Alþýðublaðið - 04.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIB kemur út á hverjum virkum degi. Aígreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—lO'/a árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindállia. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Sérleyfi „Títans“ i efri deilcL Fyrsta ræða Jóns Baldvinssonar. (NI.) Þegar um það er að ræða, hvort veita eigi sérleyfi eðþ ekki, þá vaknar fyrst sú spurning í huga manns, hvaða trygging sé fyrir því, að enn þá sé ekki verið að aiarra út úr okkur eitt sérleyfið í viðbót til þess að fá eitthvert pappírsgagn, sem ýmsir braskarar æti'a sýo að nota til þess að skreyta með hlutabréf sín. Og þá vaknar spurningin um það, hvaða tryggingu sé hægt að fá fyrir því, að þaö geti verið nokkurn veginn sænmndi alþingi að láta slíkt frá sér fara, og verð ég þá að segja, aÖ mér hafa mjög brugðist vonir, hverng stjórnin og fylgismenn málsins í n. d. tóku í tillögur þær, er ætluðu að tryggja það, að úr framkvæmdum yrði. Og sunmr þessar' tillögur voru þess eðiis, að ákaflega erfitt heíir verið að hafa á móti þeim með nokkrum rökum, en þær til- lögur hafa verið taldar óhafandi af hæstv. stjórn og forgöngu- monnum fé'.agsins „Titans“ vegna þess, að þær gætu gert það ó- möguiegt að taka við sérleyfinu með þessum skilyröúm. En nú skilst það hverjum manni, að ef alt er hreint frá félagsins hendi. þá þarf stjórn þess ekki að vera hrædd við að setja svolitla trygg- ingu fyrir því, að eitthvað verði úr framkvæmdum, því að þegar þeir ráðast í íramkt æmtíirnar, þá kemur ekki frekar til þessarar tryggingar, og þeir skaðast þá ekkert við að gefa hana. Hins vegar, ef það er ekkart annað en bra k, gert til þess að geta komið af sér verðlitium h'.utabréfum, þá skilur maður náttúrlega, að 100 þús. krónur haEi sína þýðiagu, því að slík trygging gæti þá gert það að verkum, að hagnaðurinn yrði enginn fyrir braskarana. Nú mtetti segja, að það væri kann ske ekl i á tæða til að vera strang- ur í þessari kröfu viðvíkjandi tryggingu fyiir framkvæmdum, eí ábyrgð hæstv. stjórnar fengist, þ. e. a. s. yfiriýsing h naar og orð fyrir því, að hún hefði fulla vit- ne:kju um það, að fé væri fyrir hentíi, og að það væri hegt að reiða sig á framkvæmdirnar, en hæstv. atvrh. (M. G.), sem með kappi beitlr sér fyrir þessu máli og samið hefir um sérleyfið við hina erlendu stjómendur fossafé- lagsins „Titans", finnur ástæðu til að vekja athygli hv. deildar á því í dag, að það sé eitt veikt í þessu máli, og það sé það, að ekki sé hægt að sanna, að félagið hafi fé og að úr framkvæmdum verði, en kannske þetta sé að eins of mikil varfærni hjá hæstv. ráðh. (M. G.) að segja þetta, en það er þá, finst mér, dálítið vafasöm aó- ferð hjá hæstv. ráðh. (M'. G.) að byrja meðmæli sín með þessu máli á þann hátt að segja, að þa'ð, sé vafasamt, að félagið geti fengið nægllega peninga. Hins vegar sagði hæstv. ráðh. (M. G.), að hann hefði fengið að sjá bréf frá fésterkum mönnum, sem hefðu tjáð sig rei'ðubúna til þess að ieggja fé í fyrirtækið, svo fram- arlega sém sérfræðingar teldu það óhætt. Þetta er nú ekki skilmála- laust, því að það getur alt af orðið álitamál, hvað talið verður óhætt að gera í þeim efnum. Hins vegar skal ég segja