Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 20
MYNDUST Málverk af landslagi er ekki landslag Málverk af landslagi er ekki landslag held- ur afleiðing þess, því ekkert málverk er sú fyrirmynd sem málarinn hefur til hliðsjónar verki sínu. Málarinn málar hugmynd sína. En málarinn á ekki greiðan aðgang að hugmynd sinni af náttúrunni, hann þarf oft að gera frumdrætti áður, stundum marga, og algengt er nú að fyrirmyndin sé Ijós- mynduð. Þannig er landslagið fyrst, síðan Ijósmynd af því, þá frumteikning gerð af Ijós- myndinni og málverkið síðan unnið úr öllu þessu saman lögðu í hugmynd málarans sem færð er á léreftið. Um Degas sagði franska skáldið Valéry að málverk hans hafi verið niðurstaða ótal frumteikninga, athugana og síðan starfsað- ferða — „og mig grunar að hann hafi aldrei álitið að mynd væri lokið." Þetta kom mér í hug þegar ég sá að Hringur Jóhannesson hafði hengt frumteikningarnar á vegg fram- an við sýningarsaiinn að Kjarvalsstöðum, í þeim tiigangi að áhorfandinn færi með frum- teikningarnar í huganum í salinn þegar hann skoðaði málverkin. En mig grunar að hann hafi geymt sjálfum sér ljósmyndavélina sem tók myndir af landslaginu áður en úrvinnsla handarinnar hófst og frumteikning var gerð. Þessi ljósmyndavél er reyndar hálf falin á teikningu inni á sýningunni. Því minntist ég á Degas að aðferðir hans voru ekki óáþekkar og ýmislegt í myndum Hrings minnir á hvernig hinn franski málari beitti grassvörðinn bæði handbragði sínu og hugarbirtu. Hér er ég alls ekki að gefa í skyn að birtan í málverkum Hrings sé „innflutt birta.“ Málarar hafa þó alltaf stundað birtu- innflutning og blandað hann birtunni í sín- um eigin hugartúpum. A þessu sviði eins og á öðrum mannlegum sviðúm er ekkert hreint. Ljós yfir málverki er ekki birta lands- ins heldur biæbrigði þess hugarfars sem málarinn beitir við gerð málverksins. Þegar Reinhardt segir „light in art is not ligth" á hann eflaust við eitthvað slíkt. Fljótt á iitið er landslag Hrings fyrirsætu- iegt. i því er engin mannvera. Um það fara þó mannverur því hlutir hafa verið skildir eftir í landslaginu, hlutir sem menn burðast með: pokar, brúða. Ef manneskjur sjást eru þær aðeins í spegli. En jafnvel í landslagi þar sem engin manneskja er leynist þó ævinlega manneðli. Og því er óhætt að spyrja: Hvers konar manneskjur eru málverk Hrings Jóhannessonar? í engri mynd örlar fyrir óbrotinni náttúru. Öll málverkin eru af landslagi sem hefur komið inn í málarastofu málarans og setið þar fyrir. Hann hefur því haft nægan tíma til að beita það brögðum sínum, ekki bara handbragðinu heldur líka hugblæ. Heildar- hugbiær er yfir öllum málverkunum. Heiid- arhugblær er aldrei yfir landslagi úti í náttúr- unni. Veðrin hafa mismunandi áhrif á grasið, þau eru ekki gædd íhugun eða ákveðnum vilja. Það er málarinn aftur á móti. Heildarhugblær sýningarinnar að Kjar- valsstöðum er það sem hefur verið kallaður rómantískur. Landslagið er íhugult, kyrrt, en þó með einhverri dulúð. Dulúð hafa málarar jafnan gefið í skyn með sama hætti eftir að Friedrich málaði Risafjallamyndina sína árið 1820: með þokuslæðingi sem máir út rætur fjallanna, það merkir að undirstað- an sé óljós, dulræn. Hið íhugula er aftur á móti fært í tákn afar kyrra vatna sem gras speglar sig í eða jurt. Enginn vindur er í Hringur sýnir á Kjarvalsstöðum — beygir landslagið undir innri vilja sinn. eftir Guðberg Bergsson grasi. Málverkið er fært út úr undirmeðvit- undinni þar sem allt eða flest er í kyrrstöðu nema við sérstakar aðstæður. Veruleikinn verður því það sem hefur verið nefnt ofraun- sæi. Veruleikinn er ýktur með ljósmynda- tæknibrögðum þannig að hann verður óraunverulegur, næstum annarlega lifandi í sinni dauðu mynd. Hringur nálgast ekki landslagið eins og ferðamaður sem kemur aftur á heimaslóðir í átthagana eða sér landslagið einvörðungu út um bílglugga, hann beygir það undir innri vilja sinn, máir út sérhver merki um að fólk hafi komið nærri því, nema sem skuggar eða það hefur skilið eftir sig hluti í því, án þess að skilja eftir sig nokkur merki eða spor. Hlut- irnir í landslaginu eru líka eins og þeir hafi verið fluttir þangað af einhverju byggða- safni, á degi þegar hvorki hefur skinið sól né skuggar flætt yfir landið. Blæbrigðin eru næstum engin. Undirmeðvitundin er að mestu einráð. Og svo lögmál vinnustofunn- ar: handvitið, lagnin, kunnáttan, iðnin. Allt er á