Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 01.03.1984, Blaðsíða 24
— káf, þukl og kynferðislegar þvi Miövikudagskvöld. Dallaskvöld. Augu þjóöarinnar mæna meö hrollblandinni sælu á yfirganginn og frekjuna í óskabarninu 1R. Það er mannaþefur í hús- um hans, hann hefur komið auga á enn eitt fórnar- lamb losta síns: glóhœrða og sakleysislega skrifstofu- stúlku sem á sér einskis ills von. Fólið gengur að henni með votar varir, strýkur lokkaflóðið þýðlega og nið- urá bak ogsegir. .. eitthvað mjúkt, eitthvað loðið. Og stúlkan, nú veit hún mœta vel að henni standa aðeins tveir kostir til boða: að hypja sig út úr Dallas ellegar þýðast nautnasjúkt ómennið... eftir Egil Helgason mynd Jim Smart „Ástreitni" er líkast til nýsmíð í íslenskri tungu, enda klambrað saman í tilefni af þessari grein. Einsog öllum má ljóst vera er það samsett úr orðunum „ástleitni" og „áreitni". Þetta er tilraun til að ís- lenska sértækt hugtak, sem hefur öðlast talsverða útbreiðslu í enskumælandi löndum, einkum Bandaríkjunum, og heitir þar „sexual harassment". Ástreitni sumsé — þangað tii eitthvað heppilegra kemur upp úr dúrnum. Ástreitni er mál, vandamál, sem sáralítið hefur verið rætt hér á landi, en þeim mun meira vestan hafs. Hér er enda um viðkvæmt mál að ræða, kannski ekkert síður en önnur mál sem hafa verið dreg- in fram í sviðsljósið í kvennabar- áttu síðustu ára — nefnum ofbeldi á heimilum og nauðganir. En vissulega er hér um veigamikið jafnréttismál að ræða, sem engin ástæða er til að hunsa á tíma jafn- réttisráða og kvennaframboða. Hvað er þá ástreitni? Náttúrlega alls konar óumbeðin ástleitni sem konur verða fyrir, í þessu tilfelli er átt við ástleitni á vinnustað. Það getur auðvitað verið allt frá hvim- leiðu þukli og klípingum, sem þekkjast í meira eða minna mæli á flestum vinnustöðum, yfir í ýmiss- konar þvinganir og hótanir sem konur (já, ástreitni gagnvart karl- peningnum er fágæt) eru beittar í vinnunni. En ástreitni er ákaflega teygjanlegt hugtak. Sér til stuðn- ings sendi bandaríska jafnréttis- ráðið, „The Equal Employment Opportunities Commission" (EEOC), árið 1980 frá sér eftirfar: andi skilgreiningu á ástreitni. í lauslegri endursögn: Óumbeðin ástleitni telst vera ástreitni (sexual harassment) þeg- ar eftirgefanleiki við slíkt fram- ferði er gerður að skilyrði fyrir stöðu eða framtíð viðkomandi á vinnustaðnum. Þegar jákvæð eða neikvæð viðbrögð við slíku fram- ferði eru grundvöllur ákvarðana- töku um vinnufyrirkomulag eða kjör. Þegar slíkt framferði veldur óeðlilegri truflun á starfsanda og vinnuafköstum og skapar óþægi- legt eða fjandsamlegt andrúmsloft á vinnustað. Til skýringar getum við tekið dæmi um þær myndir sem ást- reitni gæti tekið á sig: Einn mögu- leikinn er vitaskuld sá að kona sé blátt áfram rekin úr starfi undir einhverju yfirskini vegna þess að hún vill ekki þýðast ástreitinn yfir- mann. Annar möguleiki er sá að hún sé færð til í starfi, kaup henn- ar lækkað og vinnan gerð henni erfiðari á ýmsan máta. Þriðji möguleikinn getur verið sá að hún sitji eftir, aðrir hafi forgang þegar henn^r tími er kominn til að hækka í stöðu eða launum. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að hátt í fimmtíu prósent allra kvenna á vinnumarkaði hafa orðið fyrir ástreitni af einhverju tagi. Ástandið er skiljanlega verst í störfum sem hingað til hafa ein- vörðungu verið karlastörf, til dæmis í byggingariðnaði og í hernum. í skýrslu sem málgagn bandaríska hersins, „Army Times", lét gera árið 1982 kom fram að þrír af hverjum fjórum kvenhermönnum höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni þá tólf mánuði sem á undan voru gengn- ir. Afleiðingin var sú að herinn ákvað að gangast fyrir sérstökum námskeiðum til að glíma við þetta vandamál. Hlutur kvenna á öllum þrepum vinnumarkaðsins er sífellt að auk- ast, og því kannski ekki óeðlilegt að ýmis bandarísk stórfyrirtæki séu f arin að beita sér gegn þessum vanda — ekki síst þar sem skýrslur hafa sýnt að hér sé um beinharða peningahagsmuni að ræða. Ást- reitni hafi allveruleg áhrif á starfs- getu og afköst fyrirtækja. Mörg fyrirtæki hafa leitað ráðgjafar og hjálpar hjá „Working Women's Institute" í New York, — stofnun sem veitir einstaklingum og fyrir- tækjum ráðgjöf í ástreitnismálum. En hvað er þá til ráða? Dæmi eru um það í Bandaríkjunum að slík ástreitnismál hafi farið fyrir dómstóla, en þeim hefur hætt til þess að dragast á langinn og verða fram úr hófi flókin, enda ástreitni oft fyrirbæri sem erfitt er að færa sönnur að. Eitt frægasta ástreitnis- málið í Bandaríkjunum, mál konu sem hafði verið sett til hliðar þeg- ar hún átti von á stöðuhækkun, var til dæmis heil sjö ár að þvælast fyrir dómstólum þar til konan fékk loks réttar síns fyrir áfrýjun- arrétti. Önnur leið er að leita ásjár hjá jafnréttisráðinu, EEOC, sem þá rannsakar málið og reynir að finna viðunandi lausn. Sum fyrir- tæki hafa tekið upp á því að kynna starfsfólki sínu regiur og leiðbein- ingar um það hvernig bregðast megi við kynferðislegri áreitni. Ástreitnin er sumsé mál sem mjög 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.