Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 19
LEIKHÚS Af írskum og enskum Leikfélag Reykjavíkur sýnir Gísl (The Hostage) eftir Brendan Behan í þýdingu Jónasar Árnasonar. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lysing: Daníel Williamsson. Stjórn og útsetn- ing tónlistar: Siguröur Rúnar Jónsson. Leik- endur: Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Guðmundur Púlsson, Adal- steinn Bergdal, Kjartan Ragnarsson, Stein- dór Hjörleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Gudrún S. Gísladóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jóhann Sigurdarson, Gudbjörg Thoroddsen, Þorsteinn Gunnarsson, Karl Guðmundsson, Harald G. Haralds og Sigurdur Rúnar Jóns- son. írska leikskáldið Brendan Behan fæddist árið 1923. Segja má að Brendan hafi fæðst inn í írska frelsisbaráttu. Faðir hans var i fangelsi er hann fæddist og sjálfur átti Brend- an eftir að dvelja langdvölum innan múra. Sextán ára lenti hann á betrunarhæli er hann hugðist hrella eríska með sprengiefni. Nítján ára skaut hann á lögregluþjón og hlaut 14 ára fangelsisdóm fyrir. Hann sat þó aðeins inni í 4 ár og var þá náðaður. Síðar samdi Brendan frábæra bók um betrunar- vistina, Borstal Boy. Brendan Behan skrifaði jafnan mikið í blöð og tímarit, skrifaði t.a.m. reglulega í blað Í.R.A. frá 12 ára aldri. Ofugugginn var fyrsta stóra leikritið sem Brendan samdi. Efni þess er einnig sótt í helsisvistina. Verkið lýsir síðustu stundum fyrir hengingu og er hlaðið mannelsku og jafnframt kaldhæðni. Samtölin eru einkar fjörlega skrifuð. Leikstjórinn Joan Little- wood sviðsetti Öfuguggann í London 1956 og þá náði Brendan Behan athygli heimsins. Joan Littlewood átti stóran þátt í því verki sem hér er til umfjöllunar. Brendan Behan samdi Gísl upphaflega á gelísku fyrir gelíska leikhúsið í Dublin. Það var síðan Littlewood sem fékk höfundinn til að þýða verkið á ensku, bæta inn persónum og fella inn söngva. í þeirri mynd vann það sinn stóra sigur. Gísl kveikti tiltrú manna á höfundinum. Gagnrýnandinn Kenneth Tynan skrifaði m.a.: Svo virðist sem írland sjái bresku leik- húsi fyrir snillingi á u.þ.b. 20 ára fresti, sem svipt getur bresku ieikhúslífi úr fortíðinni í nútíðina í einu vetfangi. Hr. Behan gæti vel fyllt það skarð sem Sean O’Casey skilur eftir sig.“ Brendan Behan reis þó aldrei undir frægðinni. Hann hóf drykkjuskap í bernsku líkt og Egill heitinn Skallagrímsson og það var brennivínið öðru fremur sem lagði hann í gröfina árið 1964, aðeins 41 árs að aldri. Síðustu æviár þessa meistara voru heldur dapurleg og í miklu ósamræmi við þá glæstu framtíð sem honum var spáð. Leikritið Gísl gerist í heldur óhrjálegu gisti- húsi í Dublin. Þar ráða ríkjum Pat, gömul hetja úr frelsisstríðinu, og Meg Dillon sam- býliskona hans. Hinn skringilegi eigandi hússins, Monsjúr, býr þar en er mjög úr heimi hallur. Leigjendurnir eru skrautlegt samansafn; hórurnar tvær, Colette og Ropeen, tónlistarmaðurinn Paddy, meðal- jóninn Hr. Mulleady, homminn Ríó Ríta og hin saklausa Teresa. Auk þessara koma við sögu viðskiptavinir Colette og Ríó Rítu, hin forkostulega Miss Gilcbrist, enski hermaður- inn Leslie Williams og Í.R.A.-félagar. Atburðarás verksins er í stuttu máli þessi: 18 ára Í.R.A. maður er í haldi í Belfast og á að hengjast í dögun daginn eftir að leikurinn hefst. I.R.A. grípur til mótleiks og klófestir enskan hermann, Leslie, og heldur honum í gíslingu. Gíslinn er einmitt geymdur á gisti- húsinu hjá Pat og Meg. Undirmálsfólkið á þeim bæ á erfitt með að botna í fáránleik þessa stríðsleiks og fljótt fer vel á með því og Leslie, einkum ná þau vel saman ungiing- arnir Leslie og Teresa. Þegar ljóst verður að til stendur að skjóta Englendinginn verði írinn hengdur verða öll samskiptin á gisti- húsinu þrungin óhugnaði og spennu, þótt reynt sé að viðhalda glensinu í lengstu lög. Fáránleikinn opinberast síðan þegar Leslie fellur í umsátri þeirra er vildu heimta hann úr helsinu. Þetta frábæra verk Behans er mjög