Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 2
REYKJANESIÐ KJÖRIÐ TIL STYTTRI GÖNGUFERÐA — og þá er betra að hafa vana leiðsögumenn með í för Frá Garðskagavita hinum eldri. KÍKT Á FUGLA VIÐ GARÐSKAGA Mörgum líst heldur óbjörgulega á að fara að ferðast um Suðumesin og Reykjanesið almennt. Þetta er þó óþarfa kvíði, sem menn ala með sér. Líklega hefur leiðin frá Reykja- vík suður á Keflavíkurflugvöll ekki farið neitt sérlega vel í menn svona almennt, enda þótt erlendir ferða- menn séu margir hugfangnir af því sem fyrir augu ber á þessíiri leið. Þetta eldbrunna land Reykja- nesskagans er nefnilega um margt stórkostlegt fyrir ferðamenn til syttri ferðalaga á fótinn. Eitt ráð er þó vert að gefa. Farið með góðum leiðsögumanni, annað hvort frá Ferðafélagi íslsuids eða Útivist. Þær ferðir þykja mjög góð- ar, enda veltur margt á leiðsögu- manninum, og þeir eiga að kunna sitt fag hjá þessum tveim aðilum í ferðamennskunni innanlands. Hjá Ferðafélagi íslands verða nokkrar Reykjanesferðir, dagsferð- ir og kvöldferðir á Reykjanesið í ágúst og september og sama er að segja um Útivist. En lítum aðeins á það sem er í boði á tiltölulega vægu verði á næstunni: DauðadaleihellcU' kl. 20 þann 1. ágúst (Útivist). Slunkaríki kl. 20 þann 8. ágúst (Fí). Vogastapi. Hólmabúð (fom- minjar) kl. 13 þann 12. ágúst (Úti- vist). Lækjarvellir-Ketilsstígur- Seltún kl. 13 þann 12. ágúst (Útivist). Krísuvík — Geitahlið kl. 13 þann 2.sept.(FÍ). Selvogur — Herdísarvík kl. 13 þann 9. sept. (Utivist) Annars em ferðir þessara félaga á næstunni ótal margar, dagsferð- ir, kvöldferðir,helgcirferðir og sum- arleyfisferðir. Rétt að líta við á skrifstofum þeirra og fá þar bækl- ingana, sem kynna mikinn fjöl- breytileika og ferðaúrval. Benda má á frábært gönguland þar sem em Höskuldsvellir og er þar gengið í ævafomum slóðum ferðamanna liðinna alda. Þá er Keilir prýðis f jall til að klifra upp á, og þaðan er mjög gott útsýni til allra átta. Ef haldið er innar á Reykjanesið má benda á hellana í Bláfjöllum. Það var Ferðafélagsmaður, Eincir Ólafsson, sem fann þá flesta, en Sigurður Kristinsson hafði áður kannað svæðið nákvæmlega og fundið þessa hella. Þama er Scinn- arlega þarflegt að vera með vönum leiðsögumönnum. Ferðamönnum á rúntinum Keflavík-Sandgerði-Garður er ein- dregið ráðlegt að koma við að Garðskagavita og stunda þar fjöm- ráp um stund. Á þessum slóðum er fuglalíf með eindæmum fjölskrúð- ugt. Þama er líka kyrrð og friður í fjömm, utan það að Atlantshafs- aldan brotnar hér á grynningum. Nýrri vitinn að Garðskaga er mikið mannvirki, og unnt er að fá að klöngrast upp í hann til að njóta útsýnisins. Vitaverðir sjá um þessa hlið málsins gegn mjög vægum inngangseyri, sem á ekkert skylt við núhmann. Mcirgir borga því meira, enda rennur féð til ekkna- sjóðs vitavarða. Sandgerði er afskapiega tákn- rænt sjávarpláss, og þcir er oft mik- ið líf við höfnina, enda þótt sagt sé að nú séu erfiðir tímar í sjavarút- vegi Suðurnesjamanna. Við höfn- ina er nú komið veitingahús, Vit- inn, með góðar veitingar á viðráð- janlegu verði. Garðurinn er hinsvegar sjávcirpláss án vemlegra hafnarmannvirkja. Þar er þó vem- leg vinnsla sjávarafla. ÐUREYRA HREPPUR ÝÐUR ÞIC IELK0MIN1 SUNDLAUG ÖLL ALMENN FERÐAMANNAÞJÓNUSTA 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.