Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Maðurinn sem ógnaði tveimur starfs- mönnum ÁTVR með afsagaðri haglabyssu fyrir utan Landsbankann á Laugavegi 77 og hafði af þeim nær tvær milljónir króna, reyndist vera William James Scobie. Hann hefur nú játað á sig verknaðinn og telst því fyrsti maðurinn i Islandssögunni sem rænir banka með þessum hætti. Sterkar líkur benda til að William hafi einnig átt þátt í rán- inu í Iðnaðarbankanum í Breiðholti skömmu áður en ÁTVR-ránið var framið, en játning hans liggur ekki fyrir í því efni. Aðfarir Williams við ránið við Landsbank- ann á Laugavegi eru nú að nær öllu leyti upplýstar og svo nákvæmlega hefur verið frá þeim sagt í öðrum fjölmiðlum að ekki þykir ástæða til að fjalla um þær frekar hér. Forvitni manna beinist nú frekar í þá átt hver þessi fyrsti vopnaði bankaræningi á ís- landi sé og hvort finna megi i fortíð hans fé- lagslegar skýringar á þessu óvenjulega afbroti. Þeirri hlið málsins hefur mjög tak- markað verið sinnt til þessa, en hér á eftir skal reynt að gera henni nokkur skil. William James Scobie er 22 ára gamall, fæddur í Bandaríkjunum þarsem hann hefur dvalist meginhluta ævi sinnar. Faðir hans er bandarískur ríkisborgari, en móðirin ís- lensk. William er næstyngstur átta systkina, fjögurra stelpna og fjögurra stráka. Tæplega tíu ára að aldri fluttist William hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni. Þau settust að í Sólheimum og gekk William í Vogaskóla næstu fjögur árin, þar til fjöl- skyldan flutti aftur af landi brott til Banda- rikjanna. Skólasystir Williams og jafnaldrafrá skóla- árunum í Vogaskóla segir um hann: ,,Hann var mjög fljótur að aðlagast reykvíska hverf- islífinu, og varð sér fljótt úti um marga kunn- ingja úr skólanum. Mér fannst hann svolítill gæi, hann bar mjög merki uppruna sins, hugsunarhátturinn og háttalagið allt mjög amerískt. Hann klæddist alltaf á bandaríska vísu og var svolítið strítt á því, en hann var líka stríðinn á móti, elti stelpur og ögraði • Var gjaldþrot gjafavöruverslunar undirrót ránsins? Fyrsti bankaræninginn þeim meinleysislega svo sem stráka er hátt- ur á barnaskólaárunum." Annar kunningi Williams frá þessum árum og hans næsti nágranni segir hann hafa fengið mjög strangt uppeldi, til dæmis hafi hann aldrei fengið að vera úti eins lengi á kvöldin og hinir krakkarnir i hverfinu. ,,Mér fannst William vera dálítið ör og stundum óróiegur, kannski vegna þessa harða upp- eldis, hann þurfti jú að vera kominn heim klukkan átta á kvöldin og ekki sekúndu seinna.“ William mun hafa verið rétt innan við fermingu þegar fjölskylda hans flutti af landi brott til Bandaríkjanna. Þar um slóðir bjó fjölskyldan á fleiri en einum stað, í fleiri en einni borg. Faðir WiIIiams starfaði á þessum árum mestmegnis við margskonar störf tengd veitingarekstri. Vitað er að William vann talsvert með föður sínum á þeim vett- vangi, meðal annars ráku þeir salatbari og aðra slíka verslun. William flutti aftur með fjölskyldu sinni til íslands í upphafi síðasta árs. Þá um leið mun faðir hans hafa komið honum í vinnu hjá kjötvörudeild SS í Glæsibæ, en þetta starf átti aðeins að vera til bráðabirgða á meðan hann væri að útvega sér betri vinnu. í kjöt- vörudeildinni í Glæsibæ vann William síðan um þriggja mánaða skeið og segir Guð- mundur Gestsson verkstjóri hans að hann hafi ekki tekið eftir öðru í fari hans en að hér hafi verið um heiðarlegan og starfsglaðan mann að ræða. ,,Mér fannst mjög létt yfir honum, hress strákur að mér sýndist. Náttúr- lega var þessi sérbandaríski hugsanaháttur skýr í honum. Því er ekki að neita að haiin var dálítið yfirborðskenndur í viðkynningu eftir Sigmund Erni Rúnarsson eins og títt er um Ameríkana," segir Guð- mundur Gestsson. Eftir að William lét af störfum hjá SS í Glæsibæ, lá leiðin meðal annars í dyravörslu hjá skemmtistaðnum Safari við Skúlagötu þar sem hann starfaði í nokkurn tíma. Starfs- maður skemmtistaðarins á þeim tíma segir William hafa komið mjög vel fyrir, að vísu hafi hann alltaf verið mjög töffaralegur í háttum og