laus- legt að allri uppbyggingu og gerð. Auk þess að vera fyndin og oft djúpvitur umræða um samskipti enskra og írskra og útlistun á eðli írans verður verkið að heilmiklu sjónarspili og græskulausri skemmtan sem krydduð er með ballöðum, gamanvísum og dansi. Vegna hins alvarlega bakgrunns ber oftlega á kaldhæðni og þannig gægist nöturlegur veruleikinn ávallt fram. Það er fullljóst að það er ekki hinn sami Brendan Behan sem glaður sat inni fyrir málstaðinn og sá sem skrifar Gísl. í stað fullvissunnar áður er kom- inn efi, augun hafa opnast fyrir tilgangsleysi og fáránleik mannfórnanna. Frelsishetjur fyrri tíðar fá þó mun mildari dóma en Í.R.A.- menn nútímans. Ættjarðarástin virðist á síð- ari árum hafa blandast spjátrungsskap. Virð- ingin fyrir gengnum hetjum er í hávegum höfð. i kvæðinu um hinn sigurglaða svein (Michael Collins) segir að þar sem hið rauða hjartablóð féli í bleikan svörð „mun frelsis- hlynur írlands hefjast hátt með þunga grein." Að þessum hlyni vill Brendan hlúa en hann er farinn að trúa því að hlyninn megi vökva með einhverju öðru en blóði. Náttúruspeki Alþýðuleikhúsið: AndarDrúttur Tvö stutt leikrit eftir David Mamet. Kynórar og Tilbirgöi við önd. Þýðendur: Svanhildur Jóhannesdóttir og Arni Ibsen. Leikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Sólveig Púlsdóttir, Sól- veig Halldórsdóttir, Helgi Björnsson og Við- ar Eggertsson. Alþýðuleikhúsið hefur síðan í fyrravor átt við erfið húsnæðisvandamál að stríða og hefur það að vonum staðið starfsemi leik- hússins fyrir þrifum. En nú hefur Alþýuleik- húsið búið ágætlega um sig í ráðstefnusal Hótels Loftieiða. Hentar sá salur, sem tekur um hundrað manns, ágætlega fyrir lítið leik- svið og smærri uppfærslur og ekki þarf að kvarta undan ytri aðbúnaði á hótelinu að því er að leikhúsgestum snýr. Alþýðuleikhúsið hefur nú tekið sér fyrir hendur að kynna ungan bandarískan höf- und, David Mamet, en hann kvað vera einn sá yngri höfunda í Vesturálfu sem menn binda hvað mestar vonir við, en hann er nú 35 ára gamall. það eru tvö stutt leikrit sem sett eru á svið á Hótel Loftleiðum. Hið fyrra heitir Kynórar (á frummáli Sexual Perversity in Chicago). Eins og titill verksins á frummáli bendir til er heimur verksins nokkuð staðbundinn við ameríska stórborg, en þó samt ekki svo að ekki vísi nokkuð út fyrir það svæði, því þar er fjallað um eilífðarvandamálið hvernig strákur nær sér í stelpu og öfugt, en það vandamál hefur hvarvetna ákveðna megindrætti sameigin- lega. Þarna eru vissulega á ferðinni hug- myndir sem eru bráðlifandi í okkar um- Stefán Baldursson og lið hans hefur mikið við í sýningunni á Gísl. Verkið hæfir leikur- um L.R. mjög vel, enda hafa þeir oftlega sýnt styrk sinn í söng, tónlistarflutningi, dansi og skemmtan. Ég var örlítið smeykur um að hið bitra háð yrði undir í baráttunni við hið sak- lausa gaman. Þessi ótti var þó með öllu ástæðulaus. Stefáni tekst vel að spila úr hin- um ólíku stíltegundum og laða fram þau blæ- brigði sem verkið krefst. Stefán hefur einnig bætt töluverðu efni við verkið, einkum söngvum og tónlist. Þetta eru prýðileg atriði en þau lengja sýninguna óneitanlega svo mikið að setan er á mörkum þess að verða þreytandi. Ég er þess fullviss að herða má á tempóinu frá því sem var á frumsýningu. Stefán er vafalítið einn albesti leikstjóri sem við eigum, útsjónarsamur og snjall, en mér virðist honum æ hættara við að teygja úr sýningum sínum. Leikarar standa sig undantekningarlitið hverfi, þó aðrar eigi síður við, og höfundur sér þær í kómísku ljósi svo að úr verður hin ágætasta skemmtun. Seinna leikritið, Tilbrigði við önd, segir frá tveimur mönnum sem sitja í skemmtigarði og ræða af mikilli speki um lífið og tilveruna og einkum sækir náttúran í kringum þá inn í umræðuefnin. Sérstaklega verða endurnar í garðinum þeim tilefni til hugleiðinga um til- gang og markmið lífs og dauða. Þetta leikrit er mjög ólíkt hinu fyrra en engu að síður not- ar höfundursvipaða tjáningarleið. Umræðu- efnið er