Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA heimilishagir: Kvæntur Brynhildi Jóhannesdóttur, 3 börn bifreið: Chevrolet Caprice 1980 áhugamál: Þaö sem ég geri hverju sinni mánaðarlaun: 67.000 kr. Segi mjög líklega af mér eftir Ingólf Margeirsson myndir Jim Smart Albert Gudmundsson fjármálarádherra geröi fyrr í uikunni sam- komulag viö Dagsbrún um samrœmingu á tekjum félagsmanna verkalýðsfélagsins og starfsmanna hins opinbera. Enn hafa ekki legið fyrir tölur um kostnað samkomulagsins. Samningurinn við Dagsbrún er talinn hafa miklar og víðtœkar afleiðingar fyrir samningamálin í heild og hefur vakið mikið fjaðrafok innan ríkisstjórnarinnar og for- ystu Sjálfstœðisflokksiris. Ótal spurningar hafa vaknað við undirritun Dagsbrúnarsamningsins: Um starfshœtti ráðherra, trúverðugleika ríkisstjórnarinnar, stöðu Alberts innan Sjálfstœðisflokksins og síðast en ekki síst; mun Albert verða að víkja úr stóli fjármálaráðherra? Þessum spurningum og öðrum svarar Albert Guðmundsson í yfir- heyrslu Helgarpostsins i dag. — Var Dagsbrúnarsamkomulagid persónulegur vinargreidi viö Gudmund J. Guðmundsson? „Nei, nei. Vissulega höfum við Guðrnund- ur J. verið persónulegir vinir í marga áratugi en við erum miklir andstæðingar í póiitík. Hér var ég einungis að hugsa um verka- menn sem ekki eru á sérsamningum við rík- ið." — Guömundur J. segir í Morgunblad- inu sl. miövikudag að ástædan fyrir því aö samningur hafi náðst milli Dagsbrún- ar og þín hafi einkum verið sú, að þú ber- ir sterkar taugar tii Dagsbrúnar og hafir sjálfur unnið á eyrinni öll þín unglings- ár? „Já, það er alveg rétt. Ég hef unnið víöa á mínu lífshlaupi og þar á meðal á eyrinni. Ég þekki því vel til þeirra skilyrða sem hafnar- verkamenn búa við. Ég var einn af þeim sem héngu í gamla skýlinu og biðu eftir vinnu í einn og einn tíma. Að sjálfsögðu er sú lífs- reynsla mjög sterk í mínum huga. Ég þekki líf hafnarverkamannanna og heimilishagi þeirra. En það á ekkert skylt við pólitík Guð- mundar eða pólitík mína.“ — Hefurðu gert þér fyllilega grein fyrir því hvaða dilk samkomulagið við Dagsbrún getur dregið á eftir sér? „Eg get ekki séð að samkomulagið geti dregið neinn dilk á eftir sér.“ — Ert þú þá reiðubúinn að gera sani- bærilegan samning við hópa innan ASÍ ef sú krafa kemur fram? „Ég sé ekki hvar hægt er að gera slíka kröfu. Innan vébanda ASÍ eru verkalýðsfé- lög um land allt. Þessi verkalýðsféiög hafa sérsamninga, t.d. við ríkisverksmiðjur. Það er Verkamannasambandsins að gera slíka samninga. Það sama gildir hér í Reykjavík. Fjölmennir vinnustaðir verkamanna eins og Skipaútgerð ríkisins eða Áburðarverksmiðja ríkisins hafa sérsamninga. Þeir verkamenn innan Dagsbrúnar sem samkornulagið fjallar um hafa hins vegar enga sérsamninga við ríkið. Og það er þetta ósamræmi sem ég er að leiðrétta." — Hvað með sveitarfélögin? „Sveitaríélögunum er í sjálfsvald sett hvort þau semja við sína verkamenn á þenn- an hátt eða ekki. Ég tel eðlilegt að þau geri það ef það ríkir jafn mikill launamunur hjá þeim. Nú er bara talað um hliðstæð störf verkamanna Dagsbrúnar og ríkisstarfs- manna. Ég veit hreinlega ekki hve margir