Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 M. sturinrt V~^ Hinn glæsilegi fundur f~ J áhugafólks um raunhæfar V úrbaetur í húsnæðismálum í Sigtúni á miðvikudagskvöldið er bara fyrsta skref samtakanna... og pólitíkusar titra. Á næstunni má vænta fleiri aðgerða. Síminn hefur ekki stoppað hjá þeim einstakling- um sem staðið hafa í fremstu víg- línu samtakanna. Fjöldi beiðna hafa borist utan af Iandi um að samskonar fundir verði haldnir þar. Stjórnvöld hafa veikum mætti reynt að sefa fólk í húsnæðismálunum með því að spá eitthvað pínulítið minni hækkun lánskjaravísitölu næst en horfur voru á. Að hún verði ekki 9% heldur kannski 6%. Helg- arpósturinn hefur heyrt að í sam- tökunum hafi menn bara brosað að svona áróðurstrikkum. Samtökin vilja úrbætur í þessum málum og búast má við að þau láti í sér heyra aftur upp úr helgi.... I Hvatarkonur og Landssam- band Sjálstæðiskvenna taka ekki þátt í friðarfundi kvenna Lækjartorgi kl. 17 á föstudag. Þær sitja heima. Fundurinn er haldinr. 26. ágúst vegna þess að þá lendir Friðargangan í Bándaríkjun- um í höfuðborginni Washington. Sjálfstæðiskonur hafa verið með alls kyns undanbrögð í Friðarhreyf- ingu íslenskra kvenna og óspart veifað flokkssamþykktum Sjálf- stæðisflokksins. Þegar friðar- gangan í Bandaríkjunum var tekin til umfjöllunar í miðstöð Friðar- hreyfingar íslenskra kvenna í Reykjavík í sumar lenti sjálfstæðis- konum saman við aðra fulltrúa. Bessi Jóhannesdóttir rauk þá upp og út, skellandi á eftir sér hurðum. Sjálfstæðiskonur í Friðarhreyf- ingunni eru sagðar krefjast neitunarvalds í öllum ákvörðunum um aðgerðir hreyfingarinnar. Þeim var boðið upp á að ekki yrði minnst á friðargönguna í Bandaríkjunum í sambandi við fundinn á Lækjar- torgi, ef það mætti verða til þess að fá þær út úr húsi. Það gekk ekki og sitja því Sjálfstæðiskonur friðlaus- ar heima með flokkssamþykktirnar sínar... r""^ Ráðning Þrastar Ólafssonar f J í stöðu framkvæmdastjóra *S Dagsbrúnar hefur vakið tölu- verðar umræður. Þröstur er nú sest- ur í stólinn og á éftir að sýna og sanna hver akkur Verkamannafé- laginu er í að fá hann til starfa. Til gamans skal það rifj; 5 uppaðþetta er ekki í fyrsta sinn sem hagfræð- ingur situr á valdastóli í Dagsbrún. Héðinn Valdimarsson, sem um ára- bil var formaður Dagsbrúnar og framkvæmdastjóri olíufélags hér í bæ, var einmitt hagfræðingur, menntaður erlendis eins og Þröstur. Sagan endurtekur sig..... erunú afgreidd á 120 afgreiðslustöðum banka og sparisjóða VISA ÍSLAND hefur opnað aðalskrifstofu sína að Austurstræti 7 í Reykjavík VISA ÍSLAND er þjónustufyrirtæki á sviði greiðslukorta. Það er sameignarfélag 5 banka og 13 sparisjóða og starfar um alltland. Fyrirtækið er aðili að VISA INTERNATIONAL, sem er stærsta og öflugasta greiðslukortafélag heims. VISA er samstarfsvettvangur 15000 banka og sparisjóða í 160 löndum. Viðskiptaaðilar VISA eru 4 milljónir fyrirtækja, einkum á sviði verslunar og þjónustu. Handhaf ar VISA-korta eru um 100 milljónir talsins. VISA-greiðslukort eru fjórðungi útbreiddari en önnur sambærileg kort. Þeir, sem þurfa að ferðast mikið erlendis, eiga þess kost að fá VISA-kort hjá viðskiptabanka sínum eða sparisjóði. Notkun kortanna er háð sérstökum reglum Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. VERIÐ VELKOMIN í VISA VIÐSKIPTI. 