Alþýðublaðið - 05.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1927, Blaðsíða 2
2 ALt>. ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝBUBLADIB kemur út ú hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ■ 91/2-10Va árd. og kl. 8-9 síðd. Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50'á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindá'lra. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). Landhelgisgæzlan. Óhljóð spillingarinnar. Ot af dæmi, sem fulltrúi Al- fjýðufiokksins í neðri deild ai- þingis nefndi um landheigisgæzi- una íslenzku við vantraustsum- ræðurnar í neðri deild og sagt hefir verið frá í þingfréttum hér í blaðinu, þar sem stjórninni var bent á sögur, sem ganga hér í bænum um framkvæmd landhelg- isvárnanna undir umsjón íhalds- stjórnarinnar, hafa blöð Ihaldsins hér í bænum sett upp rokna- Ramakvein, þó að stjómin og þau heíðu miklu fremur átt að votta þakklæti sitt fyrir að fá tækifæri til að sýna umhyggju sína um landhéigisvarnimar. Þessi blöð hafa rekið upp óhljóð mikil yfir því, að ekki sku’i vera talað um landhe!gi':gæziuna cins og óskeik- ulan guðdóm og ætia að ganga af göflunum út af því, að þingmaður skuli hafa fært þetta í tal á al- þingi, rétt eins og álþingi ætti að þeirra áliti að vera eins konar háyfir-yfirhUmingastaður um alt' ó!ag. Landherforingjar íhaldsins, þair Jón Kjartansson og Valtýr Ste- fánsson, haía barið á skjöld auð- valdrins, „MoTgunblaðið11, og sjó- liðsforinginn Jóhann P. Jónsson, fyrr verandi auka- og vara-lög- reglustjóri, heiir lagt sína dáð- umtáðu stríðsmannsæru við í á- skorun til þingmannsins, að hann bírti heimiidarmenn að umræddu dæmi. Þessi spurning um heimildar- mennina er gott tækifæri til að draga það frarn í opinberleikans dagsljós, sem gengur manna á milíi um þetta mál. Það má svo að orði kveða, að allur bærinn sé heimihlarmaður að sögum um slæieik í landhelgi. gæzlunni fyrir íslenzkum togurum. A götunum, þar sem menn hittast, í samkomu- sölum, á t innu: to um á heimilum, á skipunum á ha inu og á sjálfu alþingi talar fólk, karlar og kon- ur, u:n sögurnar af landhelgis- vörnunum: Togara kiþstjórunum séu af útgerðarstöðvunum send dulmálsloftskeyti um ferðir gæzluskipanna og hvernig þeir skuli vara sig á „böivaðri gráu beljunni"; gæzluskipin kasti ljós- um til togaranna, þar sem þeir séu að veiðum í landhelgi tugum saman, og „stimi“ síðan fram hjá eins og ekkert hafi verið um að vera, en hvítfyssandi brimið sjái síðan undan togurunum, meðan þeir skjótist út fyrir línuna í bili; „Fylla“ eða „Óðinn“ hafi hitt tutt- ugu íslenzka togara í einu og hik komið á herinn, skeyti verið sent til ríkisstjórnarinnar og hún spurð, hvort reka skyldi flotann til dómshafnar, en svarið verið, að fram hjá þessu yrði að ganga, því að „atvinnuvegirnir" þyldu ekki, að svo hart væri á þeim tekið; á einum togaranum væri skipstjóri, sem gerst hefði svo brotlegur, að hegningarhússdymar hiðu eftir þriðja broti hans, á- ræddi ekki inn fyrir „línuna“ og kæmi svo eklri með annað en ufsa, þegar hinir togararnir væru fullir af ríga-þorski o. s. frv. o. s. frv. Slíkar sögur, en miklu fleiri, seg- ir og um þær talar fólk af öllu tagi, verkafólk, verzlunarmenn og íkaupmenn, iðnaðarmenn, skrif- stofumenn og embættismcnn, skipshaínirnar á fiskiflotanum og kunningjar þeirra og ættingjar í