hæstv. ráðh. (M. G.) það, að eftir þeim fregn- um, sem ég liefi frá mönnum, sem kunnugir eru fjármálalífinu á Norðurlöndum, t. d. í Dan- möTku, þá hefir það verið sagt, að það væri enginn nmður í Dan- mörku svo áhrifaniikill í fjármála- lífinu, að hann gæti treyst sér til þess að fá það fé, sem fossafé- lagið „Titan“ þyrfti. Það getur vei verið, að norskir fjármála- menn séu það áhrifamciri eða haíi það betri sambönd en Ðanir, að þeir geti treyst sér til , þess, en ég vil þó vekja athygii á þessu, til þess að við ekki í þessu máli, sem að því er járn- brautina snertir er merkilegt framfaramái, gerum okkur of glæsilegar vonir, svo að það verði til þess að hindra það, a'ð hægt sé að ráðast í framkvæmdir í járnbrautarmálinu, sem okkur er nauðsynjamái, svo að við veitum ekid sérieyíi í því máli, sem kann ske yrði okkur ekkert annað en biekking. Hvað það félag snertir, sem á að fá sérleyfið, þá er ekki hægt aðtíregja um það, að það hafi til peningana, sem þó gæfi dálítið melri vonir fyrir okkur, ef við vissum, að félagið sjálft hefði féð íyrirliggjandi, því að ef það væri svo sterkt félag, að þa'ð gæti lagí iram peningana, sem til fram- kvæmdanna þyríti, þá væri tals- vert öðru máli að gegna, en það er nú upplýst, að þsssir menn haía enga peninga, en þeir gera ráð fyrir, að þeir geti fengið pen- inga hjá stórþjóðunum, og geri ég helst ráð íyrir, að það muni vera þýzkt fé, sem þar muni til koma, ef óhætt þykir að leggja féð fram, en þetta er engin vissa, og verður líklega ekkert gert í því fyrr en sérleyfið er fengið, en því miður erum við orðnir svo hvektir í þessum málum, að við höfum ástæðu til ■ a'ð vera svo bogavarir að láta sérleyíið ekki af hendi nema með tryggingu. En það er má ske of mikið sagt, að tryggingin sé engin, en Mn er of lítil til þess að vera nokkur trygging fyrir því, að í fram- kvæmdir verði ráðist, eða að bor- inn sé uppi sá skaði, sem af því hlytist, ef sérleyfi yrði veitt og svo ekkert gert í málinu frekar. Ég vil vekja athygli hæstv. ráðh. (M. G.) á þessu, tii þess að hann geti sýnt okkur fram á það, að líkurnar séu meiri fyrir því, að til framkvæmda komi, heldur en hann hefir enn þá haldið fram, og um mitt atkvæði í þessu máli fer talsvert eftir því, hversu mikl- ar líkur hv. ráðh. (M. G.) getur fært fyrir því, að fé fáist til framkvæmdanna. Neðiri deild. Þar var á iaugardaginn frv. um löggildingu verzlunarstaðar á Litla-Árskógssandi yísað til 3. umr. og síðari hluti fjárlaganna síðan ræddúr langt fram á kvöld og 2. umr. þá frestað. — Björn Líndai talaði um „skólafargan" í landinu, sérstaklega í Þingeyjar- sýslu, og taldi sund ekki með nýtsömu námi. Barnharð gaf hon- um þá olnbogaskot fyrir að fylgja samskólafrv., xétt eins og1 pað væri ein af stærstu stjórnmála- firrum Bjarnar. — Það vantar svo sem ekki mentaáhugann á háttv. alþingi. En — skyldi ekld vera ómaksins vert fyrir þá „Fram- sóknar'Vflokksmenn, sem lagst haía gegn samskólanum, að at- huga það mál í sambandi við á- rásir þær, er gerðar hafa verið á þá skóla, sem a. m. k. sumir þeirra bera fyrir brjósti? Það kynni að verða tll að sýna þeim í spegli skammsýni sjálfra þeirra í samskólamáiinu. Til viðbótar því, er sagt var í síðasta biaði um atkvgr. um íyrri', hluta fjáriaganna, má