Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 24
tíðarhlutverk þess, þótt lesa megi útúr orðum þeirra flestra að áformin séu alls ekki smá í snið- um. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði þannig í sjónvarpsviðtali á laugardaginn að ísfilm yrði, þegar fram liðu stundir, í verulegri sam- keppni við ríkisfyrirtækin útvarp og sjónvarp. Fyrsta verk hins nýja fyrirtækis verður væntanlega að reisa full- komið sjónvarps- og kvikmynda- ver, stúdíó, og gera má ráð fyrir að fyrstu verkefnin verði fólgin í gerð ýmisskonar myndbandaefnis svo sem auglýsinga og fræðslumynda, svo og framleiðslu á leiknum kvik- myndum. Að öðru leyti eru fram- tíðaráformin óljós. Hinu nýja ís- film hefur að þessu leyti verið líkt við borgarísjaka: Það er aðeins toppurinn sem sést, hitt er allt hul- ið í undirdjúpunum. Þeir aðilar sem ákveðið hafa að taka höndum saman í ísfilm hafa hver um sig sínar ástæður fyrir að leggja út í þetta samstarf. Þeir hafa mæst í myndverinu, hvert svo sem samfylgdin kann að leiða þá síðar meir. Enn sem komið er hefur rekstur útvarps- og sjón- varpsstöðvar ekki verið formlega ræddur, allir aðilarnir eru sam- mála um það. En hugmyndin um öflugt útvarp og sjónvarp Morg- unblaðsins og DV er áleitin. „Framtíðarsýnin er sú að fylgj- ast með þeirri þróun sem er að verða á sviði myndbanda- og fjöl- miðlatækni allt í kringum okkur og notfæra okkur hana eftir því sem efni og aðstæður leyfa," segir Indriði G. Þorsteinsson. „Það er eðlilegt að þessir aðilar vilji kanna þennan fjölmiðlunarvettvang sem enginn hefur skipt sér af hér á landi og við ætlum að standa að þessu saman til þess að ekki sé verið að fara út í þessa hluti af ein- hverjum vanefnum. Við viljum standa sómasamlega að þessari þróun.“ En hvaða þróun ætlar hið nýja fyrirtæki að standa að hér á landi? Gerð auglýsinga og fræðsluþátta á myndböndum er vel á veg kom- in í landinu og fjölmargir annast kvikmyndagerð sömuleiðis. Það er þetta orðalag: „ýmis þjónustu- starfsemi á sviði fjölmiðlunar“ sem ekki hefur fengist útskýrt af forráðamönnum fyrirtækisins. Hvað er átt við? Svörin eru flest í véfréttarstílnum. Eini nýi fjölmiði- unarvettvangurinn sem enginn hefur hingað til skipt sér af hér á landi er fjölrása kapalsjónvarp. Getur hafa óspart verið leiddar að því að þetta sé sá fjölmiðill sem út- gefendur stærstu dagblaða lands- ins, stærsta fyrirtækjasamsteypa landsins og Reykjavíkurborg ætli að sameinast um. „Sjónvarpsstöð er ekki til um- ræðu,“ segir Indriði G. Þorsteins- son. „Ríkisútvarpið hefur einka- rétt á sjónvarpi. Við vitum að sjálf- sögðu að töluvert er rætt um breytingar á útvarpslögunum og ef um rýmkun verður að ræða, þá verður réttur til að sjónvarpa háð- ur leyfum. En ég get ekki séð neinn möguleika á því að við förum að leggja út í þá hluti nema þá eftir langan tíma og að því tilskildu að lög leyfi slíkt." Almennt er reiknað með því að útvarpslöggjöfin verði rýmkuð í tíð þessarar ríkisstjórnar, og að út- varps- og sjónvarpsrekstur verði gefinn frjáls, með ákveðnum skil- yrðum þó. Ekki er t.d. talið ólík- legt að fyrirtækjum verði úthlutað leyfum til að reka kapalsjónvarp og að hvert sveitarfélag um sig velji einhvern einn aðila úr hópi umsækjenda til að sjá um slíkan rekstur á sínu svæði. Verði raunin þessi í þróun kapalsjónvarps, er Reykjavíkurborg nú þegar komin á braut, sem kynni