginmaðurinn velur rækjur i karrísósu m/hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. Sjálfur á ég í töluverðum vandræðum; sjávarréttir eru meirihlutahópur matseðilsins, þó er pissu- listinn langur en að fenginni reynslu er ég ekki yfir mig hrif- inn af pissunum á Horninu, þær éru litlar, bragðgóðar að vísu, en röndin of þykk og bólgin að mínu mati. Hins vegar má fylgjast með pissugerðarmanninum hnoða deig og steikja fyrir opnum tjóldum. Ég staldra við Smjörsteikt karfaflök „Mascerade" m/tómötum, papriku og agúrku sem ég veit að er ágætisréttur að hætti Hornsins og ódýr. 162 krónur. Þá stendur mér til boða Pönnusteiktur hörpu- skelfiskur m/papriku og ananas gegn 274 króna gjaldi. Að lokum ákveð ég að renna á ítalskan kjötrétt: Hið sígilda Spagetti Bolognaise m/salati og parmesanosti og panta aukalega hvítlauksbrauð. Hýr og elskuleg stúlka bíður með blokkina í hendinni meðan við veljum drykkjarföngin. Úrval vína er lítið eins og gengur á íslenskum veitingastöðum og einhver prakkari hefur gefið víntegundunum einkunnir á listanum sem eru bráðfyndnar en koma tæplega að neinu haldi varðandi neytendaþjónustu. Frúin vill endilega fá Anheuser Lieb- fraumilch, það vonda, hráa hvítvín sem listahöfundurinn nefnir „meðalsætt, hressilegt og aðgengilegt". Kostar 225 krónur. Eiginmaðurinn vill hins vegar hið þunga, trega- Þessa helgi: Horniö blandna Chateneuf-du-Pape; meðaljónsvín í sjálfu sér sem vínspekingur Hornsins kallar „öflugt, hart og þurrt". Eftir elskulegt hjónarifrildi í dempuðum tón sting ég upp á Lambresco, ítölsku rauðvíni sem borið er fram ískalt og ögn í ætt við rósavín. Hjónin sættast á uppástunguna en þar sem ég er á bíl og mánudagur að auki panta ég Diet—Spur sem fær enga einkunn á listanum en ég mundi kalla, „hálf- sætt, ilmandi og hressandi". Borið fram kalt. Það er fullt á Horninu þótt í upphafi viku sé. Hér ber mest á ferðamönnum. Margherita. Sú dýrasta nefnist Pizza Marinera og er með osti, tómat, kræklingum og rækjum. Maturinn kemur á borðið. Eiginmaðurinn bragðar á rækjuréttinum: „Ljómandi, alveg fyrirtak, þetta er nátt- únlega ekkert til að vera saddur af í lengri tima, létt máltíð eins og sagt er, en afskaplega bragðgott". „O, ætli þú étir ekki nóg", segir frúin og stingur upp í sig gaffli af tælensk- um hrísgrjónum sem eru gul á litinn. „Uuu, en æði", segir frúin. Svo skálum við. Spagettíið mitt er of grannt og eilítið klístrað, ekki nógu hart, ofsoðið að mér finnst vanta þessa mjúku harðneskju sem ítalskt spagettí á að hafa. Kjötið er alveg la, la, en bragðlítið og ósköp hefur kokkurinn verið sparsamur á tómat-puré. Það vantar flæðið á réttinn; hann er of þurr. En alveg þokkalegt. Eftir matinn pöntum við kaffi. Hjónin eru komin í gott stuð eftir Lambresco-vínið og húsbóndinn rennir síðasta glasinu niður í einum teyg. Ég held mig við capuccino-kaffi Smáréttir og kaffi Stemmningin er afslöppuð, þægileg djasstónlist í hátöl- urum, og á sumum kvöldum er hægt að rölta niður í kjallar- ann sem heitir Djúpið og hlusta á „live" djass. Hvítlaukur og ítalskar rauðvínsflöskur tómar hanga á veggjum og auka enn á þetta ruglingslega, notalega andrúmsloft. ÖIl tungu- mál heyrast frá borðunum. Tveir Hollendingar setjast við borðið okkar, á bak við mig er hlegið á f rönsku og ameriskir skólastrákar eru að velta fyrir sér matseðlinum við einn gluggann. Okkur líður bara vel. „Hér var grænlenskur trúbadúr síðast þegar ég kom", segir eiginmaðurinn.„Hann söng Bob Dylan". „Hvenær var það?" spyr eiginkonan. „Man það ekki", svaraði eiginmað- urinn ogþar með komast Iesendur aldrei að hinu sanna í málinu. Nú kemur gengilbeinan brosandi, þrátt fyrir anna- saman dag. Hún lætur tvö dýrindis glös á borðið og hellir varfærnislega rauðvíninu í glasbotn húsbóndans. Hann Iyftir glasinu á fæti, þefar ábúðarmikill af innihaldinu, rek- ur síðan tunguna varlega niður í vökvann, lætur hann streyma hægt innfyrir varirnar og flæða blíðlega um tung- una. Síðan fara munnfærin ástjá og rauðvíninu er þeytt um gómana í lokaskoli. „Ummmm", segir eiginmaðurinn hugsandi, „ágætt, dálít- ið sætt, en alveg ókei". Gengilbeinan brosir og hellir glas frúarinnar fullt en fyllir síðan glas eiginmannsins með gætni. Að því loknu skellir hún matta mjólkurglasinu með spurinu fyrir framan mig. Meðan við bíðum eftir matnum, lít ég enn yfir matseðil- inn og sé að pissurnar eru á bilinu 100-159 krónur. Sú ódýr- asta er einföldust, einungis með tómati og osti og heiti Pizza vanalegt'en hjónakornin láta setja koníak í sitt. Að loknu kaffi kemur viðráðanlegur reikningur. Gestum er tekið að fækka. „Eigum við ekki að skreppa í Óðal og fá okkur einn fyrir svefninn?" spyr eiginmaðurinn. „Jú, gerum það, samsinnir eiginkonan", fyrst við erum nú komin út á annað borð". „Gerið þið það", segi ég. „Ég ætla að sitja aðeins í viðbót". Þau kveðja og ganga út i regnið. Ég panta annan kaffi capuccino. Haustið er í nánd og það er notalegt að sitja á Horninu, drekka kaffi og stara tómlega út í rigninguna. En ég var vist búinn að segja það. Gerill. Hornið: ítölsk stemmning, en danska krúnan yfir dyr- um og austurlenskar Ijósakrónur í lofti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.