Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 27. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Helgi E. Helgason og Ögmundur Jónasson. 22.20 Skriftarkeppni vonbiðlanna Kín- versk biómynd. Leikstjóri Yan Bili. Aðalhiutverk Wang Bozhao og Zhao Jing. Sagan gerist í Kína endur fyrir löngu og segir frá ungum menntamanni sem mikl- aðist mjög af þvi hve hann var snjall skrautritari. Á þetta reynir þegar hann verður að keppa í rit- list við meðbiðil sinn um hönd stúlku sem ann honum. Sjald- séöir gulir hrafnar, og forvitnileg mynd þess vegna. Þýðandi Ragn- ar Baldursson. 00.00 Oagskrárlok Laugardagur 28. janúar 16.15 Fólk á förnum vegi 11. Knatt- spyrnuleikur.' Enskunámskeið í 26 þáttum. 16.30 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Engin hetja Fimmti þáttur. Bresk- ur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum fyrir börn og unglinga. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í lífsins ólgusjó Fjórði þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur ( sex þáttum. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.05 Guli Rollsinn (The Yellow Rolls Royce) Bresk biómynd frá 1964. Leikstjóri Anthony Asquith. Aðalhlutverk: Rex Harrison, Jeanne Moreau, Shirley McLaine, George C. Scott, Alain Delon, Ingrid Bergman og Omar Sharif. Gulur Rolls Royce glaesi- vagn gengur kaupum og sölum og veröur örlagavaldur i lífi margra eigenda sinna. Mikill stjörnufans en árangurinn ekki eftir þvi. 2 stjörnur af fjórum. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.05 Bananastuð (Bananas) Bandarlsk gamanmynd frá 1971. Leikstjóri Woody Allen, sem einnig leikur aðalhlutverkið ásamt Louise Lasser, Carlos Montalban og Howard Cosell. Eftir mislukkað ástarævintýri og merkilegar upp- ákomur verður New York-búinn Fielding Mellish byltingarforingi I bananarikinu San Marcos. Allen í sínu besta formi, og þótt uppá- finningasemin heppnist ekki nema 80% þá dugir það til að þessi mynd er yndisleg skemmt- un. 3 sjörnur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja Agnes M. Sigurðardóttir flytur. 16.10 Húsið á sléttunni Giímukóngur- inn Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 StórfIjótin 4. Mississippi Fransk- ur myndaflokkur í sjö þáttum um jafnmörg stórfljót heimsins, löndin sem þau renna um, sögu þeirra og menningu. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jónsson. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Tage Ammendrup. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Sjónvarp næstu viku Umsjónar- maður Guömundur Ingi Krist- jánsson. 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menn- ingarmál og fleira. Umsjónar- maður Áslaug Ragnars. Stjórn upptöku: Andrés Indriöason. 21.35 Úr árbókum Barchesterbæjar Annar þáttur. Framhaldsmynda- flokkur i sjö þáttum frá breska sjónvarpinu, gerður eftir tveimur skáldsögum frá 19. öld eftir Anthony Trollope. I fyrsta þætti sagöi frá Septlmusi Harding sem er ekkill og á tvær gjafvaxta dæt- ur. Harding er umsjónarmaóur elliheimilis kirkjunnar I bænum. Ungur læknir, John Bold sakar Harding um misferli I starfi en hann er einnig að draga sig eftir yngri dóttur hans. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.30 Nóbelsskáldið Wiiliam Golding Sænski sjónvarpsmaðurinn Lars Helander heimsækir breska rit- höfundinn William Golding, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1983. í þættinum ræðir Golding m.a. um heima- byggð sína, guð, mannvonsku, bjartsýni og ritstörf. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 27. janúar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Siðdegisvakan 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Guð- laug María Bjarnadóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.35 ísland — Noregur í handknatt- leik. Hermann Gunnarsson lýsir slðari hálfleik þjóðanna i Laugar- dalshöll. 21.15 Hljómskálamúsik. Guömundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón: HöskuldurSkagfjörð. Lesari með honum: Guðrún Þór. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Traðir. Umsón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar 00.05 Fréttir. Dagskrárlok.Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregn- um kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00 Laugardagur 28. janúar. 13.40 íþróttaþáttur. Hermann Gunnars- son. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp — GunnarSalvarsson. (þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.20 Islenskt mál. Guðrún Kvaran sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 17.00 Siðdegistónleikar. 18.00 Ungir pennar. Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. r 4 ✓ Val Gudmundar Arna Stefánssonar „Það eru vissir fastir punktar í dagskrá ríkisfjölmiölanna sem eru jafn- an stórir liðir í öllu lífi manns og maður nánast stillir klukkuna sína eftir,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. „Trúlega er þessi dagskrá miklu stærri þáttur í hinu daglega lífi en menn gera sér yfirleitt Ijóst. Þannig líður mér hreinlega illa ef ég uppgötva að ég hef misst af fréttum í útvarpi eða sjónvarpi. Og af þeim missi ég því eiginlega aldrei. Hending ræður meiri hlustun eða glápi á aðra tilfallandi liði, en ég fylgist gjarnan með íþróttum, a.m.k. með öðru auganu eða eyranu, og horfi oftast á bíómyndir helgarinnar hvort sem þær halda nú athygl- inni tii enda eða ekki.“ 19.35 Lifað og skrifað: „Nítján hundruð áttatiu og fjögur" 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Nikulás Nickleby" eftir Charles Dickens. Þýðendur: Hannes Jónsson og Haraldur Jóhannsson. Guðlaug Marla Bjarnadóttir les (8). 20.40 Fyrir minnihlutann. Umsjón: Árni Björnsson. 21.15 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum I Reykjadal (RÚVAK). 22.00 Krækiber á stangli. Fjórði rabb- þáttur Guðmundar L. Friðfinns- sonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 23.05 Létt sígild tónlist. Fréttir. Dag- skrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 29. janúar 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Rafn Jónsson. 14.15 Dansinn kringum gullkálfinn. Umsjón: Hallfreður Órn Eiríks- son. Lesarar með umsjónar- manni: Sigurgeir Steingrímsson og Guðrún Guðlaugsdóttir. 15.15 I dægurlandi. Svavar Gests kynn- ir tónlist fyrri ára. i þessum þætti: Hljómsveit Bob Crosby. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veóur- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. Jarðskálfta- spár. Páll Einarsson jarðeðlis- fræóingur flytur sunnudags- erindi. 17.00 Frá tónlistarhátiðinni i Schwetz- ingen s.l. sumar. 18.00 Þankar á hverfisknæpunni. — Stefán Jón Hafstein. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Bókvit. Umsjón: Jón Ormur Hall- dórsson. 19.50 „Hauströkkrið yfir mér,“ Ijóð eftir Snorra Hjartarson. Knútur R. Magnússon les úr samnefndri bók. 20.00 Útvarp unga fólksins. Stjórnandi: Margrét Blöndal (RÚVAK). 20.35 island — Noregur í handknatt- leik. Hermann Gunnarsson lýsir siöari hálfleik þjóðanna f Laugar- dalshöll. 21.15 HljómplöturabbÞorsteins Hannessonar. Dagskrárgerð hjá sjónvarpinu ber allt- of mikil þreytumerki. Þeir sem taka ákvarðanir um dagskráratriðin virðast hafa leiðinlega mikla tilhneigingu til að halda áfram í gömlu fari, reyna að endur- taka þvælda hugmynd. Endursýning á áður sýndum þáttum Dave Allens á ekki nokkurn skapaðan rétt á sér. Dagskrárgerðarmenn með metnað hefðu í staðinn ráðist á brattann og hætt á að fást við snjallt en torþýtt grín hópsins sem skapaði Monty Pyt- hons Flying Circus, hátindinn í enskri grínþáttagerð síðasta áratugar. Úr því fær þýðandi fannst að Prúðuleikurun- um, ætti honum eða öðrum hans líka að vera trúandi til að ráða við Monty Python. Endurtekningaráráttan bitnar nú á Kór Langholtskirkju og afburða stjórnanda Sumarland Bergmans — magnað verk. hans, Jóni Stefánssyni. Betri kraftar eru vandfundnir, en í hvað eru þeir settir? Að líkja eftir útvarpsþætti sem Páll heitinn ísólfsson mótaði og stjórnaði með glæsi- brag fyrir hálfum fimmta áratug. Fjölda- söngur Pjóðkórsins, með skírskotun til áheyrenda um að taka undir, átti réttlæt- ingu sína í frábærri útvarpsmennsku stjórnandans og því að þá voru