óneitanlega að leiða til hagsmunaárekstra þegar til úthlutunar leyfa kæmi. Borgin virðist þegar hafa valið fyrsta um- sækjanda með því að taka þátt í stofnun ísfilm. „Eg skil ekki fídusinn í því að hafa borgina þarna með,“ segir áhrifamaður, sem tengist einum stofnaðilanna. „Davíð Oddsson lendir í pólitískum vandræðum út af þessari ákvörðun. Hún var heimskuleg og verður jafnvel til þess að eyðileggja þetta. Ef menn ætla að setja upp kapalkerfi í Reykjavík er engin þörf á að hafa borgina með. Hún hefur þegar leyft kapal, hún gerði það þegar hún gaf Videoson grænt Ijós á að leggja sinn kapal." Ljóst er að aðild borgarinnar að Isfilm var lítið sem ekkert rædd í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna áður en borgarstjóri skrif- aði undir samninginn á föstudag- inn. Flestir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sem Helgarpóst- urinn hafði samband við vegna málsins vildu heldur ekkert tjá sig um það að svo stöddu, vildu fá tíma til að mynda sér skoðun á því. „Það er borgarstjóri sem hef- ur staðið í þessum viðræðum á frumstigi," segir Markús Örn Antonsson, formaður borgarráðs. Það mun hafa verið á útmánuð- um 1982 sem Indriði G. Þorsteins- son gekk á fund Kjartans P. Kjart- anssonar, framkvæmdastjóra Fræðslu- og skipulagsdeildar Sambands íslenskra samvinnufé- laga.og færði í tal við hann sam- eiginlegt áhugamál þeirra beggja: Smíði og rekstur myndvers til að framleiða kvikmyndir og mynd- bönd. Um svipað leyti hafði Indriði samband við útgefendur Dag- blaðsins Vísis, Frjálsa fjölmiðlun hf„ um hugsanlega samvinnu á sviði myndbandagerðar. Frjáls fjölmiðlun hafði þá keypt og byrj- að að reka kapalsjónvarpsstöðina Videoson og var farin að láta vinna fyrir sig efni á myndbönd til sýningar í kapalkerfi sínu. Útsend- ingar Videoson voru síðar bann- aðar sem kunnugt er. Með Indriða í viðræðunum við Frjálsa fjölmiðlun var Brynjólfur Bjarnason, þáverandi fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, nú nýráðinn forstjóri Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Brynjólf- ur á einnig sæti í stjórn Árvakurs hf„ útgáfufélags Morgunblaðsins. „Þetta byrjaði allt í AB,“ segir einn þeirra manna sem stóðu að stofnun nýja félagsins. „Þetta er eiginlega ekkert annað en nánari útfærsla á hugmyndinni að baki AB — þetta eru sömu aðilar sem nú taka sig saman og stofnuðu Al- menna bókafélagið á sínum tíma.“ Það þótti tíðindum sæta á sjötta áratugnum að sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn skyldu sameinast um bókaútgáfu í AB, en ástæðan fyrir stofnuninni var ekki síst í því fólgin að hægri mönnum þótti rétt að skapa mótvægi við hið mikla veldi sem Mál og menn- ing var þá orðið í bókaútgáfunni hér á landi. „Þetta mótaðist smám saman í viðtölum milli manna á nokkuð löngum tíma," segir Indriði G. Þor- steinsson. Hinir nýju samstarfs- I menn hans í ísfilm segja hann : prímus mótor í því að fyrirtækið varð til, segja að hann hafi verið maðurinn sem hafi veifað þeim galdrastaf sem til þurfti til að bræða þessa aðila saman. „Út af fyrir sig má segja að hér sé um að ræða líka útfærslu og í AB,“ segir Indriði, „og þetta er svipað þvi sem gerðist þegar Blaðaprent var stofnað. Menn geta unnið saman að ákveðnum málum þótt þeir séu ekki neinir pólitískir jábræður. Það er eðlilegt að í litlu þjóðfélagi fari þeir menn að starfa saman sem eru að velta