Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 28
II m skeið hafa menn beðið þess að hinn nýi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, gengi inn í ríkisstjórnina. Nú herma heimildir í stjórnmálageiran- um að þetta kunni að verða með vorinu, enda gott fyrir formann að komast í áhrifastöðu þá í stað þess að hverfa af sjónarsviðinu um leið og þingið er sent heim í sumarfrí. Lengi var talið trúlegast að það yrði annar hvor Matthíasinn — Mathie- sen eða Bjarnason — sem stæði upp úr ráðherrastól og Þorsteinn settist í staðinn. Nú heyrir HP hins vegar að það gæti orðið sjálfur Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra og fyrrum formaður, sem enn á ný ryddi Þorsteini braut. Geir er sagð- ur vera að svipast um eftir embætti utan hins eiginlega stjórnmálastarfs og eru þar tveir möguleikar nefndir — staða seðlabankastjóra nú þegar styttist í að Guðmundur Hjartar- son hætti og svo embætti sendi- herra íslands í Washington. Veðja fleiri á síðarnefndu stöðuna og fylg- ir sögunni að Hans G. Andersen, sem þar hefur verið sendiherra í mörg ár fari til Brússel. . . A ■^^■kðrar heimildir herma að ólíklegt sé að sjálfstæðismaður verði eftirmaður Guðmundar Hjart- arsonar í Seðlabdnkanum. Slíkt ger- ist frekar þegar Davíö Ólafsson hætti eftir tvö ár. Guðmundur er Alþýðubandalagsmaður, en það eru hins vegar framsóknarmenn sem ,,eiga“ þessa stöðu. Af líklegum framsóknarmönnum í bankastjóra- stöðu við Seðlabankann eru nefndir m.a. Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, og Tómas Arna- son kommissar ... Stefán Pálsson varð bankastjóri Búnaðarbankans sem frægt er orðið losnaði um leið staða forstöðumanns stofnlánadeildar landbúnaðarins. Auglýst var eftir umsóknum og mun hafa borist vel á annan tug. Nú er vandi stjórnar stofnlánadeildarinnar að velja þann lukkulega, en þar sitja auk banka- ráðs Búnaðarbankans tveir for- menn hagsmunasamtaka landbún- aðarins, Ingi Tryggvason frá Stétt- arsambandi bænda og Ásgeir Bjarnason frá Búnaðarfélagi ís- lands. Stefán Valgeirsson, for- maður bankaráðsins og um leið stjórnar stofnlánadeildar og fall- kandidat í bankastjórastöðuna, hef- ur teflt fram Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra á Þórshöfn og heista stuðningsmanni sínum í Norðurlandskjördæmi eystra. Hins vegar munu aðrir framsóknarmenn í stjórninni hafa frekar hug á Leifi Jóhannessyni, ráðunaut í Stykkis- hólmi. Þetta mál gæti þýtt að Stefán Valgeirsson yrði undir enn einu sinni í vegtylluslagnum. Hann mun hafa reynt að ná samstöðu innan flokksins um sinn kandídat en ekki haft erindi sem erfiði. Stefnir nú í að Stefán segi skilið við sína sam- fiokksmenn á þingi um ófyrirsjáan- lega framsóknartíð . . . N ■ okkrir íslenskir útgerðar- menn hafa í hyggju að snúa sér að laxarækt, þar eð undirstöðuat- vinnuvegurinn gengur nokkuð á brauðfótum um þessar mundir. Heyrir HP að í þessum hópi séu fremstir Haraldur Sturlaugsson á Akranesi og þeir ísbjarnarbræður, Jón og Vilhjálmur Ingvsu-ssynir. Var einhver að flauta ísbjarnarblús? Eða var það Laxakonsertinn? . . . EITT KORT INNANLANDS OG UTAN .A«ha9a^f° Nú er þorrinn genginn í garð með hin árvissu þorrablót til sjávar og sveita - með úrvals þorramat. Múlakaffi biður því hina fjölmörgu viðskiptavini sína, nær og fjær, að gera tímanlega viðvart. - Um leið bjóðum við nýja velkomna í hinn sigurstranglega viðskiptamannahóp. Áralöng kynni mikils fjölda fólks af þorramat okkar hafa sýnt og sannað að hann er í algjörum sér- gæðaflokki. Afgreiðum þorramatarkassa alla daga vikunnar til kl. 23.30. Einnig afgreiðum við þorramat í trogum (lágmark fyrir 5 manns). | Við sendum matinn og matsveinar okkar framreiða

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.