Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 15
og er eitthvað að hlæja með sjálfum sér öðru hvoru. ,,Eg byrjaði sjálfur að mála með frænda mínum Bjarna Guðmundssyni, ekki afþví við værum svo mikið skyldir. Hann var töluvert eldri en ég, stundaði verslun á Hornafirði, var starfsmaður hjá kaupfélag- inu. Uppundir það á borð við kaupfélags- stjóra. Eg byrjaði að vinna hjá kaupfélaginu. A helgidögum og sunnudögum fórum við uppum sveitir að mála. Ég vaknaði alltaf snemma og vakti Bjarna. Allir aðrir dagar voru vinnudagar, við höfðum bara þessa sunnudaga. Svo fórum við á bæi að betla kaffi og með því. Vorum oft orðnir glorsoltn- ir. Svo voru fleiri og fleiri ungir menn innum sveitir að kóketera við myndlist og kostuðu töluverðu til þessara hluta. Jón Þorleifsson, Jón í Blátúni; hann var oft með okkur og Höskuldur Björnsson. Ásgrímur kom náttúr- lega til Hafnar og bjó hjá okkur á Hótel Heklu, foreldrar mínir ráku hótel í Horna- firði. Kjarval kom líka og bjó hjá okkur. En það voru sérstök heimili inná sveit sem voru fræg fyrir að hafa listamenn, Ásgrímur gisti oftast á þeim bæjum. Já, við höfðum bara helgidagana við Bjarni. Þessámilli þræluð- um við í kaupfélaginu." Asger í assgollans vandrœöum Cobra. Nú er Cobraæði útum allan heim. Það var haldin sýning í París í fyrra og í blöð- um þar og hér var sagt að fólk hefði allt safn- ast saman fyrir framan þessa einu mynd sém þú lést á sýninguna? „Jæja já. Einmitt það.“ „Þeir buðu þér að koma Svavar, þú manst það?“ segir Ásta. „Það var fallegt af þeim.“ Ásta stendur upp að setja á borðið. Hvað er Cobra? Svavar kemur með stóra bók um þá félag- ana og Cobralistina dýru. „Það voru nú læti í þessum listamönnum. Já, ætli ég hafi ekki verið svona með þeim fyrstu sem stunduðu þetta Cobramálverk. Það voru Ejler Biile, Henry Heerup, Egill Jacobsen, Robert Jacobsen, Asger Jorn og ég. Það voru frans- menn, danskt fólk, og fleiri, sem stunduðu þetta. I Cobra koma fyrir öll listfyrirbæri. Maður var að flækjast hingað og þangað. Það var mjög áberandi hvað menn voru eiginlega mikið tiltakandi í þessu sem var að koma fram í myndlist." Asger Jorn kom hingað oft? „Já, hann kom hingað síðast stuttu áður en hann dó. Hann var einkennilega skemmti- legur. Nu kostar bókin sem þeir Halldór Laxness gerðu í sameiningu 25.000 danskar krónur eintakið. Hann varð ríkur. Keypti sér höll í Frakklandi. Carl Henning gerði það líka og Robert Jacobsen. Það var voðalegt sultarlíf á Asgeri í gamladaga. Hann seldi myndirnar sínar fyrir túkall. Ætli það sé ekki nokkuð algengt með fólk sem er að baksa svona í ýmsu; listum og bókmenntum. Hann gerði töluvert afþví að stúdera bækur og annað ýmislegt. Ég man hann átti oft í assgollans vandræðum hann Asger." Svo fórstu burt frá öllu, heim? „Já. Þegaj hinir fóru að verða ríkir, þá fór- um við til Islands," segja þau bæði. „Fórum meira að segja beint til Hornafjarðar." „Eitthvert kjaftœði. . Svavar, afhverju svararðu svona kald- hæðnislega þegar þú ert spurður fagurfræði- lega um stefnur og isma og konstrúksjónir? „Það er dáldið freistandi.. .“ En ef þú yrðir að svara? „Maður draslar þá einhverju saman að segja." Er listfræði eða einhver greining á mál- verki ónauðsynleg? „Það er kannski eitthvert kjaftæði sem maður varð að hafa þegar maður fór útá Hornafjörð á kænu.“ Viðtal ykkar Matthíastar Johaiinessen í samtalsbók hans er ógurlega skemmtilegt. Þar reynir Matthías að gera skyldu sína: „Eg spurði listmálarann hvort hann gæti sagt mér eitthvað sérstakt um þá ágætu mynd Næturútvarp á Öræfajökli. Hún mun vera máluð til heiðurs Jóni Leifs." Og Svavar svarar: „Eitthvað sérstakt? Þegar ég hef lokið við að mála mynd, þá er ég búinn með hana. Svo legg ég hana fyrir daginn og hann kveður upp sinn dóm. Ég hef sagt allt, en svo kemur einhver jafnvitlaus og þú og spyr með lokuðum augum: „Getið þér ekki sagt mér eitthvað sérstakt um þessa mynd?" Þá segi ég: „Nei myndin er þarna. Mig langar ekki til að forfúska eða forsimpla hana með einhverju ómerkilegu blaðri. Það heyrir til litteratúrnum." Málið var útrætt segir Matthías. Svavar ljómar. „Hvað helvíti hef ég verið kjaftfor við hann Matthías." 