Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 16
í þjóðsögunum úir og grúir af alls kyns furðusögum, sem tengj- ast því landslagi sem ferðamenn sjá. Sögur þessar þykja okkur ein- kennilegar í dag. En þær varpa þó ljósi á ýmislegt, og eflaust hafa for- feður okkar talið sögur sem þessar hin bestu vísindi. Við látum nokkr- ar fljóta hér með, allar samkvæmt Jóni Árnasyni, þjóðsagnaritaran- um góða: PENINGAR í GULLFOSSUM Við höfum okkar Gullfoss á Suð- urlandi - en vestur í Dölum og í Barðastrandarsýslu í nánd við Gilsfjörð eru Gullfossar. Á Skarðs- strönd er Gullfoss í Skarðsá, Búð- ardaJsá, Fagradalsá og á Kleifum í Gilsfirði og raunar enn víðar. Eru þetta stórir og fagrir fossar eins og nafnið gefur rauncu- til kynna. Þessi örnefni eru talin til komin vegna sagna um fólgið fé undir fossunum, — en fyrr á tímum meðan bankar geymdu ekki fé manna varð að leita ráða sem þessara til að öðlast pottþétta gejmaslu. Niflungar földu sjóði sína í Rín segja fornar sögur, svo þetta, bankakerfi" hefur víða verið við lýði. SKRIFLA, HVER Á FERÐINNI Hverinn Skrifla í Reykhoiti er sagður dálítið sérlundaður gos- hver og stríðinn. Náttúra Skriflu er sú að hún gýs ákaflega ef ókunn- ugir, forvitnir ferðalangar skoða hana. Er hún þá vön að senda vatnsgusurnar í átt til ferðamanna og bleyta þá með brennandi heitu vatninu. Skrifla þolir semsé enga forvitni eða hnýsni manna. Skrifla er líka sögð vera á faraldsfæti. Hún átti að hafa verið í Geitlandi, en „flutti" þaðan til Áslauga í Hálsa- sveit og þaðan eftir stutta hvíld að Reykholti. Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum það. KÁLFARNIR Á TINDI HORNBJARGS Efsti tindurinn á Hombjargi heitir Kálfatindur. Nafnið er sagt komið til á eftirfarandi hátt: Bræð- ur tveir bjuggu á Homi, annar kaþ- ólskrar trúar, hinn lútherskur. Þrætur vom tíðar með þeim um trúmál. Kom þeim saman um að reyna mátt sinnar trúar. Fóm þeir 16 HELQARPÓSTURINN NOKKRAR GÓÐAR ÚR FORTÍÐINNI báðir með alikálfa sína upp á efstu • gnípu bjargsins og báðu bæna sinna. Annar bað Máríu og helga menn um að varðveita káff sinn, - hinn beiddi guð þríeinan að bjarga sínum. Að þessu loknu var kálfun- um hmndið fyrir björg. Þegar að var gáð reyndist kálfur lútherska bróðurins að leik í fjömnni, en hinn fannst aldrei. Játaði nú sá kaþóiski að lútherstrú mundi betri og snerist til þeirrar trúar upp frá því. GULLKISTAÁ BAULU Uppi á Baulu í Borgarfirði er tjörn ein eða stöðuvatn, og herma gamlar sagnir að þar sé falin gull- kista, sem engum hefur heppnast að ná, - enda segir að enginn kom- ist á toppinn á Baulu öðm vísi en á gandreið!! EKKI FYRIR ÞRÁHYGGJUMENN Enn önnur tjörn er sögð vera í Hróarsskörðum norðan í Hafnar- fjalli í Borgarfirði. Sagt er að sú náttúra fylgi tjörninni, að ef ein- hver kastar steini ofan í hana, skili tjörnin steininum aftur til lands. Sé reynt öðm sinni skilar tjömin steininum í þann sem kastaði og meiðir hann. Sé þetta mjög þrár maður og reyni í þriðja sinni, þá er sagt að steinninn komi enn upp aftur og drepi þráhyggjumanninn. BEITÁÍÍSA- FIRÐI —DREGINÍ ÞORSKAFIRÐI Og loks kemur ein af Vestf jörð- um um tvíbytnur, en svo em kölluð vötn sem hafa samrennsli neðan- jarðar, en svo djúp að þar er engan botn að finna. Sagt er að í Þorska- firði séu tjamir tvær, kallaðar Kóngavakir. Fjörðurinn er gmnnur mjög svo hann má ríða á fjöm, en vakirnar hins vegar ómælanlegar. Frá vökum þessum er sagt að sé samrennsli við ísafjörð og sé því jafnhátt í sjónum á báðum stöðum, bæði í aðfalli sem útfalli. Til merkis um þessa kenningu er sagt að stór- lúða hafi komið á öngul í lsafirði en slitið sig af með öngulinn. Kom hún nokkm síðar í ljós í Þorskafirði með öngulinn í sér. — Þessar sögur af ömefnum em úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar —

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.