grafalvarlegt. en í orðræðu mann- anna tekur það á sig ýmsar myndir, sem stundum eru kómískar en nálgast oft einnig Andardráttur Alþýóuleikhússins — sérkennilegur ferskleiki, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. mjög vel í Gísl. Gísli Halldórsson fer með hið veigamikla hlutverk Pats. Hann gerir það að mínu viti mjög vel og það kom mér á óvart hversu vel honum lætur ballöðusöngur. Jóhann Sigurðarson og Guðbjörg Thorodd- sen þurfa að leika sig niður á við í aldri í hlut- verkum Leslies og Teresu. Jóhanni tekst þetta einkar vel og hann sýnir dæmalaust vel andstæðurnar sem hlutverkið krefst, lífs- gleðina og lífslöngunina annarsvegar og angistina og feigðaróttann hinsvegar. Guð- björg sýnir sakleysi Teresu vel pg gerði vandræðalegu hlutverki ágæt skil. í samein- ingu tókst þeim að fría samskipti ungling- anna af allri væmni, guði sé lof! Hanna María Karlsdóttir vinnur umtalsverðan leiksigur í Gísl. Túlkun hennar á Miss Gilchrist er fram- úrskarandi vel unnin. Leikstjórinn hefur gef- ið hinni forkostulegu ungfrú aukið rúm í uppfærslu sinni og það nýtir Hanna María einkar vel. Aðalsteinn Bergdal leikur Ríó Rítu. Hann fer heppilegan meðalveg í túlkun sinni og dettur ekki á þá ódýru lausn að ofgera pempíuskap karlhórunnar heldur smíðar trúverðugan karakter. Frammistaða annarra leikara verður ekki tíunduð hér en þess getið að heildarsvipurinn var góður, hópurinn samstæður og allir lögðu sig fram. Grétar Reynisson hefur það erfiða hlut- verk með höndum að smíða öllum hama- ganginum leikmynd í þrengslum gamla Iðnós. Lausn hans er prýðilega útfærð þótt vissulega sé erfitt að fylgja leikendum eftir á brúnni sem nær frá sviði og upp á svalir. Sigurður Rúnar er ábyrgur fyrir tónlistinni og stendur sig vel eins og hans var von og vísa. Lögin og frábærir textar Jónasar Árna- sonar eru fyrir löngu orðin almenningseign hér heima og flutningur þeirra var til fyrir- myndar. Þegar margir góðir leggja saman má vænta góðs árangurs, þótt reynslan hafi kennt manni að bóka ekkert fyrirfram. Mér fannst kvöldstundin í iðnó einkar ánægju- leg. Þar fær frábært verk í firnagóðri þýð- ingu verðuga meðhöndlun. -SS það að verða hreint fáránlegar. Greinilegt er að höfundur hefur fjörugt ímyndunarafl sem hann gefur þarna lausan tauminn. Bæði leikritin eru saman sett úr mörgum smáum atriðum. Ég náði hreinlega ekki að telja þau, en ég trúi að fyrra leikritið sé eitt- hvað á þriðja tug atriða, þó það sé ekki nema um ein klukkustund. Bygging af þessu tagi mun vera mjög í tísku meðal ungra amerískra höfunda. Ég held að leikritsbygg- ing af þessu tagi hljóti að kalla á aðrar lausnir en að myrkva salinn milli atriða, þegar á líð- ur fer áhorfanda að líða eins og á ljósasjói í diskóteki. Það hefði áreiðanlega mátt beita Ijósum betur og af meira hugmyndaflugi til að skilja á milli atriðanna. Þessar öru myrkv- anir gera leikritið langdregnara en þurft hefði að vera. Leikendur vinna enga stóra sigra í hlut- verkum í þessum leikritum, en vinna sitt verk af alúð og samviskusemi. í fyrra verk- inu finnst mér þeir Kjartan og Ellert aðeins of yfirdrifnir í töffaraskapnum, en týpur þeirra nokkuð góðar. Meira jafnvægi er yfir leik Sólveiganna og persónusköpun þeirra sterk, hvorrar með sínum hætti. í seinna verkinu gjalda þeir Viðar og Helgi framangreindra annmarka á sviðsetning- unni. Hlutverk þeirra eru heldur erfiðari en í fyrra verkinu og kemur stundum óþægi- lega skýrt fram að Viðar er mun þjálfaðri leikari en Helgi. Það er gott framtak hjá Alþýðuleikhúsinu að kynna þennan unga ameríska höfund, því yfir þessum verkum er sérkennilegur ferskleiki sem kemur vel fram í þessari sýn- ingu. Það má því bæði svala forvitni og skemmtiþörf með ferð í Alþýðuleikhúsið á Hotel Loftleiðum og reyndar ýmsum fleiri þörfum ef það stendur til. — G.Ást. Jóhann Sigurðar- son og Guðbjörg Thoroddsen I GIsl — frábært verk fær verðuga meðhöndl- un, segir Sigurður m.a. I umsögn HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.