1 Eignaraðilar: Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki íslands Samvinnubanki íslands hf. Sparisjóður Bolungarvíkur Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarnesi Sparisjóður Norðfjarðar, Neskaupstað Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík Sparisjóður V-Húnavatnssýslu, Hvammstanga Sparisjóður Vestmannaeyja VISA VISA ÍSLAND Austurstræti 7, 3. hæð. Pósthólf 1428, 121 Reykjavík, sími 29700. 9 Það er misjafnt sem menn keppa að. Nú eru uppi raddir um að Ellert Schram hafi ekki mikla löngun til að fara á þing, eins og flokkur hans væntir af honum. Mun hann hafa haft á orði að ef af kosningum verður aftur í haust sé hann a.m.k. staðráðinn að fara hvergi, hins vegar hafi hann fullan hug á að halda áfram stöðu sinni sem ritsjóri DV. Oftlega hefur kom- ið fram í pistlum sem Ellert hefur skrifað í blað sitt að honum þykir lítið púður í þingmennsku. Þá er þess og að minnast að hann var ekki lófús að víkja úr sæti fyrir Pétri sjómanni í kosningunum 1979... ,- % Stuðmenn gera það ekki endasleppt í vitundariðnað- inum svokallaða. Eftir að hafa gert garðinn frægan á hljóm- plötum og í kvikmynd, verða þeir nú loks fáanlegir á bók. Illugi Jök- ulssuu blaðamaður vinnur nú að samantekt bókar um þessa frægu hljómsveit. Þar munu birtast textar við lög sveitarinnar, léttar gítar- og píanóæfingar, rakin verður saga Stuðmanna og ýmislegt annað tí- undað. Þá verður að sjálfsögðu mikið um myndir. Bókin er vænt- anleg á jólamarkaðinn og Stuð- menn sjálfir gefa hana út.... Komið hefur fram að endur- tryggingafyrirtæki á vegum Samvinnuhreyfingarinnar hafi farið illa út úr kaupum á endurtryggingum erlendis, sem hafi nú komið í hausinn á því aftur: Við heyrum að tapið sem samvinnu- hreyfingin standi frammi fyrir út af þessu nemi um 2 milljónum sterl- ingspunda, nálgist sem sagt 100 milljónir króna og það sé töluverð ólga innan Sambansins út af þessu máli öllu. Þar séu jafnvel uppi radd- ir sem vilji hreinlega að endurtrygg- ingafyrirtækið verði gert gjald- þrota en ýmsir aðrir eru því mót- fallnir, þar sem slíkt muni eyði- leggja það álit sem Sambandið nýt- ur út á við.... rp% Breska rokkhljómsveitin > I Crass sem kemur fram á J/t\ rokkhátíðinni „Við krefjumst friðar" í Laugardalshöll 10. sept- ember, auglýsir aldrei tónleika sína. Tónleikarnir í Reykjavík eru þó þegar farnir að spyrjast út í heima- landi hljómsveitarinnar. Breskir unglingar hafa mikið verið að spyrjast fyrir um ferðir til íslands. Þeim hefur m.a. verið bent á Edd- una og hver veit nema úr því verði hópférð breskra Crass-aðdáenda með skipinu til Islands... PRENTUM ísmaar\ A PLASTPOKA PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJA 1'liisl.os llí BÍLDSHÖFÐA 10 VIÐ HLIÐ BIFREIÐAEFTIRLITSINS SÍMI: 82655

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.