landi, skipshafnirnar á gæzluskip- unum, þingmennirnir á alþingi og — útgerðarmenn togaranna. Einn vel metinn útgerðarmaður herir, er tilrætt var um landhelgisveiðar, sagri við ritstjóra Alþýðublaðsins í aLvöruganíni — vitanlega án alira votta og „man“ auðvitað ekkert eftir því nú —, að það þýddi ekkert að vera að þessu „veseni" út af landhelgisvömun- um; það vissu allir, að togararnir fengju aldrei í skammdeginu al- mennilegt bein úr sjó annars staðar en í landheigi. Nú er hrópað á heimiidir. Jú, gerið svo vel! Heimildirnar eru alínannarómur, og Alþýðublaðið álítur rétt að skýra frá því og hiljóðinu i honurn, þótt ritstjórinn eigi á hættu að varða fyrir það hrakinn fyrir dómstóla allrar ver- aidar, eins og Holberg sagði. En hvernig stendur á þessum almannarómi? Hann getur ekki stafað nema af tvennu. Annað- hvort er hann á því reistur, að menn eru úti á haíinu sjónarvott- ar að brotum á landhelgislögun- um og slælegu eftirliti og geta ekki um það pagað samvizku sinnar vegna, en hafa ekki að- stöðu til að ráðast gegn óhæf- unni, og mun þetta að einhverju ef til vill ekki óverulegu leyti vera undiraldan undir almanna- róminum í þessu máli, —1 eða þá, að almenningi er svo bert fyrir augum, hversu ríkisstjórnin, al- þingi og dómstólar og aðrir gæzlumenn rilusvaldsins í æðstu varðstöðum ríkisins eru gersam- lega háðir valdi stórútgerðarburg- eisanna hér í landi, audvaldinu í laidinu, svo sem fram komi í öllurn opinberum athöínum, að ó- hug.andi sé, að þes:i framkvæmd- arvöld geti haldið uppi lögum og landsrétti gagnvart burgeisunum. Af þessum toga mun að hinu og meira leylinu spunninn almanna- rómurinn um bresti á landhelgis- V vörnunum. Öhóð og óspilt fólk talar ekki um annað nú orðið í sambandi við opinber mál en rotnun og spillingu. Svo magnað- ur er óþefurinn af rotnun úrelts skipulagsins orðinn, að fólk, sem er með allan hugann á nauðsynja- störfum sínum, hrekkur upp og fussar frá sér, og almannarómur- inn lætur til sín heyra. Og hann verður þvert á móti því að vera þaggaður og svæfð- ur, þótt íbaldarar úrelta þjóð- skipulagsins magni óhljóð spill- lingarinnar upp í hæstu öskur, og þótt allir verði eltir á röndum, sem á sér láta bæra til að hreinsa til. Hið eina, sem fengið getur alinannaróminn til að lægja kurr- inn, er það, ad breytt verdi svo til, cid pad verdi lýdum Ijóst, ad ekki sitji í gæzlusætum laga og landsréttar smámenni, sem séu ekki annað en peð milli fingra auðborgaranna, ad hert sé svo á landhelgisgæzlunni, að engum detti í hug, að nsinn vogi sér inn fyrir „línuna“, ad engin leið sé að því, að opinber fregntæki, svo sem sími og Joftskeyíasenditæki, séu notuð til að fara í kring um iandhelgisgæzluskipin, og ad ekki komi frá æðstu dómstólum lands- ins slíkir dómar í landhelgismáli, að enginn skilji í þeim, eins og nýlega þykir hafa gerst. Annað ráð en þetta til að fá al- mannaróminn góðan er eklri til. Tilraun til að • þagga hann með valdi hlýtur að magna hann. 1 lýðfrjálsu landi má ekki þola og verður ekki þolað, að ekki megi tala opinskátt um opinber mál. I þessu rnáli sem öðrum er það vaid fóiksins, sem á að gilda. Fólkið getur breytt og á að breyta frá röngu til rétts, frá gömlu til » nýs, frá úreltu til tímabærs, fleygja peðunum og setja menn í staðinn í þessu máli sem öðrum, og tækifasrið tíl þess er við kosn- ingar. Þetta er kosningamál, en