tilburðum. ,,Hann hafði þetta bandaríska yfirbragð, ekki ósvipað John Travolta-stælnum. Hinsvegar var hann al- 'gjör reglumaður, bæði á tóbak og vín. Ég kynntist honum talsvert og fannst alltaf dálítið skrítið hvað hann var undir sterkum aga föður síns, þótt hann væri kominn yfir tvítugsaldurinn. Ég vissi sem var að það var háttur hans og bræðranna að ávarpa föður sinn alltaf ,,sir“, og því má ætla að William hafi verið undir mjög sterkum áhrifum frá pabba sínum bandarískum. Að minnsta kosti fannst mér hann sjálfur alltaf vera meira bandarískur en nokkurntíma íslenskur." Ekki skal getum að því leitt hér, hvers- vegna William hefur tekið svo gróft lagalegt hliðarspor að fremja vopnað bankarán. Hvort jjar er ein ástæða að baki eða margar er ógerningur að dæma um. Samkvæmt heimildum HP þykir þó þung á metunum sú staðreynd að gjafavöruversl- un sem foreldrar Williams höfðu rekið um nokkurt skeið á Skólavörðustíg, varð gjald- þrota fáeinum vikum fyrir ránið og mun fjöl- skyldan hafa orðið fyrir mjög verulegu fjár- hagslegu áfalli af þeim sökum. Það skal þó tekið fram að ekkert hefur sannast á föður- inn í sambandi við ránið, að öðru leyti en því að hann hylmdi yfir með syni sínum þegar hann kom með þýfið heim föstudagskvöldið örlagaríka. ERLEND YFIRSYN Ótrúlegur sigur Harts stœlir hann til átaka vid hiö ógerlega Þarf Mondale aö fara í Hart? Rétt einu sinni hafa kjósendur tekið sig til við kjörborðið og sýnt svart á hvítu, hve lítið getur verið að marka skoðanakannanir. Fram á kjördag í prófkjöri demókrata um forsetaefni í bandaríska fylkinu New Hamps- hire, bar nær daglegum skoðanakönnunum hinna færustu sérfræðinga saman um að Walter F. Mondale, fyrrum varaforseti Jimmy Carters, ætti sigur vísan. Og án allra skoðanakannana mátti ætla að Mondale væri ósigrandi. Hann hefur unnið að því að hljóta forsetaframboð demókrata lengur en nokkurt annað frambjóðandaefni, er lands- kunnur af fyrra ferli, nýtur stuðnings flestra fylkisstjóra og annarra máttarstólpa Demó- krataflokksins, hefur hlotið meðmæli hins volduga verkalýðssambands AFL-CIO, ræð- ur yfir fullum kosningasjóði og hefur á sínum snærum þaulreynda fagmenn í kosninga- baráttu. Þar á ofan tókst Mondale þegar í fyrsta áfanga í vali flokksþingsfulltrúa demókrata, á flokksdeildafundum í lowa 20. febrúar, að gersigra þann sem talinn var verða myndi skæðasti keppinautur hans, öldungadeildar- manninn og geimfarann John Glenn. Hann einn var fyrirfram talinn hafa fjárráð og stuðning máttarvalda i Demókrataflokknum til að geta boðið Mondale byrginn. í Iowa hrapaði hann niður í fimmta sæti meðal átta frambjóðandaefna en Mondale hlaut þrefalt fylgi á við þann sem hreppti annað sætið, Gary Hart öldungadeildarmann frá Colorado. Ásamt ósigri Glenns var óvæntur árangur Harts það sem á óvart kom í úrslitum flokks- deildafundanna í Iowa. Rúmri viku síðar gengu demókratar í New Hampshire að kjör- borði til að gera upp á milli forsetaefna í beinu prófkjöri. Þá hafði Gary Hart og stuðn- ingsmönnum hans tekist að bæta heldur bet- ur hlutfallið gagnvart Mondale. í Iowa fékk Mondale 48,9% atkvæða en Hart 16,4%. Þar greiddu flokkstrúnaðarmenn einir atkvæði. I New Hampshire, þar sem almenningur tek- ur þátt í prófkjörinu, náði Hart 40% atkvæða en Mondale varð að láta sér nægja 29%. Dagana fyrir prófkjörið voru niðurstöður skoðanakannana, að úrslit yrðu þveröfug. Sigur Harts er enn meiri, þegar þess er gætt að þrír aðrir kepptu í prófkjörinu um stuðning frjálslyndra kjósenda. Þeirra á meðal er George McGovern, en fyrsta þol- raun Harts í stjórnmálum var að gerast kosn- ingastjóri hjá honum í forsetakosningunum 1972. Þá náði Richard Nixon endurkjöri með miklum yfirburðum, en stefna hans og starfshættir biðu brátt skipbrot, og Gary Hart var kjörinn öldungadeildarmaður fyrir Colorado tveim árum síðar, þegar demó- kratar hlutu mikinn meðbyr. í kosningunum 1980 var hann í tölu þeirra þingmanna, sem hægri öfl um öll Bandaríkin tóku höndum saman um að fella frá endurkjöri, en hélt velli. Á þingi hefur Hart verið í fylkingar- brjósti