Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 20
mm Þórðarhellir í Reykjaneshyrnu á Ströndum: ÞÓRÐUR SAKAMAÐUR OG BÓNDADÓTTIRIN í LITLU-ÁVÍK Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, sem við höfum oft vitnað í, að Strandamenn séu gjamir á að taka að sér alls kyns óþjóðalýð af misskilinni miskunnsemi, og verði síðan að þola af illmennum þess- um margar skapraunir. Útilegu- menn og sakamenn áttu því at- hvarf lengi vel á Ströndum enda byggðin afskekkt og langt á milli bæja. Hinn langi armur réttvísinn- ar átti því ekki hægt með að seilast eftir mönnum þessum. Þá áttu Strcindamenn það til að makka við erlenda kaupmenn á laun, og þá sáu sakamenn sér leik á borði að „komast í þjóðir" sem kallað var; sleppa til útlanda með farskipum þessum. En víkjum að Þórðarhelli skammt frá Litlu-Ávík, í Reykjanes- hyrnu svonefndri. Þar er að finna helli þennan og hefur Símon Jóh. Ágústsson prófessor ritað um þetta gamla útilegumannabæli, sem á sér merka sögu. Hellirinn er á háu hamrabelti og þaðan er grjótskriða ein brött 20 - 30 metra niður að sjó. Þama er allt fullt af skerjum og boðum og ekki lendandi á báti og á Iandi er aðeins ein fær leið, þ.e. undir Hyrnunni, og er þó ógreiðfær. Þarna er því hentugur felustaður, en reki nógur til eldiviðar, vatn seytlar undan berginu rétt við hellinn og ágæt fiskimið skammt undan landi. Símon Jóhannes telur að hellir- inn hafi fengið nafn af Þórði nokkr- um sakamanni, eldri sagnir sögðu hann nefndan eftir galdramanni með sama nafni, sem brenndur var 1654 í Trékyllisvík. Þarna í hellinum hafðist Þórður sakamaður við án þes að margir vissu. Bóndadóttir frá Minni-Ávík komst þó í náin kynni við Þórð. Hitti hún hann þegar hún var við smalamennsku og tókust með þeim ástir. Kom svo högum bónda- dóttur að hún varð þunguð af völd- um Þórðar. Hvarf hún nú að heim- an, sumir segja að Þórður hafi numið hana brott, og settist að í helli Þórðar. Átti hún þar dóttur, segir sagan. Hvarf bóndadóttur þótti undar- legt í meira lagi, en ekki vissi fólkið á bænum um hellinn eða tilvist sakamannsins þar. Ekki fyrr en maður einn frá Reykjanesi gaf í skyn að bóndadóttur gæti verið að finna í hellinum. Fór bóndi ásamt nokkrum mönnum til hellisins. Var Þórður þá að koma af sjó og gerði að fiski í fjörunni. Varð þama bar- dagi allsnarpur. Komst Þórður upp á klettasyllu í Hyrnunni og varðist með grjótkasti. Segir sagan að þrír menn hafi slasast og einn látið lífið. Bóndadóttur og bamið fengu mennirnir með sér heim að Litlu- Ávík, - en um afdrif Þórðar er ekki vitað, né heldur hvaðan hcinn kom til Stranda. Þó segja munnmæli að hann hafi verið austfirskur og hafi hlotið dóm fyrir að eiga barn með systur sinni. Saga þessi mun hafa átt sér stað um aldamótin 1600 til 1700. 20 HELGARPÓSTURINN ÓDÝRT AÐ GISTA HJÁ FARFUGLUNUM Ef þú hefur í huga að ferðast á sem ódýrastan hátt um landið, er tilvalið að nota þjónustu farfugla- heimilanna. Heimilin em fjórtán, víðsvegar um land. Ef ferðalagið hefur verið skipulagt með fyrirvara er ágætt að panta gistingu en oftast er hægt að komast að fyrirvaralaust. Á flestum farfuglaheimilum em herbergi sjö til tíu manna og eru sér kvenna og karla herbergi. Á öllum heimilum em eldhús sem ferðamennirnir geta notfært sér. Gisting eina nótt kostar kr. 160. Farfuglarnir gera fleira en að reka gistihús. Ferðaþjónusta Far- fugla hefur starfað í fjóra áratugi. Hún skipuleggur bæði helgarferðir og lengri ferðir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.