1 En Matthías gafst ekki upp og leikurinn æsist: „Við gengum útí annað suðurhornið. Þar eru gamlar myndir, sem áttu einhvern- tíma að skreyta kvæðabækur Kiljans. Fáir þekkja þær og enn færri hafa séð þær. List- málarinn gaf þeim nöfn í samráði við Kiljan, en hinn síðarnefndi er sérfræðingur í slíku, eins og nöfnin bera með sér: „Hattur á syndlausri hóru heitir þessi,“ segir Svavar. „Ég sé ekki hattinn," segir Matthías „en þarna eru tvö stór brjóst.“ „Hvað er brjóst og hvað er hattur?" segir Svavar. „Að þú skulir Svavar," segir Ásta, „þetta er svo yndislegur drengur." „Já, þetta var segin saga þegar við hittumst við Matthías, við töluðum alltaf svona saman." En nú er Matthías búinn að læra leikinn af Svavari og veit hvað á að segja til þess að fá fullkomið svar svo hann bíður færis. Og Svavar segir: „En þarna er mynd sem heitir Járngrár víkingur, litirnir kaldir, dálítið annað en rauði liturinn í haustskógarsinfón- inum, þar er hiti, ástríður . . . „Já, litir eru mismunandi," segir Matthías, „sumir eru erótískir ...“ „Ef þú ætlar að fara að tala um kvennafar á þessum stað, þá fer ég fram og fæ mér einn lítinn, ég vil ekkert forspillingartal við mínar myndir." Svo fór Svavar fram.“ Hœttur að nenna að vinna Svavar hlær glaður eftir þessa upprifjun. „Við erum góðir vinir við Matthías. Við vor- um oft saman við laxveiðar fyrir norðan." „Ekki fyrir norðan," segir Ásta. „Jú góða mín, á Laxamýri, þegar hann datt í ána, manstu." Vinnustofa Svavars er í fallegu íbúðinni þeirra á Háaleitisbraut. Uppá efstu hæð og útsýnið í allar áttir. Dagsbirtan er málaran- um nauðsynleg. Tvö stór málverk standa á borðum, hann hefur verið að vinna í þeim undanfarna sex mánuði við sterkan ljóskast- ara, svo sterkan að mig verkjar í augun. Vetrarmyrkrið hefur alltaf farið iila með hann. Ertu alltaf að vinna? „Biddu guð fyrir þér, ég er alveg hættur að nenna að vinna.“ En þetta held ég hann segi frá haustnótt- um og frammá jafndægur á vori, ég hef heyrt þetta svo oft — ekki mála þessar myndir sig sjálfar sem standa þarna út um allt, ein yndisleg uppá lélegu borðskrifli! „Svavar hefur aldrei átt málaratrönur,"' segir Ásta. „Er það ekki?“ segir Svavar undrandi. „Það hlýtur að vera, kannski oní kjallara." „Nei Svavar minn. Þú ert alltaf með þetta hræðilega borð sem þú hirtir í listamanna- skálanum, það átti að fleygja því þá.“ Svavar sýnir okkur myndir af félögum sín- um í Cobra. „Það eru svo margir dauðir af þessum gömlu félögum," segir hann. Þarna er kona? „Já, þetta er hún Elsa Alfelt. Hún var gift Carl Henning Pedersen, hún var líka lista- maður. Dugnaðarmanneskja, stór, lagleg." „Hún var svo dugleg," segir Ásta, „hún var með þeim í Cobra-grúppunni. Dreif í þá amfetamín ef þeir voru latir í upphenging- unni. Þetta var nú svo móðins þá,“ segir hún lágt. „Þær höfðu ráð undir hverju rifi þessar konur. Eftirspurn eftir verkum Svavars er gríðar- leg. Innanlands og utan. En það er hægara sagt en gert að vera sinn eigin ,,agent“. Þá færi dýrmætur vinnutími listmálarans í að verða hrútleiðinlegur bisness. Er mikið hringt? „Það er hringt já, en það er létt að plata þá og þeir fá enga rnynd," segir hann sigrihrós- andi. Ekki afþví að hann vilji ekki selja held ég. Heldur hrósar listamaðurinn sigri yfir viðskiptajöfrinum í sjálfum sér. Ásta býður okkur til borðs. Allskonar sælgæti einsog við mátti búast. Verst að við skyldum ekki koma með börnin. „Gerið þið nú fyrir okkur að koma með börnin næst,“ segja þau. Þá man ég morguninn þegar ég var nýslegin sængurkona að það er bankað. Inn ganga Ásta og Svavar, hún með perlu- saumaðan flaueliskjól á telpukornið, hann með mynd ef það mætti stytta foreldrunum stundirnar og hengdi hana upp fyrir framan mjólkurstólinn. Aldrei hefur sængurkona fengið betri gjöf því einsog allir vita er ómöguiegt að gera annað með hvítvoðung í fanginu en horfa á veggina. Ekkert slær út þessa litadýrð. Svavar réttir litla mynd yfir borðið þar sem við sitjum. Vatnslitamynd eftir vin sinn og frænda Bjarna Guðmundsson. „Þetta er bærinn hans föður míns. Þarna á bakvið hafði hann hestana sína, hér fór maður inní Lón." Það er ofurlítill brestur í þýðri röddinni. Hvernig spyr maður? Að halda að hann Svavar gæti nokkurntíma búið í einhverri höll inní dimmum skógi?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.