Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 14
Svavar Gudnason í Helgarpóstsviðtali eftir Sigriöi Halldórsdóttur — mynd Jim Smart „Hvað varðar sjálfan mig held ég í fljótu bragði að ég hafi ekkert að opinbera, nema efvera kynni þástaðreynd að ég fœddist átjánda nóvember 1909 í örlitlu plássi við rœtur tröllaukins jökuls, Vatna- jökuls. Jökullinn er í krafti sjálfs sín kaldur, andblær hans bítur stund- um kinn. En þegar sólin baðar hann geislum sínum er hann litföróttur einsog skrápur kameljónsins, hann breytist gersamlega, verður skín- andi og hlýr, jafnvel gulur einsog smér. Niður jökulinn ganga mús- gráir ruðningar. En þeir geta líka skipt um lit, orðið himinbláir ef horft er á þá úr nógri fjarlœgð. Seinna feyktu viðsjálir vindar mér burt úr þessari œskuhöfn minni, Höfn í Hornafirði, til Reykjavíkur, Kaup- mannahafnar, Parísar og annarra stórmerkilegara staða. I Kaupmannahöfn bjó ég lengi og eignaðist vini og starfsbræður og deildum við saman listhugmyndum. Ég stend í þakkarskuld við þá. Eg hefskundað niður til Parísar mörgum sinnum. ífyrsta skipti árið 1938, en aldrei dvalið lengi í einu. ígamla daga þótti parísarvitjun meiriháttar ávinningur í lífinu. Nú orðið virðist mér, frá listrœnu sjónarmiði að minnsta kosti, París og Skandinavía sama prestakallið, þótt auðvitað haldist ákveðin sérkenni. Kannski ber ekki meira á milli en duttlunga vindsins, hvort hann blœs yfir gras eða haf. Lítið þorp á árbakka, fjötrað íálögjökulsins, var einusinni miðpunktur alheims; en seinna stœkkaði hann þumlung eftir þumlung og tók sér bólfestu á öðrum stöðum. En lífshœttan sem fylgir þessari viðleitni: að búa til góða mynd, fylgir allsstaðar einsog skuggi. “ Nokkurnveginn þetta segir Svavar Guðnason um sjálfan sig í bók, sem gefin var út í Feneyjum 1963 í tilefni alþjóðlegrar sýningar á nú- tímalist. Það sýnir hann ásamt heimsfrægum listamönnum og félög- um sínum úr hinni svokölluðu Cobra-grúppu sem varð til á árum hans í Danmörku. Þessi liststefna danskra málara ogSvavars meðan þeir voru innilokaðir í stíðinu, hefur markað spor í listsögu Evrópu. Seinna bœttust fleiri íþennan hóp. Svo frœg er þessi grúppa núorðið að verk þessara manna eru þau eftirsóttustu hvarsem er í heiminum. Þessvegna gœti Svavar lagst í ferðalög og lifað kóngalífi hvar sem er og hvenœr sem er. Bréfabunkinn er ótrúlegur með allra landa stimpl- um; fólk sem vill kaupa myndir hans eða fá á sýningar. Afhverju bað- ar hann sig ekki í frægðarljómanum og kaupir sér sumarhöll í Sviss einsog hinir félagar hans geröu? „Æ ég nenni því ekki.“ „Hann nennir ekki einusinni að opna bréf- in,“ segir Asta og horfir umvöndunaraugum á mann sinn. Ég get ekki talað um Svavar án Ástu, því ég man ekki eftir mér öðruvísi en þekkja þau saman. „Þegar við komum frá Danmörku 1945 fluttum við í Mosfellssveitina. Við bjuggum í Lækjarnesi, litlu húsi sem var neðst í Laxnes- túninu. Það var yndislegur tími, það hefur verið sumarið '45, Svavar málaði og málaði. Svo fínar myndir, og seinna bjuggum við í Gljúfrasteini. Það hefur verið ’48-’49.“ Þá hélstu sýninguna í skaflinum? „Já,“ sejgir Svavar og kemur með ljós- myndir. Eg þekki myndirnar, maður skoð- aði þær oft sem krakki og þótti heldur betur furðulegt hvað fullorðnu fólki datt í hug. Myndin er af stórum snjóskafli og búið að stinga í skaflinn svona 10-20 gríðarstórum olíumálverkum. Sýningin var illa sótt, lík- lega vegna ófærðar, en þeir eru tveir að messa yfir henni á mörgum ljósmyndum, Svavar og Halldór í Gljúfrasteini. Báðir á stígvélum. Hundurinn Snati að búa sig undir að lyfta beini utaní eina myndina. „Já, þessi mynd sem hundurinn er utaní, það er myndin sem alþýðusafnið á núna.