öldungadeildarmanna sem veita málatilbúnaði Reagans forseta viðnám, og, hefur hann sérstaklega látið vígbúnaðarmáh og utanríkismál til sín taka. Eftir úrslitin í Iowa hélt hann ekki rakleitt til New Hamps- hire í prófkjörsbaráttuna, heldur kom áður við í Washington til að mæla í Öldungadeild- inni fyrir tillögu um að kvatt verði heim her- liðið sem Reagan hefur sent til Mið-Ameríku til að þjarma að Nicaragua. í kosningabaráttunni hefur Hart lagt á það megináherslu, að þeir sem nú stjórna Banda- ríkjunum séu fastir í fortíðinni, og það sem þjóðin þarfnist séu nýir menn með ný við- hórf, skilning á þeim vandamálum sem við blasa á líðandi áratug, bæði í innanlandsmál- um og á alþjóðavettvangi. Þessi málstaður reynist hafa góðan hljómgrunn, en þar að auki kemur í Ijós að kjósendur hafa illan bif- ur á hefðbundnum máttarvöldum í Demó- krataflokknum, sem fylkja sér að baki Mon- dale. Sér í lagi reynist fylgi og fjárstuðningur verkalýðssambandsins AFL-CIO fæla kjós- endur frá varaforsetanum fyrrverandi. Þar á ofan loðir enn við hann ótrú vegna ósigurs þeirra Carters fyrir fjórum árum. En Iowa og New Hampshire eru aðeins tvö af 50 fylkjum Bandaríkjanna, og hvorugt í tölu hinna þýðingarmeiri í forsetakosning- um. Baráttan fyrir tilnefningu í forsetafram- boð af hálfu demókrata er rétt að hefjast fyr- ir alvöru, og þrátt fyrir ásannaða kjósenda- hylii á Gary Hart enn á brattann að sækja. Hann skortir mjög fé í kosningasjóð og skipulag á kosningabaráttu hans er gloppótt í mörgum fylkjum. Þar á ofan hefur hann fram til þessa verið lítt kunnur á landsmæli- kvarða borið saman við menn eins og Mon- dale og Glenn. Mestu varðar þó að ógerlegt er fyrir Gary Hart einan að stöðva öfluga og vellríka kosn- ingavél Walters Mondale. Þar þurfa fleiri að eftir Magnús Torfa Ólafsson koma til, og fram til þessa hafa þeir hlotið svo slæma útreið, að þeir fyrstu eru farnir að heltast úr lestinni, svo sem Alan Cranston, öldungadeildarmaður frá Kaliforníu. Fyrsta stóra forkosningalotan er 13. mars. Þá fara fram prófkosningar í þrem suðurfylkjum. í Georgíu er Mondale talinn eiga sigur vísan, meðal annars fyrir stuðning Jimmy Carters. I Flórída takast þeir einkum á Mondale og Reubin Askew, fyrrverandi fylkisstjóri. Og í Alabama stendur baráttan milli Mondale og Glenns. Hart á hinsvegar möguleika í prófkjörun- um sama dag í Massachusetts og Rhode Is- land. Enginn virðist þora að spá um úrslit á fundum flokksfulltrúa í Oklahoma, Was- hingtonfylki og Hawaii. Þarna er alls um að ræða 613 flokksþingfulltrúa af 3.933. Næstu fimm daga verða 402 fulltrúar kjörnir í fylkj- um sem viðhafa flokksfulltrúafundi. Svo er prófkjör í lllinois 20. mars, og þar er Hart með mun veikara skipulag en keppinautar hans, sérstaklega Mondale. Takist Mondale að sópa til sín flokksþingsfulltrúum í þessum viðureignum, getur hann verið kominn í yfirburðaaðstöðu eftir þrjár vikur. Haldi Glenn hins vegar í við hann, gefst Hart tæki- færi til að nýta sér áhrif in af unnum sigrum í upphafi baráttunnar, þegar kemur að vali fiokksþingsfulltrúa í fjöímennustu fylkjun- um, New York, Texas og Kaliforníu. Þetta er gamla sagan í baráttunni fyrir útnefningu í forsetaframboð í Bandaríkjunum. Sá sem sigurstranglegastur þykir í kosningaundir- búningnum, í þetta skipti Mondale, verður að stefna að því að eiga vísan meirihluta áð- ur en flokksþing kemur saman. Möguleikar hinna frambjóðendaefnanna velta á því, að enginn hafi meirihlutafylgi við fyrstu at- kvæðagreiðslu á flokksþinginu. Hvað sem líður gengi frambjóðenda á grýttri braut forkosninganna, er þó þegar ljóst, að í hæfileika til að skírskota til kjós- enda með árangri tekur Hart keppinaut sín- um Mondale langt fram. Á þetta reynir ævin- lega fyrst í New Hampshire, og þar er að finna skýringu á að enginn sem þar hefur tapað prófkjöri hefur náð á forsetastól Bandaríkjanna síðustu þrjá áratugi. Og demókratar þurfa nauðsynlega á manni með kjósendahylli að halda, eigi þeir að gera sér von um að sigra Reagan. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.