Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 9
flugvelli eða í öðrum innflutningi. Húseignin á Höfðabakka 9 snertir Halldór H. Jónsson, arki- tekt og stjórnarformann Samein- aðra verktaka, sérstakiega, því hann teiknaði byggingarnar þar. Hann er vanur því að teikna bygg- ingar fyrirtækja þeirra sem hann situr í stjórn hjá. Þannig teiknaði hann Hótel Sögu, viðbygginguna við Eimskipafélagshúsið og vöru- geymslur féiagsins við Austur- höfnina, byggingar Aburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi og versl- unarhús Garðars Gíslasonar hf. En fleiri frægar byggingar eru einnig eftir Halldór: Hús Rann- sóknarstofnunar sjávarútvegsins eða útvarpshúsið við Skúlagötu, lðnaðarbankinn við Lækjargötu, þar sem islenskir aðalverktakar og Sameinaðir verktakar höfðu skrifstofur lengst af, Kjörgarður, Háteigskirkja, Iðnaðarhúsið, hús H. Benediktssonar hf., verk- smiðjuhús Völundar hf., Domus Medica, Borgarneskirkja, fjöl- mörg íbúðarhús o.fl. Garðar Halldórsson, sonur Halidórs, nú húsameistari ríkisins, teiknaði Vaihöll, hús Sjálfstæðisflokksins. Nýja flugstöðin er einmitt teiknuð hjá húsameistara ríkisins og því er óhætt að segja að þeir feðgar hafi átt veruiegan þátt í að móta um- hverfi okkar, sérstaklega Halldór. Hagsmunaþræðir Halidórs H. Jónssonar liggja viða. Viðskipta- tengsl ísal og Eimskips eru t.d. rakin beint og óbeint til hans (Eimskip sér um bróðurpartinn af flutningum álversins) og við- skiptatengsi Eimskips og Skelj- ungs sömuleiðis. Tengsl hans við stjórnmálamenn í fremstu víglínu eru vel þekkt. Hann hefur haft greiðan aðgang í gegnum tíðina að mönnum eins og Ingólfi Jóns- syni, sem var einn stærsti hluthaf- inn í Borgarvirki, Geir Haligríms- syni, sem átti líka stóran hlut í sama fyrirtæki, Bjarna Benedikts- syni á sínum tíma, framsóknar- mönnunum Halldóri E. Sigurðs- syni,sem hefur setið með honum í stjórn Eimskips, og Tómasi Árna- syni.sem er bróðir Vilhjálms Árna- sonar, stjórnarfomanns lslenskra aðalverktaka. „Hann verður einkavinur forstjóranna," segir þekktur kaupsýslumaður. „Hann kemur sér vel fyrir, t.d. með því að teikna fyrir þá byggingarnar. Hann þekkir helstu pólitíkusana og fær hlutina til að gerast. Hann fær jafnvel stríðandi öfi til að sættast. Hann er ýtinn, þrautseig- ur og markviss." Annar þekktur fjármálamaður segist sjá hann fyrir sér sem skákmeistara við- skiptaiífsins: „Hann liggur yfir stöðunni og spekúlerar allt út. Ég hef heyrt hann tala um hluti sem eiga eftir að gerast eftir tvö, þrjú ár. Hann nýtuf þess að sjá valda- taflið ganga upp hjá sér, nýtur valdsins sjálfs en líka afrakstursins af eigin hagsmunapoti." Meðal þess sem gæti fallið undir slíkt hagsmunapot hjá Halldóri er innflutningur á innréttingum íþær byggingar sem hann teiknar. Þannig hefur Garðar Gíslason hf„ sem Halldór á að hluta, flutt inn veggfóður á veggi Hótel Sögu, iðnaðarbankans, Eimskipafélags- hússins, byggingarinnar á Höfða- bakka og víðar. Hagsmuna- samkruil af þessu tagi er ekki full- komlega í samræmi við siðareglur arkitektafélagsins, þar sem Hall- dór var einu sinni formaður. Honum lenti saman við vinstri menn í félaginu og sagði skilið við það. Það á ekki við hann að standa í þrasi, hann er ekki kreddufastur. Þess vegna leiðist honum pólitík. „Hann er einn af þeim sem ég kann vel við," segir kunnur fjármálamaður. „Hann telur pólitíkusa allt of tjóðraða á bása og ófrjálsa. Hann þolir þá ekki og þolir ekki að þeir skuii þurfa að taka órökréttar ákvarð- anir vegna þessarar tjóðrunar. En hann virðir að sama skapi topp- pólitíkusana, því þeir geta að mestu farið sinu fram án hindr- ana." Stærö 120x55 cm. Verð án hillu kr. 1.799.- Verö m/hillu kr. 2901.- Fáanlegt stærra m/skáp. Stærö 150x55 cm. Verö án hillna kr. 2.669.- Verð m/hillum kr. 4209.- Ódýrar kommóður Efni furufilma 4 skúffur kr. 1.799.- 6 skúffur kr. 2284- 4 stórar og 4 litlar skúffur kr. 2672- Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A, sími 86112. Ertu ekki búinn að finna þaðennþá? verið slæmt Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til aó skipuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft tii að finna þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! i-nwA HALLARMÚLA 2 I 1 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.