geta þess, að fjárveitinganefndin, eða þegar til kom, einhver h’.uti henn- ar, lagði tii, að fjárveiting til sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn yrði íeid niður. Tillögunni var vísað frá atkvæðagreiðslu, þar eð lögum verði ekki breytt með samþykt á fjárlögum. EIífS sJeiIil.. Þar voru litlar umræður. Frv. um rétt erlendta manna til að stunda atvinnu á íslandi og ’frv. um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdórrta voru til einnar umr. og voru síðan afgr. sem lög frá ai- þingi. Frv. u;n brt. á lögum um vörutoil fór til 3. umr. Ungfrú Iiigibjcrg flytur þingsál.till. þess efni , að skipa skuli í hvierja opin- bera neínd einhverja konu, og var um þá tiliögu ákveðin ein umræða. Nýaá EE’íamvaa’p. Alishn. n. d. flytur að ósk at- vinnumálaráðherrans frv. um þann viðauka við veðlögin frá 1887, að útgerðarmanni sé heimilt að setja banka eða sparisjóði að sjálfsvörsluveði afia af skipi sínu til tryggingar lánum, er hann tek- ur til útgerðarinnar hjá stofnun- um þessum. Jafnframt sé fjár- málaráðuneytinu heimilað að lækka þinglestrargjöld fyrir slík veðskuldabréf. . I •. ■ I þingfréttum síðasta blaðs varð 'prentvilla í fyrra dálkinum, 6. 1. a. n. Þar átti auðvitað að standa: gengislœkkunarinnar og setning- in að vera þannig: „Fyrst þegar verkalýðnum hefir verið" veitt upp- bót vegna gengislækkunar, getur komið til máia að veita þeimr sem eignir eiga, uppbót vegna gengishækkunar.11 Hið islenzka preaíarafélas. 30 ára aímæli. 4. apríl 1897 héidu tólf prent- arar fund í Goodtemplarahúsinu hér í Reykjavík og samþyktu að stofna félag tíi verndar hagsmun- um atvinnustéttar sinnar. Var ekki vanþörf á því, þar sem sam- keppnishugmyndir tímanna höfðu fært mjög á reik viðskiftavenj- ur atvinnurekenda og verkamanna í þessari atvinnustétt, Vinnutím- inn var iangur, kaupið lélegt, að búnaður misjafn, nemendafjöldi ó- takmarkaður og atvinnan því ó- viss. Það var að verða venja, að vísa prentara burt, er hann var orðinn fullnuma, en taka nema í staðinn. Félagið fékk iitlu áorkað fyrst í stað, en smám saman varð prenturum æ ijósara gildi sam- takanna, og að sama skapi vanst á um að fá viburkenningu at- vinnurekehdanna á því, að félag- ið væri prentararnir. Nú er svo komið, að í félaginu er hver ein- asti prentari, sem þá iðn stundar og ee með fullu ráði, að sumum þeirra frátöldum, sem eru í at- Yinnurekenda tööum. Félagið hefir samning við félag prentsmiðjueig- enda um fastákveðið kauplag, 8 st. vinnutíma, tiltekinn nemenda- fjöhia móts við sveinafjölda, að engin prentsmiðja rnegi taka til vinnu mann, sem ekki er í félagi prentara o fl. Félagið er nú lands- tíé'ag með dieildum í 'Reykjavík og á Altureyri og útibúum í öðrum prentverum. Félagið á á it'ega sjóði, atvinnuleysisstyrktarsjóð, sem geldur félagsmönnum alt að hái.u kaupi íatiinnu’eysi,; Reykja- víkurdeilcin hefir allöflugt sjúkra- sam.'ag, og yfirleitt er féiagið all- vel efnað. Féiagið er í alþjóðasambandi prentara, og það var eitt af þeim fimm verklýðsfélögum, er stofn- aði Aiþýðusamband Ísíands. Hef- ir innan 'félagsins farið æ vaxandi ^kilningurinn á nauðsyn allsherj-. ar samtaka allrar alþýðu. Kouur,. er vinna í prentsmiðjum, og.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.