sýningunni eins og andi Ingres hafi orðið fyrir áhrifum frá impressionistun- um, andstæðingum sínum, og sigrað og fært landslagið viljugt inn á vinnustofu og það setið fyrir, meðan yfirlegumálarinn vann og þröngvaði því undir natinn vilja sinn. Þess vegna eru málverkin gædd einmana- kennd og þeim heillandi áhrifum sem það öðlast, sem villist frá hjörð sinni fyrir sakir vits og vilja einhvers. Öll málverkin eru „brot“ af landslagi og þess vegna ljóðræn og krefjast því mikillar víddar kringum sig ef þau eiga að hanga vel. Á hugvitssamlegan hátt er víddin látin vera fyrir utan verkið. Og vegna einmanaleika síns geta þau aðeins hangið sér, eitt á vegg. Þau þola ekki nærveru annarra, eftir að þau „fóru að heiman", úr huga málarans. I þeim er engin heimþrá heldur spurn. JAZZ Jazzhelgi Það var mikil djasshelgi síðasta helgi. A föstudagskvöld bauð Grammið uppá ein- leikaratónleika vestur-þýska bassaleikarans Feter Kowalds og í hádeginu á sunnudaginn var djassveröur að Hótel Loftleiðum þarsem kvartett Kristjáns Magnússonar ásamt Birni Thoroddsen sá um sveifluna. Þegar honum var iokið gátu djassgeggjarar haldið í kvos- ina þarsem Jazzklúbbur Reykiavíkur bauð uppá djasskokteil um miöjan dag. Pýskur eldhugi Bassaleikarinn Peter Kowald er íslenskum spunaunnendum að góðu kunnur því hann kom hingað fyrir fjórum árum og lék í Djúp- inu. Þeir er kenndu sig við Suðurgötu 7 stóðu þá fyrir nokkrum spunatónleikum með Bretunum Evan Parker og Howard Rieley, Þjóðverjunum Kowald og Brötzman svoog sænska píanistanum Per-Henrik Wallin. Þetta var innbyrðis ólík hirð. Þeir bresku innhverfir og gáfaðir, Þjóðverjarnir expres- sjónískir og Svíinn ekta djassmaður sem spann í anda Tatums og meistaranna. En semsagt: Kowald sneri aftur og hélt tónleika í Norræna húsinu á föstudagskvöld. Kowald hefur mikið leikið með þýsku frjálsdjössurunum ss. Brötzman og básúnu- snillingnum Albert Mangelsdorf, auk þess með amerískum: Leo Smith og Jazz Doctors þarsem hann er í félagsskap fiðlarans Billy Bangs, saxistans Frank Lowes og trommar- ans Rashied Alis. Mikið hefði verið gaman að hafa þá í Norræna húsinu og þá sérílagi þegar Kowald hafði pikkað bassann sem lengst og síbyljan var orðin nokkuð einhæf. Það er ekkert grín aö leika einn á bassa í 2x45 mínútur og þvísíður að halda athygli hlustenda ailan tímann. Kowald tókst það nokkurnveginn, en mikið var fyrrihluti tón- leikanna langur — alltof langur. Þetta er fyrsti spunakonsertinn sem ég er á þarsem seinni hlutinn er fyrrihlutanum betri. Kowald fór á kostum fyrir augu og eyru í fyrri stroksólónum og gladdi djasseyru í seinni fingrakaflanum þar sem hin einmana kona læddist ipn um miðnæturskeið. Annars leiddi strok hans oft hugann að Malcolm X-kvæði Archie Shepps. Einhverntíma sagði Niels-Henning mér frá tónleikum sem hann og Albert Mangelsdorf héldu. Niels lék einn fyrsta fjórðunginn, þá Mangelsdorf þann næsta og svo var dúett eftir hlé. Ég spurði Niels hvort honum hefði ekki dottið í hug að halda einleikstónleika. Hann kvað nei við og sagði að hann treysti sér ekki til að leggja það á fólk að einbeita sér að einum bassa í tvo tíma. Ég held að þessir tónleikar Kowalds hefðu orðið heim- ingi betri hefði hann aðeins leikið í klukku- tíma og agað sig betur. Endurtekningarnar og formleysan þreyta — en maðurinn kann á hljóðfærið,\á því leikur enginn vafi. 1 kvosinni Jazzkiúbbur Reykjavíkur hélt annað djass- mót sitt I kvosinni sl. sunnudag og jafnframt það síðasta í því veitingahúsi sem hentar djasstóniist illa en veisiumat vei. Þarna komu margir fram, nemendur í FÍH-skólan- um jafnt sem sjóaðir atvinnumenn — svo eftir Vernharð Linnet söng sextett fjögur lög við ágætan fögnuð. Menn sem ekki hefur heyrst í svo árum skipt- ir tróðu upp: Bjössi bassi og Örn Ármanns og meiraðsegja Gunnar Egilsson blés nokkra ópusa a la Goodman. Með honum léku Árni Elfar, Jón Bassi og Guðmundur R. Það var gaman að heyra þá leika Clarinede eftir Mel Powell — það heyrist ekki oft. Vonandi halda þessir kaffisessjónar áfram svoog djassverðurinn á Hótei Loftleiðum. Þar eru íslensku djassleikararnir í sínu besta formi. Einsog Þorleifur Gíslason segir: — Á kvöldin er maður þreyttur eftir langan vinnudag en þarna í djassverðinum er mað- ur frískur og úthvíldur. Peter Kowald — fór.á kostum í stroksólóum. Nemendahljóm- sveit FÍH tróð upp í Kvosinni. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.