Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 25
HRINGBORÐIÐ Þekking og skilningur Fyrir skemmstu hélt ég að væri að hefjast í fjölmiðlum þjóðarinn- ar fróðleg og spennandi umræða þegar vakið var máls á því sem einhverjir töldu vera ófremdar- ástand í íslandssögukennslu. Því miður hefur umræðan minnstan part orðið fróðleg heldur mestan part risið á vanþekkingu og sleggjudómum — og svo ein- kennst af því séríslenska fyrirbæri að fara eins og köttur í kringum heitan graut og forðast þannig alla grundvallarumræðu um kjarna málsins, í þessu tilviki mennta1 stefnu og skilning á skólahaldi al- mennt. Frá annarri hliðinni hefur þetta a.m.k. verið mjög áberandi. Þegar Islandssögukennslan er gagnrýnd er þess gætt að nota eingöngu slagorð eins og „staðreyndir sög- unnar" eða „nauðsynleg þekk- ing“ en á hinn bóginn varast að hætta sér í að spyrja spurninga eins og „Hverjar eru þær stað- reyndir sögunnar sem skipta máli hér og nú?“ — eða: „Hver er sú þekking sem framtíðarmannin- um, núverandi skólabarninu, er nauðsynleg?" Raunar er skiljanlegt að þessara spurninga skuli ekki spurt. Svörin eru nefnilega ekki til. Menn hljóta fljótt að komast að raun um að við sem erum nærri miðjum aldri eða lengra fram gengin getum ekki með nokkru móti skilgreint fyrir okkur hvaða þekkingarbrot verða gaghleg eftir fáein ár, hvað þá eft- ir tugi ára. Þekkingarbrot hljóta það að verða, því engum heilvita manni dettur í hug að unnt sé að kenna í skólum alla þá þekkingu sem mannkynið býr yfir á okkar dögum. Til þess hefur „þekkingar- sprengingin" verið allt of öflug. Af þessu leiðir að skólar hljóta ævin- lega að verða að vinsa úr þekk- ingaratriði, hvort heldur er í sögu eða öðrum námsgreinum. Og hvað þá? Hver er hæfur dómari í sögunnar sök? Hver á að geta fellt Salómonsdóm um það að tiltekn- ar staðreyndir séu öðrum mikil- vægari til þess að sagan nýtist til skilnings á samfélagi og mannlífi okkar? Því sú er væntanlega ætl- unin, eða hvað? Og svo er það nú þetta með staðreyndirnar. Hverjar eru þær eiginlega? Ég lærði í íslandssögu um þá Ara fróða og Gunnar á Hlíð- arenda. Báðir voru taldir meðal merkustu íslendinga á sinni tíð. Heimildir um báða voru jafn- traustar að því er barninu virtist. Munurinn var hins vegar sá að Gunnar var miklu skemmtilegri persóna en Ari. Kannski skýrðist það síðar þegar Ijóst varð að Gunnar var hugsanlega að mestu leyti skáldlegur uppspuni, Ari hins vegar hversdagsleg staðreynd. Fæðingar- og dánarár einstakl- inga voru meðal þess sem manni lærðist að líta á sem staðreyndir. En svo kemur í Ijós að jafnvel fæðingarár Þórbergs Þórðarsonar er ekki staðreynd heldur um- deilanlegt. Hvað þá um ýmsa hina eldri karla? — Já vel á minnst, ís- landssagan var karlmannasaga. Konur sýndust hafa átt býsna lítil erindi inn í hana. Samt var þetta staðreyndasaga. Þannig er því miður fleiri náms- (greinum farið, og þess vegna er umræða um markmið og skóla- stefnu eina umræða sem vit getur orðið í, vegna þess að þar væri verið að ræða kjarna málsins, ekki yfirborðseinkenni. Því valið á námsefni og lærdómsatriðum er vitanlega yfirborðseinkenni, sjúk- dómseinkenni ef menn vilja, en hvorki grundvöllur né orsök. Það sem máli kynni að skipta væri hins vegar atriði eins og þessi: „Hvert er markmið skólanna á hverju skólastigi?" „Til hvers er verið að þessu?" Ef taka á vitræna afstöðu til þess hvað á að kenna börnum og ungl- ingum í þessu landi verður þá með öðrum orðum að byrja á því að svara spurningunni „Til hvers er skólinn?" Á þeim árum þegar ver- ið var að móta fræðslukerfi okkar og Guðmundur Finnbogason starfaði að því verkefni, var afar eðlilegt að mikil áhersla væri lögð á það hlutverk skóla að miðla þekkingu. Frá sjónarmiði okkar sem nú lifum var heimurinn þá sem