fyrir sér hliðstæðum verkefnum." En Indriði segir að það sé ekki rétt að nýja fyrirtækið hafi átt upphaf sitt í ÁB. „Þetta hófst með því að við í kvikmyndafélaginu Isfilm fór- um að ræða við ýmsa aðila í því augnamiði að skapa sterkan bak- hjarl fyrir kvikmyndagerð. Það var svo fyrst í fyrrasumar sem þessir aðilar komu allir saman á fundi, að borginni undanskilinni." En vettvangur Almenna bókafé- lagsins er aldrei langt undan þeg- ar rætt er um upphaf hins nýja fyr- irtækis. Þannig eru Erlendur Ein- arsson, forstjóri SÍS, og Davíð Oddsson borgarstjóri saman í stjórn AB og Indriði G. Þorsteins- son á sæti í útgáfu AB. Um það leyti sem viðræður hófust var AB líka að leita fyrir sér með mögu- leika á því að víkka út starfsemi fyrirtækisins og fara út í fram- leiðslu myndbanda. Samband íslenskra samvinnufé- laga hafði strax sumarið 1981 far- ið að velta fyrir sér þróuninni í myndböndum, og hvernig sam- steypan gæti notfært sér hana við gerð auglýsinga og fræðslu- og kynningarefnis til notkunar innan samvinnuhreyfingarinnar. Þetta sumar varð einnig‘sprenging í myndbandanotkun almennings. Videokerfin spruttu upp í fjölbýlis- húsum og í kauptúnum og kaup- stöðum víða um land. Stærsta kerfið, Videoson í Reykjavik, var bannað — hin starfa mörg enn. SÍS ræddi þá um haustið við fjöl- marga aðila um hugsanlegt sam- starf í þessum efnum, þ.á m. Rauða krossinn, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Umferð- arráð, Þjóðkirkjuna og Slysa1 varnafélagið, en ekkert varð úr samstarfi þessara aðila, m.a. vegna peningaleysis. í byrjun árs 1982 kannaði SÍS mjög vandlega fyrir sjálft sig grundvöll fyrir því að stofna myndbandafyrirtæki og reisa stúdíó. „Við sendum menn til Norður- landanna, Bretlands, Frakklands og Sviss til að kanna þessi mál, og komumst svo að þeirri niðurstöðu að þetta yrði of dýrt,“ segir Kjart- an P. Kjartansson, framkvæmda- stjóri Fræðslu- og skipulagsdeild- ar SÍS. „Okkur vantaði þetta afl sem peningar eru. En svona athuganir spyrjast náttúrlega út og fljótlega upp úr þessu varð til þessi hugmynd um traust og öflugt fyrirtæki sem hefði getu til að ráðast í þessa hluti," segir Kjartan. Sambandið segist ætla að vinna að gerð auglýsinga- og kennslu- efnis fyrir námskeið og ýmisskon- ar þjálfun innan samvinnuhreyf- ingarinnar. En aðild SÍS að ísfilm hf. er einnig sprottin af háleitari markmiðum. „Það er eitt af höf- uðmarkmiðum okkar að gera þetta fyrirtæki að menningar- auka, að efla og treysta íslenska menningu. Við viljum leggja fram okkar skerf til þess að mynd- bandavæðingin verði þjóðinni til framdráttar og viljum að þessu verði stjórnað sem menningar- tæki. Reykjavíkurborg fékk áhuga á þessu á svipaðan hátt og við, hún vildi kynnast þessari þróun til að halda skilum á henni og til að efla menningu og tækni í land- inu,“ segir Kjartan, Aðild Sambandsins mætti nokk- urri andstöðu í stjórn þess og aðild Reykjavíkurborgar að nýja fjöl- miðlafyrirtækinu hefur mætt tor- tryggni og harðri gagnrýni í borg- arstjórn. Davíð Oddsson borgar- stjóri lagði málið fram til kynning- ar í borgarráði á þriðjudaginn í síðustu viku og þá sem trúnaðar- mál. Aftur var fjallað um málið í borgarráði á föstudaginn var, sama dag og skrifað var undir samninginn. Á þeim fundi var felld tillaga Sigurjóns Pétursson- ar, fulltrúa Alþýðubandalagsins, um að fresta undirskrift þar til