launamenn sveitarfélaganna vinna störf hliðstæð störfum ríkisstarfsmanna." — Samráðherrar þínir hafa gagnrýnt þetta samkomulag harðlega. Forsætis- ráðherra hefur lýst því yfir að með und- irritun samkomulagsins hafir þú teygt þig langt út fyrir valdsvið þitt. „Hann verður að sanna það. Ég veit ekki til þess að ég hafi gert nokkurn skapaðan hlut án þess að vera gagnrýndur fyrir vikið. En ég held að allt hafi yfirleitt orðið á betri veg þegar menn fóru að skilja gerðir mínar. Þær hafa alltaf verið frekar til hins góða en ekki til hins il!a.“ — Ertu með þessu að segja að sam- komulag þitt við Dagsbrún komi ríkis- stjórninni ekkert við? „Ég er ekki að segja það. Ég er að segja að ég hafi fulla heimild til að gera það sem ég hef gert. Gerðir mínar í þessu máli eru innan vald- og verksviðs míns sern ráðherra.-’ — Þær þurfa sem sagt ekki samþykki ríkisstjórnarinnar? „Mér er ljóst að það er bara einn forsætis- ráðherra. Á sama hátt verður það að vera rikisstjórninni ijóst að það er bara einn fjár- málaráðherra. Auðvitað þarf að vera eðli- legt samstarf milli ráðherra, en það er ekki þar með sagt að ráðherrarnir þurfi að fjalla um hvern einasta málaflokk. Þess vegna hafa ráðherrarnir sitt ráðuneyti; þeir hafa ákveðið verk að vinna.“ — Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, harinar Dagsbrúnar- samningana og margir flokksbræður þínir taka í sama streng. Er verið að láta sverfa til stáls gegn þér í flokknum? „Ég veit það ekki. Hitt er alveg ljóst að ráð- herrarnir og formaður Sjálfstæðisflokksins eru ekki ánægðir með þessa ákvörðun mína.“ — Þorsteinn Pálsson sagði eftir þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins í gær að harkalegra viðbragða væri að vænta við Dagsbrúnarsamningnum. Hvað átti hann við? „Þessi ummæli formannsins komu mér al- gjörlega á óvart. Ég geri mér enga grein fyrir því hvað hann átti við." — Ertu að einangrast? „Ég hef ekki fundið það ennþá.“ — Eru pfl innan Sjálfstæðisflokksins að þrýsta þér úr ráðherrastóli?“ „Ég hef ekki orðið var við þau öfl.“ — Er Dagsbrúnarsamningurinn hefndaraðgerð þín í garð samráðherra þinna eftir að rammi fjárlaganna var sprengdur að þér fjarverandi ineð samningum ASÍ/VSÍ? „Nei, nei, nei. Langt frá því. Langt frá því. Hitt er annað mál að samráðherrar mínir hafa enn ekki skýrt mér frá því hvernig þeir ætla að færa til innan ramma fjárlaga til að mæta þessum samningum sem nú eru gerðir eftir samkomulagi ríkisstjórnarinnar við að- ila vinnumarkaðarins.“ — Liggur kostnaðaráætlun Dags- brúnarsamningsins fyrir? „Áður en samkomulagið var undirritað hafði ég gert mér mynd af kostnaðinum, en það eru svo margir þættir sem spila þarna inn í og hver þáttur er kostnaðarliður fyrir sig. Það var hins vegar ekki rætt um hvaða þættir kæniu inn í þetta samkomulag. Sú nefnd sem talað er um í samkomulaginu á að starfa að samræmingu og reiknar hverh þátt fyrir sig. Þegar upp er staðið vitum við heild- arkostnaðinn. En að sjálfsögðu hef ég hug- mynd um heildarkostnað í stórum dráttum." — Hver er sú tala? „Ég vil ekki segja neitt um það á þessu stigi." — Er Dagsbrúnarsamningurinn leik- ur þinn til að komast