“ Hey í haröindum Afhverju voruð þið svona lengi í Dan- mörku, 10 ár? „Við vorum á leiðinni heim fyrr, við ætluð- um lOda apríl 1940 til íslands með Gullfossi en þann 9da réðust Þjóðverjar inní landið. Ég var þá nýbúinn að fá vinnustofu þarna, ein hliðin var stór gluggi; við byrjuðum á að byrgja þennan glugga með pappa." Var ekki leiðinlegt að vera búinn að pakka og taka allt uppúr töskunum aftur? „Það var nú lítið að pakka. Við kynntumst í Kaupmannahöfn, Ásta vann þar. Ég var á þessum mektugu stöðum þarsem myndlist var. Já, já, akademíið for de skönne kunster einsog það var kallað, sérstaklega ef menn vildu vera kurteisir." Var þetta ekki sultarlíf? „Tja, ég veit það satt að segja ekki. Það voru sæmilegar aðstæður fyrir Islendinga að komast af hjá Dönum. Það var eitthvað tölu- vert á milli Dana og íslendinga á þessum árum. Annars lifðu listamenn svona frekar frjálst, leyfðu sér að kynnast hlutunum, góðu og slæmu.” Þau voru víst gríðarlega góð heim að sækja, veittu öllum rausnarlega þegar bóhemtíska stóð sem hæst. Steikurnar henn- ar Ástu voru frægar. Einusinni man ég að Svavar sagði mér hvernig ætti að búa til sígarettur handa gestum ef þær væru ófáan- legar, hann vafði einhvern hálm inní pappír og raðaði snyrtilega í box. Allt er hey í harð- indum! En í samtali þeirra Matthíasar Johannes- sen frá 1959 segir Svavar: „Ég minnist þess fyrsta sumarið, að ég sá frammá að ég yrði að láta mér nægja 6 aura á dag að lifa á. Þá kostaði hálft franskbrauð 12 aura, svo ég ákvað að borða helminginn af hálfu fransk- brauði á dag. Á þessu lifði ég svo, þó ekki nema hálfan mánuð, þá fékk ég taugaáfall, og fylgdi því mikil hræðsla og ég varð kaldur öðru megin. Ég hélt fyrst að þetta væri hjartaslag.” „Það var oft yndislegt í Danmörku, við vor- um útí sveit á sumrin, manstu, Svavar, til- dæmis þegar^ við bjuggum hjá honum Arne?“ segir Ásta. Svavar hugsar sig um. „Já, Arne Johansen og hans konu. Hann var indælismaður og eiginlega smiður, gerði töluvert af því að dytta að húsum, setja á þau málningu og því- umlikt.” Hann er annarshugar þegar hann rifjar þetta upp. Verkakona í stórum skóm? Var skemmtilegt, uppörvandi að koma heim aftur? „Já, já, já, já. Við vorum Islendingar, okkur þótti afskaplega gaman að koma heim. Þá um haustið hélt ég sýningu.” Var henni vel tekið? Svavar hlær og svarar engu. Segir svo: „Markús ívarsson keypti fyrstu myndirnar mínar, það var góðs viti. “ „Sýningin var í Listamannaskálanum,” segir Ásta, „og ég var að passa hana. Fólk gekk út og fleygði í mig ' miðunum. En það stóð kona og hall- aði sér uppað flyglinum lengi, og skoðaði myndirnar. Mér fannst hún þreytuleg, lík- lega verkakona hugsaði ég, í stórum skóm. Svo kom hún til mín og benti á mynd sem hún vildi kaupa, sagðist heita Katrín Thoroddsen læknir!* Varstu ekki leiður yfir móttökunum? „Síður en svo, ég hafði bara gaman af þeim. Mér þótti bara vænt um þetta fólk. Það var ekki svo slæmt. Ég held að íslendingar hafi haldið að myndlist væri eitthvað feyki- lega stórbrotið og fínt." Keyptu þeir mynd? „Þeir voru eitthvað að safna að sér mynd- um.“ Voru þeir vel að sér í myndlist? „Ég þori ekki að fara að blanda mér í það mál.“ Kóketeraö viö myndlist Hvernig fólk keypti af þér? „Það voru allskonar menn,” segir Svavar,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.