Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 5
III11II1111111 Mother- Teasers' Association Á þessum stað ( síðasta Helgarpósti leituðum við eftir’ upplýsingum um selskap að nafni Mömmuhrekkjarafélag- ið, en á tilvist þess rákumst við ( smáauglýsingum DV þar sem aðalfundur þess var boðaður. Það stóð ekki á svari. Rónald Kristjánsson, blaðafulltrúi félagsins, hafði samband við okkur fáeinum stundum eftir að blaðið kom úr prentun og tjáði okkur að Mömmuhrekkjarafélagið væru samtök áhugamanna af báðum kynjum, er hefðu það sér til dægrastyttingar að hrekkja mömmur sfnar heitt og innileg,a. Og ennfremur: „Til þess að gerast meðlimir í Mother- Teasers'Association, en svo heitir félagið á enska vísu, þarf meðal annars einlæga löngun til þess að hrekkja mömmu slna og geta sannað sllka hrekki I viðurvist lög- gilts mömmuhrekkjara ásamt fleiri brellum sem ákveðnar eru á hverjgm tlma af for- manni, svo og að vera gjaf- vaxta og hafa náð aldri til að neyta áfengra drykkja". Rónald upplýsir okkur um það að félagsskapur þessi hafi verið stofnaður á mæðradaginn 1983 og sé því tæplega eins árs að aldri: „Við erum nú ekki fleiri en Rónald Kristjánsson, blaðafull- trúi Mömmuhrekkjarafélagsins, sýnirokkurvinsælan hrekkmeðal meðlima klúbbsins. átta sem teljumst vera fulj- gildir meðlimir, enda fáir ís- lendingar sem þora að upp- Ijóstra hrekkjum I garð mæðra sinna. Við erum þetta á aldrinum frá 26 til 35, sum- part piparkarlar og sumpart ekki Hann segir Mömmuhrekkj- arafélagið koma saman tvisv- ar I mánuði: „Þá gefur hver meðlimur yfirlit yfir þær brellur sem hann hefur beitt móður slna, auk þess sem sagðar eru meinlausar gleðisögur af móðurhlutverkinu”. Hvernig taka mæðurykkar þessari starfsemi? „Þær hafa yfirleitt tekið þessu vel, enda hafa hrekk- irnir ekki verið svo hrikalegir hjá okkur til þessa,“ segir blaöafulltrúi Mömmu- hrekkjarafélagsins að lokum. Já, þau eru margvisleg fé- lögin I henni Reykjavlk! Má bjóða þér marineraða...? -fr Það er allt reynt Reykjavík. Til dæmis tóku nokkrir fiskvinnslunemar sig til sfðastliðinn föstudags- morgun og rúlluðu síldar- tunnum niður I miðbæ Reykjavíkur. Gegnt Hress- ingarskálanum var stansað, tunnurnar reistar upp á rönd, opnaðarog samstundis lagði lokkandi lykt af marineraðri síld og hertum Vestfjarðafiski yfir grenndina. Það ku nær enginn hafa staðist freisting- una að smakka, sem á annað borð átti erindi niðrí Austur- stræti þennan dag. „Þetta er svona kynning á þvl sem við lærum I Fiskvinnsluskólan- um“, sagði okkur snót hand- an við tunnurnar sem var í óða önn að handlanga lost ætið upp í viðskiptavinina I kringum sig. Hún sagöi okkur líka að það væru átján nemendur I Fiskvinnsluskólanum, það tæki hálft annað ár að læra til fiskiðnaðarmanns, en ef menn lærðu helmingi lengur yröu þeir fisktæknar. „Jájá, þetta er asskoti skemmtilegur skóli“, sagði hún þegarvið kvöddumst..^. Umsjón: Sigmundur Ernir og Jim Smarl I I I I I I I I I I I I I BEINT FLUG I SOLINA V ,FERDA AÆTLUN 1984 FERÐAMIÐSTÖÐIN kynnirferöa- áætlun 1984 til BENIDORM, Costa Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar. Eins og áöur er aðeins flogiö leiguflug í góöa veðrið. ^GÓÐ GISTING í ÍBÚÐUM EÐA HÓTELUM Gististaöir eru allir fyrsta flokks: íbúðir meö 1-2 svefnherbergjum, Studíó-íbúðir eöa hótel meö fæöi. BENIDORM feröirnar eru 2ja-3ja vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferð), 2. maí, 23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október. Dæmi: Hjón meö 2 börn, 2ja til 11 ára í páskaferð, samtals kr. 61.100, - eöa kr. 15.400,- pr. farþega Verö fyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,- pr. mann FM-FERÐALÁNIN Staöfestingargjald viö pöntun kr. 2.500. Síðan mánaðarlegar greiöslur allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuði fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstöðin allt aö sömu upphæö í jafn langan tíma, sem greiðist meö mánaöar legum afborgunum eftir heimkomu. Veröhækkanir sem veröa á sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir veriö. Dæmi: 4 mánaðarlegar greiöslur fyrir brottför kr. 2.000, — samtals kr. 8.000, -, lánar þá Ferðamiöstööin þér allt að sömu fjárhæö kr. 8.000, -, er greiöast til baka með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim- komu á jafnlöngum tíma FM greiðslukjör . Staöfestingargjald kr. 2.500, - viö pöntun u.þ.b helmingur af heildarverði greiöist 30 dögum fyrir brottför og eftirstöðvar meö jöfnum afborgunum á 3 mánuðum eftir heimkomu. 50% afsl. á innanlandsflugi. Staðgr. afsl. 5%. Þeir, sem hafa dvaliö á BENIDORM ströndinni hrósa veörinu, verölaginu matnum, skemmtistöðunum, skoöunarferöunum og traustri þjónustu FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR Verðlisti fyrirliggjand BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN HELGARPÓSTURIN.N 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.