ekki dómstólamál, því að aðili til sókn- ar er almenningur, en ekki ein- stakhngar. Neðri deiM. Þar lauk í gær 2. umr. fjár- iaganna. Skal hér getið úrslita fóeinna atriða. Tillaga frá Héðni Valdimarssyni um 3500 kr. styrk til Styrktarsjóðs verkamanna- og sjómanna-félaganna í Reykjavík var samþ. með 14 atkv. gegn 9, sama upphæð og er í fjárlögum yfirstandandi árs. Hins vegar var tillaga frá Héðni, J. Ól. og Jakobi um 3 þúsund kr. sérstakan styrk til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, til þess að vinna að því að koma á sambandi á rnilli sjúkrasainlag- annna í landinu og stofna ný sjúkrasamlög, feld með 17 atkv. gegn 8. Höfðu þó bæði Sjúkra- samlag Reykjavíkur og Sjúkra- samlag Hafnarfjarðar og Garða- hrepps skorað ó þingið að sam- þykkja slíka fjárveitingu og sýnt fram á nauðsyn hennar fjölda al- þýðumanna til mikilla nota. — 1500 kr. fjárveiting til vornám- skeiðs barnakennara var samþ. með samhlj. atkv. að till. fjárvn. Samþ. var með 15 atkv. gegn 12 að við höfðu nafnakalli, að tmdan genginni talsverðri deilu, byggingarstyrkur að tveiin fimtu hlutum til þess að koma upp hús- mæðradeild við Laugaskólann. Var sú tillaga frá meiri hluta fjárvn. Gekk Björn Líndal mjög á móti henni. Greiddu allir Ihalds- menn atkv. gegn henni, nema Þór- arinn (og M. J„ sem er veikur og var því ekki við) og Jakob með þeim, en aðrir deildarmenn með. — I stjórnarfrv. var lagt til, að Góðtempiarareglunni yrði veittur 9 þús. kr. styrkur tij bind- indisstarfsemi. Var hann að till. fjárveitinganefndar hækkaður í 10 þúsund kr„ eins og hann er í ár, og sé hann veittur stórstúk- unni, eins og vant er (jafnt þótt hún kunni að verða áfram á Ak- ureyri). — Samþ. var (með 15 atkv. gegn 8) 10 þús. kr. styrk- veiting til Stokkseyrarhrepps, til endurgreiðslu á viðlagasjóðsláni vegna brunatjónsins. (Till. fjár- veitingan.). — Eins og mentamála- nefnd hafði ráðgert, lagði hún til, að háskólinn væri styrktur til að greiða kostnað við heimsóknir erlendra vísindamanna til að halda fyrirlestra við hann og til gTiskukenslu, 2 þús. kr. til hvors, þar eð frv. um afnám dósents- embættisins í „klassiskum“ fræð- um hefir verið samþykt í n. d. Var vísindamannastyrkurinn samþyktur með eins atkv. mun að við höfðu nafnakalli, en grísku- kenslu-fjárveitingin feld. — Til flugnáms voru veittar 2 þús. kr. — 1 framsöguræðu fyrir síðari hlutanum af tillögum fjárvn. gat Tr. Þ. þess, að nefndin myndi við 3. umr. leggja til, að ekkju Svbj. Sveinbjörnssons tónskálds verði veitt einhver viðurkenning. Að eins að upphæðin verði þá ekki svo smávægi'eg, að þinginu. verði hún til lítils sóma. Það kemur síðar í ljós. Frv. um afstöðu foreldra til ó- skilgetinna barna, er e. d. hafði endursent n. d., var afgreitt sem lög og frv. um löggildingu verzl- unarstaðar á Litl.a-Árskógssandi við Eyjafjörð og frv. um sorp- og ealerna-hreinsun á Akureyii af- greidd til e. d., löggiidingarfrv. með viðhót frá Tr. Þ. um Drangs- nes við Steingrímsfjörð, sem jafn- fxamt sé löggilt sem verzlunax- staður. Heitir frv. nú: frv. um. löggildingu verzlunarstaða. ESri deild samþykkir ,iitlu ríkislögregluna* Þar var fundur fram á 10. tím- ann, þó að nokkuð slitróttur væri, og var það- frv. um varðskip rík- isins og sýslunarmenn á þeim, sem vafðist fyrir deildinni. Fór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.