Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7
Reykjavtk — Hvar eru götusópararnir? Reykjavík MÆTTI FJÖLGA í STÉTT GÖTUSÓPARANNA — en borgin er mikill ferðamannastaður og tilboðin eru ótalmörg Það verður ekki af höfuðborg- inni skéifið, — hún er mesti ferða- méuinastaður lcuidsins. Hitt er svo annað mál hvort hún á það skilið að fá svo marga ferðalanga í heim- sókn. Borgin er, eins og margir aðrir staðir á landinu, að vakna til meðvitundar um hvað þarf að gera fyrir ferðcunenn. Útlendir ferðaménn láta oft þá skoðun í ljós að Reykjavík hafi valdið þeim vonbrigðum, en margt af því sem þeir sáu utan borgarinn- ar hafi hrifið þá þeim mun meira. Það sem margir finna borginni til foráttu er sú dæmafáa um- gengni sem borgaramir virðast sumir hverjir hafa tamið sér. Svar við sóðaskapnum virðist ekki iiggja á lausu af hendi borgaryfir- vaida, enda stétt götusópara greinilega alltof fámenn, hverju sem það veldur. Víða má sjá jurtimar rumex domesticus og stellaria skjóta upp kollinum á gangstéttum. Þetta em jurtir sem í daglegu máli kallast njóli og arfi en eiga þessi fallegu latnesku nöfn. Sums staðar má sjá þess merki að ekki hefur verið sóp- að úr rennusteinum ámm saman. Ber þetta hreinsunardeildinni lítið fagurt vitni. En hættum að nöldra. Reykjavík hefur vissulega upp á margt að bjóða, enda er hún eina stórborg landsins, og þar býr meira en helmingur þjóðarinnar, í borginni eða aðliggjandi kaupstöðum. Og margt er vissulega vel gert, enda þótt segja megi að oft vanti punkt- inn yfiri-ið. íbúarnir sjálfir hafa gert mikið til að fegra í kringum sig og víst er borginni ekki alls vamað, því tals- verðu fé er veitt til umhverfisfegr- unsir. Söfnin í Reykjavík em líka mörg og sum þeirra em vel þess virði að skoða. Fremst í flokld er Þjóð- minjasafnið. Listasafn íslands er til húsa á sama stað og ætti að skoð- ast. Þá er Ásgrímssafn skemmti- legt, Listasafn Einars Jónssonar og hinn nýopnaði almenningsgarður sömuleiðis. Þá er gaman að skoða Ásmundarsafn, en þcir er bókstaf- lega allt handverk þessa nýlátna og stórbrotna listamanns, bæði lista- verk og mannvirki. Annað sem gott er um Reykjavík að segja em hinir fjölbreytilegu og ótalmörgu matsölustaðir, sem opnað hafa núna allra síðustu árin. Á þessu sviði er úr miklu að moða. Almennt talað em þetta góðir mat- sölustaðir, en því miður er verðiag á matvælum á íslcmdi úr öllu sain- hengi. Þá er næturlífið í Reykjavík með allra fjömgasta móti eins og kunnugt er og státar borgin af stærsta og mesta samkomusal norðan Alpafjalla þar sem Broad- way er. Vissulega munu mcirgir ferðamenn viija skoða þann stað og skemmta sér þar á sína vísu. Þá er margt fleira að gerast í Reykjavík. Okkur dettur í hug Laugardaiurinn í því efni. Þar fara fram stærstu íþróttamótin, lands- leikir og 1. deildarleikir. Á næstu grösum er svo Laugardalslaugin, einstakt mannvirki að allri gerð, og raunar fær borgin stórcm plús fyrir það sem gert hefur verið í upp- byggingu sundstaða. Þá er Laugar- dalshöilin með miklar ciksjónir í sumar. Þar fer fram sýningin Heim- ilið ’84 frá 24. ágúst tii 9. september og undir lok september opnar al- þjóðleg sjávarútvegssýning þar. Gistiaðstaða í Reykjavík er ágæt. Hótelin em mörg og góð. Nýjustu hótelin opnuðu núna í surnar, bæði lítil en góð, Hótei Staður í Skiphoiti (rétt fýrir neðan Sjó- mannaskólann) og Hótel Óðinsvé fyrir ofcm Brauðbæ við Óðinstorg. Nokkuð skortir á svefnpokapláss í Reykjavík, það fæst þó hjá Farfugl- um á Laufásvegi 41. Tjcddstæði er við sundlaugina í Laugardalnum og nýta sumir ísiendingar það, en aðallega em þar útlendingar á ferð. Almenningsgarðar em nokkrir í Reykjavík, blómlegir mjög núna í sumar, enda tíð með afbrigðum góð samkvæmt suðvesturs-staðl- inum. BRAUD KÖKUP MJÓLK KJÖTVÖPUP BRAUDGERÐIN FLATEYRI Helgaiboð Hótels Stykkisháms íjúlíogágúst GISTING I 2 NÆTUR M/MORGUNMAT OG SIGLING UM BREIÐAFJARÐAREYJAR FYRIR AÐEINS 1995 KRÓNUR Á MANN. Ef dvaliö er lengur kostar hver nótt til viöbótar aöeins 780 krónur (morgunmatur innifalinn). Athugiö öll herbergi meö sturtubaöi og frjáls aðgangur aö saunabaöi. 6—10 manna hópar geta fengið sinn sérstaka bát til eyjaferðarinnar undir stjórn kunnugs skipstjóra. Heimilislegt hótel — kjöriö til hvíldar og hressingar. Héöan er stutt til margra skemmtilegra og fallegra staöa á Snæfellsnesi. Hótel Stykkishólmur Sími: 938330 HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.