heimilin upp til hópa mun fjölmennari en nú. Endurgerð í sjónvarpi, jafnvel þótt Gunn- ari Reyni Sveinssyni sé bætt við með nýj- ar útsetningar á gömlu húsgöngunum, er dæmi um hugmyndafátækt við ákvarð- anatöku. Svo er reynt að liressa upp á sakirnar með „leynigesti". Úff! Það eru ekki þreytumerkin á þeim hjá BBC, sem stóðu að gerð Úr árbókum Barchesterbæjar. Enn einu sinni eru iærðar sönnur á að London er höfuðborg sjónvarpslistar í heiminum. Efnið er ákaflega enskt, tvær þær fyrstu úr skáldsagnaflokknum sem Trollope hugkvæmdist síðla dags fyrir hálfri annarri öld, þegar hann var á rölti innan sjónmáls við dómkirkjuna í Salis- bury. Þessi sérkennilegi helgidómur blés skáldinu í brjóst söguþræði og persón- um, sem eru gullnáma fyrir vandvirka stjórnendur og tæknilið og úrvals leikara sem BBC hefur á að skipa. Hvert svið, hver taka, hver hreyfing og svipbrigði, hvert tilsvar er svo vandlega unnið að unun er á að horfa og hlýða. En ekki er allt jafn vel heppnað sem frá Bretlandi kemur. Önnur eins flatneskja, annað eins samansafn af útjöskuðum lág- kúrubröndurum og í lífsins ólgusjó, er til helberra leiðinda, og enn eitt dæmið um dagskrársamningu sem virðist unnin milli svefns og vöku. En þakka ber það sem vel er gert. Smultronstállet er magnað verk hjá Bergman og Sjöström og missir furðu lítils við færsluna af kvikmyndahússtjaldi á sjónvarpsskjá. ÚTVARP Gott og málefnalegt Fimmtudagskvöldið þann 19. janúar og á sunnudaginn var þann 22. jan. var flutt dagskrá um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í umsjá Gests E. Jónassonar. Dagskráin bar nafnið „Krummi er fugl- inn minn“. Þar rifjaði Gestur upp minn- ingar nokkurra samferðamanna Davíðs, sem kynntust honum náið. Hann fléttaði síðan ljóðum hans bæði lesnum og sungnum inn í þáttinn. Dagskráin var vel gerð og heilsteypt; þeir sem lögðu við hlustir fengu góða mynd af lífshlaupi skáldsins. Flutningur ljóðanna þótti mér góður, það var næstum sem skáldið sjálft læsi með hinni dimmu raust sinni. Svona þættir eru kjörnir til þess að vekja áhuga almennings á skáldum sem Davíð og áreiðanlegt er, að þessi dagskrá stuðlar að því, að skáldið frá Fagraskógi falli ekki í gleymsku tímans. Erna Indriðadóttir — góð vlsa aldrei of oft kveðin: Dagskráin á laugardaginn var, 21. jan., var með ágætum. Ég hlustaði nokkuð gloppótt, byrjaði á Listalífi Sigmars og líkaði vel umfjöllun Árna Sigurjónssonar um bók Einars Más Guðmundssonar „Vængjasláttur í þakrennum". Árni Sigurjónsson fjallaði á mjög svo málefna- legan hátt um bókina, svo ég fylltist löng- un til þess að lesa hana. Það næsta sem ég heyrði var þáttur Einars Karls Haraldssonar, „Nýjustu fréttir af Njálu". Slikir þættir eru nýnæmi í dagskránni. Einar virðist leita víða fanga í umfjöllun sinni um bókina og fær bæði lærða sem leika til liðs við sig. Svo gleymdi ég hríðinni, sem veður- fræðingar kalla nú él, þegar Kammer- sveit Reykjavíkur flutti Árstíðirnar eftir Vivaldi í tilefni 10 ára afmælis síns. Flutn- ingurinn þótti mér góður og hljómburður kirkjunnar, sem notuð var til hljómleika- haldsins.skilaði sér í gegnum útvarpstæk- ið. Sérstök ástæða er til þess að hrósa þáttum Sverris Hólmarssonar, sem hann hefur gert upp úr skáldsögu Orwells og fluttir hafa verið á laugardagskvöldum. Svo er gaman til þess að vita, að útvarpið ætli að kynna okkur norræna nútíma- höfunda. Það mun víst lenda á þeim Hirti Pálssyni og Nirði P. Njarðvík og er það vel. Erna Indriðadóttir hefur flutt smápistla í fréttum útvarps um fíkniefnamál og neyslu unglinga á þeim, þ.e. fíkniefnun- um. í rauninni er hún að varpa fram stað- reyndum, sem þegar er vitað um, en of sjaídan klifað á. Mér er spurn, hvort nokkurn tímann verður hægt að taka raunverulega á þessum málum, þegar fólk sem veit um dópsala þorir ekki að kæra þá af ótta við líkamsmeiðingar þeirra. Á meðan þeir bíða dóms, ganga þeir oft lausir og svífast einskis til þess að hefna „harma sinna" á þeim, sem þeir telja að eigi sök á kærunum. En sem sagt, of oft veður góð vísa víst aldrei kveðin. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.