borgarstjórn hefði fjallað um mál- ið, en aðildin samþykkt með fyrir- vara um samþykki borgarstjórn- ar. Sigurjón og Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvennaframboðsins, létu bóka andstöðu sína við málið og Sigurður E. Guðmundsson, full- trúi Alþýðuflokksins, lýsti í sinni bókun undrun á þeim tvískinn- ungi sem kæmi fram í þátttöku borgarinnar í ísfilm í ljósi afstöðu sjálfstæðismanna til þátttöku hins opinbera í atvinnurekstri al- mennt. „Við erum á móti því að borgin gerist aðili að þessu fyrirtæki og sé þannig að styrkja eitt fyrirtæki á kostnað annarra á þessu sviði. í þessum vitundariðnaði eru fjöl- mörg önnur vaxandi fyrirtæki og engin ástæða til að styrkja ísfilm öðrum fremur, sérstaklega þegar þess er gætt að mjög fjársterkir að- ilar standa að Isfilrn," segir Sólrún Gísladóttir við Helgarpóstinn. „Það er ljóst hvað þarna er á ferð- inni. Hægri pressan í landinu er að styrkja samkeppnisaðstöðu sína með það í huga að ná undir sig kapalsjónvarpi í Reykjavík og við óttumst það að einhliða málflutn- ingur peningaaflanna verði ráð- andi í landinu," segir Sólrún. Davíð Oddsson sagði í sjónvarp- inu á laugardaginn að hann teldi mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg að hafa hönd i bagga með þeirri þróun sem fyrirtækið ætlar að beita sér fyrir, „alls ekki sem ráð- andi afl, heldur sem aðili sem fylg- ist með og hefur áhrif á þróun- ina.“ Markús Örn Antonsson, for- maður borgarráðs, segir í samtali við Helgarpóstinn að borgin sé fyrst og fremst að tryggja það að þessi starfsemi komist af stað með myndarlegum hætti, hún sé ekki að binda sig við langtimaaðild að fyrirtækinu. „Það er tími til kom- inn að öflugt fyrirtæki annist þessa þróun," segir Markús Örn. Það eru ekki aðeins vinstri menn sem hafa látið í ljós áhyggj- ur vegna hugsanlegra yfirburða gróinna íhaldsafla í framtíðinni á sviði frjálsrar sjónvarps- og út- varpsmiðlunar. „Ef stefnt er að rekstri sjónvarpsstöðvar, þá er varhugavert að svona öflug fjöl- miðlafyrirtæki séu þar í meiri- hluta. Þá er hætta á fjölmiðlaein- okun," segir Ólafur Hauksson, einn af eigendum SAM-útgáfufyr- irtækisins og kunnur baráttumað- ur fyrir frjálsu útvarpi. „Mér finnst þetta ósköp sér- kennileg röksemdafærsla," segir Indriði G. Þorsteinsson, „að hægri öflin ætli nú að fara að einoka fjöl- miðlunina í landinu, þótt sex aðil- ar ákveði í sameiningu að kynna sér þróunina í myndbandamál- um. Ef þessi öfl hafa hingað til ein- okað dagblaðaútgáfu og allt þannig orðið ólýðræðislegt á þeim vettvangi, þá skil ég ekki hverju það breytir ef þau bæta við þessu fyrirtæki líka.“ Þeir sem óttast það að ísfilm yf- irtaki hinn frjálsa útvarps- og sjón- varpsmarkað jafnskjótt og út- varpslöggjöfin verður rýmkuð hafa verið að hugsa sitt alla síð- ustu viku. Helgarpósturinn hefur haft spurnir af því síðustu daga að aðilar innan ÁSÍ og BSRB hafi rætt um stofnun félagsskapar sem hefði samskonar „þróun" að markmiði og ísfilm. HP hefur líka spurnir af þreifingum um hugsan- legan mótleik ýmissa smærri fjöl- miðla- og auglýsingafyrirtækja gegn sókn hægri pressunnar. Það er útlit fyrir spennandi kapp- hlaup, þótt enn sé ekki búið að hleypa inn á völlinn. Pepsi Áskorun! 52% völdu Pepsi af þeim sem tóku afstödu 0«íí 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragðið ráöa 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.