úr ráðherrastóli? „Eg vil ekki svara þessari spurningu. Ráð- herrastólarnir eru ekki framtíðarsæti eins né neins. Hvort ég verð nokkrum mánuðum lengur eða skemur í starfi fjármálaráðherra er ekki atriðið. En það verður að vera svig- rúm fyrir mann til að starfa á þann hátt sem maður álítur að sé þjóðfélaginu fyrir bestu. Ef einhverjir aðrir ætla að fara að stjórna einstaklingnum sem gegnir embætti liverju sinni, þá er eins gott að það ráðist rétti ein- staklingurinn í stöðuna." — En þú lýstir því yfir að yrði rammi fjárlaganna sprengdur segðir þú af þér. Nú hefur það gerst. Ætlar þú að segja af þér? „Það er mjög líklegt. Ég verð að segja alveg eins og er: Það er mjög líklegt." — Mun það gerast á næstu dögum eða vikum? „Ég á eftir að sjá hvernig þessir samningar sem ríkisstjórnin ákvað að ganga að rúmast innan ramma fjárlaganna. En ég hleyp ekki fyrr en ég hef séð hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa þennan vanda. Ég var fjarstaddur þegar þessi ákvörðun var tekin. Ég tel að samningar innan ramma fjárlaga hafi verið mögulegir enda viðsemjendur okkar í BSRB mjög vel inni í öllum ríkisfjármálum. Ég hef reynt að halda þeim og þjóðinni allri vel upp- lýstri um stöðu ríkisfjármála og ég hef reynt þá Kristján Thorlacius og aðra forystumenn BSRB að því að vera mjög ábyrga aðila. Ég hef lært að meta þá í þeirri samningalotu sem nú er afstaðin. Ég hef því fulla ástæðu til að ætla að ef ríkisstjórnin heíði ekki blandað sér í hina almennu kjarasamninga, heíðu samningar náðst innan ramma fjárlaga. Rík- isstjórnin álítur að það sé hægt að færa til gjaída- og framkvæmclaliði innan ramma fjárlaga. Eg held að fíkisstjórnin hafi gert rangt í því að falla frá yfirlýstri stefnu sinni. Það segir sig sjálft að tjjenn eru valdir til aö stjórna og taka ábyrgar ákvarðanir. Við komum okkur 3aman um stefnu ríkisstjórn- arinnar og liður i þeirri stefnu var að hafa engin afskipti af samningamálum á hinum frjálsa vinnumarkaði. Ég tel því að ríkis- stjórnin hafi gert rangt í því að blanda sér í samningana. ísland verður líkt og önnur lönd að eiga stefnufasta menn til að stjórna landinu. Það er alveg Ijóst að almenningur hafði fullan skilning á aðgerðum okkar til að vinna gegn verðbólgunni. Ég tel því, að verði niðurgreiðslurnar notaðar í eitthvað annað en til var ætlast muni það skapa meiri verðbólgu. Þá álít ég aö stefna ríkisstjórnar- innar sé ekki lengur framkvæmd og ríkis- stjórnin farin að vinna eftir stefnu sem kem- ur annars staðar frá. Og til þess ætlast ekki fólk sem kýs ríkisstjórnina og því á hún að víkja, ef aðrir eru farnir að stjórna henni." — Stjórnar enginn þér? „Nei. F.nn er ég fjármálaráðherra og gegni þeirri stöðu af bestu samvisku. Þar að auki er ég fyrsti þingmaður Reykvíkinga og geri mér fuila grein fyrir hvaða ábyrgð hvílir á mínumherðum.En það stjórnar mérenginn nema ég. Og ég get ekki látið utanaðkom- andi aðila segja mér fyrir verkum." Ef þú stendur upp úr stól fjárinála- ráðherra, inuntu ennfremur segja af þér þingmennsku? „Nei, ég sit á þingi meðan fólk treystir mér og kýs mig."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.