kálfskinn eitt — þó svo hann hafi áreiðanlega ekki verið það í augum allra sem þá voru á dög- um. Fjölmiðlun var óþekkt að heita mátti, verkþekking á lágu stigi og nauðsyn þess að auka hana lá í augum uppi. Ekki má heldur gleyma því í þessu sam- hengi að skólakerfi okkar mótað- ist á áratugum sjálfslæðisbarátt- unnar, einmitt þegar þjóðarheill krafðist 'samstöðu í mikilvægu máli. í því ljósi verður að skoða kennslubækur og kennsluaðferðir í grein eins og íslandssögu. Nú. er heimurinn breyttur í mörgum skilningi, en mest hefur þó heimsmynd okkar breyst og sámhliða því vitund okkar um þjóðerni, menningu og þar fram eftir götunum. Sé ekki tekið fullt tillit til þesskonar breytinga þegar skólastarf er endurmetið líkjumst við engri dýrategund meira en strútnum með höfuð í sandi. í annan stað er náttúrlega út í hött að láta eins og fyrri kynslóðir hafi haft ómetanlegt gagn af þekkingarmiðlun þeirri sem oft er kennd til stagls. Engin könnun liggur fyrir sem sýni að þeir sem nú eru að komast á miðjan aldur muni raunverulega nema brot af þeim kynstrum sem skólinn dældi yfir þá í formi þekkingaratriða. Þar hefur hver og einn vinsað úr eftir þörfum og þær þarfir hafa einkanlega skapast af aðstæðum. Þannig má gera ráð fyrir að sagn- fræðingur eða bókmenntafræð- ingur hafi haft umtalsvert gagn af „staðreyndum sögunnar", læknir eða bifvélavirki allmiklu minna. Þetta verða skólarnir að horfast í augu við. Þeir eru að búa fólk und- ir sundurleitt framhald lífsins, og NOACK RAFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Sænsku bilalramleiðendurnir VOUVO. SAAB og SCANIA nola NOACK ralgeyma vegna kosla þeirra. V Ertþú ~ búinn aö fara í I jósa - skoðunar -ferð? I dag skrifar Heimir Pólsson þar með er eðli málsins sam- kvæmt óhugsandi að nokkur geti með vissu tilgreint og afmarkað þá þekkingu sem þörf verður á (Að því ógleymdu að heimurinn á væntanlega eftir að breytast meira; enginn veit hvernig). Af þessu leiðir beint að skilning- urinn verdur að sitja í fyrirrúmi, úrval þekkingaratriðanna er aukaatriði. Eða með öðrum orð- um: Það getur ekki skipt sköpum fyrir heill einstaklings hvort hon- um hefur fremur verið kennt um Snorra Sturluson eða Jón á Bæsá eða einhvern annan á einhverjum öðrum tíma. Það sem skiptir máli er að tekist hafi að gera mönnum skiljanlegt að sagan er hugsanlegt hjálpargagn til að átta sig á nútíð- inni, og þar með hefur einkanlega þurft að búa mönnum í hendur þau tæki sem gera kleift að afla sér upplýsinga þegar þörf krefur. i Meðan ekki er horfst í augu við þetta verður öll umræða um kennslu í íslandssögu eða öðrum greinum marklaus — og því betri sem færri leggja til málanna. Það væri dapurlega farið ef merk tilraun skólarannsókna- deildar og annarra skólastofnana ætti eftir að kafna í fæðingunni, ekki aðeins í fjárskorti heldur einnig í fordómum og skilnings- leysi stjórnmálamanna. Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitíngahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Arnarhóll enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í ljós að margir af viðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sínna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðíð að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veítingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR'- T Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI _____________ Stórar veíslur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefníð er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, ArnarhóII annar öllu. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera-Leikhús Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af Iandi. Aukín FUNDIR EINKASAMKVÆMI I HELGARPÖSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.