Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 10
 Snorralaug í Reykholti Stafafuran í Skálpastaðaskógi skoðuð. í Borgarfirði: SÖGUHÉRAÐ OG ÓMÆLD FEGURÐ ióðar að styrk samkvæmt mati prests. í Húsafelli hefur margs konar ferðamannaaðstöðu verið komið á fót, greiðasölu og smáhýsum, sem vinsæl eru jafnt á sumrin sem vet- urna. ______ Hallmundarhraun er mikið ævintýri fyrir ferðamenn, að ekki sé talað um hellana þrjá, sem þarna eru, Surtshelli, sem er skammt norðaustur af Húsafelli, Víðgelmi og Stefánshelli. Skammt fyrir neðan Húsafell er Barnafoss í Hvítá. Sérkennilegt gljúfur með steinbogum. Þama eru líka Hraunfossar, ákaflega sér- kennileg náttúrusmíð á gljúfur- barmi Hvítár, þar sem uppsprettu- vatnið streymir undan hrauninu á löngu svæði og fellur milli kletta og kjcurgróðurs í óteljandi fossum. Þessari sýn gleyma fæstir. Sé komið yfir Dragháls er Skorradalur með sitt fallega vatn hið fyrsta á sléttlendi, sem mætir auganu. Vatnið er langt og mjótt. HandcUi vatnsins eru Skálpastaðir, en þar er mikil skógrækt. Var þetta eyðibýli, en Haukur Thors ánafn- aði skógrækt ríkisins jörðina til skógræktar 1951. Hefur bcirrgróður tekist þar sérlega vel síðan friðað var. í Reykholtsdal er að sjálfsögðu áð að hinu forna höfuðbóli og sögustað, en þar var Snorri Sturlu- son veginn 1241. í Reykholti er sumargististaður, Eddu-hótel og ýmis fyrirgreiðsla við ferðamenn. í Grábrókarhrauni er sérkenni- legt og úfið apalhraun og skemmtilegt að ganga, vel skóað- ur. í þessu hrauni er Samvinnu- skólinn að Bifröst, sumarhótel og veitingastaður ágætur. Um Norð- urárdal liggur hringvegur, og að sjálfsögðu skartar dalurinn einni af bestu veiðiám landsins. í Norðurá eru fossarnir Laxfoss og Glanni. Enn meiri veiðivon er trúlega í Þverá og Kjarrá í Þverárhlíð. Kjarrá er hinsvegar aðeins ætluð útlend- um mönnum þessi árin. Kaldadalsleið. Húsafell er innst í Hálsasveit. Þangað má komast eftir akvegum Borgarfjarðar, eða frá Þingvöllum um Uxahryggi, fremur eyðilegar slóðir þar sem hætta getur verið á sandstormum, sem matta og sand- blása bifreiðina og fylla lungun af skít. En hvað um það, Húsafell er einhver fegursti blettur Borgar- fjarðar og þar er gott að nátta í tjajdi. í Húsafelli bjó Snorri prestur hinn sterki, og þarna má glíma við Kvíahellu og gera það margir kraftakarlar að reyna, en fæstir koma henni þó í hnéhæð, sem þýð- ir að þeir eru ekki einu sinni am- Frá Norðurá, Glitstaðastrengir. Borgarfjarðarhérað er án efa eitthvert hið búsældarlegasta í landinu. Og sveitir hér anga cif sög- unni, bókstaflega talað, auk þess sem fegurð er hér mikil fyrir fólk á ferð. Vegakerfi Borgarfjarðarsýslna átti það til að rugla menn mjög í ríminu, merkingum mjög ábóta- vant og menn því oft á tíðum í miklum villum út og suður um dali BorgcLrfjcirðar. Nú mun bót hafa verið ráðin á þessum hlutum. Borgarfjarðardalir og sveitir Borgarfjarðar skerast langt inn í landið í átt að Langjökli og Þóris- jökli. Fjölskyldufólk kemst nú í ódýrt og þægilegt ferðalag innanlands Nú þarf forsvarsmaður að greiða fullt fargjald, en maki og börn á aldrinum 12-20 ára að greiða 50% af fargjaldi fullorðinna og 2-11 ára börn aðeins 25%. Þetta gildir að sjálfsögðu líka þegar annað foreldrið ferðast með eitt barn sitt eða fleiri. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.